Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Þjónustusamningur Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytis undirritaður Bærínn tekur við heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu Stefnt að því að draga úr stofnanaþjónustu INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Jakob Björns- son bæjarsljóri undirrituðu samning um að Akureyrarbær í samvinnu við nágrannasveitarfélög taki við rekstri heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Á milli þeirra er Ingimar Einarsson, verk- efnisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. ÞJÓNU STU S AMNINGUR milli Akureyrarbæjar og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins um að bær- inn taki við rekstri Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri og um rammafjárveitingar til öldrunar- þjónustu á Akureyri var undirritað- ur í gær. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samninginn sem er hluti af verkefnum sem Akureyrarbær tekur að sér sem reynslusveitarfé- lag. Heimaþjónusta eykst Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að með undirritun samnings- ins væri lokið löngu ferli, en samn- ingagerðin hefði tekið hátt í tvö ár. Um væri að ræða merkilega tilraun sem standa myndi í þrjú ár. Með þessum samningi verður látið reyna á gamlan draum um að draga úr stofnanaþjónustu við aldraða á heilu svæði, með því að auka heima- þjónustu. Þetta er gert kleift með því að Akureyrarbær fær greitt fyrir heimiluð þjónustu- og hjúkrun- arrými á öldrunarstofnunum Akur- eyrarbæjar sem eru nokkru fleiri en þau sem nýtt eru. Þannig gefst svigrúm til þess að auka heimaþjón- ustuna og ef tekst að fækka nýttum rýmum enn frekar gefst enn frek- ara svigrúm. Með samningnum er stefnt að því að samræma og reka sem eina heild Heimahjúkrun Heilsugæslu- stöðvarinnar og Heimilisþjónustu Akureyrarbæjar og nýta sem best krafta þeirra sem þjónusta fólk heima fyrir. Búsetudeild Stofnuð verður sérstök deild, Búsetudeild, sem hefur það að meg- inmarkmiði að veita þjónustu þeim sem þurfa á aðstoð að halda heima við, sama af hvaða sökum það er, elli, sjúkdómar, fötlun, fjölburafæð- ing svo eitthvað sé nefnt. Þannig tengist þessi samningur þeim sem gerður var fyrr á þessu ári þegar Akureyrarbær tók við verkefnum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurland eystra. Báðir þessir samningar hafa í för með sér tals- verðar breytingar á félagsþjónustu bæjarins. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði mikla ánægju með samninginn innan ráðuneytisins og væri Akureyrarbæ vel treystandi til að taka við þessum verkefnum. Miklir peningar væru í kjölfar samningsins fluttir úr ríkissjóði til Akureyrarbæjar eða 412 milljónir króna á ári. Þó svo að um tilrauna- verkefni væri að ræða segðist henni svo hugur um að sveitarfélög myndu í framtíðinni taka við þess- um verkefnum. „Með því að sveitar- félögin taka þennan málaflokk í sínar hendur fæst betri heildaryfir- sýn,“ sagði Ingibjörg. Gamlárs- hlaup GAMLÁRSHLAUP Ung- mennafélags Akureyrar verður næstkomandi þriðjudag, gaml- ársdag, og hefst það kl. 12 á hádegi. Rásmark og endamark verð- ur við Dynheima en hlaupið verður innanbæjar á Akureyri. Tvær hiaupavegalengdir verða í boði, 10 kílómetra og 4 kíló- metra skemmtiskokk. Alls eru aldursflokkar 6, 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti í hveijum flokki, en allir þátttakendur fá viðurkenningarpening. Vöru- verðlaun verða dregin út. Þátt- tökugjald er 500 krónur og fer skráning fram í Dynheimum frá kl. 11 til 11.45 á hlaupadag. Ólæti og ölvun MIKIL ölvun var á Akureyri aðfaranótt föstudags og var fjöldi fólks saman kominn í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var mikið um stympingar og áflog og voru nokkrir fluttir á slysadeild til aðhlynningar í kjölfarið. Tvær rúður voru brotnar í verslunum og þá gerði einn sig líklegan til að klifra upp eftir jólatrénu á Ráðhús- torgi. Fjórir gistu fangageymsl- ur lögreglu vegna ölvunar og óláta. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Emmið, ný verslun VERSLUNIN Emmið var opnuð í húsakynnum fyrirtækisins Merki- legt við Fjölnisgötu 1A á Akur- eyri nýlega. Emmið býður upp á jerzees frítímafatnað sem framleiddur er af Russel og er fáanlegur bæði í barna- og fullorðinsstærðum. Einnig leggur Emmið áherslu á ódýra kuldagalla í öllum stærð- um. Eigendur Merkilegs og Emmsins eru Guðjón Andri Gylfa- son sem er lengst til vinstri á myndinni, kona hans Lilja Jónas- dóttirj Stefán Antonsson og kona hans Olöf Indíana Jónsdóttir. Aksjón fær sjónvarpsrás Utsending hefst með vorinu FYRIRTÆKIÐ Aksjón á Akureyri, sem nýlega fékk úthlutað VHF-rás til sjónvarpsútsendingar í Eyjafirði, hefur átt í viðræðum við Stöð 3 og Sýn um hugsanlegt samstarf. Páll Sólnes hjá Aksjón segir að ijarskiptaeftirlitið sé þessa dagana að fara yfir niðurstöður mælinga sem fram fóru í byijun desember. „Eftir að þeirri vinnu lýkur, sem vonandi verður fljótlega, er hægt að ákvarða nánar staðsetningu sendisins og í framhaldinu panta sendi. Afgreiðslutími hans er allt að þrír mánuðir og það liggur því fyrir að útsendingar hefjast ekki fyrr en með vorinu.“ Páll segir stefnt að því að senda út heimaefni á rásinni í einhveijum mæli en hins vegar sé ætlunin að nýta rásina sem best og þar gæti komið til samstarf við Sýn eða Stöð 3. Messur og samkomur AKUREYRARKIRKJA: Aftan- söngur á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 á gamlársdag. Kór aldraðra syngur undur stjóm frú Sigríðar Schiöth. Aftansöngur í Akur- eyrarkirkju kl. 18 á gamlársdag. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, Þuríður Baldursdóttir syngur einsöng. Hátíðarguðsþjón- usta á nýársdag kl. 14. Félgar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Björg Þórhallsdóttir syngur ein- söng. Hátíðarguðsþjónusta á FSA kl. 17. GLERÁRKIRKJA: Aftansöng- ur á gamlársdag kl. 18. Sr. Guð- mundur Guðmundsson prédikar. Hátíðarmessa kl. 16. á nýársdag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Jóla- fagnaður unglingaklúbbsins kl. 20. á morgun, sunnudaginn 29. desember. Jólafagnaður sunnu- dagaskólans og K.K. á mánudag kl. 14. Jólafagnaður 11 plús mín- us sama dag kl. 17. Hátíðarsam- koma kl. 17. á nýársdag. Jóla- fagnaður fyrir herfjölskylduna kl. 20. á föstudag. Sérstakur gestur þessa daga er Miriam Óskarsdótt- ir æskulýðsleiðtogi. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Vitnisburðarsamkoma kl. 14. á morgun, sunnudag. Brauðsbrotn- ing eftir samkomu. Fjölskyldu- samkoma kl. 22 á gamlársdag. Grín, glens og gaman ásamt and- legri og líkamlegri fæðu. Gamla árið kyatt og því nýja heilsað með bæn fyrir landi og þjóð. Hátíðar- samkoma á nýársdag kl. 14. Lof- gjörðarhópur Hvítasunnukirkj- unnar ásamt kór syngur. Ræðu- maður Jóhann Pálsson. KFUM og K: Samkoma kl. 20.30 á nýársdag. Ræðumaður Guðmundur Ó. Guðmundsson. Allir velkomnir. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Aftansöngur kl. 18 á gamlársdag. Lena Rós Matthíasdóttir guð- fræðinemi prédikar. Hátíðar- messa í Kvíabekkjarkirkju kl. 14 á nýársdag. Barnastund. Morgunblaðið/Björn Gíslason HERMANN Sigtryggsson, Rafn Hjaltalín og Ingólfur Armanns- son hlutu viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála. Islandsmeistarar fá viðurkenningu Vernharð íþróttamaður Akureyrar VERNHARÐ Þorleifsson, júdó- maður í KA, var kjörinn íþrótta- maður Akureyrar en tilkynnt var um kjörið á samkomu sem Iþrótta- ogtómstundaráð Akureyrar efndi til í Iþróttahöllinni á Akureyri í gær. Þetta er í fjórða sinn sem Vernharð er kjörinn íþróttamaður Akureyrar. Birgir Haraldsson, Golfklúbbi Akureyrar, varð í öðru sæti, Sig- urður Sveinn Sigurðsson, Skauta- félagi Akureyrar í þriðja sæti og Erlingur Kristjánsson og Jóhann Jóhannsson, handboltamenn í KA, urðu í fjórða og fimmta sæti. Við athöfnina voru einnig heiðr- aðir þeir Hermann Sigtryggsson, Ingólfur Ármannsson og Rafn Hjaltalín fyrir störf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála á Akureyri um árabil. Þá hlutu viðurkenningu allir þeir Akureyringar sem urðu Is- landsmeistarar á árinu, í einstakl- ings- eða flokkaíþróttum og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú eða ríflega 200. Loks voru við athöfn- ina veittir styrkir úr Afrekssjóði VERNHARÐ Þorleifsson var kjörinn íþróttamaður Akur- eyrar, en þetta er í fjórða sinn sem Vernharð hlýtur titilinn. en þá hljóta þau félög sem átt hafa landsliðsmenn á þessu ári. \ \ \ \ \ i i i l i l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.