Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR Listrænar kröfur Morgunblaðið/Björn Gíslason ARNAR Jónsson og Þráinn Karlsson taka á móti þökkum áhorfenda í leikslok. LEIKLIST Leikfc1ag Akurcyrar á Rcnnivcrkstæöinu UNDIR BERUM HIMNI Höfundur: Steve Tesich. Þýðandi: Hallgrímur Helgi Helgason. Val á tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjöms- son. Lýsing: Jóhaim Bjami Pálma- son. Leikmynd og búningar: Magnús Pálsson. Leikstjóm: Eyvindur Er- lendsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Amar Jónsson, Eva Signý Berger, Skúli Gautason, Snorri Ás- mundsson, Stefán Öm Amarson og Þráinn Karlsson auk statistanna Birgis Rafns Friðrikssonar, Ólafs Sveinssonar og Vigfúss Ragnarsson- ar. Sunnudagur 29. desember. TILVISTARKREPPA hijáir persónurnar i þessu nýlega verki hins nýlátna bandaríska leik- skálds, Steve Tesich. Höfundurinn veltir fyrir sér ýmsum heimspeki- legum spurningum: m.a. um sekt og sakleysi; hvað felist í hugtakir.u menning og hvað sé siðferði. Leik- stjóri bendir á ýmsa annmarka á efnistökum leikskáldsins í niður- lagi greinar sinnar í leikskrá og er hægt að failast á þann fyrir- vara. Verkið er á engan hátt full- komið, en í því er varpað fram mjög áhugaverðum spurningum og sýndir nýir fletir á mannlegri tilvist. Þó ég búist ekki við að verkið eigi eftir að teljast sígilt á það ótvírætt erindi við nútímaá- horfendur og hristir óþyrmilega upp í viðteknum viðhorfum. Verkið, eins og það birtist áhorfendum í þessari uppfærslu, krefst mikils af áhorfendum: ein- beitingar, þolinmæði og úthalds. Leikstjórinn hefði að ósekju mátt stytta verkið, þétta textann og hraða á leiknum. Verkið er á stundum undarlega óleikrænt, enda felst það að mestum hluta í einræðulegum samræðum aðal- persónanna tveggja, A1 og Angel, sem leiknar eru af Þráni Karlssyni og Arnari Jónssyni. Að fi-umsýn- ingu lokinni skýtur upp þeirri hug- mynd að leikstjórinn hafi tekið á það ráð að slaka hvergi á listræn- um kröfum heldur vinna úr þeim efnivið sem hann hafði yfir að ráða eftir sínu höfði og skeyta ekki um það þó uppsetningin yrði litt áhorfsvæn. Vegna vægis textans veltur allt á leikhæfileikum aðalleikaranna. Þráinn Karlsson var frábær í hlut- verki sínu sem fulltrúi skrílsins, Angel. Látbragð og textameðferð var til fyrirmyndar og tókst Þráni að því er virðist léttilega að skapa trúverðugan og líflegan karl. Arn- ar Jónsson lék A1 sem andstæðu Angels. Upphafinn en gamalkunn- ur framburður hans varð að lokum eins lýjandi og síendurtekið stefið á sellói frelsarans. Firring hans og mannvonska gerðu karakterinn óaðlaðandi og það var aðeins í seinni hluta fyrri þáttar og svo í lokaatriðinu sem Arnari tókst að yfirstíga þennan múr milli sín og áhorfenda með sterkum, vel unn- um leik. Eitt sem kom á óvart var ein- stök frammistaða Aðalsteins Bergdals í hlutverki munksins. Hlutverkið er sérstaklega vel skrifað frá höfundarins hendi og kemur eins og ljúfur sunnanþeyr inn í stirð samskipti Als og Ang- els. Aðalsteinn fer á kostum og tekst að ná undirfurðulegri kímni fram í raun háalvarlegu atriði. Aðrir leikarar í smærri hlutverkum stóðu sig allir vel. Það hefði mátt gera meira af því að nota þá sem leikmuni í stað brúða þeirra sem dreift var um leikrýmið. Það hefði aukið á áhrifamátt leikmyndarinn- ar. Leikmynd og búningar voru að öðru leyti listilega vel úr garði gerð. Höggmyndin og málverkin vísuðu til hámenningar og mann- legrar þjáningar á sama hátt og hljóðmyndin og textinn. Allt var þetta nostursamlega valið, hljóm- burður mjög góður, ljósum vel stýrt og ljósabúnaði skipulega komið fyrir. Ytri búnaður sýning- arinnar er þannig fjöður í hatt leikfélagsins og sýnir hvernig hið nýja leikrými nýtist sem best. Þegar haft er í huga hve textinn er mikill og flókinn ber að harma að ekki hafi verið staðið betur að þýðingu hans. Þýðandanum virðist vera fyrirmunað að halda textan- um í ákveðnu málsniði. Það ægir saman afar upphöfnu bókmáli og nýjum og gömlum slettum. Þau tækifæri sem gefast til að styðja við persónusköpun með ákveðinni málmynd fyrir hveija persónu eru ekki nýtt. Þetta skýtur skökku við í sýningu sem er eins vandlega unnin og raun ber vitni og sem spennir bogann jafnhátt og óvæg- ið til að ná listrænum árangri. Hvort sýningin hittir hinn almenna áhorfanda í hjartastað veltur hins vegar á því að hann sé tilbúinn að gangast undir þær kvaðir sem sýningin leggur honum á herðar. Sveinn Haraldsson KARL Magnús Karlsson: Refugium - Griðastaður við Kleifarvatn. Svanurinn minn syngur Hugmyndir eru forsenda framkvæmda MYNPLIST Höföaborgin, Ilafnarhúsinu við Tryggvagötu ARKITEKTÚR Samsýning. Opið til 5. janúar; að- gangur ókeypis. ÞAÐ UMHVERFI sem við lifum í er nú mótað af hugmyndum mannsins í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, og sífellt þrengir að nátt- úrunni vegna ákvarðana mannsins. Þessi þróun hófst í upphafi akur- yrkju og landbúnaðar, og hefur var- að alla tíð síðan; síðustu aldir og áratugi hefur tæknilegri getu mannsins til að hafa áhrif á um- hverfi sitt verið beitt nær hugsunar- laust á allt of mörgum sviðum, og er nú ein helsta ógnunin við líf á jörðunni. Þeir sem láta sig þetta einhveiju skipta hafa löngum reynt að hafa áhrif á framvinduna með eigin for- dæmi, ábendingum og hugmyndum, sem gætu leitt manninn á brautir sem væru skaðlausar náttúrunni um leið og þörfum mannsins væri þjónað eftir bestu getu. Mjög hefur verið litið til arkitekta og annara skipu- leggjenda til að hafa forystu um slíkt, þar sem menntun þeirra hefur ekki síst miðað að því að ná þessum markmiðum með ákveðnum heildar- lausnum. Hugmyndir eru forsenda allra slíkra framkvæmda, og því eðlilegt að almenningur kynni sér hvað ungt fólk er að velta fyrir sér á þessu sviði. I Höfðaborginni í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu hefur verið komið fyrir lítilli sýningu á nokkrum verk- um ungra arkitekta, sem hafa verið að ljúka námi í sinni grein á síðustu árum, og eru með henni að koma hugmyndum sínum á framfæri. Verkefni þeirra eiga það flest sameiginlegt að leita samræmis við það umhverfí sem byggingarnar eiga að falla inn í, um leið og þær gegna því hlutverki sem þeim er ætlað. Þetta á einkum við þar sem hugað er að breytingum innan svæða sem þegar eru byggð, t.d. íbúðarhús við Grettisgötu (Sigríður Maack), háskólasvæði á Akureyri (Birgir Jóhannsson), framkvæmdir við Bláa lónið (Anna Kristín Hjart- ardóttir), iðnaðar- og endurhæfíng- arhúsnæði í Manchester (Guðrún Þorsteinsdóttir) og tónleikahöll í Konstanz (Sigrún Guðmundsdóttir). Samhæfing ólíkra skipulagshug- mynda í borgum (Arna Sigríður Mathiesen) er einnig spurning um sambýli í byggingalist, sem hver einasta borg verður að taka á, eins og vel sést t.d. í fjölbreytni miðborg- ar Reykjavíkur, sem ekki er ætíð augnayndi. Sérhæfðar byggingar á nýjum stöðum eru ætíð viðkvæm viðfangs- efni og taka sig misvel út í þeim hugmyndum, sem hér eru kynntar. Griðastaður við Kleifarvatn (Karl Magnús Karlsson) nýtur þeirrar sér- stöðu að engin önnur mannvirki verða séð frá staðnum, sem er ein- stök aðstaða. Listamiðstöðin Gull- kista á Laugarvatni (Margrét Leifs- dóttir) stendur einnig sér, og teng- ist lítt þorpinu á staðnum; bygging- in er fyrst og fremst hönnuð með hlutverkið í huga og gæti því nýst víðar þar sem álíka útsýnis nýtur við. Loks ber að nefna hugmynd að flugstöð hins þrautseiga en ímynd- aða alþjóðaflugvallar í Skeijafirði (Sigurður Kolbeinsson), sem er í senn einföld og stílhrein, vélræn og dauðhreinsuð - og virðist ekki líkleg til að auka ánægju þeirra sem þurfa að nýta slík mannvirki. Helsti galli þessarar sýningar er einfaldlega skortur á upplýsingum; enginn listi yfir sýnendur og verk þeirra liggur frammi, upplýsingar með verkum eru ekki alltaf á ís- lensku, og uppsetningar eru misgóð- ar. Hér er þó engu að síðar að finna fijóar hugmyndir, sem ættu skilið að komast í framkvæmd. Eiríkur Þorláksson KVIKMYNDIR Rcgnboginn, Laugarásbíó SVANAPRINSESSAN ★★ Leikstjóri: Richard Rich. Leikstjóni isl. talsetningar: Þórhallur Signrðs- son. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Leikraddir: Sóley Elíasdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Pétur Einarsson, Sigurður Sigur- jónsson, Hjálmar Hjálmarsson o.fl. Columbia TriStar. 1996. KVIKMYNDAVERIN í Holly- wood reyna reglulega að gera teiknimyndir sem búa yfir sömu gæðum og vinsældum og þær sem teiknimyndarisinn Walt Disney framleiðir en án sjáanlegs árang- urs hingað til. Disney virðist ósi- grandi á þessu sviði hvað svosem veldur. Svanaprinsessan frá Col- umbia-fyrirtækinu er ein af þess- um tilraunum og þótt hún bjóði upp á prýðilega skemmtun nær hún ekki að skáka Disneymynd- unum. Það besta við hana er fjör- leg íslensk talsetning. Myndin er mjög gerð í Disney- hefðinni. Tekið er þekkt ævintýri og búin til úr því brennheit ástar- saga í þetta sinn um prinsessuna sem breytist í svan. Sagan sú er krydduð með sönglögum og dans- númerum og gamansemi að hætti Disney-félagsins. Nema sönglög- in eru öll fremur óspennandi og ástarsagan á milli prinsessunnar, sem vondur seiðkarl breytir í svan, og prinsins, sem bjargar henni úr álögum, er verulega syk- ursæt og væmin í útfærslu Ieik- stjórans Richard Rich. Þar fyrir utan eru prinsinn og prinsessan stundum eins og klippt útúr aug- lýsingu um Ken og Barbí. Spenn- andi og ærslafullur lokakafli bjargar myndinni fyrir horn og gerir á endanum frambærilega. Ljóst er að Svanaprinsessan er gerð fyrir yngri kvikmyndahúsa- gesti og fyrir þá er talsetningin hreinasta líflína til skilnings sög- unni og standa íslensku leikararn- ir sig mjög vel undir stjórn Þór- halls Sigurðssonar. Einkum er gaman að þeim sem leika fjörugar og skemmtilegar aukapersónur er sjá alfarið um hinn kómíska létti í sögunni. Þær eru rósemdar- leg skjaldbaka (Pétur Einarsson), snobbaður froskræfill sem er haldinn þeirri firru að hann sé prins í álögum (Hjálmar Hjálm- arsson), og úrræðagóður lundi (Sigurður Siguijónsson), og koma þær ástarfuglunum til hjálpar á ögurstundu. Svanaprinsessan er hæfileg yngri áhorfendum en ekki er víst hvort hún nægi að uppfylla allar óskir þeirra sem eldri eru. Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.