Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 55
Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík
Friðsæl
jól að mestu
27. - 30. des.
JÓLIN hafa verið mjög róleg á
starfssvæði lögreglunnar í
Reykjavík og fátt borið til tíðinda.
Eftir liðna helgi eru þó 294 færsl-
ur í dagbók. Af þeim eru 5 vegna
iíkamsmeiðinga, 11 innbrot, 7
þjófnaðir og 21 tilkynning vegna
eignarspjalla. Fíkniefni komu við
sögu fjögurra mála.
Heimilisófriður og ofbeldi
Afskipti þurfti að hafa af 22
vegna ölvunarháttsemi á al-
mannafæri og 29 þurfti að vista
í fangageymslunum vegna hennar
sem og ýmissa annarra mála. Til-
kynningar vegna hávaða og
ónæðis innan dyra voru 21 og til-
vik vegna heimilisófriðar voru 8.
Ofbeldi hafði verið beitt í fjórum
þeirra.
Ellefu ökumenn voru kærðir
fyrir of hraðan akstur og jafn-
margir ökumenn eru grunaðir um
ölvunarakstur. Einn þeirra hafði
lent í umferðaróhappi áður en til
hans náðist. Auk þessa var til-
kynnt um 25 umferðaróhöpp um
helgina. Meiðsli á fólki urðu í fjór-
um tilvikum.
Á föstudag missti fjögurra ára
gamalt barn framan af fingri þeg-
ar það klemmdist á milli stafs og
hurðar. Það var flutt á slysadeild
með sjúkrabifreið. Álft festist í
rimlum við Iðnó. Vegfaranda
tókst að losa hana úr prísundinni
áður en lögreglumenn komu á
vettvang. Um kvöldið þurfti að
flytja tvo aðila á slysadeild eftir
harðan árekstur tveggja bifreiða
á gatnamótum Skógarsels og
Stekkjarbakka.
Skorinn í andliti
Tilkynnt var um að maður hefði
verið stunginn með hnífi í húsi í
miðborginni. Það reyndist ekki á
rökum reist. Hins vegar var mað-
ur skorinn í andliti á veitingahúsi
við Klapparstíg síðar um nóttina.
Hann var fluttur á slysadeild.
' Maður varð fyrir bifreið á Háa-
leitisbraut við Kringlumýrarbraut
aðfaranótt laugardags. Hann
hlaut höfuðmeiðsli, en þau voru
taliri minniháttar.
Á laugardag kviknaði í feiti í
potti eldavélar húss við Öldugötu.
Mikill reykur fylgdi í kjölfarið,
en litlar skemmdir. Um kvöldið
valt bifreið á gatnamótum Lauf-
ásvegar og Skálholtsstígs. Öku-
maður hlaut minniháttar meiðsli.
Um nóttina var tilkynnt um eld
í sameign verslunar við Hvera-
fold. Tjón varð mestmegnis
vegna vatns, en sjálfvirkt
slökkvikerfi er í húsinu.
Á sunnudagsmorgun varð
gangandi vegfarandi fyrir bifreið
á Barónsstíg við Eiríksgötu. Hann
hlaut skurð á augabrún og á
hnakka og var því fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild. Til
slagsmála kom á milli ölvaðra
manna í húsi á Seltjarnarnesi.
Vista þurfti tvo í fangageymslun-
um og flytja einn á slysadeild.
Fíkniefni á góðkunningjum
Síðdegis gekk maður berserks-
gang utan dyra á Laugavegi.
Skemmdir urðu m.a. á fjórum bif-
reiðum. Maðurinn var handtekinn
og vistaður í fangageymslu. Að-
faranótt mánudags fundust fíkni-
efni á tveimur mönnum, sem
handteknir voru á Vatnsmýrar-
vegi. Um var að ræða marijuana,
19 alsælutöflur og amfetamín.
Mennirnir hafa nokkrum sinnum
áður komið við sögu slíkra mála.
Um nóttina var kveikt í ára-
mótabrennu við Leirubakka, en
hún hafði verið ætluð íbúum
Breiðholts til ánægju og upplyft-
ingar.
I desembermánuði hafa lög-
reglumenn sérstaklega eftirlit
með ölvuðum ökumönnum. í
Reykjavík hafa 83 ökumenn þegar
verið grunaðir um ölvunarakstur
það sem af er þessum desember-
mánuði, en lögreglumenn á Suð-
vesturlandi hafa verið að fýlgjast
sérstaklega með þessum þætti
umferðarmálanna að undanförnu.
Framundan eru áramót. Það
er von lögreglu að fólk hugsi sig
um tvisvar, og jafnvel oftar ef
þörf krefur, áður en það ákveður
að setjast undir stýri undir áhrif-
um áfengis. Fólk er hvatt til að
gæta hófs í áfengisneyslu um ára-
mótin og gleyma ekki bömunum.
Fólk er jafnframt hvatt enn sem
fyrr til varkárni í meðferð flugelda
og blysa.
Lögreglan óskar öllum gleði,
gæfu, friðar og farsældar á nýju
ári.
Endurhæfingarmiðstöð Reykjalundar
Gjöf notuð til kaupa á
þolprófunartækjum
VIÐ afhendingu gjafabréfs, talið frá vinstri: Sverrir Hermanns-
son bankastjóri, Gísli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjarta-
sjúklinga, Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, og Hauk-
ur Þórðarson yfirlæknir.
Styrkur úr
Fræðslu-
sjóði Jóns
Þórarins-
sonar
STYRKUR úr Fræðslusjóði Jóns
Þórarinssonar var afhentur við
brautskráningarathöfn Flens-
borgarskólans í
Víðistaðakirkju
21. desember sl.,
og hlaut Hrund
Einarsdóttir
verkfræðingur
styrkinn að þessu
sinni. Upphæðin
styrksins var 225
þúsund krónur.
Fræðslusjóður
Hrund Jóns Þórarins-
Einarsdóttir sonar var stofn-
3-ður með erfðaskrá Önnu Jónsdótt-
ur ljósmyndara í Hafnarfirði og er
hlutverk hans „að styrkja til fram-
haldsnáms efnilegt námsfólk sem
lokið hefur fullnaðarprófi við Flens-
borgarskólann í Hafnarfirði. Anna
Jónsdóttir var dóttir fyrsta skóla-
stjóra Flensborgarskólans, Jóns
Þórarinssonar, og með þessari ráð-
stöfun á eigum sínum vildi hún
halda nafni og minningu hans á
lofti, segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór
fram 16. desember 1992, á
hundraðasta afmælisdegi Önnu, en
síðan hefur úthlutunin farið fram
samhliða brautskráningu í desem-
ber.
Hrund Einarsdóttir er fædd 7.
september 1970. Foreldrar hennar
eru Dröfn Guðmundsdóttir kennari
og Einar Sigurðsson tæknifræðing-
ur. Hún lauk stúdentsprófi frá
Flensborgarskólanum um jólin
1989 eftir sjö anna námstíma og
BS-prófi í rafmagnsverfræði frá
Háskóla íslands vorið 1994. Hún
stundar nú framhaldsnám í bygg-
'ngarverkfræði við San Jose Uni-
versity í Kalifomíu og stefnir að
mastersprófi í burðarþolsfræði í
árslok 1997.
Formaður skólanefndar Flens-
borgarskólans, en hún er jafnframt
stjórn sjóðsins, er Gunnar Rafn Sig-
úrbjörnsson.
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga
og Landsbanki íslanda færðu
Endurhæfingarmiðstöð Reykja-
lundar 2 milljónir króna að gjöf
27. desember sl. Fjárhæðin verður
notuð til að kaupa ný þolprófunar-
tæki, ásamt fylgihlutum fyrir
hjarta- og lungnasjúklinga, en
núverandi tæki eru úr sér gengin.
Hjarta- og lungnasjúklingar
hafa um árabil fengið snarpa og
markvissa endurhæfingu á Rey-
kjalundi er stendur að jafnaði í
fjórar vikur. Vikulega er tekið á
móti fimm hjartasjúklingum og
eru því daglega 20-25 hjarta-
sjúklingar í endurhæfingu og ann-
ar eins fjöldi lungnasjúlkinga. Um
220 hjartasjúklingar njóta endur-
hæfingar á Reykjalundi árlega.
Við afhendingu gjafarinnar
sagði Gísli J. Eyland, formaður
LHS, að hann vildi lýsa yfir
ánægju sinni með hið góða sam-
starf LHS og Reykjalundar. Dvöl
á Reykjalundi er algjör nauðsyn
fyrir þá sem hafa gengist undir
hjartaskurðaðgerðir og vilja tak-
ast á við lífið á ný.
Sigurður Helgason, fyrrverandi
formaður LHS, var hvatamaður
Kvöldganga
á nýársdag
í FYRSTU kvöldgöngunni á nýja ár-
inu, miðvikudaginn 1. janúar, stendur
Hafnargönguhópurinn fyrir göngu-
ferð frá Hafnarhúsinu kl. 20.
Farið verður niður á Miðbakka og
að húsi Hafrannsóknarstofnunar og
sjávarútvegsráðuneytisins og síðan að
Stjómarráðinu og um Austurvöll að
Alþingishúsinu, um Skólabrú að
Menntaskólanum og áfram að
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Sóleyj-
argötu 1, yfir Tjamarbrúna að Raun-
vísindastofnun Háskólans og niður að
Grandavegi 27, Landhelgisgæslunni,
Slysavamarfélaginu og um Slippinn
til baka að Hafnarhúsinu.
Allir eru velkomnir í ferð með Hafn-
argönguhópnum.
að þessu samstarfi LHS og Lands-
banka íslands og þakkaði hann
Sverri Hermannssyni bankastjóra
fyrir skjótar og góðar undirtektir.
Sverrir sagði við þetta tækifæri
að fjármálastofnanir mættu verja
meira fé í fyrirbyggjandi aðgerðir
og hann hvatti til frekari sam-
vinnu LHS og Landsbanka ís-
lands, sem væri tilbúinn að styðja
fleiri nauðsynjaverk en þetta.
Þeir Björn Ástmundsson, for-
stjóri Reykjalundar, og Haukur
Þórðarson yfirlæknir þökkuðu
góða gjöf og fræddu þeir við-
stadda um ýmislegt í starfi
Reykjalundar, segir í fréttatil-
kynningu.
Reiknaðu úl
„ éisíðum ^
í Sjóvá-Alnriehhra
Velkomin á nýja slóð i tryggingum:
www.sjal.is
sióváHWaimfwnar
Traustur þáttur í tilverunni
LAUGAVEGS
APÓTEK
Laugavegi 16
HOLTS
APÓTEK
Álfheimum 74
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugavegs Apótek
"@C0
CÍTW
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Ðömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
l fljótt að stíflunni
af því að þaö er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás ehf.,
Langholtsvegi 84, s. 533 1330.
skólar/
námskeið
ýmislegt
HEILSUSETUR
ÞÓRGUNNU
■ Nám í svæðameðferð
Viðurkennd af F.S.M. Kynningar-
námskeið byrjar 8. janúar 1997.
Svæðameðferðarskóli Þórgunnu,
símar 562 4745 og 552 1850.
■ Nuddskóli
Nuddstofu Reykjavíkur
■ Svæðameðferð
(Kennslutími kvöld og helgar).
Vorönn 1996
Nám helst á eftirtöldum kennslustöðum:
Reykjavík 8. janúar
Akureyri 15. janúar
Egilsstöóym 22. janúar
Hringdu í síma 557 9736 eða 462 4517
og við sendum þér upplýsingabækling.
nudd
HEILSUSETUR
ÞÓRGUNNU
■ Ungbarnanudd
4ra vikna námskeið fyrir foreldra meö
börn á aldrinum 1-10 mánaða byrjar
fimmtudaginn 9. janúar. Gott fyrir öll
börn, m.a. viö magakveisu, lofti í þörm-
um og órólegum svefni.
Upplýsingar og innritun á Heilsusetri
Þórgunnu í síma 562 4745 milli
kl. 12.00 og 14.00 á virkum dögum.