Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 31 Fletti öllum nótnabunkanum RÚNAR Óskarsson klarinettu- leikari hefur sent frá sér hljóm- disk sem hefur meðal annars að geyma verk eftir Igor Stra- vinsky, Franz Schubert, Gerald Finzi og Debussy. Rúnar er fæddur árið 1970. Hann út- skrifaðist úr kennara- og ein- leikaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1993 þar sem kennari hans var Sigurður Snorrasson. Þaðan lá leið hans til Amsterdam þar sem hann hóf nám hjá George Pieterson við Sweelinck Conservatorium. Árið 1996 útskrifaðist hann með einleikarapróf frá skólanum. Rúnar sótti jafnframt tíma hjá Walther Boeykens og bassaklarinettutíma þjá Harry Spamaay. Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu og leikið með ýmsum kammersveitum og hljómsveitum. „Ég vildi hafa skemmtilegt og fjöl- breytt efni á diskinum," segir Rúnar. „Þegar framundan er stórt verkefni á borð við hljóðritun og útgáfu er mikið atriði að velja tónverk sem manni líkar og sem maður getur hugsað sér að æfa og spila um lengri tíma. Ég fletti öilum nótnabunkanum mínum áður en ég ákvað hvaða verk ég ætlaði að hljóðrita. Þetta val mitt endurspeglar nokkuð vel það sem ég hef verið að fást við á undanförnum árum. Verkin eru frá tímum síðrómantík- urinnar til dagsins í dag. Á diskinum er að finna verk eftir Englendinginn Gerald Finzi og pólverjann Witold Lutoslawski. Þeir eru samtíðarmenn en tónlist þeirra er skemmtilega ólík. Þarna er perla eftir Ciaude Debussy sem heitir Premiere Rhapsodie en það er ákaflega gott verk. Þau verk á diskinum sem höfða helst til mín eru annars vegar Þrjú stykki fyrir einleiksklarinettu eftir Igor Stravinsky og hins vegar Der Hirt auf dem Felsen eftir Franz Schubert. Eins og fram kemur er verk Stravinskys skrifað fyrir einleik á klarinettu en mér hefur alltaf fundist sóló veita mér ótakmarkað frelsi þar sem ég þarf ekki að taka tillit til neins annars en sjálfs mín. Boðið að gefa út disk Verk Franz Shuberts er skrifað fyrir píanó, klarinettu og sópransöngkonu. Sá sem lék undir á píanó er Kees Schul og söngkonan er Suze van Grootel en þau útskrifuðust frá Sweelinck Conservatorium og starfa að list sinni i Hollandi. Fyrir lokapróf mitt talaði ég við Reyni Þór Finnbogasson sem er búsettur í Hollandi og bað hann um að hljóðrita það. Reynir Þór brást vel við því en í framhaldinu bauð hann mér að gefa út disk á vegum útgáfu- fyrirtækis Arsis Classics sem hann er hlut- hafi í. Þeir hjá Arsis Classics hafa gefið út hljómdiska með öðrum íslenskum flytj- endum til að mynda gítarleikaranum Kristni Árnasyni. Okkar diskar eru báðir í sömu útgáfuröð og koma út undir heitinu Northern Light. Ég hafði algjörlega fijálsar hendur varðandi efnisval. Æfingar stóðu yfir í um það bil tvo mánuði en upptökurnar fóru fram á þremur dögum í einum sal tónlistar- skólans. Yfir Amsterdam er mikil flugum- ferð og þar sem við vorum ekki í sérhönn- uðu hljóðveri þurftum við stoppa upptök- urnar annað veifið. Salurinn var góður og hljómburðurinn fínn. Ég hafði hugleitt að gefa út geisladisk einhvern tímann síðar en þegar mér bauðst þetta góða tækifæri sló ég til . Ég er ánægður með útgáfuna og glaður yfir að hafa ráðist út í þetta. Fljótlega upp úr áramótum mun ég fara aftur til Amsterdam þar sem ég er að sér- hæfa mig í bassaklarinettuleik en ég lýk að öllum líkindum námi í júlí á næsta ári. Ég ætla að koma hingað í mars og halda tónleika eða debutera eins og það er kallað.“ Rúnar Óskarsson Bjögun mannsins MYNPOST Gallcrí Sðlon íslandus MÁLVERK Cheo Cruz. Opið kl. 12-18 alla daga til 5. jan- úar; aðgangur ókeypis. ÞAÐ er framandlegur myndheimur, sem tekur á móti gestum í Gallerí Sólon íslandus þessa dagana, fráhrindandi og seiðandi í senn. Maðurinn er hér miðpunkturinn, en fremur sem spurning og gáta en sem drottinn heims- ins eða sá sem valdið hefur; þversögnin er hér í fyrirrúmi, en svörin og lausnirnar verður hver og einn að finna á eigin forsendum. Þessi myndheimur er hingað kominn með listamanni frá Kólumbíu, sem bjó hér á landi um nokkurra ára skeið en hefur síðustu ár starfað í París. Cheo Cruz tók upp íslenska nafnið Sindri Þór Sigríðarson og tók virkan þátt í listalífinu á árunum 1989-92, og hélt hér m.a. nokkrar sýningar. Nú er hann snúinn aftur með verk sem hann hefur verið að vinna síðustu árin, og eru sem hlýr andblær suðrænna vinda inn í dimm- asta skammdegið. Það litaspjald sem lista- maðurinn notar í þessum verkum sínum samanstend- ur einkum af mildum og tempruðum litum, sem bomir eru á strigann með fínlegum og ömggum hætti hins hefðbundna natúral- íska málverks. En það sem áhorfandinn fer fyrst að velta fyrir sér í þessum myndum er hin bjagaða mannsmynd sem þar birt- ist; bólgin höfuð og verpt líkamshlutföll gefa mynd- unum súrrealískan blæ, og viðfangsefnin verða í raun að dularfullum leyndardómum, þar sem augun ein gefa áhorf- andanum tækifæri til úrlausnar. Titlar eins og „Fræ“, „Veiði“, „Gáta“, „Sorg“ og „Þyrni- rós“ vísa síðan til þeirrar dulúðar, sem verkin laða vissulega fram. Sú bjögun mannsins sem listamaðurinn not- ar til að vekja upp þessar tilfmningar vísar mjög sterklega til þess myndheims sem Gius- eppe Arcimboldi skapaði á 16. öld. Sálistamað- ur hefur oft verið talinn meðal helstu fyrirrenn- ara súrrealistanna á þessari öld, þar sem hann skapaði skemmtilega afmyndað fólk í málverk- um sínum með því að raða saman ávöxtum, grænmeti og blómum. Tengslin við myndheim Arcimboldi koma m.a. í ljós af því að sýningar- salurinn hér er skreyttur með ávöxtum og suðrænum gróðri, jafnframt því sem ávextir gegna miklu hlutverki í sumum málverkanna, m.a. sjálfsmynd listamannsins (nr. 2). Styrkur verka Cheo Cruz liggur hins vegar fyrst og fremst í hæfni hans til að koma til skila afar persónulegum blæ sem fylgir þeim augna- svip, sem myndirnar byggja svo mikið á. Hér má lesa breitt svið mann- legra tilfinninga - angur- værð, hlýju, örvæntingu, kvíða, dulúð og ótta, allt eftir því sem listamannin- um hefur þótt hæfa hveiju viðfangsefni. Það er ekki auðvelt að koma slíkum þversögnum og róti tilfinninga til skila þannig að ekki verði úr væmni klisjunnar. Með sín- um milda og bjagaða mynd- heimi tekst listamanninum þetta með þeim ágætum að fengur er að, og vert að sem flestir njóti þessa með eigin augum. Eiríkur Þorláksson CHEO Cruz: Sorg. Stílað á trú manna BÆKUR Lífsspcki LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI eftir Deepak Chopra. Gunnar Dal þýddi. Bókaútgáfan Vöxtur. Reykja- vík 1996. Prentun: Oddi hf. 128 bls. LÍFSSPEKI eins og sú sem sett er fram í bókinni, Lögmálin sjö um velgengni, getur ekki verið til ann- ars en góðs, ef menn nenna á ann- að borð að gera hana að sinni. Það sem Deepak Chopra kennir er í grundvallaratriðum að hver maður yrki sjálfan sig sem best hann get- ur, andlega og líkamlega, svo að hann geti verið heiminum og öðrum mönnum góður líka. Hann stingur upp á ýmsum aðferðum. Hann legg- ur til að menn þegi, tali við náttúr- una, lifi í óvissu svo þeir hljóti frelsi, gefi gjafir og þiggi. Einnig er lagt til að menn stundi íhugun. Allt er þetta gott og blessað. Það eru góð- ir menn sem gefa gjafir og enn betri sem kunna að þegja. Annars er þetta ekkert grín með þögnina. Chopra leggur til að menn þegi í allt að tvo tíma á dag og þegar við bætist að ganga um í náttúrunni í svolitla stund, að íhuga, biðja fyrir meðbræðrum sín- um, að ígrunda alla valmöguleika sem manni standa til boða á hveij- um degi (því þannig gerir maður val sitt „fullkomnlega [svo] meðvit- að“ (51)) og fleira slíkt, þá er orðið harla lítið eftir af degi hins vinn- andi manns. Og sennilega verður ekki hjá því komist að vinna ef mönnum á að ganga vel í þessum heimi. Lögmálin sjö sem bók þessi snýst um og boðar heita: Lögmál vaxtarins eða lögmálið um hina hreinu möguleika, Lögmálið um að gefa og þiggja, Karmalögmálið eða lögmálið um orsök og afleið- ingu, Lögmálið um ásetning og löngun, Lögmálið um frelsið - að vera óháð- ur og Dharma-lögmál- ið eða lögmálið um til- gang lífsins. Öll eru þessi lögmál kynnt til sögunnar með orðum sem ætlað er að sann- færa. Og þegar boð- unarákafinn verður hvað mestur er eins og allar kröfur um skilning séu látnar lönd og leið; hér myndar textinn til dæmis eins konar rök- hring, eða hringavit- leysu, sem er vitan- lega alveg sjálfnærandi: „Fyrsta lögmálið um velgengni er lögmál vaxtaríns eða lögmál hinna hreinu möguleika. Þetta lögmál byggist á þeirri staðreynd að við erum í innsta eðli okkar hrein vitund. Hrein vitund er nefnd hinir hreinu möguleikar. Hún er orkusvið allra möguleika og máttur hennar til að skapa á sér engin takmörk. Hin tæra vitund er hinn andlegi grund- völlur okkar. Hún er fijáls og án takmarka og þess vegna einnig hrein gleði. Eiginleikar vitundar- innar eru hrein þekking og máttur þagnarinnar, fullkomið jafnvægi, einfaldleiki og fögnuður. Þessi vit- und verður aldrei sigruð. Þetta er grundvallareðli okkar. Grundvall- areðli okkar er þess vegna sama og hinir hreinu möguleikar" (10). Texti sem þessi stendur og fellur með trúgirni lesandans; hér er með öðrum orðum ekki verið að eyða tíma í að skýra það sem verið er að tala um heldur textinn látinn vera sjálfum sér nógur, hann nær- ist af sjálfum sér. Eftir að sagt- hefur verið frá hveiju lögmáli er síðan gefin upp- skrift að því hvernig eigi að gera það að veruleika í lífi sínu, eins og sagt er í bókinni. Um lögmál vaxt- arins segir til dæmis: „Eg ætla að komast í snertingu við þetta orkusvið með því að helga því hljóða stund á hveijum degi. Þá stund ætla ég aðeins að vera“ (24). Gunnar Dal ritar ágætan inngang að bókinni þar sem hann setur speki Chopra í samhengi við þróun í náttúruvísindum og heimspeki síðustu ára- tugi. Telur Gunnar að Chopra sé „heimspek- ingur nýrra tíma“. Og ennfremur: „Hann er einn þeirra höfunda sem um þessar mundir eru að leggja grundvöllinn að lífssýn 21. aldar- innar" (IX). Verður ekki lagt mat á þann dóm hér að öðru leyti en því að svo virðist sem þungu hlassi sé þar velt á litla bók. Það má hins vegar vera sammála Gunnari um að gildi þessarar bókar sé ekki síst falið í því að í henni sé Chopra samstiga kristinni siðfræði; grund- vallarboðskapur hennar er nefni- lega sá að það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér þeim og gjöra. Það sem maður saknar helst í þessum inngangi er nánari kynning á Deepak Chopra sjálfum en skrifuð er aftast í bókina. Þar er sagt að Chopra sé heimsþekktur rithöfund- ur og talin upp nokkur rit hans en ekkert frekar er sagt um bakgrunn þessa manns - menntun hans og fyrri störf, svo frasinn sé notaður. Menn vilja jú vita úr hveijum þeir hafa vitleysuna, eins og kerlingin sagði. Eins og áður sagði getur sú lífs- speki sem Chopra reiðir fram ekki orðið til annars en góðs þeim sem vilja kynna sér hana. Um gildi henn- ar verður hver og einn að dæma fyrir sig enda er hún stíluð á trú manna. Þröstur Helgason Gunnar Dai Paö er engin tilviljun aö nemendur skólans sópuöu til sín rúml. 90% verðlauna a siöustu islandsmeistarakeppni | Vilt þú læra förðun? | þá skaltu hafa þetta í huga Við erum eini förðunarskólinn sem höfum kennara með eftirfarandi: -• Margfalda íslandsmeistaratitla -« Allt að 12 ára reynslu að bakl sem framúrskarandi fagfólk Fagfólk sem hefur verið með m.a. förðunarþætti, tískuþætti og forsíður í virtustu tímaritum landsins -• Fagfólk sem hefur starfað bæði hér heima og erlendis Ljósmynda- og tískuförðun hefst 13. janúar Kennari: Lfna Rut, margfaldur íslandsmeistari sem hefur lokiö 4 ára námi úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla islands. Gestakennarar: Karl Bemdsen hárgreiöslu- og förðunarmeistari sem starfar nú í London og Reykjavik Hanna Maja starfaði m.a. í 4 ár í Hollywood fyrir Propaganda Films Kvikmyndaförðun 8 vikur, hefst i byrjun februar Gestakennari: Málfríður Ellertsdóttir sem hefur starfað við Ríkissjónvarpið sl. 6 ár Fantasíuförðun 5 vikur Karaktersköpun, notkun vatnslita á andlit og líkama (body panting) Góður undirbúningur fyrir næstu íslandsmeistarakeppni förðunarskóll L L n a r u t Laugavegi 40A • nánari upplýsingar i síma 551 1288 milli kl 12 og 14 alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.