Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gott að vita • VANDASAMT getur verið að bæta smjöri í þeytt kökudeig, en nauðsynlegt er að gera það var- lega til að eggin falli ekki. Sumir bræða smjörið áður en því er blandað við deigið, en smjörið þarf þó að kólna áður. Stundum er svolitlu deigi blandað saman við smjörið og þeirri blöndu síðan jafn- að saman við deigið sem eftir er. • SVEPPIR verða bragðmeiri ef þeir eru steiktir upp úr smjöri en olíu. • ÞURRKAÐA sveppi má geyma í frysti, en áður en þeir eru notað- ir í matreiðslu þarf að leggja þá í volgt vatnsbað. Einnig er mjög gott að leggja þá í bjór eða pilsn- er, sem síðan má sía og nota í sósu eða þann rétt sem sveppimir eru notaðir í. • EF sykurbráð er of þunn er hún þykkt með því að hræra sigtuðum flórsykri saman við. Sé hún of þykk er svolitlu af vatni eða sykur- legi bætt út í hana. • SÚKKULAÐI sem bræða á yfír vatnsbaði er ágætt að saxa í mat- vinnsluvél, því smátt saxað bráðn- ar það fyrr. Sé heitt inni er gott að kæla súkkulaðið um stund í ísskáp áður en það er saxað, en ekki má saxa það of lengi í mat- vinnsluvélinni því þá getur það bráðnað eða klesst. Óis/ium (u<fs//fitaoinum o/Aar oa /amfwiö/mum ö//um (/cusue/c/ar á ný/n áni. Kpö/i/um oiJs/i/tm á /úfnum á/t(un. I ' Qa//s/d// /yio/zamiJ/uuu'i/ma/'. EIGNAMIÐLUN ehf -Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 /T FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4, SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 Sendum öllum viðskiptavinum okkar, nær og fjær, svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. FASTEIGNAMARKAÐURlMN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551 -1540, 552-1700, FAX 562-0540 Jón Guðmundsson og Ólafur Stefánsson, lögg. fasteignasalar 5521150-5521370 LÁRUS t>. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMOASTJÓRI JÓHANN ÞÓRÐARSON, HRL. LÖGGILTIIR FASTEIGNASALI. Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1996: Meðaltöl seldra eigna Hlutfall kaupverðs var 127,1% af fasteignamati. Hlutfall kaupverðs var 74,8% af brunabótamati. Afhending var 19 dögum eftir undirritun kaupsamnings. Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 95,8% af útborgun eða 29,5% af kaupverði. Miðað er við hækkun á neysluvísitölu sem er 1,0247% milli ára eða 1,0244% á lánskjaravísitölu og 1,0619% á byggingarvísitölu. Skipting kaupverðs ( útborgun og eftirstöðvar verður ómarktæk vegna mikillar notkunar húsbréfa. „Rétt eign“ Auglýsum gjarnan eftir réttri eign“ fyrir trausta viðskiptamenn okkar sem gerði á árinu um fjórðu hverja sölu. Almenna fasteignasalan var stofnuð 14. júlí 1944 - fyrir meira en hálfri öld, Annar eigandi hennar Jóhann Þórðarson hrl., hefur í 35 ár, auk fasteignaviðskipta, m.a. rekið skaðabóta-, slysa- og tryggingamál svo hundruðum skiptir. Lárus Þ. Valdimarsson framkvæmdastjóri hóf að reka fasteignasölu 1963 og hefur selt eignir svo þúsundum skiptir. Bestu jóla- og nýársóskir til viðskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þakklæti fyrir liðin ár, traust og góð viðskipti. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 NEYTENDUR Isréttir á veisluborðið Krókant-kaffiís ÞESSI uppskrift barst til okkar hér á neytendasíðu með þeim orðum að þessi ísréttur væri frábær á veisluborð! Uppskriftin er miðuð við sex manns. Krókant 'h bolli soxoðar, gfhýddar möndlur '/< bolli sykur _____________ÍS_____________ 3 eggjarauóur '/» bolli sykur '/2 bolli vatn 2 bollar þeyttur rjómi 2 msk skyndikaffi, leyst upp í 1 msk og 1 tsk af heitu vatni 1 msk Kahlúa Þegar krókantinn er gerður er byijað á því að smyrja botn úr spring- formi vel. Setjið möndlurnar og syk- urinn á þykkbotna pönnu. Sykurinn á að bráðna við vægan hita. Hrærið í annað slagið, þar til hann er alveg bráðinn. Hrærið þá stöðugt í þar til sykur-möndlubráðin er orðin fallega gullinbrún. Þá er henni hellt á smurð- an botninn og látin kólna þar til það er orðið hart. Þá er krókantinn mul- inn með því að leggja bökunarpappír yfír og rúllað yfír með kökukefli, saxað smátt með hníf eða jafnvel sett í matvinnsluvél. Setjið í skál og leggið til hliðar. Eggjarauður þeyttar í skál þar til hræran er létt og ljós, síðan sett til hliðar. Sykur og vatn hitað í potti þar til sykurinn er bráðnaður og seigt síróp hefur myndast. Hækkið hitann og sjóðið þar til þræðir fara að mynd- ast. Hægt að prófa með því að setja tvo fingur i kalt vatn. Setjið smás- íróp á sleif og takið á milli vísifíng- urs og þumalfingurs, pressið fmgur saman og sleppið síðan. Þá á þráður að myndast. Kælið sírópið í 1 mínútu. Hellið sírópinu í þeyttar eggja- rauðumar, þeytið þar til hræran er orðin þykk og svolítið frauðkennd. í annarri skál er ijóminn þeyttur þar til hann er léttur en ekki stífþeyttur. Hrærið út í ijómann kældu kaffí og kahlúa-líkjör. Hrærið kaffiijómanum varlega saman við eggjarauðuhrær- una og setjið að lokum krókant- mylsnuna út í og blandið varlega saman. Setjið íshræruna í frysti og geym- ið þar til hún er hálffrosin, takið þá ísinn út, setjið í hrærivél og þeytið vel. Setjið hræruna í viðeigandi ís- form og frystið alveg. Um hálfri klukkustund áður en bera á ísinn fram er hann settur í kæliskáp, svo hann nái að mýkjast aðeins. Appelsínusósa Þessar sósur eru sagðar tilvaldar með ísnum. 1 '/2 dl sykur bræddur ó pönnu ______safi af 3 qppelsínum_ safi af 1 sítrónu skvetta af appelsínulíkjör Öllu blandað saman við bræddan sykurinn Syndsamlega súkkulaöisósan hennar Hildar 2 mars-súkkulaói 1 toblerone (100 g) 50 g suóusúkkulaói 2 msk síróp 2 dl rjómi 30 g smjör Allt brætt saman - borið fram volgt eða kalt eftir smekk. ■ \ Verslanir Víða lokað 2.janúar MARGAR verslanir verða lokaðar 2. janúar næstkomandi vegna vöru- talningar en þó ætla sumir kaup- menn að opna strax eftir vörutaln- ingu. Allar Hagkaupsverslanir eru lokaðar 2. janúar, Kaupgarður í Mjódd einnig og allar KA verslanir á Suðurlandi eru lokaðar. Bónus- verslanimar í Faxafeni, Hafnar- fírði, Skútuvogi og Kópavogi opna klukkan 15 en búðirnar við Austur- strönd á Seltjamarnesi, í Breiðholti og Holtagörðum verða lokaðar. Hjá Nóatúni opna verslanir uppúr há- degi eða um leið og vömtalningu lýkur, Fjarðarkaup opnar klukkan 14 og 10-11 verslanirnar verða opnaðar 2. janúar klukkan 18 síð- degis. Margar sérverslanir í Kringlunni verða lokaðar að minnsta kosti framan af degi 2. janúar og sömu sögu er að segja af verslunum við Laugaveg og nágrenni. Jólavamingur á útsölu ÞEIR sem eru forsjálir og strax farnir að hugsa til næstu jóla geta keypt ýmsan jólavaming á útsölu um þessar mundir. Hjá Blómavali hefur jólavaran verið seld með 50% afslætti undanfarna daga og stend- ur útsalan fram yfir áramót. Hjá Bónus í Holtagörðum er jólavara seld með 50% afslætti. Eftir ára- mót, þann 3. janúar, hefst útsala á jólavarningi hjá Hagkaup og verður 50% afsláttur veittur. Neytendur geta líka fest kaup á jólavarningi með 40-70% afslætti hjá verslun- inni Byggt og búið frá og með föstu- deginum 3. janúar en þá hefst alls- heijarútsala þar á bæ. ; Við óskum ? ■ ' landsmönnum öllum gsefuríks nýs árs! og þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða! Skipholti 50b -105 - Reykja vik S. 55100 90 JEÉMfifjíSTWeCfASAt*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.