Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Póst- og símamálastjóri hættir eftir 40 ára starf Er að skila góðu búi ÓLAFUR Tómasson, póst- og síma- málastjóri, hættir í dag eftir 40 ára starf hjá fyrirtækinu, hin tíu síðustu í æðstu stjómunarstöðu þess. Ásamt honum láta nokkrir af hans nánustu samstarfsmönnum og fleiri yfirmenn af störfum á sama tíma, eða munu sinna sérverkefnum fyrir Póst og síma hf., sem tekur við af Póst- og símamálastofnun um áramótin. „Á þessu tímabili hefur verið mjög spennandi að vinna héma,“ segir Olafur í samtali við Morgunblaðið. Undirbúningsstarf starfsmanna Pósts og síma fyrir stofnun hins nýja hlutafélags, sem tekur við um áramótin, hafi verið mjög árangurs- ríkt. „Ég tel að nýir menn muni koma að góðu búi,“ segir Ólafur. „Það þarf svo að vera, að íslend- ingar eigi sæmilega sterkt fyrirtæki í fjarskipta- og póstmálum," segir hann. „Eg tel að við stöndum vel að vígi ti! að mæta samkeppni - og þá ekki endilega frá einhveijum smáum íslenzkum aðilum, nema því aðeins að þeir væru í samstarfi við erlenda stóraðila," segir Ólafur. „Burtséð frá því hvort til komi nýir rekstraraðilar ætlast ég til að gamalgróið fyrirtæki, sem er ís- lenzkt, fái að dafna hér og skili áfram arði jafnvel þótt það missi hlutdeild í markaðnum á vissum sviðum,“ seg- ir Ólafur. „Ég vona að Póstur og sími hf. verði áfram sterkt íslenzkt fyrirtæki, þjóðinni til heilla." Tækninýjungar hafa gerbylt fjarskiptum Ólafur hefur upplifað tímana tvenna á ferli sínum hjá Pósti og síma. ,Þeg- ar ég kom hingað vorum við að byggja fjölrásakerfi inn á gömlu loftlínurnar," segir hann. „Upphaflega var byggður loftlínuhringur í kringum landið, sem var fyrir minn tíma, svo radíóhringur og nú síðast Ijósleiðarahringur, sem myndar aðalþjóðveg samskipta hring- inn í kringum landið." Með þessu sé tryggt að öll byggðarlög landsins njóti sama öryggis í fjarskiptatengslum. Á þessum tímamótum eru Ólafi hugleiknar þær tækninýjungar, sem gerbylt hafa fjarskiptum á síðustu árum. Nýju farsímakerfín og gagna- flutningatæknin með ljósleiðurum og gervihnattasambandi séu þar þýðing- armest. Eins segir Ólafur það vera mjög markvert, að nú séu nánast öll fjarskiptakerfin orðin alstafræn, en Island var með fyrstu löndum heims til að gera allar sjálfvirkar símstöðvar stafrænar. HÓPUR þeirra yfirmanna Pósts og síma, sem láta af störfum nú um áramótin eða hverfa til annarra verkefna, safnaðist sam- an í gær á skrifstofu fráfarandi Póst- og símamálastjóra, Ólafs Tómassonar. Á hægri hönd Ólafi, sem situr í miðju, er Guðmund- ur Björnsson, fráfarandi framkvæmdasljóri fjármálasviðs að- stoðarpóst- og símamálasljóri og verðandi forstjóri Pósts og síma hf.; á vinstri hönd honum situr Rafn Júliusson, fráfarandi framkvæmdastjóri póstmálasviðs. Að baki þeirra standa (f.v.) Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri samkeppnissviðs, Þor- geir K. Þorgeirsson, framkvæmdastjóri umsýslusviðs, Þorvarður B. Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs, þá Björn Björns- son „póstmeistari"' í Reykjavík, þ.e. umdæmisstjóri umdæmis VI, og loks Ágúst Geirsson, umdæmisstjóri umdæmis V, sem heldur utan um símaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. n Ti" 1; i [ : | | í il ■Ær* BEKKJARBRÆÐURNIR Sigurþór Sigurðsson (t.v.) og Geir Þórðarson síðasta starfsdag sinn á Morgunblaðinu. Þrír starfs- menn hætta um áramótin ÞRIR starfsmenn Morgunblaðsins láta af störfum fyrir ald- urs sakir nú um ára- mótin en þeir urðu allir sjötugir á árinu sem nú er að líða. Þetta eru Ólafur K. Magnússon ljós- myndari, Geir Þórð- arson prentsmiður og Sigurþór Sigurðs- son lagermaður. Ólafur K. Magnús- son hefur starfað á Morgunblaðinu tæpa hálfa öld en hann hóf þar störf eftir Ijós- myndanám í Bandarikjunum. Á þessum tíma hefur hann verið helsti blaðaljósmyndari iandsins og skrásett öðrum fremur sögu þjóð- arinnar í myndum. Sigurþór hóf störf 20. maí 1948 sem bílstjóri og ók fyrstu bifreið- inni sem Morgunblaðið eignaðist.. Síðar tók Sigurþór við afgreiðslu- stjórn Morgunblaðsins en starfaði síðustu árin á lager blaðsins. Geir Þórðarson hóf árið 1962 störf þjá Myndamótum sem sá um alla prentmyndagerð fyrir Morg- unblaðið. Geir hafði áður séð um að steypa blýklisjur fyrir Morgun- blaðið árin 1945-1947 en starfaði hjá Myndamótum við klisjugerð og síðar filmuvinnslu. Þegar Árvakur hf. yfirtók starfsemi Myndamóta fyrir nokkrum árum varð Geir starfsmaður Morgunblaðsins. Þeir Geir og Sigurþór voru bekiqarbræður í Miðbæjarskólan- um og Austurbæjarskóla í Reykja- vík á sínum tíma og láta nú af störf- um hjá Morgunblaðinu sama dag. Þeir segja báðir að árin á Morgun- blaðinu hafi verið fljót að líða enda tími mikilla breytinga Morgunblaðið þakkar Geir, Ólafi og Sigurþór áratuga giftudijúg störf og óskar þeim og fjölskyldum þeirra farsældar á komandi árum. Ólafur Morgunblaðið/Þorkell SÍÐDEGIS í gær var haldið hóf í álverinu í Straumsvík fyrir dr. Christian Roth, sem lætur af störfum sem forstjóri félagsins nú um áramótin, og Rannveigu Rist, sem tekur við starfi hans. Framleiðslumet í álverinu í Straumsvík á árinu 1996 Hagnaður ISALs eftir skatta um 500 milljónir kr. AFKOMA íslenska álfélagsins hf. var góð á árinu sem er að líða og nemur áætlaður hagnaður eftir skatta á árinu 1996 um 500 milljón- um króna, að sögn dr. Christians Roths, fráfarandi forstjóra ÍSALs. Á árinu 1996 fór framleiðsla ÍSALs í fyrsta sinn yfir 103 þúsund tonn í kerskálunum og er það sjötta metárið í röð en á seinasta ári var í fyrsta skipti náð 100 þúsund tonna framleiðslumarkinu í verksmiðjunni. Að sögn Christians Roths var sala þó meiri á þessu ári eða rúm 104 þúsund tonn en skýringin á því að flutt var út meira magn en nam ál- framleiðslu í verksmiðjunni er sú að félagið keypti hráefni frá Austur- Evrópu sem sett var í endurbræðslu og framleiðslu álbarra til útflutnings. Velta ÍSALs á árinu sem er að líða var í kringum 10 milljarðar kr., fjárfesting á árinu nam um fimm milljörðum kr. og starfsmenn á launaskrá voru um 450 talsins. Spáð um 20 þús. tonna framleiðsluaukningu og álíka hagnaði 1997 Að sögn Christians Roths er áætl- að að á árinu 1997 verði álfram- leiðsla hjá ÍSAL um 123 þúsund tonn eða 20 þúsund tonnum meiri en á árinu sem er að ljúka. Hann segir mjög erfitt að spá fyrir uni verðþróun á álmarkaði en telur þó útlitið gott. Gera megi ráð fyrir að álverð muni haldast svipað og verið hefur að undanförnu en það var komið í 1.540 Bandaríkjadali tonnið í byijun desember. Að sögn Roths er reiknað með að að rekstrarhagn- aður félagsins á komandi ári verði ekki minni en á þessu ári. Seinustu áætlanir gera ráð fyrir að stækkun álversins verði lokið þremur mánuðum fyrr en upphaf- legar tímaáætlanir gerðu ráð fynr, fyrstu kerin verði gangsett um mitt ár 1997 og þau verði öll komin í rekstur fyrir 1. október. Dr. Christian Roth lætur af störf- um sem forstjóri ÍSALs nú um ára- mótin þegar Rannveig Rist tekur við sem þriðji forstjóri fyrirtækisins. Christian Roth hefur verið forstjón ÍSALs frá 1988. Á stjórnarfundi ÍSALs 11. desemþer sl. var greint frá því að hann taki við formennsku í stjórn ÍSALs af Ragnari S. Háll- dórssyni um mitt næsta ár. Andlát EINAR INGIMUNDARSON EINAR Ingimundar- son, fyrrverandi bæjar- fógeti, sýslumaður og alþingismaður, er lát- inn, á 80. aidursári. Éinar Ingimundar- son fæddist hinn 29. maí árið 1917 í Kaldár- holti í Holtum, Rangár- vallasýslu, sonur Ing- veldar Einarsdóttur og Ingimundar Benedikts- sonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1938 og lögfræðiprófi frá HÍ árið 1944. Á námsárunum í háskól- anum var hann formað- ur Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, frá 1939-1940, formaður Stúdentaráðs 1941-1942 og Stúd- entafélags Reykjavíkur 1944-1955. Einar starfaði sem blaðamaður á Vísi 1944, var fulltrúi hjá tollstjór- anum í Reykjavík 1944-1945, borg- arfógeta í Reykjavík 1945 og saka- dómara í Reykjavík 1946-1952. Hann var bæjarfógeti á Siglufirði 1952-1966, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Siglu" fjörð 1953 til 1956 og 1959 og þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra 1959-1966- Hann var fulltrúi á alls' heijarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1955. Einar afsalaði þingmennsku árið 1966, þegar hann tók við ernb" ætti sýslumanns í Gu**" bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafu' arfirði. Þá varð haun sýslumaður í Kjósarsýslu og bæjar” fógeti í Hafnarfirði og SeltjarnarneS' kaupstað frá 1974, ennfremur bæjar' fógeti í Garðakaupstað frá 1976- Hann lét af störfum árið 1987. Eiginkona Einars var Erla Axþls' dóttir. Hún lést árið 1985. Þau efgn' uðust þijú börn, sem lifa forqldra sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.