Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t STEFANA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Lýtingsstöðum í Skagafirði, fyrrum kaupkona f Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni jóladags. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórunn Sólveig Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- - faðir, SIGURÐUR KRISTINSSON, Snorrabraut 56, Reykjavík, er látinn. Jónfna Þórðardóttir, Vigdfs E. Sigurðardóttir, Ragnar Valdemarsson, Jón Sigurðsson, Edith Randy, Sigríður J. Sigurðardóttir, Jón H. Guðjónsson, Kristfn E. Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, AÐALSTEINN SIGURÐSSON skipasmfðameistari frá Bæjum, lést á Reykjalundi 26. desember. Marta Markúsdóttir og börn. t Ástkær sambýlismaður minn og bróðir, KRISTJÁN MAGNÚSSON, Rofabæ 27, Reykjavík, sem lést föstudaginn 20. desember sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 30. desember kl. 10.30. Kristfn Gunnarsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÞÓR HALLMUNDSSON, Bleikargróf 13, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag- inn 24. desember. Útförin ferfram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Sigurlaug Júlfusdóttir, Ingveldur Sigurþórsdóttir, Sigrún Sigurþórsdóttir, Ómar Egilsson, Stefanfa Sigurþórsdóttir, Júlfus Þór Sigurþórsson, Ásta J. Guðjónsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA S.J. BJÖRNSSON frá Hvftárvöllum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 20. desember, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Helgi Björgvinsson, Jón Sigurðsson, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Gústaf Hannesson, Ingólfur Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN GUÐMUNDSSON og systur, veita þeim kjark, styrk og huggun. Jón Guðmundsson mun lifa áfram í hjörtum okkar sem þótti vænt um hann og við minnumst hans með þakklæti og djúpri virðingu. Sveindís. Nú þegar þú ert farinn úr þessum heimi, elsku Nonni minn, frændi og vinur, með þína ljúfu lund og langt fyrir aldur fram, líður mér eins og ég hafi verið boðinn á leiksýningu, sem íjallar um dauðans alvöru, og þar sem leiksviðið er Þverársel 10. I stofunni á leiksviðinu stendur lítil mynd á stofuskenknum, af ungu fólki, börnum glaðbeittum og stolt- um, með Vigdísi forseta sínum og Peggy sér við hlið. Þessi börn eru sum hver horfin okkur sjónum. Þau stóðu sig nefnilega svo vel að þeim voru falin önnur og stærri hlutverk á fjarlægari stöðum. Þú fórst nú síðast af þeim, Nonni minn. Og við sem mörg hver sátum á fremstu bekkjum til að horfa á þetta leikrit, þar sem þú varst í aðalhlutverki, förum nú heim að lokinni sýningu, hugsi, já hugfangin, heim til okkar og horfum út um glugga. Glugga þar sem við sjáum ekki aðeins allt í nýrri vídd, heldur sjáum miklu víð- ar en umfang gluggans leyfír, lengra og margt svo sem í móðu til að byija með, en skýrist og verður miklu fegurra en áður. En þú varst ekki einungis í aðalhlutverki á þessu sviði, heldur útbjóst sviðið, hannaðir búninga og varst í öllu. Þessi leiksýn- ing fjallaði um stríð, já orrustur, þar sem þú bæði útbjóst hermennina, málaðir litlu tindátana og búninga þeirra með listrænum fíngrum, þrátt fyrir afmarkaða getu og stuttan tíma fyrir frumsýningu. Vinnu sem þú afrekaðir betur en nokkur hefði get- að gert, svo vel að þú glæddir þá lífí, þessar ógnarsmáu verur sem eru ekki stærri en barnsneglur. Þú bjóst þá ekki einungis til orrustu heldur fórst sjálfur fyrir þeim og barðist fremstur eins og Davíð við Golíat, með vopnum sem voru ekki hefð- bundin eins og sverð og spjót, heldur umburðarlyndi, þolinmæði, gleði og uppörvun, já og kærleikur, en af þessu áttir þú nóg. Og þar sem þú barðist alltaf fremstur, hlaust þú að falla í einni orrustunni, en hermenn þínir vinna stríðið að lokum, og þar með málstaðinn einnig. Með þér á sviðinu stóðu þrír klettar. Helga systir þín sem deildi með þér lífs- krafti sínum, sem hún átti nægan og á enn, gleðina og fjörið. Móður- hjartað stóra og hlýja og föðurarm- arnir, þriðji kletturinn reiðubúnir til að bera þig særðan upp og niður fjöll og dali og um langa vegi sem þú þurftir og vildir fara. Þú barðist eins og áður segir með vopnum, sem ekkert fær sigrað, umburðarlyndi, þolinmæði og kærleika, en það er einmitt hann sem er svo stórkostleg- ur að þótt af honum sé tekið, þá vex hann og margfaldast, flæðir og gef- ur endalaust af sér. Þú ert nú burtu kallaður af engl- um Guðs, elsku Nonni minn, á fjar- lægari slóðir, en þar taka afar og amma á móti þér opnum örmum og amma þar ábyggilega með nýbakaða jólaköku, sem henni einni var lagið að baka og pabbi sagði þér frá. Þú gafst okkur, sem í kringum þig stóð- um alla tíð, og kenndir margt og mikið, gladdir í sífellu með þínu ljúfa geði. Byrjaðir meira að segja á því strax í frumbernsku þar sem þið bjugguð með afa og ömmu í Bjarma- landinu, þar sem þið frændurnir og vinir Hreggviður Ingason voruð og milduðuð lund og brædduð hjarta Jóns afa ykkar og alnafna þíns. Það var ekki pláss fyrir Jesúbarn- ið í gistihúsum í Betlehem, en í þínu hjarta og á heimili foreldra þinna og ykkar systkina var og er alltaf rúm fyrir hann. Það hef ég og fleiri fengið að reyna. í bókinni helgu, nánar tiltekið Mattheusarguðspjalli, k.:25,v35-37, segir Jesús: „Því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka:, gestur var eg, og þér hýstuð mig:, nakinn, og þér klædduð mig:, sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín:, í fangelsi var eg, og þér komuð til mín.“ En er Jesús hafði þetta mælt, könnuðust menn ekki við, en hann hélt þá áfram og sagði, í sama kafla og Guðspjalli, versum 40 - 41: „Sannlega segi eg yður: svo framarlega sem þér hafíð gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Þessi orð koma manni í hug er maður minnist þín, Nonni minn, og heimilis ykkar. Það fór vel á að pabbi og mamma héldu í veikar og vanmáttugar hendur þínar er þú yfírgafst þetta leiksvið að sinni, þau uppfylltu alla tíð þínar óskir eins og foreldrum af þesum heimi er unnt, en eins og við vitum eru óskir ung- viðisins oft sérstakar og okkur sem eldri erum ekki alltaf augljósar. Eins og þegar þú vildir undir það síðasta halda uppteknum hætti og skreppa í bíó við erfiðan leik, eða í iðandi hringiðu mannlífsins í Kringlunni síðustu dagana þegar kraftar voru löngu þrotnir. Það er unga fólkinu oft svo eðlilegt að sækja þangað sem líflegast er þótt ekki veiti að sama skapi afþreyingu. Og að lokum, þú stóðst ekki að- eins eins og hetja í langvinnum veik- indum, eða í rúm 3 ár, og þroskaðir okkur áfram og veittir gleði, heldur bættir skýringum við Biblíuna mína, orðum sem þér áskotnaðist og hreifst af, og sem þú fékkst mér í hendur undir það síðasta. En af ein- skærri hógværð og kurteisi sem þér var svo töm, þá tókstu fram að þessu væri ekki beint til mín einvörðungu, en þessi orð hljóða svo: „Augað er merki hreinnar samvizku, þekking- ar, einlægni og uppljómunar. Auk þess er augað merki vemdunar og aðgætni. Að halda fyrir augun þýð- ir, ég vil ekki vita, mér er alveg sama. Láttu þér ekki vera sama um vandamál annarra. Það er merki um veikleika. Að horfast í augu við vandamálin, sýnir sterkleika, ábyrgð og einlægni." Já, orð líkt og af vör- um Nonna og gjörðum hans. Megir þú hvíla í friði, elsku Nonni minn. Ég veit að þú stendur þig vel í því hlutverki, sem þér hefur verið falið af Guði almáttugum, og eitt er víst að þar sjáumst við um síðir. Guðmundur bróðir og Guðrún mín. I æðum barna ykkar mætist það bezta og fegursta úr Borgar- fjörðunum báðum, eystri og vestri, og sameinast krafti Nesbóndans úr Selvogi. Maður hefur oft heyrt sagt að Borgarfjörður eystri hafi að geyma einhveijar fegurstu náttúm- perlur þessa lands. Því trúi ég, þótt enn hafí mér ekki hlotnast að koma þangað. Hitt veit ég að mannfólkið þaðan er fallegt og gott. Hendur Guðs era sem betur fer víða að verki. Það sást bezt í sam- bandi við, umönnun Nonna í veikind- um hans. Ekki er hægt að láta hjá líða að nefna Peggy og Gillian í því sambandi, auk lækna og hjúkrunar- fólks á Barnadeild Landspítalans, Samtök krabbameinssjúkra barna, vinnuveitendur Guðmundar og Guð- rúnar, Helgu ömmu Nonna, Hregg- við frænda Ingason, skólafélaga Nonna og foreldra þeirra og fjöl- marga aðra. Hafi þau öll Guðsþökk fyrir. Þið hafið með hjálp Guðmund- ar, Guðrúnar, Helgu og með hönd Guðs stráð fræjum, sem munu svo sannarlega bera ávexti. Hreggviður frændi í Borgarnesi. Þegar mér barst fréttin af andláti Jóns Guðmundssonar varð mér ósjálfrátt hugsað til myndar af út- skriftarárgangi Ölduselsskóla vorið 1995. Myndin er af ungu fólki sem er að kveðja grannskólann og halda á vit nýrra tækifæra. Á þessum áram er dauðinn svo fjarlægur. Oft- ast stefnir hugurinn hátt og lífsvilj- inn og lífsgleðin eru orkugjafínn. Þrátt fyrir sín miklu veikindi árið áður var Jón kominn til það góðrar heilsu að hann gat verið með á hóp- myndinni, reyndar studdur af einni skólasystur sinni. Jón Guðmundsson var tápmikill drengur, átti góða vini og framtíðin virtist blasa við þegar hann skyndi- lega greindist með sjúkdóm sem síð- an bar lífsviljann ofurliði. Þegar við fréttum af sjúkdómsgreiningunni var okkur öllum mjög brugðið. Vina- hópurinn stóð enn fastar saman og vonin um að Jóni batnaði var einlæg og sterk. Það var því mikil gleði í árganginum þegar Jón kom aftur í skólann þó svo að hann þyrfti að vera í hjólastól. Alltaf vora bekkjar- félagarnir tilbúnir að aðstoða. Ekki var gleðin minni þegar Jón fór að geta staðið upp og loks ganga svolít- ið um. Vonin um að hann næði heilsu óx með hveijum mánuðinum. Og þannig var það einmitt þegar leiðir skildi vorið 1995 og hópurinn tvístr- aðist. Jón innritaðist í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og hóf nám þar. En því miður blossaði sjúkdómurinn upp að nýju og tók öll völd í sínar hendur. Vinahópurinn brást ekki brekar en áður og allt fram á síð- asta dág var eftirtektarverð sam- kennd þessa unga fólks. íjóð sem á þannig einstaklinga er rík af man- nauði. Við sem fengum að kynnast Jóni á hans stuttu ævi erum ríkari á eft- ir. Hann gafst aldrei upp, gerði að gamni sínu hvernig sem útlitið var og missti aldrei vonina um að hann næði heilsu á ný. í hugum okkar skilur Jón eftir sig minningu um góðan dreng. Ég votta foreldram, systur og öðram ættingjum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Daníel Gunnarsson, skólastjóri Olduselsskóla. Það eru blendnar tilfinningar kvíða og tilhlökkunar sem sækja á hug kennarans þegar hann tekur við nýjum nemendum á haustin. Og þannig leið mér haustið 1992 er mér falin umsjón yfír einum 8. bekk í Ölduselsskóla. í þetta sinn var kvíð- inn óþarfur því mér varð fljótlega ljóst að nemendurnir í bekknum voru einstaklega þægilegir og ljúfir. Jón Guðmundsson var einn þessara nem- enda, stór, myndarlegur og rólegur strákur, stundum svo rólegur að okkur kennurum þótti nóg um og vildum við að hann sýndi náminu meiri áhuga. Drengurinn reyndist hins vegar ágætlega greindur, stóð sig vel á prófum og áhyggjur kenn- aranna því óþarfar. Hann eignaðist marga góða vini í bekknum, æfði handbolta með þeim og lífið virtist áhyggjulaust og gott. Veturinn leið við leik og störf og áhyggjur og gleði unglingsáranna, framundan var fermingin með öllum sínum þunga og skyndilega vora börnin orðin full- orðin að eigin mati. Handan við sum- arið beið nýtt skólaár og þegar það hófst mættu ti! leiks stærri og þrosk- aðri einstaklingar, með sjálfstæðar skoðanir á öllu, fullir mótþróa og bráðskemmtilegir. Það var þá á miðri haustönn sem reiðarslagið skall á, Jón greindist með illkynja æxli og veröldin hrundi. Vinirnir fylltust óöryggi og margar áleitnar spurningar brunnu á þeim. Hver var tilgangurinn með þessu? Eftir tvísýna en vel heppnaða aðgerð varð fljótlega ljóst að Jón yrði ekki í skólanum það sem eftir var vetrar. Það varð því að ráði að ég færi tvisvar í viku heim til hans og kenndi honum þar. Jón var þá að mestu rúmliggjandi, átti erfitt með að skrifa og þreyttist fljótt en viljann skorti ekki. Við lásum saman Gunnlaugs sögu og mannkynssögu, spáðum í kónga og keisara, heims- styijaldir og heimspekinga, hlustuð- um á danskar spólur og lásum jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.