Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 44

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Húsnæðisstofnun tryggi lántakendur gegn tekjutapi í LOK árs 1995 birtust í Morgun- blaðinu upplýsingar um að 2.500 heimili hefðu á tveimur árum sótt um sérstaka aðstoð Húsnæðisstofn- unar vegna mikilla greiðsluerfið- leika. Ibúðareigendur sem sóttu um þessa aðstoð hjá Húsnæðisstofnun báru jafnan greiðslubyrði sem var 98% af heildarlaunum þeirra. Eftir að aðstoð hafði verið veitt þurftu þó enn um 58% heimilanna að greiða meira en þriðjung launa sinna á mánuði hveijum í greiðslu lána. f greiðslumati vegna hús- bréfalána er miðað við að greiðslu- byrði íbúðareiganda fari ekki yfir 18% af heildartekjum. Þetta þýðir einfaldlega að ekki var hægt að aðstoða nema hluta þeirra heimiia sem eru í vanda. Vandi hinna eykst fremur en minnkar. Meðallaun þessara heimila voru um 160-170 þúsund krónur á mán- uði en mörg heimili voru komin með rúma milljón í vanskil. Nú um áramótin birtust fréttir um að bankamir hefðu þurft að ^-ieysa til sín yfir 500 íbúðir á sl. 3 SÖLUSTAÐIR Bókabúð Keflavíkur Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi Bókaverslun Jónasar Túmassonar, ísafirði Bókval, Akureyri • Búkabúðin Heiðavegi, Vestm.eyjum • Versl. Þórarins Stefánssonar. Húsavík Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðárkrúki Kaupfál. Húnvetninga, Blönduósi Kaupfél. Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ Selfossi árum yegna greiðslu- erfiðleika eigenda. Helstu orsakir vanskila eru veikindi, tekjutap eða atvinnumissir Það er sérstaklega athyglisvert að 72% þeirra heimila sem sóttu um sérstaka að- stoð Húsnæðisstofn- unar höfðu lent í fjár- hagserfiðleikum vegna atvinnumissis, lækk- andi tekna eða veik- inda. Hér herjuðu tíma- bundnir erfiðleikar að fjölskyldunum, þeir komu óviðbúið og skildu eftir sig djúp sár, sem mörg hafa enn ekki náð að gróa, þótt efnahagur samfé- lagsins sé almennt betri. Þessar staðreyndir um helstu skýringar greíðsluerfiðleika eru ekki séríslenskar. Við leit að hentugum bifreiða- tryggingum fyrir félagsmenn FÍB á síðasta ári fékk ég örlitla innsýn í breskan tryggingamarkað. Þessi markaður er afar þróaður og þar eru til lausnir sem við getum nýtt okkur. Rétt eins og hér á landi sýna breskar kannanir að algengar or- sakir fyrir greiðslufalli á veðlánum til einstaklinga eru vegna veikinda, slysa eða atvinnumissis. Ný leið - markaðsleið Á þróuðum fjármálamarkaði í Bretlandi hefur verið brugðist við þessum vanda á annan hátt en hér hefur verið gert. Ýmis bresk veð- lánafyrirtæki og bank- ar hafa beitt markaðs- lausn sem er þannig að lántakandi fær vá- tryggingu um leið og hann tekur lán. Þessi trygging greiðir af- borganir og vexti af lánum hans ef hann verður fyrir veikind- um, slysi eða tekj- utapi. Þetta er ekki aðeins mikilvæg vörn fyrir lántakanda. Slík trygging minnkar áhættu lánveitanda og ætti því að stuðla að hagstæðari vöxtum lántakanda. Ef veikindi, slys eða atvinnumiss- ir verða hjá lántakanda, tekur tryggingin við og greiðir afborgarn- ir og vexti af veðskuld hans í fyrir- fram ákveðinn tíma t.d. 12 mán- uði. Sá tími er talinn nægja í flest- um tilvikum til að aðstæður verði aftur eðilegar. Lánveitandi getur gert samning við tryggingafyrirtæki um að allir sem taka ián falli sjálfkrafa undir tryggingaverndina um leið og lán- veiting fer fram. Þetta gæti því Húsnæðisstofnun gert. Auðvitað fylgist tryggingafyrir- tækið vel með. Sá sem hefur misst vinnu og sýnir ekki viðleitni til að afla sér vinnu, fer líklega fljótt út fyrir skilmála og sá sem reynist veikur utan læknisfræðilegra skil- greininga gerir það einnig. Það er hins vegar ekki félagsmálastofnana eða opinberra vinnumiðlana að kosta starfsfólk við að elta slíkar upplýsingar. Vilji tryggingafyrir- Nú um áramótin, segir Arni Sigfússon, birtust fréttir um að bankarnir hefðu þurft að leysa til sín 500 íbúðir á sl. 3 árum vegna greiðslu- erfiðleika eigenda. tækið fýlgja slíku máli eftir þá er það þess að gera það. Iðgjöld lægri en vanskilatilkynning bankans! Ef lánveitandinn, bankinn eða veðlánafyritækið, er nógu stór, eru iðgjöld trygginga sem greiða af- borganir af lánum lægri en kostnað- ur af fyrstu vanskilatilkynningu bankans, áður en málið fer í lög- fræðiinnheimtu. Mér er kunnugt um að Húsnæðisstofnun ríkisins, og íslenski húsbréfalánamarkaður- inn er talinn fyllilega nógu stór til að kostnaður á hvern lántakanda sé svo lítiil. Þessi markaðsleið til að tryggja fjölskyldur í tímabundnum erfið- leikum þeirra gæti því tekið á sig hin algengu áföll, sem hér var lýst að ofan, og tengjast afborgunum helstu veðlána. En hún hefur víð- tækari áhrif því alvarleg áhrif at- vinnuleysis og tekjumissis fara langt út fýrir þann vanda sem hlýst af vanskilum í bönkum. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur í Reykjavík, hefur stóraukist á undanförnum 3 Árni Sigfússon Plastkort = verðbréf Athugasemdir við grein Gunnars Birgissonar Nauðgun SVIÐIÐ er sem fyrr söluturn á Islandi árið 1996. Leigubíll keyrir upp að lúgunni. Kaupmaðurinn: Góðan dag. Get ég aðstoðað? Farþeginn: Ég ætla að fá einn eldspýtustokk. Kaupmaðurinn: Gerðu svo vel. Fleira? Farþeginn: Nei, hér er kortið mitt. Geturðu gefið mér til baka af 1.000 kr? Kaupmaðurinn: Mér þykir það leitt en þetta svarar ekki kostnaði fyrir mig. Farþeginn: Mig vantar peninga til að borga fyrir leigubilinn. Ef þú gerir þetta ekki fyrir mig þá versla ég ekki framar við þig. Siðblinda í Morgunblaðinu hinn 15. des. sl. birtist grein eftir Gunnar Birgis- son, formann stjórnar LÍN. Gunnar er að fjalla um vaxtagreiðslur námsmanna. I greininni segir hann m.a. „Ljóst er að námsmenn geta með fyrirhyggju í fjár- málum hagað þeim þannig að vaxtaábótin dugi fyrir þeim vöxtum sem greiða þarf til banka. Menn geta seinkað töku yfirdrátt- arlána um einn mánuð með því að nota greiðslukort.“ Og síðar í greininni. „Námsmað- urinn notar greiðslu- kort til að seinka töku yfirdráttarlánanna. “ Með öðrum orðum: Gunnar Birgisson legg- ur til að vaxtakostnað- ur námsmanna sé ij'ár- magnaður af óskyldum aðilum þ.e. kaupmönnum og öðrum þeim er þjónustu veita. Þetta er einungis lítið dæmi um þann ranga hugsunarhátt og ranghugmyndir sem fólk hefur gagnvart greiðslu- kortum. Kaupmaðurinn þarf að taka lán til að fjármagna sín vöru- innkaup og hann þarf að greiða vexti af þeim lánum. Flestir kaup- menn geta að vísu velt þessum kostnaði áfram út í vöruverð en það leiðir af sér hærra vöruverð að sjálfsögðu og hækkun virðis- aukaskatts til ríkisins að auki. Maður í forsvari fyrir opinberan lána- sjóð hefur ekki leyfi til að bera þvílíkan þvætting á borð fyrir almenning. Ég neita að trúa þvi að hann sé með þessari skoðun sinni að lýsa viðhorf- um hæstvirts mennta- málaráðherra eins og hann gefur í skyn í grein sinni. Fjármagnskostnaður Kæri Gunnar: Ef námsmaður eða einhver annar notar kreditkort til að ná í reiðufé þá greiðir hann 210 kr. fyrir 10.000 kr. úttekt. Þetta samsvarar um 2,1% á mánuði eða u.þ.b. 28,3% nafnvöxtum á ári. Sigurður Lárusson Glæsileg útsala 5 | hefst á morgun laugardag 1 30 til 50% afsláttur I Opið frá kl. 10 til 18 AL A BARNASTÍGUR1 BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 J SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 árum. Nú er svo ástatt um 37% allra atvinnulausra í Reykjavík eða 1100 manns. Erfiðleikar þessa fólks eru gífurlegir. Fjölskyldur sundrast, sjálfsvirðingin glatast og vanskilin verða óyfírstíganleg, án nýrra leiða. Þessi hópur lendir einnig á fjárhags- aðstoð Félagsmálastofnunar og kostnaður samfélagsins hleðst upp. í stað þeirra hörmunga sem margar fjölskyldur þurfa að ganga í gegnum vegna veikinda, slysa eða atvinnumissis, er því til vernd, sem ekki aðeins gerir fjölskyldunni kleift að standast tímabundna erfiðleika, heldur léttir byrðina af öðrum skatt- borgurum sem standa undir fjár- hagsaðstoð félagsmálastofnana og atvinnuleysisbótum. Auðvitað munu einhveijir sjóð- irnir „tapa“ á þessu því vanskila- vextir verða síður gróðaatvinnuveg- ur í sjóðakerfínu. Féð nýtist í þarf- ari hluti. Við verðum að hafa þor til að takast á við þá sem kynnu að andmæla þessu vegna þrengri hagsmuna. Ósk um frekari athugun Ég hvet til að þessi leið verði könnuð. Ég vona að félagsmálaráð- herra, sem hefur sýnt að hann er reiðubúinn að leita nýrra leiða til að styrkja hag fjölskyldna, taki mál þetta til skjótrar skoðunar. Ég er sannfærður um að ríkisstjórnin og þingmenn munu styðja hann í því. Sveitarfélögin ættu einnig að hvetja til slíkra leiða í stað stofnanavæð- ingar og opinberra eftirlitskerfa. Þetta mál er allra hagur í litlu samfélagi eins og okkar. Hér er viðfangsefni og möguleg lausn fyrir fjölmörg heimili í framtíðinni. Hún byggist ekki á útdeilingu stjórn- málamanna á gæðum í gegnum skattheimtu, sjóðakerfi og endur- dreifingu á tekjum fólks. Hún bygg- ist á skilvirkum og einföldum mark- aðsleiðum. Höfundur er oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Reykjavík Skv. Þjóðhagsstofnun er verðbólga áætluð u.þ.b. 2,3% á þessu ári. Raunávöxtun kreditkortafyrirtæk- isins er því í kringum 28,3% á ári (28,3%—2,3% = 26%). Kæri Gunnar: Ég trúi því ekki að ráðleggingar þínar til náms- manna eða þeirra sem erfa eiga landið felist í notkun krítarkorta. Kæri Gunnar: Einhvern tíma hefði slíkur vaxtakostnaður verið kallaður okurvextir. Kæri Gunnar: Ég kalla þetta rán. Eiga óskyldir aðilar, spyr Sigurður Lárus- son, að borga vaxta- kostnað námsmanna Kæri Gunnar: Flestir námsmenn eru í dag nægilega upplýstir til að þiggja ekki slík gylliboð. Orsök og afleiðing Kostnaður vegna notkunar plast- korta lendir á kaupmönnum og öðr- um þeim sem þjónustu veita, að ósekju. Vöruverð hækkar af þeim sökum og þegar vöruverð hækkar hækkar jafnframt sá virðisauka- skattur sem greiða þarf til ríkisins. Höfundur er kaupmaður. SJÓNVARP UH GiRVIHNÖTT VERTU ÞINN EIGIN DAGSKRÁRSTJÓRI Einstðklingsbiiiiðður 1.2 mtr. diskur, DIGITAL Rcady nemi, 0.7 dB. Fullkominn stereo móttakari m/fjarstýringu og truflanasíu fyrir veikar sendingar. Verð frá kr. 39.900,- stgr. Erum einnig með búnað fyrir raðhús og fjölbýlishús á góöu veröi elnet Auðbrekka 16, 200 Kópavogur • Sími 554 - 2727 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.