Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Dagsbrúnar segir að kjaraviðræðum verði vísað til sáttasemjara 15. janúar Endurbætur Sé ekkí fram á annað en verkfall í febrúar HALLDÓR Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, segist ekki sjá fram á ann- að en að það komi til verkfalla í febrúar á næsta ári. Lítið sem ekkert hafi komið út úr viðræðum við vinnuveitendur í nóvember og desember. Hann segir að félagið muni vísa samningaviðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan janúar hafi viðræður engu skilað. á Miðbæjar- skólanum NÍ) standa sem hæst endurbæt- ur á gamla Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg, sem ætlað er að hýsa Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Feðgarnir Sigurð- ur og Trausti voru í gær að skipta um glugga í þessum gam- alkunna skóla. „Ég tel að það komi til átaka. Ég sé ekki miðað við stöðuna í dag og það sem hefur komið út úr þess- um viðræðum, að það sé neitt ann- að framundan. Ef horft er á það sem atvinnurekendur hafa verið að bjóða og þær tillögur að kröfum sem settar hafa verið fram þá sé ekki að það sé nokkur möguleiki á að ná neinu saman nema með einhverj- um átökum. Við höfum haldið marga fundi úti á vinnustöðunum á síðustu vik- um og mánuðum og rætt þar kjar- akröfur og kjaramálin almennt. Eg fínn ekki neina uppgjöf í fólki held- ur þvert á móti sóknarhug. Fólk telur að það eigi inni leiðréttingar sem það hafí verið að undirbúa jarð- veginn fyrir. Ef það á að neita því um það núna held ég að það hljóti að enda í átökum," sagði Halldór. Níu hópar þjá sáttasemjara Dagsbrún og Framsókn eru eitt þeirra félaga sem féllust á ósk VSÍ um að fresta því að vísa kjaravið- ræðum til ríkissáttasemjara. Aðeins níu landssambönd og stéttarfélög hafa þegar tekið þá ákvörðun að vísað kjaradeilu þeirra og vinnuveit- enda til ríkissáttasemjara. Þau eru Sjómannasambandið, Matvæla- og veitingasamband íslands (MAT- VÍS), Mjólkurfræðingafélag ís- lands, Stéttarfélag sálfræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Stéttarfélag félagsráðgjafa, Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Meinatæknafélag íslands. Níundi starfshópurinn er kjarafélag við- skiptafræðinga og hagfræðinga, Útgarður og kjaradeild Félags ís- lenskra félagsvísindamanna, en þessi þijú félög halda hópinn í kjaraviðræðum. Önnur félög og landssambönd eru enn í beinum viðræðum við viðsemjendur sína. Almennt gerðu viðræðuáætlanir ráð fyrir því að viðræðum yrði vísað til sáttasemjara um miðjan desem- ber. Tækjust ekki samningar fyrir jól var samkomulag um að gera viðræðuhlé til 5. janúar og stefna að því að undirrita samninga 15. janúar. Almennt er viðurkennt að kjaraviðræður gengu hægar fyrir sig í nóvember og desember en að var stefnt. Þess vegna þurfa hlut- irnir að ganga mjög hratt fyrir sig ef takast á að ljúka samningum 15. janúar. Halldór Björnsson sagði að Dags- brún og Framsókn myndu ekki dragað það lengur en til 15.-18. janúar að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. Því yrði aðeins breytt ef menn sæju fram á samninga innan fárra daga. Hann sagðisttelja að Verkamannasambandið og fleiri landssambönd hefðu uppi svipuð áform. Samkvæmt nýju vinnulöggjöfínni verður að vera búið að vísa kjara- deilu til ríkissáttasemjara áður en hægt er að boða verkfall. Þar að auki verður að liggja fyrir það mat viðsemjenda að sáttatilraun þar hafi engan árangur boríð. Þegar þetta tvennt iiggur fyrir hefur stétt- arfélag heimild til að boða verkfall. Verkfallsboðun verður núna að fara fram skriflega og tekur verkfall gildi sjö sólarhringum eftir form- lega boðun. Það er því ljóst að nokkrir dagar líða frá því slitnað hefur upp úr viðræðum þar til boð- að hefur verið verkfall. Halldór sagði að hugsanlegt verkfall yrði því ekki boðað fyrr en í febrúar, en eins og nú horfði væri útlit fyrir að til átaka kæmi í þeim mánuði. Djöflaeyjan vinsælasta myndin SJÖTÍU þúsund áhorfendur höfðu í gærkvöldi séð kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjuna, eftir bók- um Einars Kárasonar. Myndin er því vinsælasta mynd ársins á íslandi. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá aðstandendum mynd- arinnar jókst aðsókn á myndina fyrir jólin. Með því að aðsókn á Djöflaeyj- una var mest af öllum myndum hér á landi er ísland eina landið þar sem bandaríska stórmyndin Independence Day er ekki vinsælasta kvikmynd ársins. Morgunblaðið/Golli Forræðismál Sophiu Hansen og Halims A1 Afrýj unarréttur í Ankara þríklofinn NIÐURSTAÐA áfrýjunarréttar í Ankara í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims A1 var birt í Istanbúl á aðfangadag jóla. Rétturinn er þríklofinn í afstöðu sinni. Þannig dæmdu tveir af fimm dómurum Halim A1 í hag og vildu staðfesta dóm undirréttar frá því í júní síðastliðnum, þar sem honum var dæmt forræði dætra þeirra Sophiu, Dagbjartar Vesile og Rúnu Aysegul. Tveir dómaranna dæmdu Sophiu forræðið en sá fímmti vildi að þriðji aðili fengi forræði yfír telpunum. Tíðindalít- ið hjá lög- „Þetta var ekki sú allra besta jólagjöf sem ég hefði getað hugsað mér, en samt fínnst mér þetta auð- vitað betri staða en ef Halim hefði verið dæmt forræðið," sagði Sophia í samtali við Morgunblaðið í gær. Hasip Kaplan fer fram á endurmat Lögmaður Sophiu, Hasip Kaplan, fór til Ankara í fyrradag, með beiðni til dómaranna um að taka málið upp aftur og endurmeta það. „Nú er að sjá hvort við getum sannfært dómar- ann sem dæmdi forræðið til vanda- lausra, og talað hann til að dæma mér forræðið. Ég er mjög glöð yfír því hvað dómaramir tveir sem dæmdu mér í vil sjá málið í réttu ljósi. Þeim er mjög umhugað um framtíð dætra minna og skólagöngu. Þeir telja þær ekki alast upp við eðlilegar aðstæður, þar sem þær hafa ekki móður sína hjá sér, en það hefur jú aldrei verið sannað að ég væri óhæf móðir. Þannig að ég er afskaplega ánægð með hvað þeir eru jákvæðir og hugsa líkt og við,“ sagði hún. Sophia sagði ástæðu þess að lög- maður hennar hefði farið sjálfur til Ankara til að ræða við dómara áfrýj- unarréttarins þá að póstsamgöngur væru afar hægar og seinar. Þannig hefði úrskurðurinn verið kveðinn upp í Ankara 18. nóvember sl. og sendur í pósti til undirréttar í Istanbúl, þar sem hann var ekki birtur fyrr en á aðfangadag. Með því að lögmaður- inn færi beint til Ankara væm þau að vinna tíma, þar sem dómaramir hefðu ekki leyfí til að taka sér lengri tíma en 20 daga til mánuð til þess að endurmeta afstöðu sína. Sophia sagði enn ekki ljóst hvert næsta skref yrði, en þó væm nokkrar líkur á því að málið færi til æðsta dóm- stigs hæstaréttar, þar sem sitja 45 dómarar. Óljós þýðing niðurstöðu Ólafur Egilsson sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ensk þýðing á niðurstöðu áfrýj- unarréttarins, sem borist hefði frá lögmanni Sophiu, væri í ýmsum atriðum nokkuð óljós og ekki væri hægt að lesa út úr henni heildstæða niðurstöðu. „Því höfum við í utan- ríkisráðuneytinu gert ráðstafanir til þess að fá þýðanda sem áður hefur unnið fyrir okkur í Tyrklandi, til þess að fara yfír tyrkneska textann og gera þær breytingar sem þarf á ensku þýðingunni. I framhaldi af því munum við leita eftir lögfræði- legu áliti á stöðu málsins eins og það liggur fyrir nú og á þessum gmnni hugsum við okkur að taka ákvarðanir um hvað frekar yrði aðhafst á vegum ráðuneytisins," sagði Ólafur. Hann kvaðst gera ráð fyrir að nýja þýðingin myndi berast honum seint í gærkvöldi. Tíðindalít- ið hjá lög- reglu umjólin JÓLIN vora að mestu friðsæl um land allt, að því er lögreglan sagði Morgunblaðinu. Lögreglan í Stykkishólmi sagði að þar hefðu aðeins orðið smávægileg umferðaróhöpp, en dálítið hefði borið á ölvun í fyrri- nótt. Á Isafirði sagði lögreglan að nokkuð friðsælt hefði verið, einn íbúinn hefði dottið í hálku og beinbrotnað og annar gist fangageymslur í fyrrinótt vegna ölvunar, en aðrir atburðir hefðu verið mjög smávægilegir. Á Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, Seyðisfírði, Egilsstöð- um, Höfn, Hvolsvelli og Selfossi var fátt að frétta. Einn lögreglu- maður orðaði það svo, að fólk hefði margt borðað sér nær til óbóta, en það teldist vart frétt- næmt um jólin. Víða um land var hálka á vegum, en jólaskap- ið virtist koma í veg fyrir slys. í Vestmannaeyjum var nokk- ur erill hjá lögreglu í fyrrinótt, enda skemmtistaðir opnir á ný eftir jólahlé. Að sögn lögreglu vora þrjár líkamsárásir kærðar, en þær flokkuðust sem minni háttar pústrar. Þá hrasaði mað- ur fyrir bíl og lenti utan í honum og undir. Meiðsli hans reyndust þó lítil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.