Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Glæsileg j ólasýning
í Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
LEIKURUM í Villiönd Þjóðleikhússins var vel fagnað í sýningarlok, en að mati gagnrýn-
anda Morgunblaðsins fer saman í þessari sýningu góð leikstjórn, frábær leikur og vönd-
uð umgjörð.
__________LEIKLIST_______________
Þjóðlcikhúsið:
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen. Islensk þýðing eftir Kristján
Jóhann Jónsson. Leikaran Anna Kristín Árnadótt-
ir, Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Edda Heið-
rún Backman, Flosi Ólafsson, Gunnar Ejjólfsson,
Magnús Ragnarsson, Pálmi Gestsson, Róbert Am-
fmnsson, Sigurður Siguijónsson, Sigurður Skúla-
son, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Valur Freyr
Einarsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leik-
mynd: Gretar Reynisson. Búningar: Elín Edda
Ámadóttir. Lýsing: Bjöm B. Guðmundsson. Tón-
list: Jan Kaspersen.
Stóra sviðið 26. desember.
HENRIK IBSEN (1828-1906) er tvímælalaust
einn athyglisverðasti höfundur nútímaleikbók-
mennta. Hann skrifaði verk sín á síðari hluta síð-
ustu aldar og flest þeirra lifa enn í dag góðu og
endurnýjuðu lífí á leiksviðum um heim allan. Það
mun hafa verið árið 1903 að fyrst var fært á
svið verk eftir hann á íslandi, en alls hafa verk
hans verið sett upp 27 sinnum í íslenskum atvinnu-
leikhúsum, að þeirri meðtaldri sem hér er til-um-
fjöllunar. Þar af hafa Afturgöngumar verið leikn-
ar sex sinnum; Brúðuheimilið fjórum sinnum;
Hedda Gabler þrisvar og einnig Villiöndin, en jóla-
sýning Þjóðleikhússins á því verki telst sú fjórða.
Tæp sjötíu ár eru síðan Villiöndin var frumsýnd
hjá Leikfélagi Reykjavíkur í þýðingu dr. Guðbrand-
ar Jónssonar, 45 árum eftir að Ibsen lauk við að
skrifa verkið. Þýðing Halldórs Laxness var leikin
tvisvar sinnum, í Þjóðleikhúsinu og hjá LR, en
nú hefur Þjóðleikhúsið látið þýða verkið enn á ný
og er það Kristján Jóhann Jónsson, rithöfundur
og þýðandi, sem á heiðurinn af nýrri, bráðgóðri
þýðingu. Það er vissulega fágætt að einstakt leik-
verk njóti slíkra forréttinda; að endurnýjast stöð-
ugt í takt við breytta tíma og nýtt tungutak og
ber slíkt fyrst og fremst vitni um að inntak verks-
ins á erindi til allra tíma, eða er öllu heldur hafið
yfír tíma og rúm því list þess talar til manneskjunn-
ar hvar og hvenær sem hún er uppi.
En hvert er þá það inntak þessa 112 ára gamla
leikrits sem höfðar til manneskjunnar í dag? Því
verður ekki svarað í einni snjallri setningu, en
óhætt er að segja að í Villiöndinni fæst Ibsen við
eðli mannlegra samskipta, um mannlega veikleika
og bresti, um heiðarleika og styrk, um sjálfsblekk-
inguna sem flestum er lífsnauðsyn, og um það
sem gerist þegar maðurinn er sviptur sjálfsblekk-
ingunni og neyddur til að horfast í augu við eigin
veikleika og annarra. Að mörgu leyti er þetta leik-
verk sem snýst um átök ólíkra hugmynda um
manninn og tiivistina. Fulltrúum andstæðra skoð-
ana er stiiit upp og þeir látnir takast á í rás verks-
ins. En það sem er svo magnað við verkið er ein-
mitt það að hinn hugmyndalegi þáttur þess ber
leikfléttuna hvergi ofurliði heldur er hann þvert á
móti svo haganlega samanfléttaður atburðarásinni
að hann virkar aldrei truflandi eða slævandi á
framvinduna, eins og oft vill brenna við í leikverk-
um þar sem höfundi liggur mikið á að koma
ákveðnum hugmyndum á framfæri.
Viliiöndin gerist á tveimur dögum á heimili
Ekdal-fjölskyldunnar: hjónanna Hjálmars og Gínu,
dóttur þeirra Heiðveigar, og föður Hjálmars, Ek-
dals gamla. Inn til þeirra flytur gamall félagi
Hjálmars, Gregers Werle, sem er maður með köll-
un sem á eftir að kollvarpa lífi litlu fjölskyldunn-
ar, sem á sér einskis ills von. í húsi Ekdals-hjón-
anna búa einnig félagarnir Relling læknir og
Molvík, sem eyða dögunum við „gjálífi", og við
sögu koma einnig Werle heildsali, frú Sörby, lags-
kona hans, þrír kammerherrar og einn þjónn.
Persónurnar í leikritinu er því þrettán - en sú
óheiliatala kemur nokkuð við sögu í verkinu. Slík
táknræn skírskotun er eitt af einkennum þessa
verks og að því leyti markar það nokkur tímamót
á leikritunarferli Ibsens. Bæði texti verksins svo
og umgjörð þess eru hlaðin táknum og vísunum,
þó á þann hátt að tákn- og vísanaheimur þess er
sjáifum sér nægur á þann hátt að hann gildir
fyrst og fremst innan verksins sjálfs, fremur er.
að vísa út fyrir sig, þ.e. í aðra texta. Þannig er
vísar t.d. háaloftið, hluti sviðsmyndarinnar, til
innra lífs flestra aðalpersónanna á einn eða annan
hátt. Það er Gretar Reynisson sem gerir sviðs-
myndina og er hún afar vel lukkuð. Gráir og hrá-
ir veggir virka fremur fráhrindandi í byijun, en
með ýmsum tilfærslum og góðri lýsingu Björns
B. Guðmundssonar, skapa þeir verkinu viðeigandi
umgjörð og auka á áhrifamátt þess. Búningar
Elínar Eddu Árnadóttir eru að sama skapi afar
vel hannaðir og falla að heildarmyndinni sem
hanski að hendi, reglulega falleg vinna hjá Elínu
Eddu. Tónlist er notuð afar sparlega og smekk-
lega og er hún bæði falleg og fáguð og heiðurinn
af henni á Jan Kaspersen.
Og þá er það leikurinn. Um hann má einfald-
lega segja að hér bar hvergi skugga á. Leikarar
í aðalhlutverkum fara margir hverjir á sjaldgæfum
kostum og unun var að horfa á góðan samleik
þeirra flestra. Einna mest mæðir á Pálma Gests-
syni, sem leikur Hjálmar Ekdal, og er þetta lík-
lega stærsta hlutverk sem Pálmi hefur glímt við
á sviði. Þetta hlutverk er síður en svo auðvelt að
túlka því Hjálmar Ekdal er sérgóður, hégómafull-
ur, barnalegur, latur og eigingjarn maður, en
hann er síður en svo alvondur. Pálmi náði vel
utan um persónuna og túlkun hans vann ve! á
eftir því sem á leikritið leið. Edda Heiðrún Back-
man leikur eiginkonu hans Gínu af reisn og fag-
mennsku. Gína er í túlkun hennar hlý, umhyggju-
söm og raunsæ eiginkona og móðir sem vill sínum
allt hið besta og slær striki yfir augljósa veikleika
eiginmannsins. Edda Heiðrún var mjög trúverðug
í hlutverkinu. Steinunn Ólína fer á vandaðan hátt
með hið viðkvæma hlutverk unglingsins, Heiðveig-
ar, sem dáir föður sinn og þráir ekkert heitar en
ástúð hans og athygli. Henni veittist létt að leika
„niður fyrir sig“ í aldri, og hún átti alla samúð
áhorfenda í raunum sínum og sorg. Það sama
má einnig segja um Gunnar Eyjólfsson í hlutverki
Ekdals gamla. Gunnar fór hreinlega á kostum í
hlutverkinu og sogaði til sín athyglina þegar hann
var á sviðinu. Það var unun að horfa á hárná-
kvæma líkamsbeitingu Gunnars, þar brást honum
aldrei bogaiistin. Það er athyglisvert að Gunnar
Eyjólfsson fer nú á kostum í tveimur verkum á
Stóra sviði íjóðleikhússins um þessar mundir, og
leikur hann gamla menn í þeim báðum. Óreynd-
ari leikarar en Gunnar myndu líkast til beita sömu
töktum í báðum rullum, en því fer fjarri að hann
falli þá gryflu.
Hlutverk Gregers Werle er líklega það flókn-
asta í verkinu. Gregers er óþokkinn sem leggur
líf Ekdals-fjölskyldunnar í rúst. Hann er einrænn
sérvitringur sem á sér draum um siðferðilega full-
komnun til handa mönnunum, viðurkennir ekki
að veikleikar þeirra og brestir verði ekki yfirunn-
ir ef mikið er lagt í sölumar. Hann er í raun
brenglaður á geði og gefið í skyn að þar ráði erfð-
ir um nokkru, svo og óhamingjusöm bamæska
hans. Hann er vissulega sá sem kemur illu til leið-
ar, en á engu að síður einhverja málsbót hegðun
sinni tii handa. Þetta erfiða hlutverk er í höndum
Sigurðar Siguijónssonar og hefur hann líkast til
ekki glímt við neitt sambærilegt áður. Framan
af efaðist ég um leikstjórnarlega túlkun á þessum
karakter, mér fannst jafnvel að of mikil áhersla
væri lögð á skringilega framgöngu hans og kæki.
En Sigurður vann á í hlutverkinu og sýndi feiki-
lega sterkan og tilfinningalegan leik. Enn einn
sigurinn á leikferli hans. Mótvægið við Gregers í
leikritinu er persóna Rellnings læknis sem Sigurð-
ur Skúlason fer með. Relling er raunsær og gáfað-
ur maður sem hefur engu að síður kastað hæfileik-
um sínum á glæ og hallað sér að svalli. Þótt sú
sannfæring hans að sjálfsblekkingin sé manninum
nauðsyn fái byr undir báða vængi í rás ieiksins,
er hann í raun litlu samúðarfyllri persóna en Greg-
ers þegar upp er staðið - svo flókin er list Ib-
sens. Sigurður Skúlason vann ágætlega úr hlut-
verkinu.
Róbert Arnfinnsson var valdsmannslegur heild-
sali og sló hvergi feilnótu. Anna Kristín Arngríms-
dóttir lék heitkonu hans, frú Sörby, af öryggi.
Kammerherrarnir, Bessi Bjarnason, Flosi Ólafsson
og Árni Tryggvason, sýndu allir enn og sönnuðu
að þeir eru leikarar sem kunna sitt fag. Valur
Freyr Einarsson og Magnús Ragnarsson voru
góðir í sínum litlu hlutverkum og var gervi Magn-
úsar skemmtilega skoplegt.
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri leikstýrir
sjálfur sýningunni og með uppfærslunni vinnur
hann eftirtektarverðan leikstjórnarsigur því sýn-
ingin er öli hin glæsilegasta, og eins og ljóst má
vera af framansögðu fer hér saman góð leik-
stjórn, frábær leikur og vönduð umgjörð: Sannar-
lega leiksýning sem er þess virði að sjá.
Soffía Auður Birgisdóttir
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar
Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár.
Listasafn íslands
Sýn. „Á vængjum vinnunnar"
til 19. jan.
Gallerí List - Skipholti 50b
Guðrún Indriðad. sýnir út mán.
Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15
Ella Magg sýnir til 30. des.
Mokka - Skólavörðustíg
Ari Alexander Ergis sýnir til 6. jan.
Sólon íslandus - við Bankastræti
Cheo Cruz sýnir til 6. jan.
Gallerí Fold - Laugavegi 118
Jólasýning fram yfir hátíðirnar.
Onnur hæð - Laugavegi 37
Lawrence Weiner sýnir til áramóta.
Gallerí Listakot - Laugavegi 70
13 listakonur sýna verk sín.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýn. í des.: í sýniboxi: Lýður Sig-
urðsson. í barmi: Vilhjálmur Vil-
hjálmsson. Berandi: Gera Lyn Stytz-
el. Hlust: 5514348: Haraldur Jóns-
son.
TONLIST
Sunnudagur 29. desember
Jólaóratóría Bachs í Hallgríms-
kirkju.
Mánudagur 30. desember
Jólaóratóría Bachs í Hallgríms-
kirkju.
Magnús Baldvinsson og Ólafur
Vignir Albertsson í íslensku óper-
unni.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Villiöndin lau. 28. des. fös 3. jan.
Leitt hún skyldi vera skækja lau.
28. des. fös. 3.jan.
í hvítu myrkri sun. 29. des.
Þrek og tár lau. 4. jan.
Kennarar óskast fim. 2. jan.
Borgarleikhúsið
Trúðaskólinn sun 29. des.
Svanurinn lau. 28. des., sun. 29.
des., fös. 3. jan., lau. 4. jan.
BarPar fös. 27. des.
Stone Free fös. 27. des.
Loftkastalinn
Áfram Latibær lau. 28. des., sun.
29. des., lau. 4. jan.
Á sama tíma að ári sun. 29. des.
Sirkus Skara Skrípó lau. 28. des.
Hermóður og Háðvör
Birtingur lau. 4. jan.
Leikfélag Akureyrar
Undir berum himni sun. 29. des.,
mán. 30. des., fös. 3. jan., lau. 4.
jan., sun. 5. jan.
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, Menn-
ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík.
Myndsendir: 5691181.
Rangur maður rændur
KVIKMYNDIR
Sambíói n
LAUSNARGJALDIÐ
(„Ransom") ★ ★ ★
Leikstjóri Ron Howard. Handritshöf-
undur Richard Price, byggt á sögti
Cyrils Hume og Richards Maibums.
Kvikmyndatökustjóri Piotr Soboc-
inski. Tónlist James Homer. Aðal-
leikendur Mel Gibson, Rene Russo,
Gary Sinise, Delroy Lindo, Lili Tayl-
or, Brawley Nolte, Dan Hedaya.
Bandarísk. 120 mín. Touchstone
Pictures 1996.
ÞAÐ sækir enginn gull í greiparn-
ar á Tom Mullen (Mel Gibson), bófa-
flokkurinn sem rænir ungum syni
hans kemst að því fullkeyptu. Tom
er jaxl. Fyrrum orrustuflugmaður
sem orðinn er vellauðugur eftir að
hafa gert litla leiguflugvélafyrirtæk-
ið sitt að alþjóðlegu flutningafélagi.
Til að skemma ekki fyrir áhorfend-
um, vafalaust verða fjölmargir til að
sjá þessa drífandi spennumynd, þá
sieppi ég því að kynna fyrir ykkur
bófagengið, það kemur á óvart þó
sannleikurinn komi fljótlega í ljós.
Gamli stríðshesturinn er ekki aldeilis
á því að gefast upp fyrir skítseiðun-
um, býður þeim þess í stað birginn
og leggur lausnarféð fyrir soninn til
höfuðs þeim. Sú ákvörðun kallar á
hörð viðbrögð frá eiginkonunni (Rene
Russo) og forsprakka alríkislögregl-
unnar (Delroy Lindo).
Ron Howard er bráðflinkur af-
þreyingarmyndagerðarmaður sem
kom á óvart með hágæðamyndinni
Apollo XIII á síðasta ári. Hann bæt-
ir þó ekki þann árangur hér, Lausn-
argjaldið er yfirborðskennd, efnið
ekki trúverðugt en úrvinnslan er með
ágætum. Keyrsian hröð, krimmarnir
góðir, tóniist James Horner hin
magnþrungnasta (líkt og hans er von
og vísa), klipping og taka fljótandi
og fagmannleg. Mörg atriðin virki-
lega vel útfærð, Howard er tvímæla-
laust einn sá færasti í sinni grein
þó hann mætti kannski velja sér
metnaðarfyllri verkefni.
Lausnargjaldið er enn ein myndin
úr endurvinnslu draumaverksmiðj-
unnar, byggð á mynd frá sjötta ára-
tugnum með Glenn Ford. Það er
ekkert slæmur kostur á tímum slakra
en yfirborgaðra babalooa og ester-
haza. Myndin er þó framar öðru bor-
in uppi af fínum og léttgeggjuðum
leik Gibsons og Sinise, sú uppstilling
er bráðsnjöll. Margir traustir skap-
gerðarleikarar fylla uppí skörðin, ein-
sog Hedeya, Lindo og ekki síst Liíi
Taylor. Russo er fyrirmunað að vekja
samúð áhorfenda í móðurhlutverkinu
og er það helsti ijóðurinn á mynd-
inni. Ekki hjálpar, að því er best
verður séð algjöru hæfileikaleysi,
slaklega skrifað hlutverkið, hún hef-
ur greinilega ekki átt að skyggja á
Melinn (ef hún skyldi nú taka uppá
því að sýna dramatísk tilþrif). Þá fer
Brawley Nolte með lítið hlutverk
sonarins og gerir því sómasamleg
skil. Getið hver er faðirinn. Eplið
fellur sjaldan langt frá eikinni. Góð
afþreying sem nær sér oft vel á strik,
einkum í samskiptum aðalstjarn-
anna.
Sæbjörn Valdimarsson