Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 62

Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Martin Landau DENNIS QUAD SEAN CONNERY STARMAN PÖRUPILTAR Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd fyrir alla fjölskylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sígilda. Sýnd kl. 3, 5 og 7 Dragonheart er bráðfyndin ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára BRIMBROT KLIKKAÐI PRÓFESSORINN SÝND KL. 6 riKftpu SÝND KL. 9 og 11.15 SÝND KL. 2.30, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Sýnd 2. janúar kl. 6.50, 9 og 11.10. Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinsson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd nýársdag kl. 5, 8 og 11. Sýnd 2. janúar kl. 3, 5, 8 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. Stórkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar. Við innrás Þjóðverja í Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til að leggja niður vopn og síðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils í lífi Hamsuns.Aðalhlutverk Max von Sydow og Ghita Norby Sýnd kl. 9. SLEEPERS HASKOLABIO Háskólabíó BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC HÁSKÓLABÍÓ ÓSKAR ÖLLUIVI LAIUDSMÖIUIUUIVI FARSÆLDAR Á KOMAIUDI BÍÓÁRI OG ÞAKKAR ÁIUÆGJULEGA SAMFYLGD. askrífstora Málanám er fjárfesting til frambóðar enska, franska, italska, þýska, spænska..... Við bjóðum ungum sem öldnum úrval námskeiða viða um heim. „Hjá okkur ferð þú í ævintýralegt málanám". Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Vinnslustöðin í Eyjum 50 ára Vestmannaeyjum - Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er 50 ára og í til- efni af því var efnt til afmælisfagn- aðar í Týsheimilinu í Eyjum fyrir skömmu. Aðalfundur fyrirtækisins var haldinn sama dag og á honum voru afhentir styrkir sem stjórnin hafði samþykkt að veita félögum í tilefni afmælisins. Vinnslustöðin afhenti Knattspyrn- uráði ÍBV 500 þúsund krónur, en samstarfssamningur milli Knatt- spyrnuráðs ÍBV og Vinnslustöðvar- innar um stuðning fyrirtækisins við knattspyrnuna í Eyjum var undirrit- aður á laugardaginn. Vinnslustöðin hefur undanfarin ár verið einn af helstu bakhjörlum Knattspyrnuráðs ÍBV og verður það áfram eftir und- irritun samstarfssamningsins. Þá afhenti félagið Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 500 þús- und krónur til styrktar starfsemi félagsins og tók Þorsteinn Ólafsson, formaður félagsins, við gjöfinni á aðalfundinum. Á laugardagskvöldið var efnt til mikiliar afmælisveislu í Týsheimil- inu. Starfsfólki og viðskiptaaðilum fyrirtækisins var þá boðið til veislu þar sem boðið var upp á mat og drykk. Sighvatur Bjarnason, fram- Morgunblaðið/Sigiirgeir Jónasson ELSTU starfsmenn Vinnslustöðvarinnar, Guðmundur Asbjörnsson og Sigurbjörg Guðnadóttir, hafa starfað hjá fyrirtækinu í 45 ár. RUNÓLFUR Dagbjartsson, Bjarni Sig- hvatsson og Stefán Halldórsson á spjalli í afmælishófinu. GEIR Magnússon, stjórnarformaður Vinnslustöðvar- innar, afhenti Þorsteini Ólafssyni, formanni Stýrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna, peningaupphæð. VIN kvæmdastjóri, og Geir Magnússon, stjórnarformaður, ávörpuðu veislu- gesti og röktu í stuttu máli sögu fyrirtækisins, en síðan flutti forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja féiag- inu afmæliskveðju og færði því mynd að gjöf frá Vestmannaeyjabæ. Geir Magnússon, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, afhenti síðan Kvenfélaginu Líkn 250 þúsund krón- ur að gjöf í tilefni afmælisins. Að loknum ávörpum var boðið upp á skemmtidagskrá þar sem fram komu Jóhannes Kristjánsson, eftir- herma, og íris Guðmundsdóttir, söngkona, en síðan var fjöldasöngur sem Einar Hallgrímsson og félagar stjórnuðu. Hljómsveitin Hunang lék síðan fyrir dansi fram eftir nóttu og skemmtu veislugestir sér vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.