Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 25 ERLENT Sögulegur friðarsamningur undirritaður milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Guatemala Endi bundinn á blóðsúthell- ingar í 36 ár Reuter RICARDO Ramírez de León, leiðtogi skæruliðasveita URNG í Guatemala, kveikir friðareld eftir að friðarsamningur var undirritaður I Guatemalaborg á sunnudag. Til vinstri er forseti landsins, Alvaro Arzú, og stúlka í hjólastól sem særðist og missti fjölskyldu sína í striðinu. Guatemaiaborg. Reuter. ALVARO Arzú, forseti Guatemala, og leiðtogar uppreisnarmanna und- irrituðu á sunnudag sögulegan frið- arsamning sem á að binda enda á ein langvinnustu og blóðugustu átök í Rómönsku Ameríku. Leiðtogar fjögurra helstu fylking- anna í Þjóðbyltingarhreyfingu Guatemala (URNG) undirrituðu samninginn við hátíðlega athöfn í Þjóðarhöllinni í Guatemalaborg. 35.000 manns söfnuðust saman á torgi við höllina og fögnuðu ákaft þegar forsetinn kom út og lýsti því yfir að stríðinu væri lokið. Stríðið í Guatemala stóð í 36 ár og talið er að það hafi kostað 140.000 manns lífið. Meðal þeirra sem komu saman við höllina voru fylgismenn URNG og er þetta í fyrsta sinn sem þeir láta í ljós stuðning við hreyfínguna opinberlega. Ákafi þeirra var svo mikill að forsetinn varð að biðja þá um að þegja meðan fómarlamba stríðsins var minnst með mínútu þögn. Forsetinn stóð við hlið Ricardos Ramírez de León, leiðtoga skæru- liðasveita URNG, og mikil fagnað- arlæti brutust út þegar þeir kveiktu friðareld með hjálp farlama stúlku sem missti alla fjölskyldu sína í stríðinu. Ramírez de León sagði þetta „stórfenglegasta og merkasta dag í sögu landsins í hálfa öld“. Leiðtogar nokkurra ríkja í Róm- önsku Ameríku, Spánar og Svíþjóð- ar undirrituðu einnig friðarsamn- inginn, svo og Boutros Boutros- Ghali, sem lét af embætti fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í nótt. Hermönnum fækkað Samningurinn kveður á um að hermönnum stjórnarhersins, sem eru nú 43.000, verði fækkað um þriðjung. 1.700 skæruliðar eru enn undir vopnum á afskekktum fjalla- og frumskógasvæðum og eiga að leggja niður vopn. Ymis erlend ríki hafa lofað Guatemala efnahagsaðstoð verði staðið við friðarsamninginn og er áætlað að landið þurfi 3,2 milljarða dala, sem svarar 210 milljörðum króna, til að rétta efnahaginn við. Fjöldamorð og mannréttindabrot Guatemala var undir stjórn Spán- veija í tæpar þrjár aldir og einræðis- herrar stjómuðu landinu eftir að það fékk sjálfstæði frá Spáni árið 1821, frá Mexíkó 1824 og Sambandi Mið- Ameríkuríkja 1838. Vinstristjórn var steypt af stóli árið 1954 með aðstoð Bandaríkjamanna eftir tíu ára lýðræðistímabil. Herinn var við völd næstu þtjá áratugina og átökin hófust árið 1962 með uppreisn her- foringja. Herinn reyndi að bijóta andstæðinga sína á bak aftur með fjöldamorðum, drápum á stjórn- málamönnum og pyntingum og Guatemala varð eitt af mestu harð- stjómarríkjum heims. Talið er að 140.000 manns, aðallega óbreyttir borgarar, hafi beðið bana eða „horf- ið“ í stríðinu. Réttindi indíána aukin Samkvæmt friðarsamningnum á að auka réttindi Mayaindíána, sem era um 60% landsmanna og urðu mest fyrir barðinu á stríðinu og mannréttindabrotunum. íbúar Guatemala era tíu milljónir og þar af era 80% undir fátæktarmörkum og rúmur helmingurinn er ólæs. Fjórir borgaralegir forsetar hafa verið við völd í landinu frá árinu 1986 og áhrif hersins í stjórnmálum landsins hafa minnkað smám sam- an. Alvaro Arzú, íhaldssamur kaup- sýslumaður, tók við embættinu í janúar og náði samkomulagi við uppreisnarmennina um vopnahlé í mars til að blása lífi í friðarviðræð- urnar, sem hófust árið 1991. Norður-Kóreumenn biðjast afsökunar Iðrun sem á sér ekki fordæmi Seoul, Tókíó. Reuter. NORÐUR-kóresk yfirvöld sögðu í gær, að bandarísk stjórnvöld hefðu heitið því að aflétta viðskiptabanni á Norður-Kóreu og senda matvæli og hjálpargögn til hijáðrar þjóðar- innar. I fyrradag báðust Norður- Kóreumenn afsökunar á því að hafa sent njósnasveit á land í Suður- Kóreu með kafbáti í september. Á það sér engin fordæmi í samskipt- um Kóreuríkjanna. í framhaldi af afsökunarbeiðn- inni afhentu Suður-Kóreumenn Norðanmönnum jarðneskar leifar 24 kafbátsmanna. Ellefu þeirra eru taldir hafa framið hópsjálfsmorð eftir landgönguna, 13 felldu suður- kóreskir hermenn í miklum elting- arleik við hina meintu njósnara, en einn þeirra hefur aldrei fundist. Kann hann að hafa komist heim til Norður-Kóreu. Einn náðist á lífi og veitti upplýsingar um leyniförina við yfirheyrlsur. Clinton ánægður Bill Clinton Bandaríkjaforseti hrósaði afsökunarbeiðninni og sagði hana mikilvægt framlag í átt að friði á Kóreuskaganum. Samþykktu fulltrúar Norðanmanna á samn- ingafundum með bandarískum full- trúum í New York í síðustu viku að taka að nýju þátt í friðarumleit- unum milli Kóreuríkjanna beggja ásamt Bandaríkjunum og Kína. Jafnframt hétu þeir því að standa við samkomulag við Bandaríkin frá 1994 um frystingu kjarnorku- vopnaáætlunar sinnar. Gíslataka skæruliða í Perú Vonast til frek- ari viðræðna Lima. Reuter. HÓFLEGRAR bjartsýni gætti í gær um að nýrra leiða yrði leitað til að leysa gíslamálið í Perú eftir að er- indreki stjórnar Perú ræddi við skæruliða Tupac Amaru-hreyfing- arinnar, sem enn hefur 83 gísla í haldi í bústað japanska sendiherr- ans í Lima. Fulltrúar Rauða krossins og jap- anskra stjórnvalda virtust fullvissir um að fundurinn á laugardag boð- aði áframhaldandi beinar viðræður skæruliða og perúskra stjórnvalda, en frá því að skæruliðarnir tóku gíslana 17. nóvember hafði Michael Minnig, fulltrúi Rauða krossins, verið helsti tengiliður þeirra við umheiminn. Nestor Cerpa, leiðtogi skærulið- anna, ræddi við Domingo Palermo, menntamálaráðherra og samninga- mann Albertos Fujimoris, forseta Perú, í sendiherrabústaðnum í rúm- lega þijár klukkustundir á laugar- dag. Að viðræðunum loknum var 20 gíslum sleppt og hefur því alls 420 gíslum verið sleppt. Sprengja sprakk í gær fyrir utan sendiráð Perús í Aþenu án þess að valda verulegum skemmdum. Er ekki vitað hveijir komu henni fyrir. FORNSAGNA- GETRAUN Hversu vel ertu að þér í íslenskum fornsögum? / Heildarsafn Islendingasagnanna í útgáfu Fomritafélagsins, sem Hið íslenska bókrnenntafélag hefur umboð fyrir, að andvirði kr. 75.000 kr. ' Þú getur reynt þig í fom- sagnagetraun sem birtist í Morgunblaðinu í dag á bls. 20c þar sem verða spumingar úr köfium og kvæðum úr íslenskum fombókmenntum. ✓ Urlausnir á að senda til Morgunblaðsins, dregið verður úr innsendum lausnum og verða veitt ein glæsileg verðlaun: - kjarni málsins!-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.