Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 13

Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 13 FRÉTTIR Lokuð inni í hrað- banka á nýársmorgnn KONA lokaðist inni í hraðbanka Islandsbanka í Lækjargötu á ný- ársmorgun og þurfti að dvelja þar fram yfir hádegi á nýársdag. Þá kom annar viðskiptavinur sem átti erindi í bankann þar að lokuðum dyrum, varð var við konuna og gerði lögreglu viðvart. Að sögn Sigurveigar Jónsdótt- ur, upplýsingafulltrúa íslands- banka, hafði hurðin verið spennt upp og unnin á henni skemmdar- verk þannig að læsingin bilaði. Þannig hafi dyrnar verið opnar þegar konan kom að bankanum og gekk inn, en síðan lokast að baki henni. Það var um kl. 12.20 á nýárs- dag að lögreglu var gert viðvart um að konan væri lokuð inni í bankanum. Lögreglumenn reyndu að opna en höfðu ekki erindi sem erfiði og var þá kallaður til starfs- maður bankans, sem gat opnað með lykli og hleypt henni út. Sigurveig heimsótti konuna í gær, færði henni konfekt og bað hana afsökunar á óþægindunum fyrir hönd bankans. Að sögn hafði henni ekki orðið meint af vistinni bak við lokaðar dyrnar. Ekki er vitað nákvæmlega hvað klukkan var þegar hún lokaðist inni. Aðspurð hvort ekki væri ráð að hafa síma í hraðbönkunum, þannig að hægt væri að gera viðvart ef viðskiptavinir lokuðust þar inni, sagði Sigurveig að reynt hefði verið að hafa þar síma en þeir hefðu jafnharðan verið skemmdir. Morgunblaðið/Golli * Aramóta- golf ÁHUGAMENN um golfíþróttina hafa notað veðurblíðuna hér á landi undanfarið til að iðka íþrótt sína þann stutta tíma sem dags- birtunnar nýtur við á daginn, en golfvellir á láglendi sunnanlands hafa verið marauðir og margir því notað tækifærið til að slá hvíta boltann þegar frístund hef- ur gefist. Á myndinni sjást þeir Gunnar Halldórsson og Sigurður Magnússon sem líkt og fleiri golf- arar hafa iðkað íþrótt sina und- anfarið á golfvellinum á Þorláks- höfn, en þar er nú verið að byggja upp níu holu völl. 51% eignarhlutur ríkisins og Reykja- víkurborgar í Skýrr hf. Kaupþingi falið að und- irbúa útboð RÍKI og Reykjavíkurborg hafa falið Kaupþingi að undirbúa til- boðsgerð og óska eftir tilboðum í 51% eignarhlut þessara aðila í Skýrr hf. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra, verður væntanlega auglýst eftir tilboðum á næstu dögum. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á gamlársdag hefur bandaríska tölvufyrirtækið Comp- uter Sciences Corporation, CSC, sýnt áhuga á á að kaupa þennan hluta. Steingrímur Ari sagði að ráð væri fyrir því gert að útboðið yrði í tveimur áföngum. Fyrst yrði ósk- að eftir áhugasömum aðilum sem yrði gert að skila lágmarksverðtil- boði ásamt hugmyndum um fram- tíð fyrirtækisins. í seinni áfanga verði þremur þessara aðila gefinn kostur á að bjóða endanlega í þau 51% af hlut ríkis og borgar sem selja á. CSC skili tilboðum eins og aðrir „Það er ekkert um þennan bandaríska aðila að segja frekar. Hann verður að leggja inn tilboð fyrir tilgreindan tímapunkt eins og aðrir. Án þess að gera upp á milli aðila sjáum við hins vegar ekkert annað en eftirsóknarvert við það að fá tilboð frá erlendum aðila,íl sagði Steingrímur Ari. Nafnverð hlutafjár í Skýrr hf. er rúmar 200 m.kr. og nafnvirði 51% er því 102 m.kr. Steingrímur Ari vildi ekki gefa upp áætlað markaðsverð. Alls er áformað að selja 56% hlutafjár í Skýrr því auk þeirra 51% sem sett verða á markað stendur starfsmönnum til boða að kaupa 5%. 280 milljarða velta Eins og fram hefur komið var fulltrúi Computer Sciences Corporation (CSC) staddur hér á landi fyrir skömmu til viðræðna við forráðamenn Skýrr. Athugun fyrirtækisins beinist m.a. að því hvaða ávinningur sé mögulegur af hugsanlegu samstarfi við Skýrr hf. og hvernig nýta megi reynslu fyrirtækisins af verkefnum fyrir opinbera aðila á íslandi á öðrum sviðum. Innan CSC er í undirbún- ingi skýrsla um Skýrr og er búist við að þráðurinn verði tekinn upp aftur nú snemma í janúar. CSC var stofnað fyrir 35 árum og er eitt stærsta sjálfstæða fyrir- tæki heims á sviði upplýsinga- tækni þ.á.m. við hönnun, þróun og rekstur tölvukerfa. Það annast t.d. fjölmörg verkefni fyrir banda- rísk stjórnvöld og hefur gert tæknilega samstarfssaminga og tölvurekstrarsamninga við ýmsa aðila mjög víða í heiminum. Hefur það annast mörg af flóknustu verkefnum á þessu sviði í heimin- um, t.d. fyrir flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, geimferðaáætlun Bandaríkjanna, skattyfirvöld í Evrópu og Seðlabanka Bandaríkj- anna. Nemur árleg velta þess um 4,2 milljörðum bandaríkjadala sem svarar til 280 milljarða íslenskra króna. Styrkur veittur til tannréttinga HEILBRIGÐISRAÐHERRA hefur gefið út reglur um þátttöku í kostnaði við tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga af fæðing- argöllum, sjúkdómum og slysum. Samkvæmt reglugerðinni veita sjúkratryggingar styrk vegna kostnaðar við tannréttingar barna og ungmenna 20 ára og yngri en hingað til hafa sjúkratryggingar aðeins tekið þátt í tannréttingum þeirra, sem fallið hafa undir alvar- leg tilvik. Tryggingaráð mun setja reglur um hversu hár styrkurinn verður, sem sjúkratryggingar greiða vegna alvarlegra afleiðinga af fæðingargöllum, sjúkdómum og slysum. Þórir Haraldsson aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra vildi ekki nefna upphæð en sagði að verið væri að skoða hvaða aðferð ætti að beita við greiðslu styrks- ins. Til greina kæmi að veita ákveðna krónutölu í styrk eða að breyta gjaldskrá fyrir tannrétting- ar, sem Tryggingastofnun miðar við og greiða þá ákveðinn hluta af kostnaðinum. „Hingað til hefur þátttaka al- mannatrygginga i tannréttingum verið bundin við alvarlegustu til- feilin og svo verður áfram,“ sagði hann. „Kostnaður við tannrétting- ar er talsvert mismunandi miili sérfræðinga. Menn beita mismun- andi vinnubrögðum og nákvæmnin er mismikil. Þegar búið er að út- færa styrkinn þá geta allir sem þurfa á tannréttingum að halda fengið styrk. Áður var greitt eftir því hversu alvarleg skekkjan var.“ Útsalan er hafin Mj ö g m i k i 11 a f s l á t t u r EeldufeUi 2, sími SS71730. TILKYNNING UM ALMENNT SKULDABREFAUTBOÐ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Byggingarsjóður verkamanna, kt. 460169-2329 Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík ÚtboðsQárhæð: 1.000.000.000 kr. Flokkur Útgáfúdagur 1. janúar 1996 Fyrsti söludagur 3. janúar 1997 Lánstfmi Fyrsti gjalddagi 1. fl. 1996 2. fl. 1996 24 ár 42 ár 01.01.1999 01.01.1999 Upphæð Óákveðin lokastærð Óákveðin lokastærð Skuldabréfin bera fasta vexti 2,7% Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala 174,2 stig. Frekari upplýsingar um útgefanda má nálgast hjá söluaðilum. Ávöxtun: 1. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hveijum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfú í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að ffádregnum 0,02%. 2. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hveijum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfú í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að frádregnum 0,10%. KAUPÞING HF. -Löggilt verðbréfafyrirtœki- ééVCAUPÞING NORÐURLANDS HF -LSggilt verSbrifafyrirtaekt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.