Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Neyðarástand í vestanverðum Bandaríkjunum og 30 stiga gaddur á Ítalíu Tugir manna hafa orðið úti í kuldunum í Evrópu San Francisco, London. Reuter. Reuter SÖNGUR gondólaræðaranna í Feneyjum er hljóðnaður og þar næða nú jökulkaldir norðanvindar. MIKIÐ óveður gerði í Washington- og Oregonríki í Bandaríkjunum um helgina og var lýst yfir neyðar- ástandi í mörgum sýslum vegna snjóa, ísingar og flóða. Í Evrópu háfa að minnsta kosti 70 manns látið lífið í einu mesta kuldakasti, sem þar hefur gert í langan tíma. Úgær slaknaði aðeins á því sums sjjaðar en veðurfræðingar segjast húast við áframhaldandi hörkum ut vikuna. Mike Lowry, ríkisstjóri í Wash- ington, lýsti um helgina yfir neyðar- ástandi í 11 sýslum vegna sam- gönguerfiðleika og eyðileggingar af völdum snjóa, ísingar og flóða. Voru þjóðvarðliðar sendir til hjálpar fólki á þeim svæðum þar sem ástandið var verst. Skipaleiðir lokaðar í Evrópu eru víða meiri kuldar en dæmi eru um, einkum [ austan- og sunnanverðri álfunni. í Suður- Rússlandi hefur tekist að bjarga nokkrum tugum manna, sem snjó- flóð lokuðu inni í jarðgöngum, en talið er, að enn séu um 300 manns inni í göngunum. Rússneskir fjöl- miðlar sögðu í gær, að tvær konur hefðu orðið léttari inni í göngunum en annað barnið dáið úr kulda. Dóná er víðast hvar ísi lögð og einnig flest fljót og skipaleiðir í Norður-Þýskalandi og stórhríð gerði á Dalmatíuströnd í Króatíu. Víða í Evrópu hófst kuldakastið á aðfangadag og síðan hefur frost- ið farið niður í 30 gráður á Norður- Ítalíu og í 37 gráður í Póllandi. Á sunnudagsmorgun vöknuðu Kors- íkubúar við alhvíta jörð í fyrsta sinn i langan tíma. Þá olli veðrið því, að grísku flutningaskipi hvolfdi í Eyjahafi og fórust með því 20 manns. Mesti kuldi frá 1920 í Ungverjalandi hefur frostið far- ið í 29 gráður á celsíus, sem er mesti kuldi, sem þar hefur mælst í 76 ár. í Austurríki er kuldinn sá mesti í 30 ár. Samgöngur og atvinnulíf á Norð- ur-ítaliu eru lömuð vegna fannferg- is og er ástandið hvergi verra en í Umbriu. Má heita, að þar séu allir vegir lokaðir. Um helgina var Fen- eyjalónið ísi lagt og kafaldsbyl gerði í Rimini og Ancona á Adríahafs- ströndinni. Spá hörðum inflúensufaraldri í Bretlandi varð það slys um helgina, að hjón létu lífið við að reyna að bjarga hundinum sínum, sem hafði fallið niður um vök. Þar í landi er spáð miklum inflúensufar- aldri á næstunni og hefur verið skorað á hjúkrunarkonur í leyfi að koma strax til starfa. Heimilislaust fólk hefur orðið verst úti í kuldunum. í Rúmeníu þar sem frostið hefur verið um 25 gráður hafa 20 manns, aðallega útigangsfólk, týnt lífi, í Búlgaríu 19 og í Frakklandi sjö. í Póllandi var vitað um 17 manns og höfðu flestir sofnað út af drukknir. Þá hafa 10 Rússar orðið kuldanum að bráð. Klaus Kinkel segir Breta verða að gera upp hug sinn í Evrópumálum Brezkir stj órnmálamenn lítt þakklátir fyrir hvatninguna Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, utan- ríkisráðherra Þýzka- lands, sagði í áramóta- ræðu sinni á sunnudag að Bretland yrði að gera upp hug sinn í Evrópumálum. Bret- land ætti heima í Evr- ópusambandinu og ESB þyrfti á Bretlandi að halda. Brezkir stjórnmálamenn voru Kinkel hins vegar lítt þakklátir fyrir hvatn- inguna og sökuðu sumir hann um að blanda sér í brezk inn- anríkismál. Hvatningarorð Kinkels til Breta voru fremst í þeim kafla ræðu hans, sem fjallaði um mikilvæga atburði, sem hafa myndu áhrif á utanríkis- stefnu Þýzkalands á nýju ári. „Þing- kosningar verða haldnar í Bretlandi ekki síðar en í maí,“ sagði Kinkel. „Bretar verða að taka skýra ákvörð- un um Evrópustefnuna. Bretland á heima í Evrópu. Evrópa þarf á Bret- landi að halda.“ Bretar gera sjálfir upp hug sinn Alistair Darling, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði að það væri Breta sjálfra að velja ríkis- stjórn í næstu kosningum. Hins vegar sýndu ummæli Kinkels að önnur ESB-ríki væru að fá nóg af því að veik ríkisstjórn Ihalds- flokksins gæti ekki fært rök fyrir afstöðu sinni í Evrópumálum. Paddy Ashdown, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng: „Ég tel að um- mæli Klaus Kinkels hjálpi ekki til og séu nærri því áreiðanlega óskynsamleg. Brezka þjóðin getur sjálf gert upp hug sinn,“ sagði Ashdown. Sir Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra, sem átti stóran þátt í að koma Bretlandi inn í Evrópusambandið á sínum tíma, sagði að ummæli Kinkels bæru vott um vaxandi áhyggjur í öðrum Evrópuríkjum af hiki Breta í Evrópumálum. Þjóðveijar vildu greinilega ,jákvæða“ brezka ríkis- stjórn. Brian Mawhinney, formaður íhaldsflokksins, reyndi hins vegar að snúa ummælum Kinkels flokki sínum í hag og sagði að Bretar yrðu að gera upp hug sinn um það, hvort þeir kysu John Major, sem myndi „veija hagsmuni Bretlands" í ESB, eða Tony Blair, sem myndi „gera það sem aðrir evrópskir leið- togar segja honum að gera.“ Talsmaður þýzka utanríkisráðu- neytisins hafnaði því í gær að um íhlutun í brezk innanríkismál væri að ræða — en vék reyndar að því hvort það ætti lengur við að tala um slíkt. „í Evrópusambandi, þar sem stefnt er að pólitískum sam- runa, er íhlutun í innanríkismál annarra tæplega til samkvæmt skilgreiningu," sagði Martin Erd- mann, talsmaður ráðuneytisins. „En jafnvel þótt slíkt væri mögu- legt, var það alls ekki ætlunin ... Kosningarnar í Bretlandi eru þýðingarmikill áhrifaþáttur sambandi við mikilvægar ákvarðanir, sem verða teknar á vettvangi ESB á árinu 1997. Þær eru hins vegar fyrst og fremst mál Breta sjálfra." Talsmaðurinn bætti við að um- mæli Kinkels bæru fyrst og fremst vitni um pólitíska góðvild í garð Bretlands. Hann vísaði því jafn- framt á bug að með yfirlýsingum sínum hefði utanríkisráðherrann verið að veita einum brezkum stjórnmálaflokki stuðning umfram aðra. Kinkel hefði fyrst og fremst verið að hvetja Bretland til að taka jákvæðari afstöðu til samrunaþró- unarinnar í Evrópu. Dregið verði úr neitunarvaldi í ræðu sinni ítrekaði Kinkel að undirbúningi gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) yrði haldið áfram á nýju ári og ekkert gæti haggað því að EMU gangi í gildi í ársbyijun 1999. Hugsanleg aðild að EMU er hins vegar eitt helzta deiluefni Evrópu- sinna og ESB- andstæðinga í Bretlandi. Utanríkisráð- herrann hvatti sömuleiðis til þess að áfram yrði haldið til- raunum til að gera ákvarðana- töku Evrópusambandsins skilvirk- ari, meðal annars með því að fækka þeim málaflokkum, þar sem ein- stök aðildarríki gætu beitt neit- unarvaldi. Bretar leggjast eindreg- ið gegn öllum tillögum af þessu tagi. Kinkel lagði áherzlu á að í ESB þyrfti fleiri atkvæðagreiðslur í ráð- herraráðinu í stað samhljóða sam- þykkis, skilvirkari stofnanaupp- byggingu, sérstakan talsmann í utanríkis- og öryggismálum og að taka til hendinni í dóms- og innan- ríkismálum til að auka tiltrú borgaranna á sambandinu. Klaus Kinkel Metat- vinnuleysi í Frakk- landi ATVINNULAUSUM fjölgaði í Frakklandi í nóvember, voru þá 12,7% af öllu vinnufæru fólki í landinu, og hafa aldrei verið jafn margir. Þetta eru slæm tíðindi fyrir frönsku stjórnina, sem hefur lofað að draga úr atvinnuleysinu en þarf einnig að draga úr ríkisút- gjöldunum til að geta fengið aðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, árið 1999. Hagfræðingar sögðu að at- vinnuleysið myndi halda áfram að aukast á fyrri hluta kom- andi árs þótt líkur væru á efnahagsbata á næstu mánuð- um. Portúgalir fengu nas- istag'ull PORTÚGALSKA dagblaðið Diario de Noticias sagði í gær að stjórn Portúgals hefði skýrt bandarískum yfirvöldum frá því árið 1946 að hún hefði fengið rúm 117 tonn af gulli frá svissneska seðlabankan- um, sem hefur verið gagn- rýndur fyrir að hafa keypt stolið gull af þýskum nasist- um. Blaðið segir að í bandarísk- um skjölum frá þessum tíma komi fram að Portúgalir hafi fengið gullið á árunum 1939-44. Portúgalski seðla- bankinn neitaði að tjá sig um fréttina og hefur ekki viljað svara ásökunum þess efnis að hann hafi reynt að nota gull frá nasistum til að kaupa kol af Pólveijum árið 1946. Bandaríska tímaritið News- week skýrði frá því í október að Portúgalir kynnu að hafa fengið meira en Svisslendingar af stolnu gulli nasista í síðari heimsstyijöldinni. Fjórir farast í lestaslysi TVEIR menn týndu lífi og 17 slösuðust, þar af þrír alvar- lega, þegar tvær farþegalestir rákust saman í norðurhluta Ítalíu í gær. Ekki var vitað um orsök slyssins en talið var hugsanlegt að ísing hafi stuðl- að að því. Maríúanalög- um mótmælt LÆKNAR í Kaliforníu og Arizona, sem notfæra sér ný lög í ríkjunum og ráðleggja sjúklingum að neyta maríúana eða heróíns, eiga á hættu að missa starfsleyfi sín og verða sóttir til saka, að sögn Barrys McCaffreys, háttsetts emb- ættismanns í Hvíta húsinu í Washington. Kjósendur í Kali- forníu og Arizona samþykktu lögin í nóvember og McCaffrey sagði Bandaríkjastjórn hafa miklar áhyggjur af þeim þar sem hún liti á þau sem „hálf- gildings lögleiðingu eitur- lyfja".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.