Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýjar reglugerðir um tannvernd og tannlækningar ARAMOTAKONNUN GALLUP ’97 lirtak mism. eftir löndum, frá 500 til 3500, oftast um 1000. □ =„Veit ekki“ Ríki: 0 20 40 60 80 % 0 20 40 60 80 % 0 20 40 60 80 % i i t i t 1 i 1 1 1 1 1 t 1 1 1 1 1 Austurríki m PZT m n izzn Belgía Pfl M mm m H tM\ Oanmörk PIÉÉSI ”1 m i-ii 11 izn Finnland m m u jjj m Ji Þýskaland m i jí n m liali Grikkland m iji m \m\ írland nn i-.j m n m N.-írland msi i j i m M 1 B i... 11 Ítalía ! -i 1 II u 1 111 R i ii Lúxemborg Pfl EOI III fi ■■ii Holland *— "iu m III « m i Spánn m m\ aam 1Í1 n ■ ■ i Svíþjóð mr LJI |ZlJ % n ■i BretLand Lil Jll JL H 1. spurning: Telurþú að hagir þínir verði betri líkir verri árið 1997 en þeirvoru 1996? 2. spurning: Telur þú að átök á vinnumarkaði og verkföH verði meiri álík minni árið 1997 en þau voru 1996? 3. spurning: Telur þú að deilur í alþjóða- málum verði minni líkar meiri árið 1997 en þærvoru 1996? jsland ML . *mm »* *n 16% Noregur m iii u iii n n 18% Sviss m Ti ku; j ii n mm 18% Bosnía pnr m « i * psti 36% Búlgaría PTP'-iJ arrfl’ i w m 18% Tékkland h a ca fli s rai 12% Eistland tpppi. 'tbi m~ Pn pi m i 17% Georgía mm ui □ m\ m m 21% Ungverjal. M bb*i tm n i n pbh i 22% Lettland IP r: ii cs.’i R i m pi 19% Litháen m i..ji m ■ p i p- wi 22% Polland n mi i i 3i i n 11 i 22% Rúmenía —>.ji m in m eu 23% Rússland m r:a i lan i fl i R ppn 22% Slóvakía « ISETll 5B2...1 ,ID R «1 16% Úkraína nsi—r—n wm—ffl—i 9 U 1 14% Flóaríki mm ii 11 w m 28% ísrael wm i mmK 1 fi mi 28% Tyrkland P 11 ■LL P ■! 28% Argentína W'ÍZll Ú.: ...1 Ul iáLJJI 29% Brasilía n - -1 mi mmui 30% Kanada m iji bp fli i i n 24% Honduras mn i r~i a i it ~nn 32% Mexíkó nm mm un m 33% Bandaríkin HPP hi .i ir r~i 35% Hong Kong uif P31 m n i r~ ai 22% Indland pp m rp m Pt srn 19% Japan PT' N i b i i n n j 22% Kórea 1-J m iJÍi Sl| 1 ft Biill 1 15% Pakistan iB ii i m m\ i i 22% Filippseyjai i i 0 i wm~n i m m~i 31% S. Afríka p^mi n..iPi i m' m \ 25% Taiwan m m i wiri m m i 22% Zimbabwe mmMám\ mmm n i m rnm i 34% 4. sp.: Hverjar telurþú líkurnar á heims- styrjöld á næstu 10 árum? Meðaltal svara: 24% 25%. 22% 23% 24% 22% 20% K 21% 22% 21% 17% 15% 18% Halda á kostnaði innan fjárveitinga HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur sett nýja reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við al- mennar tannlækningar. Miðar reglu- gerðin að því að auka eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar til tannlækna og draga úr kostnaði rík- isins við tannlækningar. í reglugerð ráðuneytisins um tann- vemd er gert ráð fyrir ákveðinni meðferð fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri sem síst hættir við skemmdum og verður að sækja um til Tryggingastofnunar vegna skoð- unar, röntgenmyndatöku og flúor- lökkunar, sem er umfram eina til tvær meðferðir á ári. Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra sagði að tann- læknar beittu mismunandi aðferðum og nefndi sem dæmi að meðaltal röntgenmynda hjá tannlæknum væri 1,8 myndir á sjúkling á ári en færi niður í 0,8 myndir á ári upp í 5,8 myndir á ári. Reglugerðin gerir jafnframt ráð fyrir að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði elli- og lífeyrisþega vegna smíði gervigóma, heilgóma eða parta á sex ára fresti í stað fimm ára áð- ur, en athuganir hafi leitt í ljós að endingartími er að jafnaði yfir tíu ár. Áætlaður sparnaður 60 inilljónir á ári Þórir sagði að með þessum aðgerð- um væri ekki verið að draga úr fjár- veitingum til tannlækninga heldur væri verið að halda kostnaðinum inn- an ramma fjárveitingar. Áætlað sé að með þessu megi spara um 60 milljónir króna á ári. Heilbrigðisráðuneytið áætlar að kostnaður almannatrygginga vegna Margir bú- astvið vinnudeilum SAMKVÆMT niðurstöðum al- þjóðlegrar áramótakönnunar Gallup International búast 59% íslendinga við verkföllum eða meiri átökum á vinnumarkaði á þessu ári en á árinu 1996, en 29% búast við svipuðu ástandi á vinnumarkaðinum og í fyrra. 41% íslendinga telja að eigin hagur verði betri á árinu 1997 en 1996 og 49% búast við að eig- in hagur verði svipaður. Könnun Gallup International var framkvæmd í 48 löndum í lok ársins 1996 og hér á landi var könnunin gerð 13.-20. desember. tannlækninga hefði að óbreyttu orðið 80 milljónir króna umfram ijárlög árið 1997. Kostnaður ríkisins vegna eftirlits, röntgenmynda og flúormeð- ferðar barna hefur aukist um 14% sl. tvö ár, úr tæpum 200 milljónum í 228 milljónir. Að óbreyttu telur ráðuneytið að þessi kostnaður hefði orðið um 300 milljónir um næstu aldamót og hlutur heimilanna í hon- um 75 milljónir en ríflega þriðjungur útgjalda sjúkratrygginga vegna tannlækninga er vegna eftirlits, rönt- genmynda og flúorlökkunar barna 16 ára og yngri. Sigurður Þórðarson, formaður Tannlæknafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hvað varðaði tannlækna almennt þá væri um tiltölulega litlar breytingar að ræða samkvæmt reglugerðinni. „Það hefur alltaf verið í gangi samningur milli Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélagsins um það að ef einhver fer óeðlilega með gjaldskrána þá er tekið á því og það skoðað, en það er öllum til þægðar. Það er ákveðin meðferð sem verður greidd, 1-2 skoðanir á ári, 1-2 flúor- lakkanir og 1-2 myndir, en það sem er framyfir þarf fólk bara að borga sjálft. Við munum eftir sem áður nota þetta eitthvað meira í vissum tilfellum þegar þörf krefur, en að jafnaði þá er þetta ósköp svipað því sem notað er,“ sagði Sigurður. Andlát BJÖRN G. JÓNSSON BJÖRN G. Jónsson, bóndi á Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, lést í sjúkrahúsinu á Húsavík þann 1. janúar síðastlið- inn. Bjöm fæddist 4. febr- úar 1933 á Laxamýri og var sonur Jón H. Þor- bergsson, bónda á Bessastöðum og Laxa- mýri og Elínar Vigfús- dóttur frá Guilberastöð- um í Borgarfirði. Eftir- lifandi eiginkona Bjöms er Kristjana Þórðardóttir frá Reykjavík og áttu þau þijú börn, Svein- björgu hótelfræðing, Jón Helga rekstrahagfræðing og Höllu lögfræð- ing. Hann stundaði nám í Búnaðar- skólanum á Hvanneyri á árunum 1953-1954 og í Jæren Iýðháskóian- um við Stafangur í Nor- egi árin 1954-1955. Bjöm vann við landbún- aðarstörf í foreldrahús- um en stundaði síðan vinnu í Reykjavík. Árið 1962 gerðist hannn bóndi á Laxamýri og bjó þar félagsbúi með Vigfúsi bróður sínum til æviloka. Síðustu árin var hann framkvæmda- stjóri laxeldisstöðvar- innar Norðurlax sem staðsett er á Laxamýri. Björn var formaður sóknamefndar Húsa- víkurkirkju um árabil. Hann var hreppsnefndarmaður lengi vel og formaður félags sjálfstæðis- manna í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann skrifaði fjölda greina um trúmál og fiskeldismál og vann að ýmsum framfaramálum á þeim sviðum. Áramótaræður forseta íslands og forsætisráðherra ÓLÍKAR áherslur voru í máli for- seta íslands og forsætisráðherra í áramótaræðum þeirra um það hversu alvarlegt vandamál fátækt væri á íslandi. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, sagði að engar hald- bærar tölur staðfestu að fátækt og eymd færi vaxandi í landinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, taldi á hinn bóginn að fátækt væri í vaxandi mæli smánarblettur á ís- lensku samfélagi. Forsætisráðherra sagði í ára- mótaræðu sinni á gamlárskvöld að sér hefði komið á óvart að tveir fjölmiðlar hefðu lagt ofurkapp á það að koma því inn hjá þjóðinni að fátækt og eymd færi vaxandi. Taldi hann þvert á móti að vaxandi kaup- máttur lægstu tekna og minnkandi atvinnuleysi hefðu bætt nokkuð hag þeirra sem erfiðast hafi átt. Eftir sem áður sagði Davíð að Ólíkar áhersl- ur um fátækt það þýddi þó ekki að allir erfiðleik- ar væru úr sögunni og að enginn byggi Iengur við kröpp kjör. Full- yrti hann að hagur manna færi hægt batnandi og muni batna enn, ef vel og gætilega verði á haldið. í máli Davíðs kom fram að eink- um tvennt yrði til þess að bæta hag landsmanna. Annars vegar muni hallalaus ríkisrekstur leiða til vaxtalækkana sem aftur gæfi al- menningi tækifæri til að grynnka skuldir sínar. Hins vegar yrði stefnt að því að lækka tekju- og eigna- skatta í skynsamlegum áföngum. Markmiðið er velferð sérhvers einstaklings Ólafur Ragnar Grímsson sagði í nýársávarpi sínu að hin raunveru- legu verðmæti, lyklarnir sem best dygðu í lífinu, væru trúnaðurinn og traustið, vináttan og kærleikurinn. Sagði hann að þegar fátæktin verð- ur í vaxandi mæli smánarblettur á íslensku samfélagi verði í krafti hinna góðu gilda að gefa hveijum og einum kost á að verða sinnar gæfu smiður. „Siðaboðskapur kristninnar og íslensk þjóðmenning fela í sér þá kröfu að hver og einn geti fram- fleytt sér og sínum á sómasamlegan hátt, látið börnum í té vandað upp- eldi og treyst því að sjúkir og aldr- aðir fái þá umönnun sem hæfir sóma okkar og heiðri. Sú framför sem einungis birtist í hagtölum en færir ekki líf fólksins í betra horf er harla lítils virði. Velferð sérhvers einstaklings er í raun markmiðið með viðleitni samfélagsins við að bæta lí/skjörin í landinu," sagði forseti íslands í nýársávarpi sínu. ■ Mannauður og menntun/33 ■ Lækkun skatta/34 Morgunblaðið/Þorkell Útför Sigfúsar Halldórssonar ÚTFÖR Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og listmálara, sem lést 21. desember síðastliðinn 76 ára að aldri, var gerð frá Hallgríms- kirkju í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng, og við athöfnina var eingöngu flutt tónlist eftir Sigfús. Einsöngvarar voru Friðbjörn G. Jónsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir og kór Bústaðakirkju söng. Org- anisti var Guðni Þ. Guðmundsson og Jónas Dagbjartsson lék á fiðtu. Kistu hins látna báru reglubræð- ur Sigfúsar í Frímúrarareglunni, þeir Agúst Ágústsson, ívar Björnsson, Kristinn Hallsson, Friðbjörn G. Jónsson, Guðni Stef- ánsson, Önundur Ásgeirsson, Ragnar Önundarson og Bruno Hjaltested.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.