Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 1
80SIÐURB/C **$nnlMUifrÍfe STOFNAÐ 1913 296. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sóttir til saka fyrir stríðsglæpi Nairóbí. Reuter. FYRSTU stríðsglæparéttarhöldin í Rúanda vegna þjóðarmorðs á túts- um árið 1994 hófust í gær. Eiga sakborningarnir tveir yfir höfði sér dauðadóm, verði þeir sekir fundnir. Mönnunum tveimur, Deo Bizi- mana, hjúkrunarfræðingi, og Egide Gatanazi, embættismanni, er gefið að sðk að hafa skipulagt og tekið þátt í fjöldamorðum á tútsum og hófsömum hútúum 1994. Talið er að um 800.000 manns hafi týnt lífi í hernaðinum á hendur tútsum eða allt að 75% tútsa í Rúanda. Fjöldi hófsamra hútúa var einnig veginn. Um það bil 90.000 manns, sem sagðir eru hafa tekið þátt í þjóðar- morðinu, sitja í fangelsum í Rú- anda. Búist er við að margir þeirra játi aðild gegn vægri refsingu nú þegar stríðsglæparéttarhöld eru hafin. Fulltrúar flóttamannasamtaka sögðu að mörg þúsund hútúa hefðu verið handtekin á heimleið úr flótta- mannabúðum í Zaire og ranglega sökuð um aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda. Sögðu þeir réttarhöldin vera sýndarmennsku af hálfu núver- andi valdhafa og tilræði við eðlilegt réttarfar. ? ? ? Vetrar- hörkur VETRARHÖRKUR hafa verið að undanförnu á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hollendingar gripu til skauta um jólin er síkin lagði um landið þvert og endilangt. í París króknuðu fimm útigangsmenn á jól- unum og fjórir sjúklingar dóu úr kulda í óupphituðum spítölum í Búlg- aríu. Víða í Bandaríkjunum varð mikil röskun vegna vetrarveðurs og snjókomu. Margur Lundúnabúinn sótti fé í greipar veðmangara með þvi að taka boði þeirra og veðja um það hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hýrnaði yfir þeim er snjór féll á Þorláksmessu í höfuðborginni. ¦ Ofankoma og ísing/24 Reuter STÚDENTAR ganga í hringi með hendur á hnakka eins og fangar fyrir framan vegg óeirðalög- reglu, sem lokaði gönguleiðum mótmælenda í Belgrad í gær. Jólakort- in í end- urvinnslu London. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD póstmála í Bret- landi hafa ákveðið að bjóða neytendum að jólakortin sem þeir fá verði send í endur- vinnslu í janúar. „Aðeins 10% af gömlum jólakortum fara nú í endur- vinnslu, megnið af þeim fer í jarðvegsfyllingu á hverju ári. Við vonum að fleiri láti endurvinna kortin ef þeir geta með auðveldum hætti losnað við þau á pósthúsum um allt land," sagði framkvæmda- stjóri póstsins, John Roberts. Hagnaður af endurvinnsl- unni mun renna til varðveislu skóga og náttúruverndar. OSE staðfestir sigur stjórnarandstöðunnar í bæjarstjórnakosningum í Serbíu Milosevic hvattur til að koma á lýðræði Genf. Belgrad. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Serbíu fór með sigur af hólmi í 13 borgum landsins og níu borgarhverfum höf- uðborgarinnar, Belgrad, í bæjar- stjórnarkosningum 17. nóvember sl., samkvæmt niðurstöðum eftirlits- nefndar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (OSE). Felipe Gonzalez, formaður nefndarinnar, hvatti í gær Slobodan Milosevic for- seta til að taka niðurstöðunni og nota tækifærið til að stuðla að „raunverulegu lýðræði" í landinu. Bandaríkjastjórn fagnaði niðurstöð- unni og sagði serbnesk stjórnvöld verða að hlíta henni. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fögnuðu niðurstöðu nefndarinnar en höfðu ekki mikla trú á því, að Milosevic myndi bregðast jákvætt við niðurstöðu skýrslu Gonzalez. „Við gerum ekki ráð fyrir að hann taki niðurstöðu nefndarinnar; miklu frekar er við því að búast, að deilur harðni og stjórnmálakreppan versni," sagði Zoran Djindjic, leið- togi Lýðræðisflokksins. Milan Milutinovic, utanríkisráð- herra, sagði að jafnvægis gætti í skýrslu nefndar Gonzalez. Ýmsar staðreyndir hefðu hins vegar skol- ast til í meðförum nefndarinnar. Mikilvægasta niðurstaðan væri að deiluaðilar í Serbíu tækju upp víð- ræður. Minntust hvorki Milutinovic né ríkisfjölmiðlarnir á afstöðu nefndarinnar til ógildingar kosnin- gaúrslitanna. Mörg hundruð lögreglumanna, vígbúnir til að mæta óeirðaseggjum, stöðvuðu göngu tugþúsunda há- skólastúdenta í miðborg Belgrad í gær. Brugðu stúdentar á það ráð að ganga eins og fangar væru í hringi með hendur fyrir aftan höfuð fyrir framan vegg lögreglumanna. Að loknum mótmælum stúdenta hófst mótmælaganga um 80.000 stjórnarandstæðinga, ar, 38. daginn í röð. Dönsuðu þeir og sungu af gleði vegna niðurstöðu nefndar Gonzalez. Serbneska stjórnarandstaðan hefur heitið því að halda áfram frið- samlegum mótmælum til að knýja Milosevic til að játa sig sigraðan. Auk þess leggur hún traust sitt á alþjóðlegan þrýsting á Milosevic, en aðgangur að miklum erlendum lán- um er honum bráðnauðsynlegur til þess að vinna bug á efnahagslegri eymd landsins. ¦ Óeirðalögregla tekur/22 Reuter 103 menn enn í gíslingu skæruliða í Lima Iðnveldin sýni samstöðu Lima. Reuter. SKÆRULIÐAR Tupac Amaru- hreyfíngarinnar í Perú, sem halda 103 mönnum í gíslingu í bústað japanska sendiherrans í Lima, létu engan bilbug á sér finna í gær og virtu að vettugi áskoranir leiðtoga víða um heim um að semja við stjórn landsins og láta mennina lausa. Stjórn Japans hvatti leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims til að taka höndum saman til að leiða gísla- málið til lykta. Yukihiko Ikeda, utanríkisráð- herra Japans, sagði að stjórnin hefði hafið viðræður við ráðamenn í ríkjunum sjö um að móta sameig- inlega stefnu í málinu. „Ljóst er að þjóðir heims geta ekki látið hermdarverk viðgangast," sagði Ikeda. Martin Erdmann, talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins, sagði að sendiherrar ríkjanna sjö hefðu þegar komið saman í Lima til að ræða næsta skref. Sendiherra Rússa hefði einnig verið á fundin- um. „Aðalmarkmiðið er að afstýra ofbeldi," sagði Erdmann. Neyðarástandi lýst í Lima Neyðarástandslög gengu í gildi í allri Lima-borg og nágrenni í gær vegna gíslatökunnar. Með því eru borgaraleg réttindi íbúa tak- mörkuð og. stjórnin fær aukin völd til að takast á við vinstrisinn- aða uppreisnarmenn. Bandarísk njósnaflugvél hefur safnað upp- lýsingum um bústað sendiherrans og sendiráðslóðina undanfarna daga vegna hugsanlegs áhlaups á sendiráðið, að sögn leyniþjónustu- manna. Jóhannes Páll páfi, Bill Clinton Bandaríkjaforseti og fleiri leið- togar skoruðu á skæruliðana að slaka á kröfum sínum og semja við stjórnina um lausn gíslanna. Skæruliðarnir hafa sleppt þremur mönnum síðan þeir létu 225 lausa á sunnudag. Þeir krefj- ast þess að stjórnin láti 400 fé- laga þeirra lausa úr fangelsi en Fujimori hefur sagt að ekki komi til greina að verða við þeirri kröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.