Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 37 Ldadómstól Bosníu Samningur ASÍ og VSÍ um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins við bosnísk stjórnvöld að þau rann- saki mál, leiti uppi þá sem beitt hafa órétti og taki mál þeirra fyrir.“ Ekki er hægt að fullyrða um hvers konar mál muni fyrst og fremst koma upp á borð dómstólsins en Jakob seg- ist geta ímyndað sér að flest muni þau varða brot á ferðafrelsi, tjáning- arfrelsi og eignarrétti. „í orði ríkir nú ferðafrelsi í landinu en raunin hefur reynst önnur. Engin fijáls fjölmiðlun er í landinu. Þá riðluðust þjóðirnar bókstaflega, um ein milljón manna flýði á brott, hálf milljón hefur verið rekin frá heimilum sínum og mörg hundruð manna létu lífið. Það hefur reynst þrautin þyngri fyrir fólk að snúa aftur heim, ekki síst vegna afar umdeildra laga sem sett voru í sambandsríki múslima og Króata og kveða á um að yfirgefi íbúar hús sitt lengur en í 15 daga, falli það í hend- ur ríkinu. Eg geri ráð fyrir að dóm- stóllinn muni telja þetta hin mestu ólög og ekki fallast á þau. Þegar landsréttur og þjóðarréttur rekast á, mun þjóðarréttur gilda. Mannrétt- indasamningur Evrópu og þónokkrir alþjóðlegir samningar á vegum SÞ, svo sem alþjóðleg mannréttindalög, eru þar á meðal.“ Þegar úrskurður dómstólsins ligg- ur fyrir, getur hann ekki framfylgt honum, þrátt fyrir að úrskurðurinn teljist bindandi. Aðilar Dayton-frið- arsamkomulagsins, Serbar, Króatar og múslimar, hafa skuldbundið sig til að virða dómstólinn. „Við getum aðeins vonað að sú verði raunin, að- eins á þann hátt gerir dómstóllinn eitthvert gagn. Við vonum að hinn pólitíski þrýstingur muni nægja, ef ekki, er allt okkar starf unnið fyrir gýg. Enn sem komið er verður ekki annað séð en úrskurðirnir verði virt- ir,“ segir Jakob. Aðeins Danir borga Jakob var yfirmaður kærudeildar SÞ og nú síðast ritari mannréttinda- nefndar SÞ. Hann þekkir því vel til þeirra málaflokka sem koma til kasta dómstólsins og segir að sú reynsla muni án efa koma sér að góðum notum í starfinu. Samstarfið hafi gengið ágætlega það sem af er, þótt tungumálakunnátta setji mönnum nokkrar skorður. Opinber mál dóm- stólsins eru fjögur; enska, serbneska, króatíska og bosníska. Allt sem fram fer er túlkað og öll málskjöl þarf að þýða. „Öll orðaskipti dómarahópanna fara fram í gegnum túlk og það er erfitt að geta ekki ræðst við utan dómssalarins án túlka. Þeir eru að- eins tveir, auk tveggja sem þýða málsskjöl, og fá því ekki nokkurn frið, eru sífellt að. Mikið af hæfileika- fólki hefur flúið land og ekki heiglum hent að finna hæft starfsfólk. Það hefur þó tekist, annar túlkanna er svæfingalæknir en hinn viðskipta- fræðingur." Mannréttindadómstóllinn er skip- aður til fimm ára. Að þeim tíma liðn- um er gert ráð fyrir að Bosnía verði orðin eitt óskipt ríki og að stjórnvöld þess muni taka ákvörðun um fram- haldið. Fjárskortur hefur hins vegar hamlað starfsemi dómstólsins. í frið- arsamkomulaginu er kveðið á um að Bosnía-Herzegóvína greiði kostn- aðinn við dómstólinn en Jakob segir það ekki hvarfla að nokkrum manni. „Starf mannréttindadómstólsins er undir því komið að hliðholl ríki greiði í sjóð sem er í vörslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og á að standa undir kostnaði við hann. Hins vegar hefur aðeins eitt ríki sýnt það í verki að það sé hliðhollt starfi dóm- stólsins en það er Danmörk. Framlag þeirra hefur nægt til að fjármagna starfið, þó að stakkurinn hafi vissu- iega verið þröngt sniðinn, aðeins fjór- ir starfsmenn auk dómara og fundar- höld fjórðu hvetja viku. Nú er féð hins vegar á þrotum, Danir hafa lýst sig reiðubúna að leggja meira fé fram, svo fremi sem aðrar þjóðir sjái sóma sinn í að gera slíkt hið sama. Ég held að þjóðir heims hafi ekki áttað sig á því að þessi dómstóll sé starf- andi. Hið gríðarlega uppbyggingar- starf sem nú er í Bosníu er mun sýni- legra en það sem fram fer í nokkrum skrifstofum í húsi gamla stjórnlaga- dómstólsins. Takist að minna á starf dómstólsins batnar þetta ástand von- andi en það er til skammar eins og er.“ skipun ESB. Daglegur hvíldartími lengist úr 10 klst. á sólarhring í 11. í samantekt Óm- ars Friðrikssonar kemur fram að reglurnar muni einkum hafa áhrif á vaktavinnu í fiski- mjölsverksmiðjum. Meðalvinnutími í viku á hverju sex mánaða tímabili má ekki verða umfram 48 klst., sam- * * kvæmt samningi ASI og VSI um vinnutímatil- Töluverð áhrif á vinnu í 1 rk a.i 11 '^rksmiðj um EKKI er búist við að samn- ingur ASÍ og VSÍ um skipulag vinnutíma, sem hrindir í framkvæmd vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins, muni a.m.k. fyrst um sinn hafa veruleg áhrif á vinnutíma þorra starfsfólks á vinnumarkaðinum. í einstökum starfsgreinum er þó reiknað með talsverðum breytingum. Þurfa að taka allt sitt sumarfrí Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að samningsákvæðin muni hafa tölu- verð áhrif í fiskvinnslunni, sérstak- lega í loðnuverksmiðjunum, þar sem flestir vinna vaktavinnu. Arnar gerir ráð fyrir að breytingarnar muni m.a, hafa þá þýðingu að ráða þurfi fleiri afleysingamenn í loðnubræðslurnar. I nokkrum verksmiðjum sé unnið á átta tíma vöktum og þar muni þurfa að breyta yfir í tólf tíma vaktir. „Miðað við þá gífurlegu aukningu sem orðið hefur í bræðslu hér á landi á síðustu árum er ljóst að margar verksmiðjur starfa á vöktum allt að sjö til átta mánuði á ári. Það er gert ráð fyrir því í samningnum að í ein- staka tilvikum sé hægt að semja um að viðmiðunartímabilið verði tólf mánuðir í stað sex, sem er megin- reglan samkvæmt samningnum. Ég á von á því að samið verði um það að minnsta kosti hvað varðar vinnu fiskimjölsverskmiðjum. Vinnustundahámark samkvæmt vinnutímasamningi ASÍ og VSÍ Vinnu- dagar Fyrri árs- helmingur Seinni árs- heimíngur 121 129 Árið allt 250 Meðalfjöidi vinnustunda á dag 9,6 9,6 Hámark vinnustunda 1.238 1.267 2.506 Þaraf Daginnu- stundir 897 957 1.854 Yfirvinnu- stundir 341 310 651 Meðaltalstölur samkv. vinnutímasamningi ASÍ og VSÍ Hámarks Hámarks vinnutími yfirvinna Ádag 10,0 2,6 Á viku 50,1 13,0 Á mánuði 208,8 54,3 Þjónustusam bandið fellst ekki á samn- inginn Engu að síður mun þetta hafa í för með sér ein- hveijar breytingar. Starfs- menn munu almennt verða að taka allt sitt sumarfrí, það verður í ríkara mæli gengið eftir því að menn taki sinn vikulega frídag og á milli úthalda, þegar bræðslan er ekki í gangi, get- ur þetta haft þau áhrif að menn vinni fyrst og fremst dagvinnuna en ekki yfirvinnu," segir Arnar. Jafnað yfir sex mánaða viðmiðunartímabil í samningnum er gengið út frá þeirri meginregiu að árinu verði skipt í tvö viðmiðunartímabil, janúar til júní og júlí til desember sem útreikn- ingar á meðalvinnutíma eru miðaðir við og að meðalvinnuvika verði að hámarki 48 virkar vinnustundir á hvorum árshelmingi. „Samkvæmt samningnum er vinnuveitanda óheimilt að láta starfsmann sinn vinna meira en 48 virkar vinnustund- ir að jafnaði á viðmiðunartímabilinu. Starfsmanninum er með sama hætti óheimilt að vinna umfram hámarkið hjá sama vinnuveitanda,“ segir í skýringum sem ASÍ og VSÍ hafa tekið saman með samningnum. Aðspurður hvort þetta hafí þá þýðingu að hámark sé eingöngu sett á vinnutíma hjá einum og sama at- vinnurekanda sagði Halldór Grön- vold, skrifstofustjóri ASÍ: „Það er okkar skoðun að þetta gildi um sér- hvern launamann en ekki bara vinnu hjá sérhverjum atvinnurekanda. Það er ekki sameiginlegur skilningur á því og við ákváðum að láta reyna á það með öðrum hætti.“ Virkur vinnutími um 37 stundir Gerður er greinarmunur á greidd- um tíma og svokölluðum virkum vin- nutíma, sem hámarksákvæði um vinnustundaijölda eru miðuð við. Næturvinnutími er skilgreindur milli kl. 23 og 06. Hver starfsmaður á að fá a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld á hveijum sólarhring og emn frídag á hveiju sjö daga tímabili. í skýring- um aðila samningsins segir að ef tekið sé dæmi af samningum verka- fólks og iðnaðarmanna þá séu greidd neysluhlé 35 mínútur á dag eða 2 klukkustundir og 55 mínútur á viku. _________ Virkur vinnutími er því 37 stundir og fimm mínútur. Samkvæmt samningn- um telst jafnframt lág- marksorlof, fæðingarorlof og fjarvistir vegna veik- inda til vinnutíma og á að gæta þess að þessar fjarvistir hafi ekki áhrif á meðaltalsútreikninga þegar hámarksvinnutími er reiknað- ur út á hveiju viðmiðunartimabili. Sá tími sem starfsmaður er í launuðu starfsnámi telst einnig til vinnutíma en orlof umfram lágmarksorlof og sérstakir frídagar teljast á hinn bóg- inn ekki til vinnutíma. „Ahrif þessara reiknireglna samn- ingsins á hámark vinnutíma starfs- manns verða best útskýrð með dæmi,“ segir í skýringum ASÍ og VSÍ. „Dæmið byggir á venjulegu 365 daga ári með 104 laugar- og sunnu- dögum og 11 sérstökum frídögum, 8 á fyrri árshelmingi og 3 á seinni. Virkir dagar eru því 261 að sérstök- um frídögum meðtöldum en að þeim slepptum eru vinnudagar samtals 250 á árinu, þar af 121 á fyrri árs- helmingi og 129 á þeim seinni. Sé 48 vinnustunda hámarkinu deilt niður á virka daga vikunnar koma út 9,6 stundir á dag. Með því að margfalda virka daga, að sérstök- um frídögum meðtöldum, á hvorum árshelmingi með þessum 9,6 stund- um fæst vinnustundahámark á hvor- um árshelmingi fyrir sig,“ segir í skýringum aðila samningsins. Hámark vinnustunda á hvorum árshelmingi um sig eru í kringum Óheimilt að vinna umfram 48 stundir að jafnaði 1.250 stundir og urðu samningsaðil- ar sammála um að miða við 1.238 stunda vinnustundahámark á fyrri hluta ársins, 1.267 stunda hámark á síðari árshelmingi og 2.506 stunda hámark alls á ári. Þetta þýðir að samningurinn heimilar að hámarks- fjöldi yfirvinnustunda hvers starfs- manns mega vera 651 á heilu ári. Hver orlofsdagur talinn til 9,6 stunda Eins og fyrr segir er það meginatr- iði í samkomulaginu að miðað verður við hámarksvinnutíma á hveiju sex mánaða tímabili, þ.e.a.s. jafna má út yfirvinnu yfir þetta tímabil skv. ákveðnum reglum. Er út frá því gengið að hámarksvinnutími á dag sé 10 stundir og hámarksyfirvinna að meðaltali 2,6 stundir. ________ „Það er jafnframt sam- eiginlegur skilningur aðila að hver dagur í orlofi að 24 dögum á ári, fæðing- arorlofi að 6 mánuðum og veikindafjarvistum skuli teljast 9,6 stundir. Jafnframt að við- bótarorlof umfram lágmarksorlof hækkar yfirvinnuhámarkið um 9,6 stundir fyrir hvern dag í viðbótaror- lofi,“ segir í skýringum ASÍ og VSÍ. Upplýsingar ekki tiltækar um virkan vinnutíma fólks Halldór Gröndvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir að búast megi við að ákvæðin hafí einhver áhrif hjá alln- okkrum hópi launþega. Það verði einkum á tvennan hátt. Þar sem vinna hafi verið skipulögð með þeim hætti að hún fari augljóslega umfram þess- ar vinnutímaviðmiðanir þurfi að skipuleggja vinnutímann upp á nýtt. Dæmi um það sé að fínna í loðnu- bræðslum. Einnig væri ljóst að sá hópur starfsmanna sem stundaði „gegndarlausa yfirvinnu“ umfram hina hefðbundnu átta stunda dag- vinnu muni þurfa að draga úr yfir- vinnu sinni, þó ekki sé ljóst í hversu ríkum mæli það gæti orðið. Hann bendir og á að í einhveijum tilvikum haft starfsmenn samið um að víkja frá lágmarkshvíldartíma og fengið sérstaklega greitt fyrir það. Framveg- is verði þetta óheimilt og starfsmenn verði fortakslaust að fá það bætt upp með hvíldartíma skv. samningnum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSÍ, bendir á að ekki séu tiltækar upplýsingar um hver sé í raun virkur vinnutími laun- þega því vinnutímamælingar sem gerðar hafa verið byggist á greiddum vinnustundum en ekki virkum vinnu- tíma. „Ósátt við orðskýringar" Þjónustusamband íslands er ekki aðili að samningi ASÍ og VSÍ en fulltrúar þess neituðu að undirrita samkomulagið. „Við teljum að þessi tilskipun nýtist ekki starfsfólkinu eins og samningurinn er útfærður,“ segir Jón Guðmundsson, formaður sambandsins. Hann gagnrýnir m.a. skilgreiningu á næturvinnutíma í samningnum sem hann segir að nýt- ist ekki mörgu starfsfólki veitinga- -------- og gistihúsa. Bendir hann einnig á máli sínu til stuðnings að ekki hafi verið skilgreint hver eigi að vera vikulegur hámarksvinnutími heldur “ látið nægja að miða við meðalvinnutíma, sem hefði þá þýð- ingu að vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum væri í reynd engin takmörk sett. „Við erum ósátt við orðskýringar meðal annars á vinnu- tíma, vaktavinnu og fleiri atriðum. Við verðum að taka þetta upp við Vinnuveitendasambandið í samning- um,“ segir hann. Hannes G. Sigurðsson segir að ekki verði samið sérstaklega við Þjónustu- sambandið um þessi mál. Sama regla verði að gilda fyrir alla. „Annaðhvort var um það að ræða að fara lagasetn- ingarleiðina eða að gera heildarsamn- ing fyrir alla eins og við höfum nú gert og það er ekki til þess ætlast að við förum að taka þetta upp við ein- stök félög. Ég veit ekki betur en að ASÍ hafi verið með umboð frá Þjón- ustusambandinu,“ segir Hannes. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kveðst vera ánægður með að sam- komulag hefur náðst um vinnutímatil- skipunina svo ekki þurfi að innleiða hana með löggjöf. Hann á ekki von á að reglurnar muni hafa byltingar- kennd áhrif á vinnumarkaðinum. „En fólk má ekki við því að missa tekjur. Ég tel eftirsóknarvert ef kjarasamn- ingar yrðu með þeim hætti að grunn- kaup hækkaði verulega á kostnað yfirvinnunnar,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.