Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 68
NT4.0 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SLMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tilmæli til rússneskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna löndunarbanns Ráðuneytið mælir gegn viðskiptum við Islendinga LONDUNARBANN á rússnesk karfaveiðiskip verður meðal þeirra mála sem rædd verða í tvíhliða við- ræðum við Rússa um samskipti landanna á sviði sjávarútvegs og viðskipta. Rússneska sjávarútvegsráðu- neytinu er þetta löndunarbann mik- ill þyrnir í augum, en það kemur á þau skip þeirra sem stunda úthafs- karfaveiðar á Reykjaneshrygg veiði flotinn umfram það magn sem hon- um er úthlutað þar. Ráðuneytið hefur því beint þeim tilmælum til rússneskra fyrirtækja í sjávarútvegi að þau eigi ekki viðskipti við íslend- inga. Fulltrúar þjónustuaðila í sjáv- arútvegi og annarra sem hagsmuna eiga að gæta, telja að með þessu löndunarbanni sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við- skipti upp á milljarða króna geti tapazt, setji Rússar viðskiptabann á okkur. Viðræður hefjast fljótlega „Við viljum eiga góð samskipti við Rússland, bæði á sviði sjávarút- vegs og viðskipta. Við væntum þess að tvíhliða viðræður um alhliða samskipti geti hafizt fljótlega. Ég geri ráð fyrir því að þar verði öll samskiptamál er varða viðskipti þjóðanna rædd, þar á meðal lönd- unarbannið,“ segir Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið. „Þeir telja að verið sé að þrengja að viðskiptum þeirra," segir sjávar- útvegsráðherra. „Rússnesk stjóm- völd hafa hins vegar engar formlegar ákvarðanir tekið um það. Þetta lönd- unarbann, sem gekk í gildi síðastliðið sumar, fellur niður fyrsta janúar. Við höfum alltaf kappkostað að eiga góð samskipti við Rússland. Þessu lönd- unarbanni var ekkert sérstaklega beint gegn Rússum. Því var til að mynda einnig beitt gagnvart skipum frá Evrópusambandinu sem vom að veiða norsk-íslenzku sfldina. Þetta er einfaldlega eina leiðin til að halda uppi veiðistjórnun á úthafínu. Ég held að fari skipin ekki til heimahafnar, sé það fyrst og fremst hingað sem þau leita. Það sé fyrst og fremst hér sem það þjónar hags- munum þeirra að landa og eiga við- skipti. Það er alveg ljóst að mjög erfitt yrði fyrir okkur að knýja ís- lenzk skip til að fara að settum reglum á úthöfunum ef við auðveld- uðum skipum annarra þjóða að virða reglurnar að vettugi," segir Þorsteinn Pálsson, aðspurður hvort íslendingar væru að fóma meiri hagsmunum fyrir minni með lönd- unarbanni. ■ Miklum hagsmunum/10 Hlutabréf seld í versl- unarmiðstöð FÆSTIR tengja hlutabréfakaup við sölumennsku í básum. Al- menningi býðst hins vegar milli jóla og nýárs, að kaupa sér hluta- bréf í sölubásum í Kringlunni hjá verðbréfafyrirtækinu Fjárvangi. „Við töldum þetta góða leið til að færa þjónustu okkar nær fólk- inu,“ segir Björn Gunnlaugsson, markaðsstjóri Fjárvangs. Ulfar Hróarsson, sem stóð vaktina í Kringlunni, sagði að margir væru meðvitaðir um hlutabréfamarkaðinn og væru fegnir að geta lokið viðskiptum sínum á leið um Kringluna. Aðrir fái ráðgjöf en sumir hreinlega forði sér. „Flestir hugsa um skatt- afrádráttinn en aðrir vilja ávaxta sparifé sitt.“ Einn gerði sér lítið fyrir í gær og keypti hlutabréf fyrir 700 þúsund krónur. ■ Heildarvelta/18 Könnun meðal VR-félaga Lítill launamun- ur eftir menntun LÍTILL launamunur er eftir menntun meðal félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Þetta kemur m.a. fram í launakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir VR í nóvem- ber. Þannig eru meðaltekjur félaga með gagnfræðapróf og háskólapróf þær sömu eða rúmar 162 þúsund krónur. Meðaltekjur félaga með verk- nám að baki eru 153 þúsund krónur og 154 þúsund krónur hjá þeim sem hafa að baki sérskólapróf. Meðaltekjur VR félaga fyrir fullt starf eru rúmar 157 þús- und krónur á mánuði að með- talinni yfirvinnu, aksturs- greiðslum og hlunnindum samkvæmt könnuninni. Hins vegar er talsverður munur á meðaltekjum starfsfólks eftir atvinnugreinum og starfsheit- um. Meðallaun starfsfólks í heildverslun eru rúmlega 171 þús. kr. á mánuði skv. könnun- inni, meðallaun starfsfólks í iðnaði eru um 156 þús., meðal- laun í þjónustustörfum eru tæp 160 þús. og meðallaun starfs- fólks í smásöluverslun eru lægst eða rúm 134 þús. kr. á mánuði. Heildarlaun starfs- fólks sem starfar við af- greiðslu í þjónustufyrirtækjum eru að meðaltali tæp 137 þús. kr. skv. könnuninni en meðal- laun skrifstofufólks í þjónustu- fyrirtækjum eru tæplega 160 þús. kr. á mánuði. Afgreiðslu- fólk í smásöluverslunum var að meðaltali með um 110 þús. kr. í heildarlaun á mánuði en meðallaun sölumanna í heild- verslun voru um 166 þús. kr. skv. könnuninni. ■ Meðallaun/6 Haldlögð fíkniefni hjá fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli Aukning í hassi og amfetamíni FÍKNIEFNADEILD tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur á árinu sem er að líða lagt hald á tæp 16 kíló af hassi, tæp 4 kíló af am- fetamíni, 200 grömm af hassolíu, sem er tíu sinnum sterkari en hass, og tæp 11 þúsund stykki af ýmsum ólöglegum lyfjum í töfluformi. Þessi fíkniefni hafa fundist í fórum fimmtán farþega við komu þeirra til landsins. Þar af voru tíu íslend- ingar, tveir Hollendingar, einn Breti, einn Frakki og einn Þjóð- veiji. Að sögn lögreglu og meðferðar- aðila hefur framboð og neysla ólög- legra fíkniefna sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi en um þessar mundir. Neysla amfetamíns er sér- staklega áberandi. Smyglarar reyna að koma ýmsum öðrum efnum inn í landið, s.s. ster- um, megrunarlyíjum og fleiri ólög- legum lyfjum. Þar hefur magn hald- lagðra efna minnkað verulega milli ára. 1994 fundust 45 þúsund stykki, í fyrra tæp 27.500 stykki og í ár tæp 11 þúsund stykki. Tollgæslan hefur ekki lagt hald á E-töflur á þessu ári, en lögregla hefur hins vegar fundið mikið magn þeirra, meðal annars í kjölfar þess að Hollendingarnir voru gripnir á Keflavíkurflugvelli með hassið. í því eina máli hafa fundist um 500 E- töflur, auk amfetamíns. Þá hafa nokkur önnur stór E-töflumál komið upp á árinu, en ekkert þeirra á Keflavíkurflugvelli. Elías Kristjánsson tollfulltrúi sagði að greinilegar breytingar hefðu orðið á innflutningi fíkniefna á síðustu árum. „Innflutningurinn virðist betur skipulagður en áður og tengsl erlendra aðila við fíkni- efnamarkaðinn hér eru greinilegri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Elías. Yngri geta nálgast E-pillu og LSD Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, segir að neysla amfetamíns vaxi hröðum skrefum og sama megi segja um hass og E-pillu. E-pillan og LSD virðist eiga greiðari aðgang að yngri hópum en áður og sama máli gildi um kókaín, þótt tölur yfir haldlagn- ingu endurspegli ekki þá þróun sem skyldi. ■ Aðgangur/34 Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.