Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + AIexander Guð- jónsson, fæddist á Geitagili í Rauða- sandshreppi 13. maí 1905. Hann lést á Sólvangi I Hafnar- firði hinn 27. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Bjarnason og Guðbjörg Brynjólfs- dóttir, bæði ættuð úr Amessýslu. Systkini Alexanders voru: Sig- v urbjöm, f. 14.9.1891, d. 18.4. 1971; Krist- rún, f. 18.10. 1893, d. 1932; Bjamveig Sigríður Steinþóra, f. 5.11. 1896, d. 14.6. 1979; Bryndís, f. 20.2. 1898, d. 20.5. 1967; María, f. 12.10. 1900, d. 1902; Ágústa, f. 6.8. 1902, d. 6.8. 1971; Marinó, f. 18.9. 1903, d. 6.7. 1979. Hinn 25. október 1930 kvænt- ist Alexander Sigrúnu Júlíu Sig- uijónsdóttur, f. 4.7. 1904, d. 7.10. 1996, dóttur hjónanna Sig- uijóns Guðmundssonar og Guð- rúnar Halldóru Guðmundsdótt- ur. Alexander og Júlía eignuð- ust fjögur böm: 1) Guðjón, f. 21.5.1931, d. 23.5.1931. 2) Aðal- heiður Guðrún, f. 23.2. 1933, m.h. Magnús Ingi Ingvarsson, eiga þau þijú böm. Þau em: Guðjón, m.h. Anna Björk Eð- varðsdóttir, Ingvar, m.h. Bryn- dís Björk Karlsdóttir, og Rut Guðríður, m.h. Hrafn Araason. 3) Guðbjörg Hulda, f. 6.8. 1937, m.h. Magnús Nikulásson, eiga þau fjögur böm. Þau em: Hörð- ur, m.h. Rósa Jónsdóttir, Sigrún Júlía, m.h. Ólafur Haukur Magnússon, Elísabet, m.h. Sig- urður HUmarsson og Alexander m.h. Elín Ósk Guðmundsdóttir. 4) Svanhildur, f. 23.9.1942, m.h. Ágúst Birgir Karlsson, eiga þau fjögur böm. Þau em: Júlía, m.h. Jón Orri Guðmundsson, Þór- halla, m.h. Gísli _ Sigurðsson, Alexander, m.h. Ágústa Ingi- björg Arnardóttir, og Karl Ás- grímur. Bamabamabörnin em orðin 16 talsins. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert farinn til henn- ömmu, það var ekki langur tími sem þið voruð aðskilin, tæpir þrír mánuðir. Það er erfitt að horfa á eftir ykkur ömmu og kveðja ykkur í hinsta sinn þar sem þið voruð svo stór þáttur í lífi okkar í fjölskyld- unni. Þið voruð alltaf til staðar og ávallt reiðubúin að rétta fram hjálp- Alexander flutt- ist 19 ára gamall til Hafnarfjarðar til að afla sér menntunar og lauk vélstjóra- prófi 1930, sama ár og hann kvænt- ist Sigrúnu Júiiu. Að prófi loknu starfaði Alexand- er sem vélstjóri á togurum fram til ársins 1937. Á þeim tíma réðst hann ásamt fleir- um í kaup á togar- anum Haukanesi. Hann var einn af stofnendum Raftækja- verksmiðju Hafnarfjarðar (RAFHA) árið 1937 og starfaði þar til 1941. Það ár stofnaði hann ásamt svila sínum blikk- og jámsmíðaverkstæðið Dvergastein og veitti því for- stöðu fram til ársins 1963. Að því loknu tóku við skrifstofu- störf hjá Bátalóni hf. í Hafnar- firði næstu 19 árin þar til hann lét af störfum. í félagsstarfi tók Alexander rikan þátt. Hann var einn af stofnendum Félags ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði (1928) og Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins (1931). Hann var einnig einn af stofn- endum Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði og var jafnframt fyrsti formaður þess. Alexand- er veitti einnig Átthagafélagi Barðstrendinga forystu um árabil og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í stjórnum fyrir- tækja Hafnarfjarðarbæjar. Hann beitti sér ásamt fleirum fyrir stofnun Stangveiðifélags Hafnarfjarðar sem stofnað var árið 1951, var fyrsti formaður þess og gegndi því starfi í 14 ár. Á þeim tíma var unnið að uppbyggingu og ræktun Hlíð- arvatns í Selvogi, Kleifarvatns og Djúpavatns. Útför Alexanders fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. arhönd. Góðmennska ykkar, trygg- lyndi og þolinmæði er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þegar ég minnist þín, elsku afi, finn ég hvað mér hlýnar um hjartarætur og góð- ar minningar streyma um huga minn. Minningar um þig, minning- ar um hvemig þú varst alltaf trausti kletturinn í fjölskyldunni. Þú lagðir alltaf svo mikla áherslu á samheldnina og fjölskyldutengsl- MINNINGAR in. Við höfum öll átt dýrmætar stundir með ykkur ömmu í Hlíðar- vatni og Djúpavatni þar sem fjöl- skyldutengslin voru ræktuð. Fjöl- skylduboðin, svo og veiðiferðir, verða ekki þau sömu nú eftir að þið amma eruð farin, það er stórt skarð sem stendur eftir sem erfitt verður að fylla uppí. Þú áttir langa ævi og þið amma fenguð að lifa svo lengi saman, við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að hafa ykkur bæði svona lengi hjá okkur. Góð- verk þín á langri ævi eru mörg og ég veit að þín, svo og þinnar tryggu vináttu, er sárt saknað af mörgum og verk þín í gegnum áratugina eru mikils metin, svo sem öll þau félagsstörf sem þú hefur unnið að. Ég á honum afa mínum margt að þakka. Ég lærði mikið af honum sem ég mun hafa að vegarnesti í lífi mínu. Það var sama hvað það var sem mann vantaði svör við, hann afi átti þau öll. Ég minnist þess að alla mína skólagöngu hefur hann rétt mér hjálparhönd hvort sem ég var í grunnskóla eða í menntaskóla og nú síðast ræddum við saman um námsefnið mitt í KHÍ. Oft á tíðum kom ég heim tii afa og ömmu á Suðurbrautina með námsbækurnar mínar. Þá settumst við afi við borðstofuborðið og hann hjálpaði mér við að tileinka mér námsefnið. Það var sama hvort ég var að lesa sögu, landafræði eða kristinfræði, hann gat alltaf fyllt upp í eyðurnar. Einu sinni sem oft- ar fórum við langt út fyrir námsefn- ið og hlustaði ég með aðdáun á allan þann fróðleik sem hann afi bjó yfir, hann sagði svo skemmti- lega frá og hafði frá mörgu að segja. Oftar en ekki rifjaði hann upp minningar frá því í gamla daga enda hafði hann lifað margar breyt- ingarnar í gegnum áratugina. Þáð var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til afa og ömmu á Suðurbrautina. Andrúmsloftið á heimili þeirra var svo yfirvegað og hlýtt. Alltaf var hægt að koma til þeirra, setjast niður hjá þeim og spjalla og njóta góðmennsku þeirra og hlýleika. Heimsóknir til þeirra og nærvera þeirra höfðu mannbæt- andi áhrif á hvern sem það reyndi, þau geisluðu frá sér miklum mann- kostum sem maður reynir eftir bestu getu að tileinka sér. Afi var maður sem gekk með reisn, maður sem allir báru mikla virðingu fyrir. Hann stendur mér skýrt fyrir hug- skotssjónum, myndarlegur maður með hattinn sinn, brosandi og ánægður með lífíð og tilveruna. Hann lyftir hægri hendi og kinkar kolli, þannig kvaddi hann afi. Hann afi var sannkallaður veiði- maður og fór hann margar veiði- ferðirnar, ýmist með fjölskyldunni eða vinum. Hvað veiðiskap varðar var hann fyrirmynd okkar barna- barnanna, við horfðum á hann „tína upp“ hvern fiskinn á fætur öðrum og reyndum svo sjálf að tileinka okkur tæknina hans með misgóðum árangri. Veiðmennskuna stundaði hann fram eftir öllum aldri, yfír 90 ára að aldri stóð hann úti í Djúpavatni með stafínn sinn og stöng. Þolinmæði og tíma átti hann nóg af. Þau afi og amma giftu sig 1930 og voru mjög samrýnd síðan, amma yfirgaf þennan heim í októberbyij- un, og nú er hann afi farinn yfir móðuna miklu til hennar. Söknuð- urinn er mikill og það er erfitt þeg- ar kemur að kveðjustund en ég veit að hann afi minn er nú búinn að fá hvíldina góðu. Hann skildi svo mikið eftir sig hér á jörðu sem við hin sem eftir lifum getum minnst. Og enn meira er það sem við höfum lært af honum og getum tileinkað okkur, eins og alla þá mannkosti sem afi bjó yfir. Ég bið nú algóðan Guð að blessa dætur hans, hana mömmu, Svanhildi og Huldu og gefi hann þeim styrk við þennan mikla missi. Þegar ég fletti upp í söngbók K.F.U.M. sem hún amma gaf mér opnaðist hún á viðeigandi sálmi. Ég veit þú þráðir orðið hvíldina góðu, afi minn, og kveð þig því með þessum sálmi: Ég heyrði Jesú hiraneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt því halla að bijósti mér.“ í lokin vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka þá dásamlegu ummönnun sem hann afi fékk á Sólvangi. Starfsfólkinu á 2. hæð þökkum við vingjarnleg og vel unn- in störf. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Guð gefi þér eilífan frið og ró. Rut Guðríður. Elsku afí. Það er erfitt að trúa því að þú sért dáinn og ég eigi ekki eftir að sjá þig framar. Þegar ég kvaddi þig í október var það erfiðara en oft áður, en ég vildi ekki trúa því að það væri í síðasta skiptið sem við töluðumst við í þessu lífí. Ég veit að þú ert ánægð- ur með að vera kominn til ömmu og að hún hefur tekið vel á móti þér, því þið eigið að vera saman. Það tekur mig mjög sárt að geta ekki komið heim og fylgt þér til grafar, en ég er svo óendanlega ánægð með að við komum heim í ágúst til að láta skíra Móniku Sól, því þá áttum við dýrmætar stundir með þér og ömmu. Það skiptir miklu að þið náðuð bæði að sjá hana. Ferðirnar í Djúpavatn verða öðruvísi hér eftir, en ég ætla að reyna að vera ekki sorgmædd, því ALEXANDER GUÐJÓNSSON ég á svo margar minningar þaðan um þig og ömmu sem eru mér svo mikils virði. Það verður skrýtið að flytja heim til íslands og geta ekki heimsótt ykkur, það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Þið höfðuð ætíð nægan tíma og tókuð á móti öllum opnum örmum. Þegar ég sagði Kassöndru Líf frá því að þú værir dáinn, sagði hún að við ættum ekki að vera leið, því nú væri lang- amma svo ánægð og að ég ætti alveg afa og ömmu ennþá, þau væru hjá Guði og alltaf alls staðar hjá okkur. Elsku afi, ég kveð þig nú í hinsta sinn og þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt. Elsku mamma, Allý og Svanhildur, þið hafið misst mikið og ég veit að afí var klettur sem ávallt var til staðar fyrir ykkur. Við samhryggjumst ykkur innilega. Góði Guð gefðu þeim og okkur öllum styrk til að yfírstíga sorgina. Elísabet Magnúsdóttir og fjölskylda. Alexander Guðjónsson vélstjóri er látinn. Um leið minnist ég eigin- konu hans, Sigrúnar Júlíu Sigur- jónsdóttur, sem lést 7. okt. 1996. Það var stutt á milli Júllu frænku minnar og Alla eins og þau voru kölluð meðal vina og vandamanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þau sem vini alla ævi. Alex- ander og Júlla bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir um margra ára skeið. Vinátta foreldra minna og þeirra var alla tíð mjög góð, þeir báðir vélstjórar og þær systur mjög samrýndar. Ég sem bam mætti á hveijum sunnudagsmorgni í kakó og brauð uppi í hjónarúmi hjá þeim. Þetta var meira eins og eitt heimili hjá okkur. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið: Guðjón, dó nokkurra daga gamall, Aðalheiður, Hulda og Svan- hildur. Og er mér minnisstætt þegar Svanhildur, yngsta dóttirin, fæddist. Þá biðum við Allý spenntar eftir að sjá nýfædda barnið. Þegar við kom- um inn í svefnherbergið lá Júlla í rúminu og Alexander hélt blíðlega undir höfuðið á henni og var að gefa henni að drekka. Mér fínnst þetta lýsa Alexander vel sem góðum og umhyggjusömum föður og eigin- manni. Þessi minning er svo skýr í huga mínum enn þann dag í dag, 55 árum síðar. Þau fengu að lifa í löngu og góðu hjónabandi og hugs- uðu um sig sjálf fram á tíræðisaldur. Minningarnar um Júllu og Alex- ander eru samofnar öllu lífí mínu og munu lifa með mér alla ævina. Systrunum og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin samúðarkveðjur. Megi þau Alexander og Sigrún Júlía hvíla í friði. Sigrún Jónsdóttir. + Þórður Odds- son fæddist í Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi 23. september 1910. Hann lést á Land- spítalanum aðfara- nótt 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. janúar. Mig langar hér með nokkrum orðum að minnast hans afa, eða afa á Háa, eins og hann var jafnan kaliaður af okkur — krökkunum. Ekki grunaði mig að þetta væri síðasta skiptið sem ég fengi að tala við hann, er ég sat hjá honum niðri á spítala. Hann leit ekki út fyrir að vera veikur, bara þreyttur og dapur. Dapur, því honum var ekkert um það gefið að liggja á sjúkrahúsi. Hann var alia tíð svo sjálfstæður og var því *"*ítid um það gefið að vera allt í einu orðinn háður ein- hveijum. Það var ekki í hans karakter. Fréttin um að hann hefði skilið við, aðfaranótt að- fangadags, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að hann afi væri dáinn, nei, því gat mað- ur ekki trúað. Ekki hann afi minn. Hann afi var all sér- stakur persónuleiki og mjög góður vinur. Hann átti það til að fá alveg ótrúlegar hug- myndir og vílaði sér ekki við að framkvæma þær, væri þess nokkur kostur. Hann var einn af þeim sem hugsaði fyrst um að framkvæma, en um afleiðingarnar miklu seinna. Þetta var hans stíll. Lengst af, eða sem barn og ungl- ingur, þekkti ég hann afa ekki svo vel. Það er kannski undarlegt að segja svona. Auðvitað þekkir mað- ur afa sinn en við vorum bara ekki þeir vinir sem við urðum seinna meir. Eftir fráfaii hennar ömmu fluttist afi í þjónustuíbúð við Ból- staðarhiíð. Það var afráðið að ég myndi halda áfram að koma annan hvern laugardag til hans til að ræsta íbúðina, líkt og ég hafði gert þegar afi og amma áttu heima á Háaleitisbrautinni. Fyrstu skiptin voru svolítið undarieg því hana ömmu vantaði náttúrulega og svo var svolítið skrítið að vera allt í einu ein með afa. En þar sem maður var nú enginn unglingur lengur urðum við fljótlega hinir mestu mátar. Það var nefnilega svo gaman og fræðandi að spjalla við hann afa, þegar maður hafði loks þroska til. Ekki bara það að hann vissi mikið, heldur var hann alltaf svo uppfullur af nýjustu fréttum víðsvegar að úr heiminum, enda fastur áskrifandi af Newsweek. Hann sóttist líka eftir því að fá mann til að rökræða við sig um allt milli himins og jarðar. Fannst mjög gaman að heyra hvaða skoð- anir maður hefði á ýmsum málefn- um og hvernig þær væru tilkomn- ar. Já, hann afi var engum líkur. Og ég, líkt og svo margir aðrir, kem til með að sakna hans mikið. Sakna allra þeirra samverustunda og samtala er við áttum saman. Vonandi líður þér nú vel þar sem þú ert nú, með hana ömmu og hann Adda þér við hlið, því þú saknaðir þeirra beggja svo mikið líkt og við öll hin. Elsku afi minn, hvíl í friði. Þórdís Anna Oddsdóttir. Það er skrítið að hugsa til þess að afi Þórður skuli vera dáinn, hinn helmingurinn af þessum góða fasta punkti í tilverunni sem amma og afi voru. Það er ekki ólíkt afa að kveðja heiminn einmitt á þessum tíma því allt sem hann sagði og gerði var oftast þess eðlis að eftir- tektarvert var. Ég man fyrst eftir afa þegar hann var héraðslæknir á Akranesi. Það fylgdi því alltaf sérstök eftir- vænting að fara til Akraness, því annaðhvort var lagt upp í ferðalag með viðkomu í Botnskálanum eða farið sjóleiðis. Yfirleitt var gist í eina til tvær nætur, sem bauð kannski upp á meiri tíma til sam- veru en ella. Þegar farið var á fæt- ur var afi alveg örugglega mættur við eldhúsborðið löngu vaknaður með kalt kaffið í könnunni, alveg eins og hann vildi hafa það. Það var margt hægt að gera í stóru húsi með stóru túni við hliðina, sér- staklega ef fleiri barnabörn bættust í hópinn. Stundum tók afi mig með í góðan bíltúr þegar hann ók um bæinn og vitjaði sjúklinga sinna. Eftir að afi og amma fluttust í bæinn urðu stundirnar með afa fleiri, þótt ég saknaði þeirrar eftir- væntingar sem áður fylgdi heim- sóknum til þeirra. Þær óteljandi stundir sem ég átti með honum við eldhúsborðið voru skemmtilegar og oft fræðandi, einkum vegna þess að alltaf talaði afí við mig sem full- orðinn um allt mögulegt, og gaf sér góðan tíma fyrir mann. Kannski er það ein af ástæðunum fyrir því hversu mikla virðingu ég hef alla tíð borið fyrir honum og jafnframt verið stoltur af því að vera alnafni hans. Bara það hversu óreglulega afi skar kökurnar sem amma bauð upp á sýnir í hnotskurn hvernig manngerð hann var. Fyrir mér hefur afi alltaf verið maður með breitt bak, sjálfsörugg- ur, sterkur persónuleiki og litríkur og þannig mun ég minnast hans í framtíðinni. Þórður Vilberg Oddsson. ÞORÐUR ODDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.