Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 59 I' I ) ; ) I > ) J I ) l I I I 1 I J I I « * Jólakortapeningar SIF renna til baráttunnar gegn vímuefnum SÍF ákvað fyrir þessi jól að sleppa því að senda jólakort inn- anlands en veija andvirði kort- anna til baráttu gegn vímuefna- neyslu unglinga. Styrkurinn er 300 þúsund kyónur og skiptist í tvo staði. SÁÁ fær í sinn hlut 200 þúsund krónur en meðferðar- heimilið að Torfastöðum fær 100 þúsund krónur. Hjá SÁÁ er að fara í gang verkefni í grunnskólum landsins, þar sem nýjar leiðir verða reynd- ar til að fræða unglinga í 8. og 10. bekk grunnskólans um hætt- ur vímuefnaneyslu. Hópur nem- enda mun fjalla um vímuefni, til- urð þeirra og tilgangsleysi. Einar Gylfí Jónsson, sálfræðingur, mun hafa yfirumsjón með verkefninu. Meðferðarheimilið að Torfa- stöðum hefur verið starfrækt frá árinu 1979. Sex unglingar alls staðar að af landinu eru á Torfa- stöðum og er grunnskóli rekinn á staðnum samhliða annarri starf- semi. Hestamennska er stunduð af fullu kappi á Torfastöðum en stór hluti meðferðarinnar felst í því að kveikja ný og uppbyggileg áhugamál. Hestamennskan býður upp á marga möguleika, meðal annars daglega umhirðu og út- reiðar og síðast en ekki síst ferða- lög á sumrin. Meðferðarheimilið að Torfastöðum hyggst veija fénu, er SÍF leggur fram, til tölvu- kaupa. Stuðningur við varnir gegn vímuefnaneyslu er að dómi SÍF hf. ein besta jólakveðja sem hægt er að senda til starfsmanna og viðskiptavina, segir í frétt frá SÍF. Valsbrennan á á sunnudag ÁRLEG nýársbrenna Vals verður í Hlíðarenda sunnudaginn 5. jan- úar nk. og hefst kl. 16.30. Blysför og fjölskylduganga verður frá Perlunni að brennunni og flugelda- sýning í lok dagskrárinnar. Þátt- taka er ókeypis en göngublys verða seld við upphaf göngunnar og veitingar og fíugeldar í Hlíðar- enda. Fjölskyldur eru hvattar til þátt- töku og vel er við hæfi að þátttak- endur klæðist skrautlegum bún- ingum og beri grímur eða máli andlit sín. Varað er við búningum eða skrauti úr eldfimum efnum sem geta fuðrað upp ef neisti hleypur í þau. Þetta er sjötta árið í röð sem Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir brennu í Hlíðarenda til að fagna nýju ári. Að þessu sinni er brennan haldin sunnudaginn 5. janúar, til að mæta þörfum fjöl- skyldunnar, þar sem þrettándinn ber upp á virkan dag. Nýárs-og kirkjuferð Útivistar ÞAÐ hefur verið til siðs hjá Útivist frá stofnun félagsins að fara í kirkju í fyrstu dagsferð ársins. Á sunnudaginn 5. janúar verður gengið frá Oddgeirshólahöfða eftir Reykjaveginum, gamalli kirkjuleið að Hraungerðiskirkju í Flóa. Þar verður notið helgistundar í kirkj- unni og séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson segir í stuttu máli sögu hennar. Að því loknu verður gengið niður að gömlu Þingborg og ullar- vinnslan skoðuð. Fylgdarmenn í ferðinni verða Páll Lýðsson hreppstjóri, Litlu- Sandvík og Þórarinn Pálsson bóndi í Litlu-Reykjum. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni með rútu kl. 10.30 og frá Fossnesti, Selfossi, kl. 11.30. Þjálfun fyrir gigtveika HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands fer af stað aftur 6. janúar en reynslan hefur sýnt að hreyfing og rétt þjálfun er gigtarfólki afar mikilvæg, segir í fréttatilkynn- ingu. Boðið er upp á mismunandi hópa sem eru misþungir. Má þar nefna veíjagigtarhópa, létta leik- fimi, alhliða líksmsþjálfun, kín- verska leikfimi, hryggiktarhóp og vatnsleikfimi. Markmiðið er að bjóða upp á leikfimi fyrir alla, líka fyrir þá sem litið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags. Þjálfunin fer fram í húsi GÍ, Ármúla 5, og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni. Skráning og nánari upplýsignar eru á skristofu GÍ, Ármúla 5. Kaþólski biskupinn flytur fyrirlestur DR. JÓHANNES Gijsen, kaþólski biskupinn á íslandi, heldur fyrir- lestur um viðhorf kirkjunnar til fóstureyðinga, líknardráps og skyldra mála. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 6. janúar í safnaðar- heimili Landakotskirkju, Hávalla- götu 16, og stendur hann yfir frá kl. 20-22. Biskupinn mun flytja erindið á ensku, en á eftir verður gerð sam- antekt á íslensku. Eftir kaffihlé fá þátttakendur tækifæri til að bera fram spurningar. Aðgangur er ókeypis. FRÉTTIR FRÁ afhendingu jólagjafar SÍF til SÁÁ og Torfastaða. Frá vinstri: Einar Gylfi Jónsson, f.h. forvarnadeildar SÁÁ, Drífa Kristjánsdóttir, f.h. Torfastaða og Róbert B. Agnarsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri SIF. Lögreglan í Reykjavík Stolinna bíla og vitna leitað RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík leitar tveggja stolinna bíla og óskar eftir að hafa tal af vitnum vegna árekstrar. Nýjum, hvítum sendibíl af gerð- inni Mazda E 2000, með skráning- arnúmerið TF-145 var stolið frá Langholtsvegi einhvern tíma á sól- arhringnum 25.-26. desember. Þá var gráum Nissan Cherry, árgerð 1985 með skráningarnúm- erið R-63197, stolið frá Reynimel á sólarhringnum 2.-3. desember. Lögreglan biður þá sem hafa orðið varir við bílana tvo að hafa samband. Jafnframt óskar hún eft- ir að hafa tal af þeim, sem urðu vitni að árekstri Mözdu og Toyotu á mótum Hringbrautar og Njarð- argötu fimmtudaginn 12. desember sl. um kl. 20. Deilt um stöðu ljósa í óhappi RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Hafnarfirði leitar vitna að árekstri, sem varð á mótum Vífils- staðavegar, Bæjarbrautar og Stekkjarflatar miðvikudaginn 27. nóvember sl. Á gatnamótunum skullu saman tveir fólksbílar, af gerðinni Nissan Bluebird og Nissan Sunny, en öku- menn þeirra eru ekki á eitt sáttir um stöðu umferðarljósanna þegar óhappið varð. ......♦ ♦ ♦--------- ■ GÖNGUHÓPUR félagsmið- stöðvarinnar Hólmasels hefur aft- ur göngu sína laugardaginn 4. janúar. Mæting er eins og venju- lega alla laugardaga kl. 10.30 við félagsmiðstöðina. Eyrún Ragn- arsdóttir íþróttakennari leiðir hópinn og býður gamla sem og nýja féiaga velkomna. ■ HLJOMSVEIT Stefáns P. og Pétur Hjálmarsson skemmta gestum Gullaldarinnar laugar- dagskvöldið 4. janúar en Gullöldin er í Grafarvogshverfi í Reykjavík. --------♦ ♦ ♦------- LEIÐRÉTT Kolbeinn Kristinsson Formaður Verzlunarráðs Islands RÖNG höfundarmynd birtist með áramótagrein Kolbeins Krist- inssonar, formanns Verzlunarráðs íslands, sem birt var hér í blaðinu á gamlársdag. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. Rétt mynd af greinarhöfundi, formanni Verzlunarráðs íslands, fylgir hér með. Ur dagbók lögreglunnar Allt að sjö þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur ÁRAMÓTIN voru tiltölulega ró- leg á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík. Líkt og venjulega var þó talsvert annríki hjá lög- reglumönnum er líða tók á ný- ársdagsmorgun og fram undir hádegi. Fyrri hluta nætur var nokkur ölvun í Austurborginni, en er líða tók á morgun voru afskiptin aðallega af ölvuðu fólki í miðborginni og nágrenni. Þar safnaðist saman talsverður fjöldi og er talið að þar hafi verið á milli 5 og 7 þúsund manns þeg- ar flest var. Fleiri útköll í fyrra Bókfærð eru 149 útköll frá hádegi á gamlársdag til hádegis á nýársdag. Þau voru 185 á sama tímabili árið áður. Þá voru áramótin einnig rólegri en mörg undanfarin ár. Nú var tilkynnt um 2 líkamsmeiðingar á móti 6 fyrir ári, 4 innbrot í stað 8, tvisv- ar kvartað vegna hávaða innan dyra á móti 9 og tilkynnt var um 3 bruna í stað 10. Hins vegar var nú tilkynnt um 18 eignaspjöll á móti 13 árið áður, 4 slys á móti 1 og 8 ökumenn eru grunaðir um ölv- unarakstur, en þeir voru 6 um áramótin 1995 og 1996. Þá komu fíkniefni við sögu þriggja mála nú. Engin stórmál komu til kasta lögreglunnar að þessu sinni. Vista þurfti 37 manns í fangageymslunum um áramót- in. Þeir voru 34 á sama tímabili fyrir ári og 46 árið þar áður. Færri skoteldaslys Kveikt var í 18 brennum á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík. Framkvæmd þess fór vel fram. Mjög gott veður var á gamlárskvöld, auð jörð og frost- laust. í dagbók lögreglunnar 3. janúar 1995 var vakin athygli á þeirri hættu sem fylgdi því að kveikt væri á flugeldum innan um hópa fólks við brennur. Nú var fólk hvatt til að fara ekki með flugelda að brennunum. Svo virðist sem almennt hafi verið farið eftir þeirri ábendingu lög- reglu. Lögreglumenn og læknar eru sammála um að mun færri slys og óhöpp hafi orðið vegna skot- elda og blysa nú en áður. Hins vegar hafi talsvert borið á meiðslum sem afleiðingu slags- mála og átaka á meðal ölvaðs fólks. Einn maður var úrskurðaður til vistunar í fangageymslu vegna gruns um fíkniefnamis- ferli eftir að hann, ásamt fjórum félögum sínum, hafði verið handtekinn á Eiðistorgi á gaml- ársdag. Eldur kom upp í húsi við Hjallasel. Miklar skemmdir hlutust af. Maður féll í tröppum húss við Laugateig og meiddist á höfði. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Eftir mið- nætti var sprengja sprengd í stigagangi húss við Strandasel með þeim afleiðingum að þrjár rúður brotnuðu. Einnig urðu skemmdir á vegg hússins. Samkvæmi leyst upp Skömmu fyrir kl. 7 slitu lög- reglumenn dansleik skemmti- staðar í Fischersundi. Þar voru þá enn u.þ.b. 100 manns innan dyra. Um kl. 8.30 var „reif-sam- kvæmi“ leyst upp í skýli á Reykjavíkurflugvelli. Þar var einnig um 100 manns vísað út. Hald var lagt á svolítið af amfet- amíni sem einn gestanna hafði haft í fórum sínum. Flugskýli þetta er ekki í umsjá flugmála- yfirvalda. Loks var 40 manns vísað út úr samkvæmi í húsi við Leifs- götu um ellefuleytið á nýársdag. Handtaka þurfti átta manns vegna fíkniefnamisferlis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.