Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Formlega gengið frá stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar í gær Morgunblaðið/Golli HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra takast í hendur á stofnfundi Pósts og síma hf., sem haldinn var í gær. Að baki þeim stendur Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í Samgönguráðuneytinu. STOFNFUNDUR Pósts og síma hf. var haldinn í gær og var þá formlega gengið frá stofnun hlutafélags um starfsemi Póst- og símamálastofnunar. Hlutafé fyrirtækisins nemur 7,5 milljörð- um króna og eigið fé um tíu millj- örðum króna. Fyrirtækið mun um áramótin taka við því hlutverki sem Póst- og símamálastofnunin hefur hingað til sinnt. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gaf út þrjú rekstrarleyfi til hins nýja félags á stofnfundinum í gær að viðstöddum Friðrik Sop- hussyni fjármálaráðherra. Eitt fyrir póstþjónustu, annað fyrir íjarskipti og fjarskiptaþjónustu og hið þriðja til reksturs GSM fjar- skiptakerfís. Samgönguráðherra sagði á stofnfundinum að Póstur og sími hf. yrði mjög öflugt fyrirtæki og án efa hið stærsta sem stofnað hefði verið af ríkinu. Hlutafé þess næmi 7,5 milljörðum króna og ársveltan tólf milljörðum króna. Á elleftu stundu Halldór sagði að Póstur og sími hf. væri stofnaður á elleftu stundu ef höfð væri í huga hin öra þróun í fjarskiptamálum, sem nú ætti sér stað. Upphaflega hefði verið stefnt að því að breyta stofnun- inni í hlutafélag á síðasta kjör- tímabili en ekki hefði verið póli- tískur vilji fyrir því fyrr en eftir stjórnarskiptin á síðastliðnu ári. Nú væri breytingin orðin að veru- leika og væri hann sannfærður um að hún yrði fyrirtækinu og landsmönnum öllum til góðs. Þar sem fyrirtækið væri vel rekið og hefði hæfu starfsfólki á að skipa hefði það mikla möguleika á að veita enn betri þjónustu á góðu verði. Á stofnundinum voru eftirtald- ir skipaðir í stjórn Pósts og síma hf.: Pétur Reimarsson fram- kvæmdastjóri, Magnús Stefáns- son alþingismaður, Jenny Jens- dóttir framkvæmdastjóri, Elín Björg Jónsdóttir skrifstofumað- ur, Gunnar Ragnars viðskipta- fræðingur, Sigrún Benedikts- dóttir lögfræðingur og Þorsteinn Ólafsson. Stjórnin hefur skipt þannig með sér verkum að Pétur er formaður, Magnús varafor- maður en Jenny ritari. Samkvæmt nýju skipuriti Pósts og síma hf. verður starf- semi þess skipt í sex svið: fjar- skiptanet, þjónustusvið fjar- skipta, samkeppnissvið fjar- skipta, Ijármálasvið, rekstrarsvið og póstsvið. Búist við mikilli örtröð í sölu hlutabréfa til einstaklinga síðustu daga ársins Heildarvelta á hlutabréfa- markaði 16-18 milljarðar MIKIÐ líf hefur verið í hlutabréfasölu til ein- staklinga hjá verðbréfafyrirtækjunum nú í des- ember eins og endranær á þessum tíma árs. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækjanna er al- menningi almennt ráðlagt að kaupa hlutabréf í hlutabréfasjóðum og hafa flestir þann hátt á nú í desember. Töluverður fjöldi einstaklinga hefur jafnframt fjárfest í hlutabréfum í ákveðn- um fyrirtækjum á þessu ári. Búist er við mikilli örtröð hjá verðbréfafyrir- tækjum næstu daga allt fram til áramóta og víða verður því opið í dag, laugardag. Einnig verður hægt að tryggja sér bréf allt fram til kl. 14 á gamlársdag. Björn Jónsson, forstöðumaður Hlutabréfa- sjóðsins hf., segir að sala hlutabréfa í sjóðnum til einstaklinga hafi gengið mjög vel á þessu ári og útlit sé fyrir að hún verði álíka mikil og í fyrra. Eignir sjóðsins nema nú um 3,3 milljörð- um og hluthafar eru orðnir hátt í 6 þúsund, en það sem af er árinu nemur salan tæplega 1 milljarði. „Sala hlutabréfa í sjóðnum mun verða vel yfir 1 milljarði á árinu, þannig að þegar upp verður staðið í árslok má gera ráð fyrir að eignir hans nemi um 3,5-3,6 milljörðum," sagði hann. Hlutabréfasjóðurinn setti á stofn nýjan sjóð nú í haust, Vaxtarsjóðinn, og mun hann einkum fjárfesta í fyrirtækjum sem talið er að eigi hagnaðar- eða vaxtarmöguleika, innanlands eða utan. Hluthafar eru nú orðnir um 100 talsins og heildareignir um 120 milljónir. Björn segir að sjóður af þessu tagi sé fyrst og fremst ætlað- ur þeim sem eigi töluvert mikið af hlutabréfum fyrir í öðrum sjóðum eða fyrirtækjum. Góður stígandi Hjá Fjárvangi hf., sem rekur Almenna hluta- bréfasjóðinn, hefur sala bréfa verið mjög mikil og meiri en búist var við, að sögn Steinþórs Baldurssonar, forstöðumanns. „Skriðan fór af stað í kringum 10. desember og kannski má rekja það til aðgerða sem við fórum út í. Síðan hefur verið góður stígandi í þessu og núna er mjög mikið að gera,“ sagði hann. Heildareignir sjóðsins nema nú um 430 milljónum, en áætlað er að þær verði komnar í um 550-560 milljónir um áramótin, Um síðustu áramót voru þær ríf- lega 200 milíjónir. Hjá Landsbréfum var sömuleiðis mikið að gera í gær eða í líkingu við gang mála undanfar- in ár á þessum árstíma. Eignir íslenska hluta- bréfasjóðsins nema nú tæpum 1.500 milljónum og eignir Islenska fjársjóðsins tæpum 800 millj- ónum, en þar er sömuleiðis um mikla aukningu að ræða. Metár á hlutabréfamarkaði Heildarvelta á hlutabréfamarkaði á þessu ári verður á bilinu 16-18 milljarðar, en nákvæm tala fæst ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr þeim hlutabréfaútboðum sem eru í gangi um þessar mundir. Þar af hafa átt sér stað viðskipti í kerfi Verðbréfaþings íslands fyrir 6 milljarða en þau námu 2.858 milljónum í fyrra. Viðskipt- in á Opna tilboðsmarkaðnum verða nálægt 2 milljörðum, samanborið við 763 milljónir í fyrra. Þá eru utanþingsviðskipti áætluð 1-2 milljarðar. Árið 1996 verður hið langstærsta frá upphafi þegar litið er til hlutabréfaútboða. Sala í hluta- bréfaútboðum fyrirtækja losar 5 milljarða, en þar af nema útboð sjávarútvegsfyrirtækja um 4 milljörðum. Þá er áætlað að hlutabréfasjóðirnir selji bréf fyrir 3 milljarða og bréf fyrir 300 milljónir hafa verið seld á almennum markaði í tengslum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja og fyrirtækja sveitarfélaga. Hér eru hins vegar ekki meðtalin ýmis önnur viðskipti með hlutabréf, eins og t.d. sala Akur- eyrarbæjar á hlutabréfum sínum í Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. Jólaverslunin meiri en ífyrra JÓLAVERSLUNIN virðist hafa gengið með ágætum ef marka má veltu greiðslukorta dagana fyrir jól og umsagnir nokkurra kaupmanna sem Morgunblaðið ræddi við. Jóla- verslunin virðist nú hafa dreifst á fleiri daga en nokkur síðustu jól, enda helgi dagana fyrir Þorláks- messu. Þá virðist hafa verið meiri verslun á Laugaveginum á Þorláks- messu en annars staðar, enda viðr- aði mjög vel þann dag til útiveru. 10-12% meiri en í fyrra Einar S. Einarsson, forstjóri Visa-ísland, sagði að veltan á kred- it- og debetkotum hefði verið mikil að undanförnu og um nokkra aukn- ingu væri að ræða miðað við fyrra ár, þótt öll kurl væru ekki enn kom- in til grafar. Miðað við veltuna mætti þó hiklaust áætla að jóla- verslunin hefði verið 10-12% meiri en í fyrra. Einar sagði að veltan væri yfir- leitt um 20% meiri í desember en í öðrum mánuðum. Veltan í hveijum mánuði væri um fimm milljarðar króna og því bættist við einn millj- arður í greiðslukortaúttektum sem rekja mætti beint til jólanna. Við það bættust raðgreiðsluviðskipti sem hefðu verið mjög blómleg nú og næmu örugglega 500 milljónum króna til viðbótar. Sú upphæð greiddist síðan á allt að því 36 mánuðum eftir upphæð og um- fangi. Debetkortaviðskipti hefðu einnig verið mjög blómleg og hefðu numið um 1.300 milljónum króna síðustu vikuna fyrir jól. Einar sagði að þeir áætluðu að um 70% viðskiptanna í matvörubúð- um væru rafræn, en alveg upp í 80% af viðskiptunum í sérvörubúð- um. Að auki væri hægt nú að taka út peninga á kredit- og debetkort. Peningaúttektir á kredítkort hefðu numið tæpum 100 milljónum króna síðustu vikuna fyrir jól. Gott hljóð í kaupmönnum Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði að almennt væri mjög gott hljóð í kaupmönnum varðandi jóla- verslunina og það ætti bæði við um höfuðborgarsvæðið og stærri versl- unarstaði út á landi. Færðin hefði verið mjög góð og því hefði kannski verið meira um það að fólk færi á stærri verslunarstaði en oft áður. Sigurður sagði að veðrið spilaði alltaf stórt hlutverk varðandi jóla- verslunina. Þannig hefði verslun í Kringlunni á Þorláksmessu ekki verið mjög góð, en dagamir þar á undan hins vegar verið mjög góðir. Hins vegar hefði verslunin á Lauga- veginum verið mjög góð á Þorláks- messu vegna góða veðursins. Sigurður sagði að tilfinningin væri sú að jólaverslunin hefði verið meiri en í fyrra. Það hafi orðið aukning í fyrra og menn teldu að verslunin hefði aukist frá því sem þá hefði verið. Þetta væri hins veg- ar meira tilfinning en að tölulegar upplýsingar lægju fyrir um þetta nú. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði að þeir hjá Hagkaup væru sáttir viðjólaverslunina. Salan nú hefði dreifst á fleiri daga en í fyrra, en jafnframt verið jafnari, sem hentaði ágætlega, því álagið gæti orðið of mikið á Þorláksmessu. Salan hefði verið mjög góð og þeir væru mjög ánægðir með sinn hlut. Óskar sagði að þeim sýndist að verslunin hefði verið meiri nú en í fyrra, en um það væri ekki fyrir- liggjandi samantekt ennþá. Góð sala á Laugaveginum hefði hins vegar verið áberandi á Þorláks- messu vegna góða veðursins. Minna um pantanir vestan- hafs ínóv- ember Washington. Reuter. MINNA var pantað af dýrum framleiðsluvarningi í Bandaríkjun- um í nóvember en búizt hafði ver- ið við vegna minni eftirspurnar eftir tölvuhlutum og fjarskipta- búnaði að sögn bandaríska við- skiptaráðuneytisins. Verðmæti nýrra pantana á öll- um tegundum varanlegrar vöru minnkaði um 1,6% í nóvember í 171,8 milljarða dollara. Er það fyrsti samdráttur í þijá mánuði og stingur í stúf við spá hagfræð- inga í Wall Street um 0,1% aukn- ingu. Verðmæti pantana á varanlegri vöru jókst um 0,5% í október og 4,5% í september. í ágúst varð 3,6% lækkun. Þótt minna væri um pantanir í nóvember jukust flutningar full- unninnar vöru um 0,8% í 170.1 milljarða dollara miðað við 1,2% samdrátt í október. Helztu skýringar á aukningunni eru meiri eftirspurn eftir rafeinda- og rafmagnstækjum og auknir flutningar farþegaflugvéla og varahluta. ------»■■♦ »---- Friður 2000 kærir SPRON HREYFINGIN Friður 2000 hefur kært Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis til bankaeftirlits Seðla- banka Islands vegna „mismunun- ar, trúnaðarbrests, ósanninda og tilraunar til mannorðsskerðingar". í bréfí Friðar 2000 til banka- eftirlitsins eru viðskipti hreyfing- arinnar og Ástþórs Magnússonar við Sparisjóðinn rakin. Þá er þess krafist að bankaeftirlitið ávíti SPRON fyrir óeðlilega viðskipta- hætti, „auk þess sem bankaeftirlit- ið gefí tafarlaust út opinbera yfir- lýsingu sem hreinsi nafn Ástþórs Magnússonar af þeim rógburði að nafn hans sé að finna á vanskila- skrá bankanna".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.