Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐ^UDAGUR 31. DESEMBER 1996 A \ ., URVERINU MORGUNBLAÐIÐ I JOLÁpRU NDARFIRÐI Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson , Sunddeild Armanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast. • Ungbarnasund • Framhald ungbarnasunds • Böm 2-3 ára (með foreldrum) • Börn 4-6 ára (með foreldrum) • Fyrir vatnshrædda • Vatnsleikfimi • Fullorðinskennsla Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella). Metár í útfhitningi fisks frá Noregi Ósló. Morgunblaðið. ÁRIÐ, sem nú er að líða, er metár í útflutningi sjávarafurða frá Nor- egi. í lok nóvember höfðu tæplega 1,7 milljónir tonna af fiski og fiskafurðum verið fluttar út og nemur verðmæti útflutningsins um 208 milljörðum íslenzkra króna. Útflutningurinn jókst um 14% að magni til, en verðmæti jukust um 12% miðað við sama tíma á síðasta ári. Að desembermánuði meðtöld- um nemur verðmæti þessa útflutn- ings um 220 milljöðrum íslenzkra króna að mati norska blaðsins Aft- enposten. Verðmæti útfluttra sjáv- arafurða frá íslandi á þessu ári er um 95 milljarðar króna. Útflutningsráð fiskafurða í Nor- egi er bjartsýnt á útflutninginn á komandi ári. Þá verður lögð áherzla á frekari markaðssókn, meðai ann- ars í Bandaríkjunum og vænzt er mikillar aukningar á útflutningi til Japan og Kína. 362 milljónir til markaðssóknar „Við stefnum á aukningu í Aust- ur-Asíu, en þar eru mestu tækifær- in fyrir aukinn innflutning á fiski frá Noregi," segir Anne Gina Fred- riksen, fulltrúi í Útflutningsráðinu. Ráðið hefur yfir að ráða um 362 milljónum króna tii markaðssóknar á næsta ári og verður 16% fjárins varið til sóknar í Japan og nálægum löndum. Sapkvæmt nýjustu upplýsingum frá Útflutningsráði fiskafurða og Hagstofunni, stafar aukningin í útflutningum fyrst og fremst af því að útflutningur á síld og makríl hefur aukizt um 67%. Til Austur- Evrópu hefur farið mikið af síld frá Noregi, en aukningin þar milli ára er um 70%. Eldislaxinn er eins og áður það sem mest er flutt út. Verðmæti fersks lax, frysts og unninna af- urða af ýsmu tagi nemur 63 millj- öðrum íslenzkra króna. Að magni til hefur útflutningur á laxi aukizt um 14%, en vegna lágs verð á mörkuðunum hefur verðmæti út- flutningsins aðeins aukizt um 2,6%. Mest er flutt út af heilum ferskum og frystum laxi, en eftirspurn eftir reyktum laxi og graflaxi fer vax- andi. Fryst síld er í öðru sæti á eftir laxinum, en hún hefur skilað um 11 milljörðum króna. Síldveiðar hafa gengið mjög vel allt til jóla og rússnesk verksmiðjuskip hafa keypt mikið af síld. Því verður heildai-verðmæti útfluttrar síldar töluvert hærra að desembermánuði meðtöldum. Saltaður, blautverkaður þorskur er í þriðja sætinu, en á næsta ári verður ein stærsta saltfískþurrkun veraldar opnuð á Karlsey í Troms- fylki. Við það mun verðmæti út- fluttra saltfiskafurða aukast veru- lega. Mest fer til ESB Evrópusambandið er eins og j áður stærsti kaupandi norskra sjáv- arafurða. Til loka nóvember hefur ESB keypt afurðir fyrir um 127 milljarða króna. Magnið hefur auk- izt um 13,3% en verðmætið um 5,8%. Hlutur ESB í útfluttum sjáv- arafurðum frá Noregi hefur á árinu lækkað úr 66% í 62%. Verðmæti útfluttra afurða til ESB hefur auk- j izt um 6%, en 24% verðmætaaukn- ing er á útflutningi til annarra • markaðssvæða. | Japan er stærsti markaðurinn fyrir norskar sjávarafurðir að ESB undanskildu. Til loka nóvember hafa Japanir keypt fisk fyrir 23 milljarða króna, sem er aukning um 27,8% miðað við sama tíma í fyrra. Sjómannaalmanak ; Skerplu komið út unarsíwii 33 ms& ÚT ER komið Sjómannaalmanak Skerplu fyrir árið 1997. Sjómanna- almanök hafa verið gefin út af út- gerðar- og siglingaþjóðum um lang- an aldur. Þau eru nauðsynleg sjó- farendum, enda er bundið í íslenska reglugerð að öll skip 12 metrar og lengri skuli hafa sjómannaalmanak um borð. Auk Skerplu gefur Fiski- félag Islands út sjómannaalmanak. Siglingamálastofnun ríkisins telur bæði almanökin uppfylla allar kröf- ur um efni og frágang, sem gerðar eru til slíkra rita. í frétt frá útgáfunni segir að markmið Skerplu með útgáfunni sé að gefa út eins vandaða handbók fyrir skipstjórnendur og fyrirtækinu er unnt. „Til að ná því markmiði var leitað til fagaðila hjá þeim stofn- unum og aðilum sem hafa með sjó- mennsku og siglingar að gera. Allir þessir aðilar hafa lagt hönd á plóg- inn til að tryggja að bókin verði gerð sem best úr garði faglega. Til að tryggja að bókin fullnægði kröfum notenda gerði Skerpla ítar- lega könnun á notkun skipstjórn- enda á upplýsingamiðlum um borð. Þessi könnun var mjög gagnleg og skilaði ítarlegum upplýsingum til ritstjórnar. í Sjómannaalmanaki Skerplu verða fullkomnar töflur um sól og tungl, fengnar frá Her Majesty’s Nautical Álmanac Office, sem er hluti af Konunglegu rannsókna- stöðinni í Greenwich, virtustu stjórnufræðirannsóknastöð í heim- inum. Slíkar töflur eru ekki í öðrum íslenskum bókum. Að auki eru í Sjómannaalmanaki Skerplu töflur um sjávarföll og vita, auk útskýringa á þeim. Fjallað er ítarlega um veður, fjarskipti og ör- yggi á sjó. Auk þess er skrá um hafnir á íslandi og loks má nefna kafla um lög og reglur sem lúta að störfum sjómanna. Síðast en ekki síst skal nefna skipaskrá. í henni eru skráð öll | fiskiskip á íslandi, stærri skip og smábátar. Auk þess eru þar önnur I helstu skip okkar. í skránni koma j m.a. fram upplýsingar um útgerðar- aðila, helstu stærðir og mál og heildaraflamark hvers skips,“ segir meðal annars í fréttinni. Sjómannaalmanak Skerplu er 616 blaðsíður. Til kynningar á bók- inni hefur hún verið send um borð í öll fiskiskip sem eru stærri en 12 m að lengd. Auk þess er hún boðin öðrum til kaups á sérstöku tilboðs- verði. Bókin er til sölu hjá þeim | aðilum sem selja sjókort. Hún er | einnig til sölu hjá Skerplu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.