Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 61
FÓLK í FRÉTTUM
HLJÓMSVEITIN Bentley Rythm Ace frá Englandi.
Carbotechno-
disco í Digranesi
HUOMSVEITIN Bentley Rythm
Ace frá Birmingham á Englandi
er komin hingað til lands og leikur
á þrem tónleikum, þar af einum í
íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld
kl. 21 ásamt hljómsveitunum Botn-
leðju, Quarashi, Súrefni, Hönkum
' frá Keflavík (samstarfsverkefni
Botnleðju og Súrefnis) og plötu-
snúðunum Derek de Large frá
Wall of Sound sem einnig er þekkt-
ur undir nöfnunum Ceasefire og
Naked All Star, Agga og Daða.
Með hljómsveitinni kemur sérstak-
ur gestur og vinur hljómsveitar-
meðlima, söngvari hljómsveitar-
. innar EMF, og mun hann koma
fram með hljómsveitinni.
Bentley Rythm Ace var stofnuð
í fyrrasumar af Michael Stoke, 23
ára og Richard March 22 ára. Hún
hefur gefið út tvær smáskífur með
danstónlist sinni sem Michael, eða
Mike, kallar í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins carbo-
technodisco. Hann segir að þeir
hafi nýlokið við gerð stórrar plötu
sem er væntanleg í mars á næsta
ári. „í hljóðverinu vinnum við Ric-
hard alla tónlistina tveir saman en
á tónleikum viljum við flytja sem
mest af henni með hljómsveit með
okkur,“ sagði Mike. Með þeim
hingað til lands kemur til dæmis
þriðji meðlimur hljómsveitarinnar,
trommuleikari, sem leikur ávallt
með þeim á tónleikum. Hann segir
að hljómsveitin hafi nóg að gera
við tónleikahald. „Við höfum leikið
víða á Englandi á klúbbum og á
danshátíðum sem haldnar eru á
sumrin. Síðan er búið að bóka
okkur á tónleika í Hollandi, Þýska-
landi og í New York í janúar, það
verður mjög spennandi," sagði
Mike.
Á tónleikum eru þeir vanir að
vera með íburðarmikla hreyfanlega
sviðsmynd með sér sem þeir gera
úr ýmiss konar drasli eins og kló-
settrúllum, lími, ýmsu plastdrasli
og dúkkum. Mike segist því miður
ekki geta tekið sviðsmyndina með
hingað til lands, hún er of stór,
tónlistin ein verður að duga í þetta
skipti, að hans sögn. Hann segir
tónlist þeirra hafa náð nokkurri
hylli í Englandi og smáskífurnar
hafi selst vel enda hafi þeir meðal
annars náð inn á síður hins þekkta
tímarits Face. Þeir vita lítið sem
ekkert um ísland og eru spenntir
fyrir að koma til landsins og upp-
lifa áramótin hér. „Hvernig er
gamlárskvöld á íslandi?" var það
síðasta sem Mike og blaðamanni
fór á milli og lofaði blaðamaður
honum að mjög líklega gæti hann
fundið sér eitthvað til skemmtunar
á því kvöldi.
Áramótadansleikxir 31. desember.
Husið opnar Id. 23:00.
Dansað til kl. 04:00.18 ára aldurstakmark.
Verð kr. 2.000.
Miðasala og borðapantanir
daglegaá Hótel íslandi
kl. 13-17. Sími 568-7111.
LIAMS
LAUSNARGJALDIÐ
SPENNUMYND ÁRSINS ER KOMIN!!!
Nýr, hörkuspennandi tryllir frá leikstjóranum Ron Howard (Backdraft, Appollo 13).
Stórleikararnir Mel Gibson (Bravehaert), Rene Russo (Get Shorty), Gary Sinse (Forrest
Gump) og Lily Taylor (Cold Fever) fara á kostum og gera „Ransom" að einhverri
eftirminnlegustu kvikmynd sem komið hefur í langan tíma
ÞESSARI MÁTTU ALLS EKKI MISSA AF!!!
Sýnd kl. 9 og 11.20. B. I. 16 ÁRA
Sýndkl. 12.45,2.50,5,7.15, 9.30 og 12. B. I. 16 ÁRA
FRUMSÝNING
SAMM
SAMBM
SAMMÍ
Mánudaginn 30. desember verða engar 3 og 5
sýningar vegna formlegrar opnunar.
Sýnd . kl. 12.50, 2.55, 5, 7.05, 9.10 og 11.15.
SHDIGITAL
ÍÍDQDIGITAL
ifllIwpM ifl WíjPilíM iiHliyjViífÍirfnj l WriiMtMí\
Sýnd kl. 1, 3, 5 og 7.
JÓLAMYjjjb 1996
w’ Komdu og sjáðu
Robin Williams fara á
kostum sem stærsti 6.
ekkingur í heimi. Ótrúlegt
grín og gaman í frábærri
mynd fyrir alla fjölskylduna.
I