Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 35
34 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 35 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORÐ RÁÐHERRA VERÐA AÐ STANDA VINNUBRÖGÐ Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, í máli sem varðar stöðu skipaðs ráðuneytis- stjóra í ráðuneyti hans, orka vægast sagt tvímælis. Björn Friðfinnsson, sem er skipaður ótímabundið í ráðuneytisstjóra- embættið, hefur verið í leyfi frá starfi sínu í hálft fjórða ár vegna setu sinnar í framkvæmdastjórn Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. í bréfi, sem undirritað er af Finni Ingólfssyni í maí í fyrra, veitir hann ráðuneytisstjóranum framlengingu á leyfinu til loka þessa árs og bætir við: „Jafnframt skal tek- ið fram að ekki getur orðið um frekari framlengingu á leyfinu að ræða. Fari svo að þú kysir að segja ráðuneytisstjórastarfi þínu lausu er og brýnt að hugsanleg ósk þar að lútandi komi fram sem fyrst á næsta ári.“ Miðað við texta þessa bréfs er hér um að ræða afdráttar- lausa skuldbindingu ráðherra gagnvart embættismanni. Orð ráðherra hljóta að standa. Það mundi skapa óþolandi óvissu í stjórnkerfinu, ef embættismenn gætu ekki gengið út frá því sem vísu. Þar að auki geta ráðherrar ekki leyft sér þá fram- komu við embættismenn, sem fá leyfi frá störfum að gefa þeim fullt tilefni til að ætla að þeir geti snúið til fyrra starfs, þannig að þeir segi lausum öðrum störfum en snúi svo skyndi- lega við blaðinu. Geðþóttaákvarðanir af þessu tagi eiga ekki heima í nútíma samfélagi. Enda mundu þær leiða til þess að íslenzkir embættismenn mundu einfaldlega ekki treysta sér til að taka að sér tímabundin störf erlendis, sem væri miður vegna þess, að slíkum störfum fylgir reynsla, þekking og tengsl, sem nýtist þjóðarhagsmunum með margvíslegum hætti. Það er svo annað mál, sem snertir ekki þetta sérstaka til- vik, þar sem undirrituð bréf ráðherra til embættismannsins eru bersýnilega á hreinu, að auðvitað eiga háttsettir embættis- menn eða aðrir opinberir starfsmenn í ábyrgðar- og stjórnunar- stöðum ekki að geta geymt stöður árum saman vegna ann- arra starfa. Dæmi eru um, að bæði embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn, sem hafa t.d. tekið sæti á þingi hafi haldið stöðum sínum árum saman. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Hér hafa engar formlegar reglur verið settar um geymslu embætta. Tímabært er að slíkar reglur verði settar, þannig að réttur starfsmanna sé skýr, bæði hvað varðar lengd leyfis og réttindi þegar snúið er aftur til fyrri starfa. Geð- þóttaákvarðanir einstakra ráðherra væru þá líka úr sögunni. HAGSMUNIR SJÁVAR- ÚTVEGSINS í ESB SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins náðu fyrir jólin samkomulagi um fiskveiðikvóta næsta árs í lögsögu aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn sambandsins hafði, að tillögu vísindamanna, lagt til umtalsverðan niður- skurð kvóta í mörgum fisktegundum. Ráðherrarnir hækkuðu hins vegar kvótann frá tillögum framkvæmdastjórnarinnar vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Yfirlýsingar forystumanna ESB um að náðst hafi málamiðl- un milli fiskverndarsjónarmiða og hagsmuna sjávarútvegsins eru pólitískt yfirklór. Það eru hagsmunir sjávarútvegsins til langs tíma að fiskstofnarnir séu verndaðir og byggðir upp, þannig að hámarka megi afrakstur þeirra til framtíðar. Sú málamiðlun, sem náðist á fundi sjávarútvegsráðherranna, var í bezta falli á milli skammtímahagsmuna og langtímahags- muna evrópsks sjávarútvegs. Hér á landi hefur skilningur hagsmunaaðila í sjávarútvegi á mikilvægi fiskverndar og hóflegrar nýtingar fiskstofnanna aukizt mjög á síðastliðnum árum. Ástæðan fyrir því að sjó- menn og útgerðarmenn í ESB hafa ekki áttað sig á þessu í sama mæli er sennilega að hluta til sú að sjávarútvegur ESB nýtur ríkulegra opinberra styrkja. Ef íslendingar ganga of nærri fiskstofnunum eru þeir að eyðileggja auðlindina, sem er helzta undirstaða efnahagslífsins. Sjávarútvegurinn í ESB hefur hins vegar litla efnahagslega þýðingu og þeir, sem hann stunda, eru vanir því að hlaupið sé undir bagga með þeim ef illa gengur. Þeir horfast ekki í augu við sama kalda raunveruleika og íslendingar. Niðurstaða sjávarútvegsráðherrafundar ESB í síðustu viku sýnir að ekki er allt unnið með því að aðildarríkin hafi ævin- lega síðasta orðið er ákvarðanir eru teknar innan sambands- ins. Framkvæmdastjórnin, sem á að heita yfirþjóðleg og óháð aðildarríkjunum, setur fram skynsamlegar tillögur sem byggj- ast á mati á hagsmunum sjávarútvegsins til lengri tíma, en stjórnmálamenn aðildarríkjanna, sem eru undir áhrifum öfl- ugra þrýstihópa í sjávarútveginum, eru fulltrúar skammsýnni sjónarmiða. Verði gerðar mikið fleiri „málamiðlanir" getur það varla endað nema illa. Neysla amfetamíns aldrei veríð meiri hérlendis að mati sérfróðra SAMHUGUR ÍSLEIMDIIMGA Islenskar konur í Mílanó styrkja Sophiu Hansen mennum Fjölmargir hafa lagt málstað Sophiu Hansen lið á undanfömum missemm. Guðlaug L. Arnar segir frá nýstárlegri fjáröflun íslenskra kvenna í Mílanó. SAMHUGUR íslend- inga í máli Sophiu Hansen einskorð- ast engan veginn við íslendinga heima heldur einnig að heiman og teygir sig þannig yfir höf og lönd. Því til sönnunar er að- dáunarverð samvinna ís- lenskra kvenna, í Mílanó og nágrenni, sem tóku sig sam- an nú á haustmánuðum að frumkvæði frú Olgu Claus- en ræðismanns Islands í Mílanó og stofnuðu sauma- klúbb. Tilgangur kvenn- anna með stofnun sauma- klúbbsins var að taka þátt í árlegum skandinavískum jólabasar í Mílanó með það fyrir augum að styrkja Sophíu Hansen í baráttu hennar og minna um leið landa sína á að Sophia og dætur hennar þurfa enn á hjálp íslensku þjóðarinnar að halda. Rann allur ágóði af sölu kvennanna til henn- ar. í samtali fréttaritara Morgunblaðsins við Olgu Clausen ræðismann í Mílanó kom fram að ís- lensku konurnar, sem margar hveijar eru mæður, hafi fylgst eins og kostur hefur verið með gangi mála hjá Sophiu Hansen. Hún sagði ennfremur að þær hefðu verið einhuga í ákvörðun sinni og hefðu margar lagt á sig mikla vinnu til að leggja málefn- inu lið. Olga sagði einnig að þrátt fyrir annríki bæði vegna vinnu og skóla hefði ákveðinn kjarni hist viku- lega þá tvo mánuði sem voru til stefnu og hefðu sumar jafnvel komið alla leið frá Pavia, Piacenza og Gardavatni til að vera með. Enn aðrar hefðu svo sýnt samhug sinn og vilja með því að senda póstleiðis til Mílanó íslenskt jólaföndur og smákökur vikuna fyrir basarinn. Þá lagði Olga mikla áherslu á hversu góð samstaða hefði myndast innan hópsins. Þar hefði hver og einn lagt sitt af mörkum og gamlar sögur um að saumaklúbbar breyttust yfirleitt í „kjafta- klúbba“ hefðu engan veginn átt við í þessu tilfelli heldur hver stund verið nýtt og að í raun og veru hafi hugur og vilji flutt þær hálfa leið. íslenskar smákökur seldust upp Jólabasarinn fór framm í húsnæði „Benvenuto“- klúbbsins í Mílanó 30. nóv- ember sl., en auk íslendinga tóku bæði Danir og Svíar þátt í basarnum. Á íslensku söluborðunum kenndi ýmissa grasa og mátti þar sjá útsaumuð og handmáluð jólakort, púða, svuntur, dúka, heklaðar glasamott- ur, skópoka og margt fleira skemmtilegt auk jólafönd- urs af ýmsu tagi að ógleymdum heilu fjöllunum af nýbökuðum íslenskum jólasmákökum sem allar seldust upp. En þar með er ekki allt upp talið, því einnig var hægt að fá keypta ítalska þýðingu á Laxdælu, nýút- komna íslenska ljósmynda- bók og ýmislegt fleira. Sig- urður Sigfússon sölustjóri hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda lagði til bæði saltfisk og síld en eins og margir vita er „bacalao" ómissandi á matarborð fjöl- margra ítala. Þá kom jóla- sveinninn Stekkjarstaur_ í heimsókn alla ieið frá ís- landi og skemmti ungum sem öldnum með uppátækj- um sínum og gátu bömin fengið að láta mynda sig í fangi sveinka gegn vægu gjaldi. Góð þátttaka í söngnum Ekki lét íslenski hópurinn staðar numið við þetta held- ur voru einnig og nokkur góð og gamalkunn íslensk jólalög sungin undir forystu söngkonunnar Elsu Waage við góðar undirtektir við- staddra sem sameinuðust í lokin í jólalaginu und- urfagra, Heims um ból. Má því með sanni segja að alls hafi verið freistað til að ná athygli viðstaddra og ná um leið sem bestum árangri. Skandinavísku þjóðimar stóðu einnig saman að happdrætti þar sem innlegg íslendinga vom tveir glæsi- legir vinningar, annarsveg- ar flugmiði með beinu flugi Flugleiða til Mílanó næsta sumar og hins vegar tveggja nátta gisting á Hót- el Bláa lóninu ásamt dags- ferðum frá Reykjavík að eigin vali frá íslandtour og lögðu þessi fyrirtæki þannig málstaðnum lið, en ágóðan- um af happdrættinu var skipt jafnt á milli landanna. Þær voru þreyttar og ánægðar íslensku konumar í Mílanó sem röðuðu snyrti- lega ofan í kassa þeim fáu munum sem eftir voru og hugsuðu eflaust að þeir myndu koma sér vel fyrir næsta málefni sem íslenski saumaklúbburinn í Mílanó léti sig varða, ákveðnar í því að þegar þar að kæmi yrðu þær Dagbjört og Rúna löngu komnar heim til ís- lands í öruggt skjól móður sinnar og fjölskyldu. Að lokum skal minnt á söfnunarreikning Sophiu nr. 9000 í Búnaðarbankan- um í Kringlunni. greiður Ólögleg vímuefnaneysla er talin hafa aukist verulega á íslandi á seinasta árí, ef marka má tölfræði og vitnisburð þeirra sem til Morgunblaðið/Ásdís • SOPHIA Hansen tekur við framlagi frá íslenska saumaklúbbnum í Mílanó í beinni útsendingu á Rás 2 úr hendi Guðlaugar L. Arnar. ÍSLENSKU börnin voru að vonum ánægð að fá alvöru jólasvein alla leið heiman frá Islandi i heimsókn. Morgunblaðið/Haraldur Hannes SAMEINAÐAR stöndum við... nokkrar úr — saumaklúbbnum með munina. Eiturlyfj asmyglarar leita nýrra leiða EITURLYFJASMYGLARAR heimsins eru alltaf leitandi að nýj- um smyglleiðum fyrir fíkniefni, einkum til Evrópu og N-Ameríku. Suður-Afríka er eitt þeirra landa sem þeir hafa einbeitt sér að í þessum tilgangi á síðustu árum. í grein sem birtist nýlega í viku- ritinu Time kemur fram að eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin í Suður-Afríku og landið brauzt út úr hinni alþjóðlegu einangrun sem hafði hlotizt af henni, hefur eiturlyfjasmygl verið vaxandi vandamál. Fyrir fimm árum var svo til ekkert um kókaín og heróín í S-Afríku. Um leið og hinu stranga félagslega eftirliti, sem fylgdi að- skilnaðarstefnu stjórnvalda, og hinni alþjóðlegu einangrun létti, sú að miklu minna þurfi að bijóta fólk niður áður en það er tilbúið að nota ólögleg vímuefni. í eina tíð þurfti fólk hins vegar að hafa verið í neyslu í nokkurn tíma. Ákveðin gildi í þjóðfé- laginu hafa hrunið og það birtist í menningu ungs fólks." Björn kveðst þeirrar skoðunar að samfara auknum fjárráðum ungs fólks og tíma sem það hafi aflögu fyrir sjálft sig, sé algengt að tóm- stundunum og fénu sé illa varið. „Ég held að þegar fólk þurfti að vinna frá morgni til kvölds var eiturlyfjaneyslan ekki inni í myndinni, en þegar frí- stundir og peningar eru í svo miklum mæli að hægt er að eyða í vitleysu, freistast margir til þess. Enginn kaupir eiturlyf í þjóðfélagi þar sem skortir peninga. Það er mjög dýrt að nota fíkniefni, en reyndar er það svo með duftefnin að hægt er að kaupa gramm af „góðu“ efni á t.d. 7.000 krónur, búa til þtjú grömm úr því og selja þau fyrir um 15 þúsund krónur sem þýðir átta þúsund krónur í gróða. Þannig búa sumir sér til peninga og geta fyrir vikið notað fíkniefni nánast á kostnað annarra,“ segir hann. Faraldur en ekki óeðli Þórarinn segir þróunina hraða og honum virðist viðhorfíð vera það að ekki sé ýkja óeðlilegt að nota efni á borð við amfetamín. „Unga fólkið sem kemur til okkar hefur gjarnan farið mjög illa mánuðina á undan. Oftast hefur það flosnað upp úr skóla, jafnt grunnskóla, framhaldsskóla eða há- skóla, yflrleitt lent í talsvert miklum vandræðum í sambandi við sína nán- tóku helztu eiurlyfjasmyglhringir heimsins að herja inn á markaðinn. Aðalsmyglleiðin nú fyrir kókaín liggur um Nígeríu, S-Afríku, Namibíu, Swaziland, Angóla, Tanzaníu, Kenýa og Úganda. „Á síðastliðnum tíu árum hafa kólombískir eiturlyfjabarónar flutt athafnasemi sína fyrst til Nígeríu og annarra vesturafriskra landa og núna til S-Afríku, þaðan sem þeir geta auðveldlegar einbeitt sér að Evrópu," segir í greininni. Nýverið hafi eiturlyfjaframleið- endurnir í S-Ameríku stofnað til tengsla við „kollega" í Asíu og Austurlöndum fjær til að nota S- Afríku sem áfangastað fyrir heró- ín-, ópíum- og hasssmygl til Evrópu og Bandaríkjanna. ustu og á oft sambúðarslit og fleiri erfíðleika að baki. Við þetta bætast öll þau vandræði sem stafa af því að fólk er að bijóta lög með því að nota þessi fíkniefni," segir Þórarinn. Hann segir milliuppgjör Vogs í ár sýna að um 7% af öllum piltum hér- lendis gangist undir vímuefnameðferð fyrir 25 ára aldur, sem sé sláandi. „Venjulega er rætt um að 3% séu afbrigðileg að einhveiju leyti í normal dreifingu, þannig að þessar tölur sýna að ekki sé hægt að tala um að þetta fólk sé eitthvað öðruvísi en aðrir. Þarna er um að ræða faraldur sem heijar á hvern sem er,“ segir Þórar- inn. -------- Hann kveðst telja marg- ar skýringar á aukningu vímuefnavandans, en nær- tækt að hans mati sé hið umtalaða los á þjóðfélag- inu, ekki síst gagnvart vímuefnum. Gjörbreytt viðhorf til fíkniefna Ungt fólk telji oft og tíðum ekki til- tökumál að nota ólögleg vímuefni. „Ótrúlega margir hafa reynt þessi efni, eins og sést til dæmis á tölum frá Bandaríkjunum þar sem jafnvel helmingur ungmenna hefur reynt ólögleg vímuefni og hér á landi virð- ist stefna í það sama. Það er erfitt að segja til um af hveiju viðhorfin hafa breyst á þennan geigvænlega hátt, en lausungin er til staðar, það er ljóst, og hefur mikil áhrif jafnt á þessu sviði sem öðrum,“ segir Þórar- inn. Heróín við bæjardyrnar? Hann kveðst ekki telja offramboð á ólöglegum vímuefnum hérlendis, að minnsta kosti ef miðað er við þró- Morgunblaðið/Golli unina víða erlendis, þar sem eitur- lyfjasalar hafi tekið upp á að merkja varning sinn á sérstakan hátt, til að neytendur þekki „framleiðandann“. „Ytra eru t.d. heróínskammtarnir með ákveðnum stimpli, E-taflan er búin til með mismunandi merkjum og krakkið er selt í litlum plastflösk- um með mismunandi litum. Slíkar merkingar sýna að mikið framboð er á eiturlyfjamarkaði og menn telji nauðsynlegt að marka sér bás í hug- um viðskiptavina sinna. Þetta hefur ekki gerst hér enn sem komið er,“ segir hann. Þórarinn kveðst ekki sjá fyrir inn- reið nýrra eiturlyfja á íslenskum vímuefnamarkaði í náinni framtíð, að undanskildu heróíni. „E-taflan er búin að festa sig í sessi og nú bendir allt til þess að sterk verkjastillandi efni séu það sem vænta má.“ Aðspurður um kenningar þess efn- is að baráttan gegn fíkniefnabölinu sé töpuð og betra sé að lögleiða sölu fíkniefna en streða áfram við óbreytt ástand, kveðst Björn þeirrar skoðunar að lögleiðing allra fíkniefna komi aldrei til álita. Um eiturefni sé að ræða og fráleitt sé að lögleiða slík efni, á borð við krakk, heróín og LSD en samþykkja á sama tíma eftirlit með neyslu þeirra. Lögleiðing er uppgjöf „Einhver tilslökun kann að vera og það sem ég sé fyrir mér í náinni framtíð er að neyslan verði ekki jafn- refísverð og nú er,“ segir Björn. „En ef einhvers staðar er slakað á, kann það að verða til þess að „eiturlyfja- ferðamenn" taki að skjóta upp kollin- um frá löndum þar sem löggjöfin sé harðari. Mér finnst viss uppgjöf fólg- in I lögleiðingu og tel hana alls ekki tímabæra hér á landi.“ Björn kveðst telja að með meira fjármagni og þjálfun manna sé hægt að skerpa til muna á starfsemi fíkniefnadeildar lögreglunnar og gera hana ________ árangursríkari. „Það er hægt að hafa miklu meiri áhrif á þennan eiturlyfja- markað með lögregluaðgerðum en gert hefur verið hingað til. Við getum nýtt tímann betur, verkefnastýrt hópnum betur og lagfært ýmislegt, án þess að það kosti gríðarlegt fé. Hins vegar þurfum við endurnýjun á búnaði okkur, því tækin sem við höfum eru mörgum árum á eftir tím- anum í samanburði við önnur lönd. Miðað við tækjabúnað erum við illa sett til rannsókna í fíkniefnamálum og þyrfti um 20 milljónir króna til að bæta úr því, og þá er ég að tala um líðandi stund en ekki framtíðina. Við höfum ekki notið skilnings hjá fjárveitingavaldinu af einhveijum sökum, en bindum vissulega vonir við þær breytingar sem verða á lögreglu- málum hérlendis á næsta ári.“ málsins þekkja, þar á meðal meðferðar- stofnana á borð við SÁÁ. Ekkert virðist hafa dregið úr þessari þróun. MARGIR vilja halda því fram að framboð og neysla ólöglegra vímu- efna hérlendis hafi sjald- an eða aldrei verið meiri en um þess- ar mundir. Sérstaklega þykir notkun amfetamíns breiðast skjótt út og vera áberandi, að sögn Bjöms Halldórsson- ar, yfirmanns fíkniefnadeildar lög- reglunnar. Millistigið ekki til staðar Samkvæmt upplýsingum sem safn- að hefur verið saman hjá meðferðar- stofnunum SÁÁ frá árinu 1983 bend- ir flest til þess að allt fram til ársins 1990 hafi hass verið fyrsta ólöglega vímuefni sem flestir reyndu og varð um helmingur reglulegra hassneyt- enda stórtækur í misnotkun amfetam- íns. Þetta millistig er hins vegar ekki lengur til staðar í mörgum tilvikum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfir- læknis á Vogi. Þess I stað byiji vímu- efnaneytendur að nota amfetamín, öðru nafni spítt eða hraði, eða Estacy, öðm nafni E-pilla, alsæla eða MDMÁ, án þess að hafa notað áður hass. Þórarinn segir talið að E-pillan leiði fólk út í amfetamínneyslu á mjög skömmum tíma og fari um helmingur amfetamínneytenda út að sprauta sig með efninu í æð. í yfirliti sem tekið var saman á Vogi fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 1996 kemur fram að af áttatíu manna hópi kvensjúkl- inga höfðu 48, eða 60%, prófað amfet- amín og 31, eða 39%, töldust til stór- neytenda. Alls höfðu 20 sprautað sig í æð, 24 höfðu reynt E-pilluna og tíu töldust stórneytendur hennar. Þetta hlutfall var enn hærra í hópi karlmanna og höfðu 138 karlsjúklingar af 190 reynt amfetamín, eða 73% alls. Þar taldist 81 til stómeyt- enda, eða 43%. Þar af höfðu 78 reynt E-pilluna, 22 töldust til stórneytenda og 32 höfðu sprautað sig í æð. Milli ára gætti umtalsverðrar fjölgunar. E-pillan hugsanleg skýring Björn segir tölur um fíkniefni sem lagt er hald á ekki vera góðan mæli- kvarða á hversu mikið magn af um- ræddum efnum sé í boði hérlendis. Hins vegar sé borðleggjandi að amfet- amínneyslan hafí vaxið hröðum skref- um. Hann hafl ekki handbærar skýr- ingar á þessari aukningu, sem nái bæði til yngri og eldri aldurshópa. „Einkum á þó amfetamínið greið- ari aðgang að yngra fólki en áður, sem kann að skýrast af tilkomu E- pillunnar og endurkomu LSD. í sum- um tilvikum er auðveldara að nálgast fíkniefni en landa og áfengi. Það er meira amfetamín í umferð núna en nokkru sinni áður. Án þess þó að bollaleggja mikið um hugsanlegar skýringar, verðum við áþreifanlega varir við þróunina í þessa veru. í kjöl- far mikillar umræðu um E-pilluna, þar sem neysla hennar var tengd al- varlegum afleiðingum, kann að vera að aðilar í fíkniefnaheiminum hafí minnkað umsvif sín um sinn, en fram- boð á henni virðist hafa aukist aftur seinustu mánuði," segir Björn. Hann kveðst þeirrar skoðunar að neysla hass vaxi einnig stöðugt, ekki í stórum stökkum, heldur jafnt og þétt. E-pillan og LSD virðist eiga greiðari aðgang að yngri hópum en áður var, og sama máli gildi um kóka- ín, þótt haldlagningartölur end- urspegli sennilega ekki þá þróun sem skyldi. „Sömuleiðis virðist hlutverk yngra fólks allt annað og meira í innflutn- ingi og dreifíngu fíkniefna en það var fyrir nokkrum árum. Ungt fólk virð- ist sjálft flytja inn eiturlyf, ekki bara gamlir jaxlar sem við þekkjum vel, og selja. Fleiri virðast flytja inn og selja en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Við erum einnig famir að sjá unga krakka í eiturlyfjum, krakka fædda 1980 til 1982 sem nota jafn- vel hörð efni og hafa sum gert í nokk- urn tíma.“ Ákveðin gildi hrunin Þórarinn segir að neysla amfetam- íns hafi hafíst af fullum þunga árið 1983 og náð hámarki árið 1985. Síð- an hafi dregið úr henni og einnig hassneyslu, allt til ársins 1990. Eftir þann tíma hafí haldið áfram að draga úr hassreykingum en am- fetamínneyslan hafí hins vegar aukist til muna. „Frá árinu 1995 höfum við séð vaxandi almenna neyslu amfetamíns meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára,“ segir hann. „Ungmenni sóttu einnig um svipað leyti meira í ofskynjunarefni á borð við LSD og sveppi. Þetta er ekki ein- stakt fyrir ísland, heldur má sjá sömu þróun í nágrannalöndum okkar, svo sem hinum Norðurlöndunum, Bret- landi og Bandaríkjunum. Það sem er að gerast núna er langhættulegast í þessu máli öllu, því að í stað þess að eldra fólk noti umrædd efni eru nýir viðskiptavinir komnir fram í gríðar- legum mæli. Ungt fólk undir 25 ára aldri sem kemur til okkar í meðferð í fyrsta skipti hefur gjarnan misnotað amfet- amín, en áður var það sjaldgæft að svo væri þegar fólk var að byija í neyslu vímuefna. Þróunin virðist vera Neyslan er útbreidd og fer vaxandi Aðgangrir að ung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.