Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bændastéttin verður að varðveita stolt sitt og sjálfstæði Á Alþingi FLJÓTLEGA eftir þetta fór ég í framboð til Alþingis og fór inn á þing árið 1959. Við þingmennskuna verða mér ýmis atriði ljósari en áður. ■ Eitt fyrsta viðfangs- efnið sem kom tii kasta hinnar nýju ríkisstjórn- ar sem var mynduð eftir kosningarnar 1959, svonefndrar Við- reisnarstjórnar sem ég studdi, var að leysa þann hnút sem var í verðlagsmálum. Fram- sóknarmenn og al- þýðubandalagsmenn hófu mikið málþóf á Alþingi til þess að reyna að koma í veg fyrir það, því 15. desember voru útrunnir þeir samningar sem í gildi höfðu verið og endumýja þurfti fyrir þann tíma. Þeir töluðu þindarlaust í báð- ' <um þingdeildum um alla heima og geima en loks tókst að stöðva þetta málþóf, þannig að Alþingi var slitið rétt fyrir 15. desember. Þá kom Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra fram nýjum samningum. í þeim voru ákvæði um að ríkið ábyrgðist bændum sama verð fyrir útflutta búvöru, allt að 10% af heild- arframleiðslu hennar í landinu. Magn eða verðmæti? Upphaflega mun eingöngu hafa vverið miðað við afurðir af nautgrip- um og sauðfé. Þetta mátti gera á tvennan hátt: Annars vegar að miða við 10% af magni eða hins vegar af verð- mæti. En þegar farið var að framkvæma þetta var því snúið yfir á verðhlutföll: 10% af verðmæti í staðinn fyr- ir af magni, sem marg- faldaði tölurnar miklu örar heldur en verið hafði með hinum hætt- inum. Það var nokkuð löngu seinna sem ég í samtali við einn af starfsmönnum Fram- leiðsluráðsins fékk að vita þetta. Þessar niðurgreiðsl- ur á útfluttar búvörur urðu ákaflega mikið deiluefni og fulltrúum neytenda í samninga- nefnd um búvörur var mjög í nöp við þetta ákvæði. í mínum huga hefði alltaf átt að miða við magn búvöru en ekki verðmæti í þessum útreikningum. Fulltrúum Alþýðusambandsins fannst hlutur verkalýðsins fyrir borð borinn Aðalgildi þessara búvörusamn- inga var fólgið í því að fulltrúar verkalýðsins áttu aðild að samning- um um verðlagningu búvöru. En fljótlega kemur á daginn að þeim finnst þeir vera ofurliði bornir og hvað eftir annað verða árekstrar út af þessum málum. Það er loksíns um eða eftir 1970 að sú breyting verður að stjórnskipaðir fulltrúar eru látnir koma i stað fulltrúa Al- Jónas Pétursson þýðusambandsins eftir að það hafði neitað að taka þátt í samningum um verð á búvöru. Ég geri mér ljósa grein fyrir því hve mikið fór úrskeiðis við fram- kvæmd verðlagsmála búvöru á þessum tíma. Stuttu eftir að ríkisstjórn er mynduð 1959 fer ríkið að greiða geymslu- og vaxtakostnað á kjöt. Þetta óx á næstu árum og þó miklu meira síðar þegar verðbólga fór úr böndunum. Eftir stjórnarskiptin 1970-1971 er Hagstofu íslands fal- ið að reikna út framleiðslukostnað búvöru fjórum sinnum á ári. Það kannast allir við hve mikið breyttist við stjómarskiptin eftir að Viðreisnarstjórnin féll, hve verð- Um þessi mál urðu mik- il átök, segir Jónas Pétursson, í 2. grein sinni af þremur. Eg man að stjórnendur í land- búnaðinum, bændahlut- inn, vildu koma á kjarn- fóðursskatti, en það tókst ekki fyrr en Pálmi á Akri var orðinn land- búnaðarráðherra. bólgan óx geigvænlega. Það er ekki nokkur vafi á því að þessi breyting, að fara að verðleggja búvöru fjórum sinnum á ári hefur haft gífurleg áhrif á verðbólguna og alla fram- vindu verðlagsmála í landinu. Ég kallaði það fjórganginn. Ég hef séð að þetta var fráleitt með hliðsjón af því hvernig land- búnaður er. Svo að segja allur af- rakstur af sauðfjárrækt kemur fram á haustin. Mjólkin flæðir að vísu nokkuð jafnt um árið en hins vegar er heyjað sumarið áður og sá forði skapar afurðir á næsta vetri. Þess vegna var það mjög óeðlileg leið að hafa svona marga verðmyndunartíma á árinu. Eitt- hvað hefur þetta kannski verið tengt kaupgreiðslumálum en hvern- ig sem það hefur verið þá er þetta eitt af því sem sneri þessum málum mjög til óþurftar. Ég man líka eftir því á árunum fyrir 1980 þegar Jón Sólnes var þingmaður að hann var að beijast gegn því að hafa þessa mörgu verð- lagstíma. En það var ekki unnt að koma því fram, jafnvel þó að verð- myndunartímabilin ættu ekki að vera nema tvö á árinu. Jón Sólnes gerði sér aiveg grein fyrir því hve í þessu fólst mikill þrýstingur til örrar verðbólgu. Ég held að margir séu farnir að sjá þetta núorðið. Ég hvarf af þingi árið 1971 og það er einmitt þá sem verðmyndun- artímabilum búvara er fjölgað úr einu í fjögur á ári. Búvörusamning- urinn studdist alltaf við meðalbú. Reiknað var út hvað væri meðalbú í landinu, og var það komið í fast horf. Ég var algerlega orðinn mótfall- inn þessu, sannfærður um að það yrði að hætta við meðalbúið. Það var á móti allri skynsemi að ætla að hafa óbreyttan grunn fyrir verð- lag á búvörum þrátt fyrir alla þá miklu tækni og umbrot sem kom inn í reksturinn. Að mínu viti átti að stefna að því að búa til það sem ég kallaði kúnstugt bú sem væri vel rekið en það fengi sjálft að reikna sér eðlilegan fjármagns- kostnað. Á þeim árum sem ég var stéttar- sambandsfulltrúi var það alltaf svo í samningum við neytendur að sleg- ið var af liðnum fjármagnskostnað- ur. Það var mjög lítið sem bændur fengu framan af, a.m.k. reiknings- lega, í fjármagnskostnað. Þetta gekk vegna þess að þá voru miklu lægri vextir af lánum til landbúnað- ar en síðar varð og ijármagnskostn- aður yfirleitt mjög lítill þó að auðvit- að væri hann einhver. En til þess að ná samningum um söluna varð alltaf að slá eitthvað af. Alþýðusam- bandið var löngu búið að neita að taka þátt í samningunum um verð- lagsmál því að það fann ekki að það gæti neytt sín að neinu leyti eins og þyrfti til þess að gæta hags- muna umjóðenda sinna. Óhófleg kjarnfjóðurnotkun Annað var það sem mikill ágrein- ingur var um þegar stjórnarskiptin urðu 1971, en það var notkun á kjarnfóðri. Ég man ósköp vel að ég studdi þá hugsun að leggja skatt á kjarnfóðrið því það var svo hræ- ódýrt og fráleitt af þeim sökum að framleiða vörur sem ekki var hægt að selja úr landi fyrir mikið lægra verð heldur en framleiðslukostnað- urinn var þó talinn. Ég man eftir því að innfluttur maís var miklu ódýrari en taðan af túnunum. Þetta var alger botnleysa. Um þessi mál urðu mikil átök. Ég man að stjórn- endur í landbúnaðinum, bændahlut- inn, vildu koma á kjarnfóðurs- skatti, en það tókst ekki fyrr en Pálmi á Akri var orðinn landbúnað- arráðherra að þá setur hann á kjarnfóðursskatt. í raun og veru var það allt of seint. Það var löngu liðinn sá tími að það gæti komið að sama gagni eins og hefði verið ef sá skattur hefði verið tekinn upp í kringum 1970. Slysaganga — misbrúkun á ríkisábyrgð Með þessu er ég að rekja slysa- gönguna á þessum málum. Það var hreinlega farið að misbrúka þetta ákvæði sem var í samningnum fyrr- nefnda um ríkisábyrgðina — 10 prósentin — hún var oft aukin með samþykki þings, tekið sérstaklega fyrir að selja eitthvað með því að M . • ; '&t Félagar í Hjálparsveit skáta við æfingar SOLUSTAÐIR HSSR , Mörkin 6 Noatun Ferðafélagshúsið vestur i bæ \ JL-húsið \ Skjöldungaheimilið ^ X \ við Sólheima SKATABUÐIN Bílabúó Benna 'Vagnhöföa SMMKmMtiR Markaöur ^ Snorrabraut Suðurlandsbraut 12 ■T1--., lauju ' Miódd •"ðKa viöKaupgarð Landsbjör við Stangarh)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.