Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna Gríms- dóttir var fædd að Galtastöðum ytri í Hróarstungu 21. ágúst 1904. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 18. desember síðastlið- inn. Foreldrar Önnu voru Grímur Guðmundsson og Aslaug Björnsdótt- ir. Anna átti einn bróður, Björn, f. 2. apríl 1908, sem lést nokkurra daga gamall. Hún missti föður sinn tólf ára gömul og árið eftir fluttust mæðgurnar að Brekku í sömu sveit. Veturinn 1926-1927 var Anna í Húsmæðraskóla Isa- fjarðar og eftir skólann fór hún í vist til frú Auðar og Finns Jónssonar. Var þessi Isafjarð- ardvöl henni mikill ánægju- tími. Árið 1930 giftist Anna Jóni Björnssyni frá Hnefilsdal, f. 19. júní 1903, d. 20. júlí 1986. Þau Þá húsfreyja af bóndabæ, er borin grafar til þá virðist oft svo um það hljótt sem enginn kunni skil, hvað heiminum hún gerði gott og gaf af kærleiks yl. Þá er á bænum auður sess, er átti höndin virk, sem heimilisins gætti gulls og gaf því yl og styrk. Nú er þar yfir blæja breidd, sem bæði er þung og myrk. ► Það væri synd að hafa hátt við hinsta beðinn þinn, því hljóðlát var þín ástúð öll um æviferilinn. Hér mega aðeins ástartár um úrga falla kinn. (Stefán Benediktsson, Merki.) Með þakklæti fyrir langa sam- leið. Þín dóttir Guðný. í dag kveð ég elsku ömmu mína með miklum trega og söknuði. Mig langar með nokkrum fátæklegum settust að á Skeggjastöðum á Jökuldal og bjuggu þar til ársins 1966, en þá fluttust þau til Egilsstaða í litla íbúð í húsi Guðnýjar og Völundar. Þar bjó Anna meðan hún lifði. Anna og Jón eignuðust sex dæt- ur sem eru: Aslaug, f. 1930, Guðríður, f. 1931, Auður, f. 1932, Guðný Erla, f. 1937, Jóna Sigríð- ur, f. 1939 og Ásdís Sigurborg, f. 1943. Einnig dvaldi á Skeggjastöðum Ingimar Magn- ússon, sem kom ungur drengur og ólst þar upp. Dætur Önnu giftust allar og eru afkomendurnir orðnir 61, þar af 18 barnabörn, 36 barna- barnabörn og eitt langa- langömmubarn. Utför Önnu fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. orðum að minnast og þakka fyrir allt það sem hún var mér. Hún var ekki einungis amma mín, hún var fóstra mín, kennari og vinkona. Henni á ég gull að gjalda. Ég var svo lánsöm að vera samvistum við hana alla mína ævi. Fyrstu árin á heimili henar og afa á Skeggjastöð- um á Jökuldal og síðar í íbúð í húsi foreldra minna. Ég hef alltaf átt hlýjan faðm hennar vísan og um- hyggju hennar fyrir mér og mínum. Um ömmu mætti með sanni segja að hún væri ein af hvunndagshetj- unum. Hún annaðist sitt stóra heim- ili, kom dætrunum sex út í lífið og hlúði að mörgum öðrum við aðstæð- ur sem voru aðrar og erfiðari en í dag. Hún taldi sig heppna með alla sína tengdasyni, unni og var stolt af öllum sínum afkomendum. Hún fylgdist vel með öllum fjölskyldum dætra sinna. íbúðin hennar var full af myndum af barnabörnunum, stúdentarnir á sérhillu og barna- barnabörnin í fallegum römmum allt í kringum hana þar sem hún sat oftast, hlustaði á útvarp og pijón- aði. Amma mín vildi hafa allt hreint og skúrað í kringum sig og vildi helst búa vel að kaffibrauði. Henni blöskraði stundum hvernig tekið var á móti gestum á sumum heimilum nútildags. Til min gerði hún aðrar kröfur. Hún vorkenndi mér eilíflega hvað ég hefði stórt heimili og taldi af og frá að ég ætti að gera of mik- ið úr heimilisstörfunum. í ferming- um eldri barna minna og skímar- veislum þeirra yngri var hún heiðurs- gestur og dáðist að dúkum, leirtaui, mat og tertum. Hún var hin ánægð- asta þegar ég sagðist hafa erft þetta pjatt frá henni. Ef hún fór af bæ tók hún ná- kvæmlega eftir klæðnaði fólks og sagði svo frá. Að fá ný föt gladdi hana mjög og á sunnudögum sat hún hrein og strokin, með kertaljós- ið sitt og hlustaði á messuna í út- varpinu. Alltaf vildi hún gefa og víkja einhveiju að sínu fólki. Víst fannst henni sælla að gefa en þiggja. Veit ég að öllu fólkinu hennar þótti mikið til hennar koma. Þegar hún varð níræð fjölmennti það í veislu til hennar og gerði daginn ógleyman- legan. Mikið var amma mín ánægð með þann merkisdag. Tíminn líður og löng ævi að baki. Líkaminn farinn að gefa sig en því leyndi hún eftir bestu getu. Hún dvaldi í skjóli foreldra minna og Auðar dóttur sinnar fram í andlátið. Dæturnar þijár sem næst henni bjuggu voru að vanda búnar að ganga frá öllu hjá henni fyrir jóla- hátíðina. Síðasta daginn heima gekk hún að sínu eins og venjulega. Hún hélt andlegri reisn svo lengi sem hún vissi af sér og varð að þeirri ósk sinni að þurfa ekki að dveljast á sjúkrahúsi í ellinni. Við amma áttum alltaf erfitt með að kveðjast. Nú er þó komið að kveðjustund sem ekki verður umflú- in, þrátt fyrir það að ég vildi svo gjarnan hafa hana lengur hjá mér. Að öðrum ólöstuðum vil ég sérstak- lega þakka Auði frænku minni fyr- ir alla umhyggju hennar fyrir ömmu. Minningar mínar um ömmu eru samofnar öllu lífi mínu og munu lifa með mér og börnum mínum um aldur og ævi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði, elsku amma mín. Anna Ósk. í dag kveð ég langömmu mína, þessa sérstöku konu. Bæði var sér- ANNA GRÍMSDÓTTIR Frsega verður> i fírand 1 j^yi-Jín/L \ daf!ana £ IVIörg frábær tUboö, m.a. 2 stk. Kína, 100% silki, ca. 160 x 240 Nú 99.800 slk. 3 stk. Nain, Iran, m. silki ca. 110 x 190 89^60 Nú 49.800 slk. 10 stk Kelim, Afghan, ca 100 x 150 lÆr Nú 3.800 4 stk Balutch, Afghan ca 110 x 200-3röÖ0',Víí 11.800 4 stk Kelims, Indland ca 110 x 200 'riSffl Nú 4.800 4 stk. Kelims, Indland ca 200 x 300 'Jrmv Nú 6.800 ásamt mörgum öðrum tilboðum, einnig stórum teppum. A.m.k. 35% afslátturaf öllu (m.v. staðgreiðslu 30% ef greitt er m. kreditkorti). Símar 896-5024, 566-8834. Ath. verslun okkar að Hverfisgötu 82, verður lokuð til 6. janúar. ]an okkar aldin é Hótel, í Sígtúm j_.31.des- Opnunartími. kl. 13-19, 31. des.frá kl. 10-16. stakt að eiga langömmu og svona líka einstaka langömmu. Hún pijón- aði látlaust á okkur systkinin ullar- sokka og vettlinga og aldrei stungu ullarföt frá henni. Hún átti líka töf- raskúffu þaðan sem hún dró upp nammi þegar ég var lítill. Það sem helst stóð innihaldi skúffunnar fyrir þrifum voru fyrirmæli frá misvitrum mæðrum um að ekki mætti gefa börnunum ótakmarkað sælgæti. Þetta fannst bæði mér og langömmu rangt hugarfar. Þegar ég varð eldri komu peningar upp úr skúffunni fyrir ýmsum „nauðþurftum". Mikið skelfing komu þeir sér alltaf vel. Eitt sumarið þóttum við vinirnir hafa undarlega mikil fjárráð og var þá gengið á gömlu konuna og varð hún að viðukenna að hafa látið okk- ur hafa peninga á hveijum degi. Stór stund var alltaf þegar lang- amma settist á „pönnukökustólinn". Þá átti maður nú von á góðum pönnukökum. Það var gaman að spjalla og spauga við langömmu. Hún hafði húmorinn í lagi. Og einn- ig var hún „fréttaritarinn" og sá um að fréttir bærust milli ættingj- anna. Eitt er víst að enginn kemur í þinn stað að eilífu. Sofðu rótt elsku langamma mín. Fyrir hönd systra minna kveð ég þig. Bjami Óskar Tryggvason. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Blessuð sé minning Önnu Gríms- dóttur. Tryggvi Ólafsson. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Önnu Grímsdóttur, sem lést rétt fyrir jólin. Á hveiju sumri fórum við fjölskyldan austur á land til að heimsækja ættingjana. Hápunktur ferðarinnar fyrir okkur systurnar var að koma í Hjarðarhlíð til Ömmu. Um leið og gesti bar að garði rauk amma alltaf fram í búr til að ná í bakkelsi því enginn skyldi fara svangur heim. í stofunni hjá ömmu var heilmikið af myndum af barnabörnunum og langömmubörn- unum sem okkur þótti gaman að skoða og alltaf bættust einhveijar við er nýtt barn bættist í hópinn. Þegar við héldum svo suður aftur var oft seðli laumað í lófa og var það vel þegið. Amma hafði ótrúlegt minni þrátt fyrir háan aldur. Hún mundi vel eft- ir löngu liðnum atburðum og því hægt að leita til hennar til þess að fá upplýsingar um gamla daga. Hún vissi líka margt um ættartengsl fólks þótt það væri ekki náskylt henni. En umfram allt fylgdist hún vel með sínu fólki og vissi hvað það var að gera hvetju sinni. Það var því alltaf hægt að fá fréttir hjá henni. Síðustu árin kom amma stundum til Reykjavíkur og var þá hjá okkur, þótt henni þætti jafnan óljúft að reka úr rúmi eða láta hafa fyrir sér á nokkum hátt. Þá var alltaf mikill gestagangur því fólkið fyrir sunnan vildi nota tækifærið og heimsækja ömmu meðan hún var svona ná- lægt. Æði oft var tilgangur ferða- lagsins suður að mæta í fermingar- veislur langömmubarnanna enda hafði amma svo gaman af veislum og öllu því tilstandi sem þeim fylgir. Við vorum svo heppnar að geta heimsótt ömmu í sumar þótt við viss- um ekki þá að það væri í síðasta skipti sem við hittumst. Við hefðum gjarnan viljað hafa hana lengur hjá okkur en við megum ekki vera svo eigingjarnar þar sem hún var orðin öldruð og lasburða. Amma mun allt- af lifa í minningu okkar. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér; í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. (Einar H. Kvaran) Áslaug Anna og Guðný Björk. Það er erfitt að trúa því að amma sé dáin, því hún er búin að vera svo lengi hjá okkur. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Ég man eftir því þegar ég heimsótti ömmu og afa í Skeggjastaði með foreldrum mín- um þegar ég var lítil. Þar var alltaf svo margt fólk og nóg af leikfélög- um. Seinna þegar amma og afi fluttu í Egilsstaði kom ég oft og gisti hjá þeim á sumrin. Þá gaf amma okkur Hörpu frænku minni, sem bjó í sama húsi, aura fyrir sæigæti. Amma pijónaði ailt fram á síðasta dag. Hún gaf mér oft bæði sokka og vettlinga sem hún hafði pijónað. Seinna pijónaði hún svo á börnin mín. Ég er fegin því að við fjölskyld- an gátum heimsótt ömmu í Hjarðar- hlíð síðasta sumar og kvatt hana. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði í amma mín. Steinunn Lovísa. SANDRA SIF JÓHANNSDÓTTIR + Sandra Sif Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1994. Hún lést á heimili sínu 17. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 23. desem- ber. Elsku litla Sandra Sif. Okkur setti hljóð þegar við heyrð- um að þú værir dáin. Þú sem varst búin að ganga í gegn um svo mikil veikindi svona lítil, en samt svo sterk. Við munum svo vel í sumar þegar við hittum þig í veislu í fjöl- skyldunni hvað þú varst fín og sæt. Og hvað þú fagnaðir okkur vel, og hann frændi þinn gleymir aldrei stóra kossinum sem þú gafst honum. Elsku Dóra, Jói, Davíð og Elvar, Guð styrki ykkur öll. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Hafdís og Pálmi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, ég þér sendi bæn frá mínu bijósti, sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Elsku Sandra, það var ekki langt á milli ykkar vinkvennanna þín og Heklu, nú hafið þið báðar kvatt þennan heim á unga aldri. Við kynntumst þér svo vel er þú varst sett inn á stofu 9 á Barnaspít- ala Hringsins í næsta rúm við hlið Vals Pálma sonar okkar. Hann öf- undaði þig svo mikið af öllum tútt- unum þínum sem voru a.m.k. fimm, en hann var bara með eina. Þið unduð ykkur vel saman að leika hvort sem það var frammi í sjón- varpsherbergi eða uppi í rúmi. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú varst dugleg stelpa því það er ekki auðvelt að þurfa að vera í súr- efni 24 tíma á sólarhring, en þú varst búin að fá litla vél heim til þín svo þú þyrftir ekki að vera með súr- efnisflöskurnar í eftirdragi. Við hittum þig síðast á samveru- stund hjá Neistanum, styrktarfé- lagi hjartveikra barna. Ekki grun- aði okkur þá að það væri í síðasta skiptið sem við fengjum að vera saman. Elsku Sandra, megi góður Guð gefa þér gleðileg jól. Elsku Jói, Dóra, Davíð og Elvar, megi Guð styrkja ykkur á erfiðum stundum. Heiða og Valur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.