Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Næturgaman MYNDLIST Gallcrí Ilorniö, Hafnarstræti MÁLVERK Elín Magnúsdóttir. Opið kl. 14-18 alla dagatil 30. desember; aðgangur ókeypis. KYNHVÖTIN er ein sterkasta eigind allra lifandi vera, og þar er maðurinn engin undantekning. Sið- menning aldanna hefur ekki síst falist í því að temja þessa óútreikn- anlegu og dýrslegu hvöt, og veita henni í þá farvegi sem þjóðfélagið hefur getað sætt sig við hveiju sinni - oftast á þeim grunni fjölskyldu- mynsturs sem hefur notið blessunar ríkjandi trúarbragða. Þannig hefur henni verið vísað í þagnargildi einkalífsins, sem erfitt er að fjalla um á opinberum vettvangi án þess að misbjóða ríkjandi siðferðisvitund þjóðfélagsins. Vegna þessa hefur umfjöllun list- arinnar um kynhvötina í gegnum aldirnar að mestu verið takmörkuð við tilvísanir í goðsagnir, þar sem líkamlegri fegurð og glæsileika hef- ur verið lyft á stall. Einstaka lista- menn hafa tekið þessi viðfangsefni upp á sína arma öðrum fremur og skapað af þeim litríka og léttleik- andi myndheima sem allir ættu að geta haft ánægju af. Elín Magnúsdóttir hefur verið áhugasöm um þessi efni og nægir þar að nefna sýningar hennar á erótískum myndefnum í Gallerí einn einn og Galleríi Sævars Karls á síð- ustu árum. Listakonan hefur um nokkurt skeið búið í Englandi, en er nú komin heim með sýningu, sem hún hefur gefíð yfirskrift sem er mjögí anda viðfangsefnisins: „Næt- ur til þess að njóta.“ Hér er ekki verið að fjalla um eitt af því sem gefur lífinu gildi og á hug okkar allra í raun, eins og listakonan bendir á í fáeinum inn- gangsorðum: „Allir eru að gera það sama alls staðar. Láta sig dreyma um ástina einu og sönnu. Þú eltist við mig og ég við þig. Erótíkin liggur í loftinu, mjúkar línur, ljúfir litir, seiðandi tónlist. Hönd þín smýgur undir föt- in. Sér í bert. Hvernig er þessi til- finning?" Tilfinningin sem geislar af mynd- um Elínar er fyrst og fremst gleði og kátína yfir þeirri lífsfyllingu, sem felst í kynhvötinni. Myndirnar á veggjunum skipta tugum og lýsa allar af þeirri holdlegu ást sem fylg- ir kynhvötinni; hér er að finna dað- ur, losta og munúð fremur en ör- lagaþrungnar ástarjátningar eða skáldlegar líkingar. Það er hin lík- amlega ást sem ræður blygðunar- laust ríkjum og afsökun hinna and- legu tengsla er óþörf. Sem fyrr nýtur myndsýn lista- konunnar sín best í fjölda smærri vatnslitamynda, þar sem ímyndirn- ar eru hvað hreinastar og litadýrðin og erótíkin í góðu jafnvægi. í stærri vatnslitamyndum er líkt og formin leysist upp í skrúðinni og nái því ekki sama styrk, þótt munúðin sé til staðar í ríkum mæli. Nokkrar akrýlmyndir virðast ekki ná fram sama léttleika, þar sem litirnir verða helst til sterkir og formin stöð í þessum miðli. Olíumálverkin eru hins vegar skemmtileg viðbót við það sem listakonan hefur verið að sýna og er einkum athyglisvert að sjá á hvern hátt gylltir litir koma inn í þessar myndir, sem allar eru láréttar í forminu eins og myndefn- ið kallar á. Þessi sýning Elínar fylgir í kjöl- far „Sófa og svefnherbergis- mynda“, sem hún sýndi fyrir rúm- um tveimur árum og eru vissulega veisla fyrir augað, eins og kynning sýningarinnar gefur til kynna. Megi sem flestir njóta. Eiríkur Þorláksson ISLENSKT MAL BRANDUR hét maður fjölkunn- ugur, og er hann lést, var ekki heiglum hent að sauma að líki hans. Fylgdi því manntjón. Nú segir í Þjóðsögum Jóns Arna- sonar: „Vildi þá enginn ráðast til að sauma það eftir var nema dóttir Brands, gjafvaxta mey allrösk- leg, er sagt er að Guðrún héti. Saumaði hún allt á ristar niður og mælti: „Hvað ætli mér verði nú að sök?“ Þá mælti líkið: „Þú ert ekki búin að bíta úr nálinni ennþá!“ Hún mælti: „Þá skal slíta, en ei bíta, helvízkur!“ og stakk þegar nálinni í iljar hon- um.“ Orðtakið að bíta úr nálinni táknaði því lok saumaskapar, og út frá því að hafa lokið hveiju sem var. Að vera ekki búinn að bíta úr nálinni fór að merkja að eiga eftir að kenna á (illum) afleiðingum einhvers. „Þú ert nú ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta," sagði maður nokkur hlakkandi og átti við að sá, sem við var talað, ætti eftir að fá að kenna á einhveiju vondu. Nú er að segja frá Ævari Hjartarsyni á Akureyri. Hann kom að máli við mig og hafði heyrt undarlega til orða tekið í útvarpsviðtali. Kona nokkur hafði sagt sem svo, að menn væru ekki búnir að „bíta úr tönnunum" með .náttúruhamf- arirnar í Vatnajökli. Auðvitað bíta menn með tönnunum, en varla úr þeim. Kannski hefur orðasambandið að stinga úr tönnunum fipað fyrir konunni. ★ En nú skulum við líta aðeins betur á orðið tönn, en það er að sumu leyti merkilegt. Rétt er að rifja upp að indóger- manskt p, t, t breyttist í germ- önskum málum í f, þ, h og stundum meira í framhaldi af því. Tönn er í latínu dens, genitiv- us (eignarfall) dentis, og er þá komið ansi nærri enska orðinu dentist = tannlæknir. Það er nefnilega tökuorð, en fór ekki hljóðfærsluleiðina svokölluðu. Engilsaxar fóru þá leið líka og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 881. þáttur eiga því orðið tooth og um af- brigðilegar dýratennur tusk, sbr. ísl. kvikindisheitið Rata- toskur („Nagtanni"). Tönn heitir á grísku odon, flt. odontos, enda voru tann- læknanemar til skamms tíma hér á landi titlaðir stud.odont. Gotneska sú, sem varðveist hefur á bókum, er ærið forn, og þar heitir tönnin tunþus, og þarna sést hljóðfærslan (bæði d>t og t>þ) mjög greinilega, en sérhljóðin e og u stilla sér í 3. hljóðskiptaröð. Það nþ, sem sést í gotnesk- unni, hefur samlagast í nn í tönn, en þar var rótarsérhljóðið a sem fyllir upp í 3. hljóðskipta- röð. Það hefur tekið u-hljóð- varpi, en er hins vegar óhljóð- verpt í flt. tannir og með i- hljóðv. í algengustu fleirtölu- gerðinni tennur(<tennr) með innskoti. Þá erum við búin að fá tvenns konar fleirtölu af tönn, en málinu er aldeilis ekki lokið. Til er líka fleirtalan tönnur, sbr. hönd-höndur, og svo var til endingarlaus mynd. margar tenn. Enn er þess að geta að til er séríslensk hljóðbreyting, ófull- komin samlögun, sem t.d. breytir nn í ð á undan r-i. Sjá mannr>maðr(>maður). Þá verður tennr að teðr, en oftast bjargaði u-innskot fleirtölunni frá þessum leiðindum. Samtals höfum við nú fengið fimm fleirtölumyndir af orðinu tönn, og ætli það sé ekki met. Ég held við verðum að fara að snúa okkur að bundnu máli til þess að bijóta ekki í okkur tenn- urnar í þessu hraungrýti hér að framan. Bjarni Thorarensen kvað um öfundina: Mörður týndi tönnum, til það kom af því, hann beit í bak á mönnum svo beini festi í; þó er gemlan eptir ein, það er sú hola höggormstönn, helzt sem vinnur mein. ★ Enn skal áréttað mikilvægi þess að skilja að broddstafi og óbrydda í stafrófsröð. Ekki er ýkja langt síðan þjóðskráin hafði ekki broddstafi, eða má segja að þar hafi menn ekki „gengið við broddstaf“. Jó- hannes úr Kötlum blessaður sagði á sínu skemmtilega myndhverfa máli, að forfeður okkar hefðu klofið þrá sína í stuðla og gengið til sauða við höfuðstaf. En nú er þjóðskráin fyrir nokkru í réttu horfi, og er slíkt grundvallaratriði. Það er hreint ekki sama hvort karlmaður heit- ir Pall eða Páll, Hunn eða Húnn, Barður eða Bárður. Og því síður er sama hvort kona heitir Runa eða Rúna, Bara eða Bára, Asný eða Asny. Síðast talda nafnið var stundum skráð „Asni“ í gömlum skjölum. (Þetta mættu þeir líka hugleiða sem vilja útmá y og hirða lítt um rétta stafrófsröð.) Nú er líka raðað rétt í síma- skrána og mörg önnur undir- stöðurit, eins og Nöfn Islend- inga, Orðastað og Merg máls- ins, svo fáein dæmi séu tekin. En því miður er þetta á hinn veginn í nokkrum orðabókum, t.d. sjálfri Orðabók Menning- arsjóðs. ★ Létt og barnaleg spurning: Hvað heitir púkasamkoma öðru nafni? ★ Nikulás norðan kvað: í ógáti Ólafur Black fór með afstæðum hraða á flakk og tukthúsið gisti og gamans alls missti, grúttimbraður áður en drakk. Og enn kvað hann (og minn- ist þá þess góða manns sem sumir til sjós nefna Óðinsheitinu Óski): Við skýrslugerð skriftlærðir ijála og skrattann á veggina mála. En forsjónin horsk okkar þjóðkunna þorsk lætur þegjandi ganga í ála. ★ Að svo skrifuðu óskar um- sjónarmaður mönnum gleðilegs árs og þakkar liðið. „Djass fyrir alla“ í lok ársins 29. desember kl. 21 í Hafnarborg GILDISSKÁTAR sem standa fyrir „Djass fyrir alla“ hafa ákveðið að bæta við einu djasskvöldi fyrir áramót. Sunnudagskvöldið 29. desember kl. 21 mun Salsa s/f. leika suður- ameríska djass- og salsasveiflu fyrir tónleikagesti í menningarmiðstöð- inni Hafnarborg. Þetta verður sjö- undi og síðasti áfangi í tónleikaröð- inni sem Gildisskátar í Hafnarfirði hafa staðið fyrir. Nafnið Salsa s/f. er stytting fyrir Salsasveit Sigurðar Flosasonar, for- sprakka sextettsins, en þeir sem skipa sextettinn með honum eru: Valgeir Margeirsson, sem blæs í trompet, Agnar Már Agnarsson, sem leikur á píanó, Gunnlaugur Guð- mundsson, sem leikur á bassa, Jón Björgvinsson slagverksleikari og Einar Valur Scheving, sem spilar á trommur og ásláttarverkfæri. Kynnir er eins og fyrr, Jónatan Garðarsson. Aðgangseyrir er 700 kr. Með skátakveðju, Guðni Gíslason djassþræll. Hjartasorg drekans KVIKMYNPIR Háskólabíó DREKAHJARTA „Dragonheart" ★ ★ Leiksljóri: Rob Cohen. Handrit: Charles Edward Pouge. Framleið- andi: Raffaella de Laurentiis. Aðal- hlutverk: Dennis Quaid, David Thewlis, Pete Postlethwaite, Dina Meyrer og Julie Christie ásamt Sean Connery er talar fyrir drekann. Universal. 1996. SUMAR myndir nú á tölvuöld eru gerðar að því er virðist ein- göngu af því hægt er að gera þær. Tölvugrafíkin hefur gefið mönnum takmarkalaust sköpunarfrelsi. Ekk- ert er lengur ómögulegt í kvik- myndagerð. En á meðan nýjasta nýtt í tölvugrafík er efst á blaði kvikmyndagerðarmanna vanrækja þeir undirstöðuatriðið, handritið, og myndir þeirra verða oft skemmti- legt sjónarspil - og oft ekki - en innantómt. Þannig er ævintýra- myndin Drekahjarta. Það tók lang- an tíma að fullvinna hana í tölvu af því önnur aðalpersónan er tal- andi og eldspúandi dreki en engum datt í hug að skýra tilveru hans í myndinni. Það var nóg að geta búið hann til. Drekahjarta er nk. sambland af „Braveheart“ og Júragarðinum. Dennis Quaid leikur góðhjartaðan riddara sem stjómar uppreisn bænda gegn konungi sínum. David Thewlis leikur hann skemmtilega illskeyttur. Riddarinn er einnig drekabani en drekar voru mjög áberandi í Evrópu um árið 1000 samkvæmt mynd þessari (tekið er fram að hún gerist árið 984). Síð- asti drekinn á jörðinni verður mik- ill vinur riddarans og saman lenda þeir í nokkrum ævintýrum og ráð- ast á endanum gegn hinum illa konungi. Drekinn er ágætlega heppnaður sem slíkur. Teikningin er prýðileg alveg ofan í nákvæmar varahreyf- ingar og honum er splæst mjög trú- verðuglega saman við myndina svo úr verður áhugavert bíó. Sean Connery talar fyrir hann og varla er hægt að ímynda sér neinn betri í það hlutverk. Allt er það gert til að gefa drekanum sál sem þjáist eins og maðurinn þjáist rétt eins og drekinn sé maður í álögum. Hann hefur svo marga mannlega eiginleika reyndar að hann hættir að vera ógurlegur dreki og verður ógurlegur Sean Connery. Engin til- raun er gerð til að vinna með dreka- þjóðsöguna eða gefa drekanum bakgrunn og mesta furða er að ein- hver skuli hræðast dreka yfirleitt svo spakur mannvinur og göfugur sem þessi er. Ef drekinn er bitlaus þá er hand- ritið eftir Charles Edward Pouge það líka. Ekkert kemur á óvart í sögu um vondan konung og þjáða leiguliða, og gamansemin sem leik- stjórinn Rob Cohen leggur áherslu á milli félaganna tveggja, riddarans og drekans, fer aldrei á raunveru- legt flug. Leikurinn er yfirdrifinn í samræmi við efnið. Quaid er rögg- samur riddari og Thewlis er rudda- legur kóngur og Connery spakvitur dreki en Pete Postlethwaite afkára- legur munkur. Það er margt laglega gert í myndinni tæknilega en ein- hvern veginn vantar í hana hjartað. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.