Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, VIGDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR, Blönduhlíð 16, er lést á Landspítalanum 22. desem- ber, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbakk- aðir en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Maria J. Guðmundsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Gislfna S. Kauffman, Róbert L. Kauffman, Brynjólfur Guðmundsson, Hjördís Einarsdóttir, Jón Brynjóifsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, VIKTORI'A HAFDÍS VALDIMARSDÓTTIR, Heiðarhrauni 26, Grindavík, sem lést laugardaginn 21. desember sl., verður jarðsungin frá Grindavíkur- kirkju í dag, laugardaginn 28. desem- ber, kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Þroskahjálp Suðurnesja. Rúnar Björgvinsson, Fanney Björnsdóttir, Inga Fanney Rúnarsdóttir, Valur Guðberg Einarsdóttir, Haukur Guðberg Einarsson, Ágústa Sigurgeirsdóttir, Alexandra Marí Hauksdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Eygló Valdimarsdóttir, tengdafólk, aðrir ættingjar og vinir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Patreksfirði, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, sem lést 20. desember, verður jarð- sungin frá Frfkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Anna Gísladóttir, Flosi G. Valdemarsson, Bjarni Gíslason, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir Bergmann, Andreas Bergmann, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Jón Rúnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐURODDSSON læknir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. þ.m. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. janúar nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er góðfúslega bent á líknarstofnanir. Erla Þórðardóttir, Þórður B. Þórðarson, Óli H. Þórðarson, Oddur Þórðarson, Jón Þórðarson, Valur Páll Þórðarson, Helga Magnúsdóttir, Þurfður Steingrímsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrfður A. Theódórsdóttir, Herdfs Jónsdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Ásbraut 21, Kópavogi, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkurföstu- daginn 20. desember sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 15.00. Eiríkur Thorarensen, Rafn Thorarensen, Bryndís Þorsteinsdóttir, Elín Thorarensen, Ingveldur Thorarensen, Ragnar Eysteinsson, Guðmundur Magnús Thorarensen, Jón Thorarensen, Inga Dóra A. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. SIGFÚS DAÐASON + Sigfús Daðason fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit 20. maí 1928. Hann lést á Land- spítalanum 12. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 23. desem- ber. Alþjóð er kunnugt að Sigfús Daðason var skáld gott, þótt eigi teljist þjóðskáld. Til þess var hann of trúr sínum lífsskoðunum. Meira er þó um vert að Sigfús Daðason var drengur góður, maður hjarta- hlýr og tryggur vinum sínum. Mér öðlaðist sú auðna að um- gangast hann um nokkurra ára skeið allnáið og njóta vinfengis hans og gestrisni síðar. Hvetjum þeim er slík gæfa hlotnast hlýtur að telja hana eitt sitt mesta lífsins hnoss og stendur því fátækari eftir. Og ekki lét Guðný Ýr sinn hlut eftir liggja. Því skal þakka það sem vert er þótt seint sé fullþakkað. Guðnýju, dætrum hennar og afa- bömum færi ég mína fyllstu samúð. En orðstír hans lifir. Geirlaugur Magnússon. Haustið 1945 mun fundum okkar Sigfúsar Daðasonar fyrst hafa bor- ið saman, en kynni höfðu þá tekist með honum og Jóni Óskari og El- íasi Mar. Þá á seytjánda aldursári, hafði hann átt í langlegu í veikind- um og var ekki brautskráður af Vífilsstöðum. Merki þessa bar grannur líkami hans og fölt svip- mót, og áhugamál hans, bókmennt- ir, var honum miklu hugstæðara en hversdagsleikinn. Næstu ár, einkum sumur, hittumst við oft í sameiginlegum kunningjahópi, og í hálft annað ár hafði hann á leigu herbergi mitt, meðan ég nam utan lands, en hann naut þá þegar stuðn- ings Kristins E. Andréssonar og Þóm konu hans. Að loknu stúdentsprófi 1951 hóf Sigfús nám í bókmenntum við Há- skólann í París, sem hann stundaði með nokkrum hléum, uns hann lauk þaðan Licenceés-Lettres-prófi 1959, en 1953 hafði hann birt þýð- ingu á Þögn hafsins eftir Vercors. Á þessum áratugi, hinum sjötta, - og raunar allt fram á hinn tíunda - hittumst við alloft og ræddum t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GRÍMSDÓTTUR, Hjarðarhlíð 5, Egilsstöðum, fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, laugardaginn 28. desember, kl. 14.00. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðurbróðir minn, PÉTUR GUÐMUNDSSON OTTESEN, Hólmgarði 31, Reykjavík, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 15. desember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 30. desember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Auður Kristjánsdóttir. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST JÓNSSON fyrrverandi skipstjóri, Austurströnd 4, áður Nesbala 7, Seltjarnarnesi, lést 26. desember sl. Útför hans verður gerð frá Seltjarnar- neskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Bogi Ágústsson, Jónína María Kristjánsdóttir, Emilía Agústsdóttir, Yuzuru Ogino og barnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar og tengdamóður, FJÓLU JÓNSDÓTTUR, Sólheimum 10, Reykjavík. Þorsteinn Baldursson, Katrín Magnúsdóttir, Jón Baldursson, Hermína Benjamínsdóttir, Vigdfs Baldursdóttir, Axel Bender, Sævar Baldursson og synir, Helgi Baldursson, Guðbjörg Marteinsdóttir, Fjóla Baldursdóttir, Kristinn Gislason. p—>■—bmiiiipííéJ margt, ekki síst stjórnmál. Sigfús aðhylltist ungur sósíalisma, og var hann honum öðru fremur fyrirheit um skipan þjóðfélagsins að bestri þekkingu manna og vitsmunum, fráhvarf frá óheftri samkeppni, lífs- háttum dýraríkisins. Sigfús var ritstjóri Tímaritsins Máls og menningar frá 1960 til 1976, í stjórn þess útgáfufélags 1962-75 og á siðari hluta þess skeiðs líka framkvæmdastjóri þess. Fyrri hluta sjöunda áratugarins. 1961-65, var hann í stjórn Rithöf- undasambands íslands. Get ég þess, að á þessum árum sá Sigfús til þess, að Mál og menning gaf úr fjórar stuttar bækur eftir mig í kiljubroti. Meðan Sigfús var að störfum hjá Máli og menningu orti hann sem endranær og vann að ritstörfum. Hann tók við þýðingu Jóhanns Kristófers eftir Romain Roland af Þórarni Björnssyni rekt- or, sá um útgáfu á ritgerðum og bréfum Þórbergs Þórðarsonar frá 1925 til 1950 og einnig á eftirlátn- um ritum Málfríðar Einarsdóttur. Eftir að Sigfús hvarf frá Máli og menningu gaf hann út á eigin forlagi, Ljóðhúsi, Minningar Magn- úsar Bl. Magnússonar í tveimur bindum og endurútgaf Hávamál Indialanda í þýðingu Sigurðar Kri- stófers Péturssonar. Og 1987 birti hann bók um fornvin sinn Stein Steinarr. Sigfús Daðason var fremur há- vaxinn, grannur, beinn í baki, létt- stígur, skýrmæltur, en hægmáll, með næmt skopskyn, grandvar, prúðmenni hið mesta. Haraldur Jóhannsson. Undanfarna daga hef ég verið að fletta bókum Sigfúsar Daðason- ar með söknuði. Aldrei framar get ég leitað á fund hans sjálfs - mér til upplyftingar og sáluhjálpar. Og íslenskt menningarlíf er að honum gengnum fáskrúðugra. Raunar var það svo að einungis það að heim- sækja Sigfús, jafnvel hitta hann á götu, var menningarviðburður og gleymist ekki þótt árin líði, tilheyr- ir áfram þessum útlínum bak við minnið sem verða ekki strokaðar út. Og þó er ég búinn að gleyma hvenær leiðir okkar lágu fyrst sam- an. Eru árin tíu, fimmtán og hvern- ig stóð á því að ég fór að aðstoða Sigfús í Ljóðhúsi hans við Laufás- veg? Víst er um það að minn var heiðurinn. Strax á unglingsárunum var Sigfús mér fulltrúi hinna fáu sem meðvitað byggja upp líf sitt fullir ábyrgðar. Mér er minnisstætt þegar við, nokkrir vaskir sveinar, bárum út bókalagerinn af Laufásveginum, það var með eftirsjá. Tómarúm hafði skapast í íslenskri bókaút- gáfu. Þegar ég sjálfur, síðar meir, í strákskap mínum hóf að gefa út bækur ljóðskálda vildi ég leggja mitt af mörkum til að fylla það tómarúm. Hámarki þeirrar útgáfu var náð þegar Sigfús valdi mig óverðugan sem útgefanda að síð- ustu ljóðabók sinni Provence í end- ursýn. Vináttan sem þá tókst með okkur endist mér margar dagleiðir. Á Þorláksmessudag hafa nokkrir sveitungar þeirra Sigfúsar og Guðnýjar Ýrar notið gestrisni þeirra í hógværum fögnuði í gegnum árin. I þetta sinn er nærvera Sigfúsar yfirþyrmandi. Ég vildi votta Guðnýju og öðrum aðstandendum samúð mína með þessum fáu orð- um. Sigfús minntist skáldmæringsins René Char í ljóði sem ég vildi mega nota sem lokaorð þessarar kveðju: Þegar Char var liðinn þótti sveitungum hans sumum hann vera svo ákaflega stórvaxinn - næstum því eins og dauður risi - og mundi nú samlagast landslaginu í Provence sem ás eða skógarhæð. Brynjar Viborg. • Flcirí minningnrgreinar um Sigfús Daðason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.