Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ _______________ ÁRAMÓT________ Nýárspredikun herra Ólafs Skúlasonar biskups Óskir og bænheyrsla Guðspjall Matt. 6:5-13. Náð sé með yður öllum bæði nær og fjær og friður frá Guði föður vorum og Drottni, Jesú Kristi Am- en. Gefi hann, sem góðar gjafir blessar og bætir, börnum sínum öllum gleðilegt nýtt ár. En svo sem söfnuðir minntust þeirra sérstak- lega á hátíð jólanna, sem ekki eiga auðvelt með að tileinka sér tilfinn- ingu gleði og fagnaðar, þá er bæn um gleði á nýju ári meiri fylgd við hefð, heldur en að rökstutt veru- leikaskyn komist þar að. Gleði á nýju ári væri heldur ekki neitt smá- ræði. Gleði hvern dag og gleði hveija stund. Er það eðlilegt bænar- efni á fyrsta degi ársins 1997? Trauðla. í það minnsta ekki frá prédikunarstóli Dómkirkjunnar tveggja alda gamallar, þar sem þjóð hefur minnst stórra stunda og merkra tímamóta, en hefur einnig verið umgjörð þeirra viðburða, þeg- ar gleði var hvað ijarlægust. Og þó segi ég, og bið á því engr- ar afsökunar, gleðilegt nýtt ár. En flýti mér þó að hvetja til þess, að gleði tímamóta sé tengd þeim fögn- uði, sem einkennir boðskap kirkj- unnar og hefur fylgt allt frá því englar fyrst sungu og boðuðu frið meðal manna og þar til barn jól- anna sjálft leit niður af drápstæki samtímans og bað þeim fyrirgefn- ingar, sem voðaverkið unnu. Og eins og boðskapur Jesú Krists tekur til greina öll þau blæbrigði, sem hent geta manninn á vegferð hans, þá er ósk um gleði á nýju ári sett fram með það fyrst og fremst í huga, að fagnaðarboðskapurinn komist að. Við það léttast ský, sem annars yrðu sem ógnandi véfrétt, og bjarmi Betlehemsvalla brýst fram og ræðst til atlögu við myrkr- ið, sem ella ógnar byggðum manna. En veitið því athygli, að eitt er að óska og annað að biðja. Þótti mikið hnoss að hitta á óskastund og herma ævintýri frá reynslu þeirra, sem slíkt hlotnaðist. Og voru þá ekki steinar síður eftirsóknarverð- ir, sem voru þeirrar náttúru, að þeim fylgdi uppfylling óska, er þeir hvíldu í lófa. Og þurfti sá, sem lánið hreppti ekki að hafa fyrir neinu, væri stundin rétt og steinninn sömuleiðis. Óskin gerðist af sjálfri sér um leið og hún var tjáð. Greindu þó ævintýrin frá ör- lögum, er biðu þeirra, sem kunnu ekki að fara með óskina og Iétu brenglað geð sjálfselskunnar kalla fram böl en hamingju víkja. Enda spyr rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson í nýjustu bók sinni, Fley og fagrar árar, eftir að hafa fjallað um breytingar á lífi fólks með tilkomu tölvunnar, sem nú sé almenningseign og búi yfir þeim töfrum, að ekki þurfi annað en ýta á takka til að gjörvallur heimur liggi fyrir fótum, „Hvernig á maðurinn að lifa það af, að allar óskir hans rætist á augabragði?" Og er eins og rihöfundurinn sé að benda á, að ekki muni brenglaður hugur úr heimi ævintýra einn valdur að því, að óskin snúist í andhverfu sína, heldur geti of mikil tækni og of margir möguleikar venjulegs manns valdið því umróti að leiði á afveg framhjá hamingjuleiðinni gömlu. Ekki síst, ef tækni mannsins fyllir hann slíku ofurtrausti á eigin mátt og möguleika, að Guði sé skákað til hliðar. Ekki aðeins, að Guð missi mál og þegi, heldur sé tilvist hans færð í sömu bernsku- geymsluna og sagnir um ævintýri og óska- steina. Og þýðir þá lítt að þekkja alla takka og vera þess megnug- ur að vitja höfuðstaða sem veraldarafkima fyrir léttan áslátt ein- vörðungu, ef ekki fylg- ir skilningur á því, sem gerir manninn meiri tækjum sínum og hef- ur hann ofar þeim víddum, sem slík ijar- stæðuveröld þrýstir inn í raunveruleika lífs. Auðvitað getur tæknin fært mannkyn skrefi framar á leið til farsælla lífs. Og vissulega megna tölvur og alnet og hvað það allt saman heitir að víkka út sjóndeild- arhring til frekari skilnings og létta af erfiði, sem fyrr beygði bak. En móttaka nýjunga má aldrei verða til þess, að arfleifð glatist. Tækni og traust á framþróun mega aldrei slá manninn þeirri blindu, að hann hætti að hafa gætur á sjálfum sér, gleymi að efla rósemi hugar og skerpa skyldur við háleitar hugsjón- ir. Of mikið af svo til hveiju sem er, getur leitt í villur og spillt í stað þess að byggja upp og gleðja. Þótti mér í því sambandi eftirtektarvert að hlýða á virtasta stjörnufræðing okkar benda á það, að ofgnótt ljósa og birtu svipti töfrum úr lífi og ekki síst ætti æskan þar undir högg að sækja sem svo víða. Fyrr höfum við heyrt og það var mikið rætt í fyrra, hvað væri fólgið í hljóðmeng- un. Ekki var því óeðlilegt að ætla að sjónmengun væri einnig til. En ekki hafði ég fyrr leitt huga að því, að líka væri til birtu- og ljósa- mengun. Og stjörnurfræðingurinn spurði, hvort ekki væri þörf á því að fara með börn út fyrir bæ og borg til að benda þeim á stjörnum skrýddan himin og það umhverfi, sem myrkrið laðar fram og gerir tignarlegt. En svo væri víðast kom- ið ofurflæði ljósa, að börnin vissu ekki, hvaða töfraveröld væri þar að finna, sem mannshöndin hefði hvergi komið nærri. Virðist það ekki síður þarft en vekja á því at- hygli í útlöndum, að við hér á ís- landi hugsum til ættingja, sem látn- ir eru og vitjum leiða þeirra af holl- ustu á jólum, ekkert síður en við opnum hús fyrir flölskyldum og vin- um á fagnaðarstundu hátíðar. Og er reyndar hvoru tveggja vert íhug- unar og athygli, svo að nokkur lærdómur verði dreginn af. En rétt skilin bæn er annars eðl- is en ósk eða raunveruleika firring í tölvuleik. Hún er ekki draumur um uppfyllingu sérhverrar óskar, en kemur að nokkru utan mannsins sjálfs. í bæn kristins manns er hugsun beint að Guði, en sá sem lýtur honum er þó sjálfur miðiægur eftir því, sem afstaðan til hins hæsta veitir rétt til. Ekki aðeins vegna þess, að hann ákallar herra himna, heldur fyrir þær sakir fyrst og fremst, að honum er sjálfum falið að hlutast til um það, að bæn- heyrslan tilheyri ekki tálsýn óskar- innar, heldur þeim raunveruleika, sem er lífið sjálft, lífið með Guði, líf í óhamingju vonbrigðanna rétt eins og hamingju sælunnar, líf hins hversdagslega og venjubundna, ekkert síður en Iíf á hæstum tindum hugljómunar á hátíðum kærleikans. Bæn kristins manns felst í þvi að beina huga til Guðs, og laða spor sín að skrefum Jesú sjálfs, er hann gekk um kring og gjörði gott og sýndi jafnt með verkum sínum sem orðum, hvar hina tærustu opinber- un á eðli Guðs er að finna. Og það sýna guðspjöllin, hversu eðlilegt og sjálfsagt, já, nauðsynlegt Herra Ólafur Skúlason * Aramótaræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Lækkun skatta í áföngum Góðir íslendingar, gleðilega há- tíð. Áramótin, tíminn á milli síðustu sekúndu gamla ársins og hinnar fyrstu á því nýja, er ómælanlegur og kannski ekki til. En hann reyn- ist okkur mönnunum þó dijúgt og ærið tilefni til margvíslegra hug- leiðinga. Við horfum um öxl, til þess sem liðið er, búið og gert, en því næst freistum við þess að rýna inn í framtíðina. Vill þá skyggnið verða svo dauft, að varla er ratljóst fyrir næstu fáein skref. En við bætum okkur það upp með góðum áformum, fögrum fyrirheitum, dá- lítilli óskhyggju og vænum skammti af spádómsgáfu. Og við teljum að þessi merkilega blanda gefi okkur töluverða möguleika til að gera okkur mynd af árinu, sem framund- an er. Til ýtrasta öryggis bægjum við þeirri hugsun til hliðar, að reynslan kenni okkur þá lexíu, að margt muni fara öðruvísi en ætlað er. A hinn bóginn þykjumst við fara nærri um fortíðina og hafa hana á hreinu. Nema hvað. Þegar ég var við nám við Há- skóla íslands var eitt sinn rætt um vitnaskyldu og áreiðanleika vitna. Ekki var þá verið að fjalla um það, sem alþekkt er, að mennirnir eru misheiðarlegir og sumum er alls ekki að treysta. Athyglin var að þessu sinni vakin á því, að minni fólks, sýn og athyglisgáfa er afar mismunandi. Nemendur sátu saman í herbergi og vissu ekki annað en að venjulegur kennslutími færi fram. En þegar skammt var á hann liðið þustu fjórar manneskjur inn í stofuna. Var atferli þeirra og hátt- erni hið sérkennilegasta og gengu ásakanir þeirra á víxl og þau öbbuð- ust upp á einstaka stúdent með töluverðum þjósti og fyrirferð. Nemendur brugðust að vonum hart og ókvæða við og eftir nokkrar stimpingar tókst að koma hinum óboðnu gestum út. Kennslan hélt svo áfram, þótt menn væru um stund í nokkru uppnámi og ættu bágt með að einbeita sér. Næsta kennslustund í sömu grein var fá- einum dögum síðar. í upphafi henn- ar minntist kennarinn á atvikið og bað nemendur að skrifa nákvæma greinargerð um það sem gerst hefði. Kom þetta flatt upp á þá. En þeim þótti þó augljóst að verkið yrði auðvelt, því skammt var liðið frá atburðunum og þeir höfðu að auki verið töluvert ræddir manna á meðal. Það er skemmst frá því að segja, að þótt frásögnum svipaði saman um margt - var lýsing á einstökum atvikum, orðaskiptum, hegðun stúdentanna og innrásar- liðsins mjög fjölbreytileg. Þarna var þó um skýrleiksfólk að ræða, skammt var liðið frá atburðunum og enginn hafði hagsmuni af því að hagræða frásögn sinni. Þetta varð okkur holl áminning um að vitnisburður jafnvel gætnustu manna, sem ekki mega vamm sitt vita, þarf ekki að segja alla sög- una, svo ekki sé talað um ef langt er liðið frá atburðum. Nú er vel á þriðja hundrað þúsund manna, karla og kvenna, til vitnis um það, hvað gerðist á ís- landi á árinu, sem við köstum kveðju á í kvöld, á því herrans ári 1996. Hætt er þó við að það ár standi okkur æði misjafnlega í minni. Árið kann að hafa orðið einum sérstaklega far- sælt en öðrum örðugt. Einn gleðiatburður kann að lýsa svo skært í minningunni, að hann bregði birtu á árið allt og þeir sem þar eigi í hlut gefí árinu góðan vitnisburð. Sorgaratburður í öðrum ranni kann að skyggja svo á allt annað sem gerðist að árið hljóti laka einkunn, samkvæmt því. Þrátt fyrir slíka fyrirvara tel ég mér óhætt að slá því föstu, að árið 1996 hafi verið gott ár fyrir ís- lenska þjóð. Árið var bæði farsælt og friðsælt. Orói á vinnumarkaði var með minnsta móti, kaupmáttur óx og atvinnuleysi minnkaði. Hvort tveggja hefur verið okkur öllum keppikefli. En þótt kaupmáttur hafi vaxið meira en við þorðum að vona - þá bera ennþá margir of lítið úr býtum. Ef okkur tekst sameiginlega að halda skynsamlega á málum og kaupmáttur nær áfram að vaxa jafnt og þétt ætti að vera óhætt að spá af öryggi að eftir fáein ár munum við hafa náð hæsta kaupmáttar- stigi, sem hér hefur þekkst. Og þá er rétt að hafa í huga, að við erum þar með viðmið- un við kaupgetu, sem stóð aðeins stutt, því hún var byggð á fúnum og feysknum stoðum. Núna höfum við tæki- færi til að byggja auk- inn kaupmátt á traust- um og heilbrigðum grunni. Forystumenn á vinnumarkaði eiga dijúgan hlut að því, hversu vel hefur til tek- ist og flestir þeirra vita að sígandi lukka mun nú, eins og endranær, gefast umbjóðendum þeirra best. Einstaka rödd hefur þó boðað, að nú sé rétt að fara í gamla farið og knýja fram með góðu eða illu eitt- hvað, sem á enga stoð. En verð- bólgudraugurinn og gengisfelling- arvofan eiga sem betur fer miklu færri talsmenn nú, en forðum var. Hinn sameiginlegi sjóður lands- manna, ríkissjóðurinn, verður ekki rekinn með halla á nýja árinu. Það er að sönnu mikill viðburður, en ætti að raun réttri aðeins að vera sjálfsögð skylda og ekkert þakkar- efni. Það var löngu kominn tími til að ríkið byijaði að borga niður skuldir sínar og lækka yfirþyrmandi vaxtabyrði. Hallalaus ríkisrekstur mun fyrr en margur ætlar leiða til Davíð Oddsson bænalífið var í augum Jesú. Hann gekk ekki aðeins eins og hann var vanur til guðsþjónustu á hvíldar- degi, hóf hug áheyrenda sinna í hæstu hæðir með útlistunum sínum og prédikunum, heldur leitaði ein- veru við upphaf hvers dags og til undirbúnings hvíldar, er nóttin nálgaðist. Þá fól hann sig forsjá síns himneska föður og naut þeirrar sameiningar við hann, sem ein veit- ir svo frið að veröld ræni ekki. Lærisveinana fýsti þess vegna að vita í hveiju bænalíf Jesú væri fólg- ið og hvernig biðja skyidi. Sumt sýndi hann með fordæmi sínu, annað er að finna í sérstökum bænum, sem Nýja testamentið varðveitir. Ber þar hátt hina svonefnda æðstu prests- bæn hjá Jóhannesi, en þekktast er vitanlega Faðir vorið sjálft, sem hann kenndi lærisveinunum, er þeir báðu um fyrirmynd að eigin bænum. Það er þá líka von kirkjunnar að með því að benda á bæn Drottins á sjálfum fyrsta degi ársins þá megi hún verða fyrirmynd allra þeirra, sem kjósa að hið nýja ár spegli Jesú í verkum sínum og við- leitni. Og þó viðurkennum við með sorg í huga, að þannig verður það ekki. Það er svo margt, sem færir af þeirri leið, sem heitstrenging tímamóta höfðar til. Það er svo fjöl- margt, sem kallar fram viðbrögð, er við mundum síst vilja að fyndust hjá okkur, þegar við í yfirvegun trúarinnar leitumst við að sjá líf okkar og tengja það uppsprettu hins góða í Guði og fyrirmyndinni hjá Jesú sjálfum á þessum fyrsta degi nýs árs. Og þó ber okkur að hefja árið með því að láta Faðir vorið verða nokkurs konar leiðbeiningu fyrir okkur. Þar sjáum við annars vegar, hvernig okkur er kennt að líta ofar eigin viðfangsefnum og greina nauðsyn þess, að vilji Guðs ráði, ríki hans komi og helgun lífs í jarð- ardölum taki mót sitt af þeim heil- agleika, sem umlykur Guð sjálfan. Um allt þetta ber okkur að biðja, enda þótt við vitum, svo sem fræð- in benda á, að þetta verður þótt bæn okkar komi ekki til, en að með henni séum við að leitast við að gerast liðsmenn í þeirri fylkingu, sem berst fyrir því, sem bænirnar þess að vextir í landinu fari lækk- andi, þar sem ríkissjóður mun draga úr gegndarlausri ásókn sinni í spari- fé landsmanna. Lækkandi vextir munu hjálpa fólkinu í landinu við að grynnka á eigin skuldum og bæta á sama tíma hag fyrirtækj- anna. Svigrúm þeirra til kauphækk- ana mun því aukast, þegar fram líða stundir. Næstu árin verða aðalmarkmið þings og ríkisstjórnar í efnahags- málum að vera tvö og þau algjör- lega samtvinnuð. Ríkissjóð verður jafnan að reka réttu megin við strik- ið og tekju- og eignaskatta verður að lækka í skynsamlegum áföngum. Að því hefur verið fundið, að per- sónuafsláttur hafí ekki verið færður að breyttum vísitölum nú um ára- mótin. Þeirra talna sér þó ekki stað, sem ágóða ríkisins í fjárlögum árs- ins 1997. Hvernig skyldi standa á því? Skýringin er sú, að þeir fjár- munir, sem þannig falla, til ásamt því sem fjármagnstekjuskatturinn gefur af sér, verða allir notaðir á árinu til lækkunar á almennum beinum sköttum og jaðarsköttum. Þarna eru því engin svik í tafli. Með skynsamlegum og vel skil- greindum kjarasamningum, halla- lausum ríkissjóði og lækkandi sköttum á næstu þremur árum eig- um við afar góða möguleika á að bæta afkomu okkar, hvers og eins, svo um muni. Það kom á óvart að nokkru fyrir jól lögðu tveir fjölmiðlar ofurkapp á að koma því inn hjá þjóðinni, að fátækt og eymd færi vaxandi í land- inu. Engar haldbærar tölur stað- festa slíkt. Þvert á móti hefur vax- andi kaupmáttur lægstu tekna og minnkandi atvinnuleysi nokkuð bætt hag þeirra, sem erfiðast hafa átt. Það þýðir þó ekki að allir erfið- leikar séu úr sögunni og enginn búi lengur við kröpp kjör. Margir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.