Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 53
4- lu MORGUNBLAÐIÐ í nýju lj'ölbýlishúsi við Snorrabraut sem ætlað er eldri borgurum. Guðný var fljót að koma sér fyrir á nýja staðnum og aðlagast nýja umhverf- inu á Snorrabrautinni, enda bjó hún á svipuðum slóðum þegar hún flutti sem unglingur til Reykjavíkur. Við flutningana á Snorrabrautina kom skýrt í Ijós hvað Guðný var lítið tengd hlutum í lífinu. Hún tók ein- göngu með sér hluti sem hún gat komið fyrir með góðu móti á nýja staðnum. Annað lét hún frá sér án söknuðar. Hún kom sér strax upp aðstöðu til að sauma og hélt því áfram að starfa fram á síðustu stundu. Árið 1969 eignaðist Edda, dóttir Guðnýjar, einkadóttur sína Guðnýju Einarsdóttur en hún var skírð í höfuðið á móðurömmu sinni. Edda og Guðný „litla“, eins og hún var gjarnan kölluð innan fjölskyldunn- ar, hafa alla tíð verði mjög nánar vinkonur. Frá fyrstu tíð mynduðust einnig mjög sterk tilfinningatengsl milli Guðnýjar „litlu“ og Kristjáns afa og Guðnýjar ömmu. Hin síðustu ár hefur Guðný „litla“ dvalið lang- dvölum erlendis þar sem hún stund- aði nám við Sorbonne-háskólann í París. Hún lauk magistersnámi í sagnfræði og stjórnmálafræði 1994 og er nú búsett í París. Guðný „litla“ kom til íslands í byijun desember en um svipað leyti var komið í ljós að nafna hennar var mikið veik. Guðný var einstaklega heilsteypt og traust persóna. Hún var mjög yfirveguð og róleg kona og tók öllu í lífinu með einstöku jafnaðargeði. Hún var sérstaklega elskuleg í allri framkomu og það var mjög gott að vera í návist hennar. Hún átti því láni að fagna að hafa starfsþrek nánast fram á síðustu stundu en það veitti henni mikla lífsfyllingu og gleði. Edda, Guðný „litla“ og aðrir að- standendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þess- ari kveðjustund. Minningin um góða konu lifir. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Þegar maður eldist fer maður að líta á líf sitt af meiri skilningi og raunsæi. Þessu til sönnunar er að þegar við systkinin á Hólmum vor- um að leika okkur var það alltaf í sátt og samlyndi, annað kom ekki til greina því að okkur þótti svo vænt hveiju um annað. Mig langar að gefa smá-lýsingu á leikvangi okkar systkinanna á Hólmum. Þar voru klettarnir með öllum sínum pollum, ijaran og sjórinn. Allt gaf þetta óþijótandi verkefni fyrir smá- ar hendur. Guðný systir mín spurði mig þegar við sátum saman og rifj- uðum upp minningar frá æskuárun- um fáum dögum áður en hún veikt- ist, hvort ég myndi eftir hvað hefði orðið um litla rauðmagann sem hún ætlaði að ala upp í sjávarpolli á kletti í fjörunni. Þá varð mér svara- fátt, en við Óskar bróðir höfðum okkar útgerð í stóra pollinum hinum megin í víkinni. Þar va'r stór pollur sem flæddi inn í en þá kom nokkuð af hornsílum í hann. Veiðarfærið bjuggum við til úr kartöflupoka sem við veiddum hornsílin í. Þetta gekk allt fyrir sig í sátt og samlyndi. Það er því álit mitt að sú einlæga og sterka systkinaást sem fylgdi okkur Hólmasystkinunum til æviloka hafí skotið rótum á æskuheimili okkar og þeirri sérstæðu leikaðstöðu sem við nutum í æsku. Svo liðu árin og leiðir skildi. Ekki hafði það áhrif á þau bönd sem bundust í Hólmafjörunni og reyndust traust. Með láti Guðnýjar eru öll systkini þess sem þetta ritar horfin yfir móðuna miklu. Guð blessi ættingja þeirra, lífs og liðna. Sigurjón Jónsson frá Hólmum í Vopnafirði. i_ I. MINNINGAR L ÚÐ VÍK THORBERG ÞORGEIRSSON + Lúðvík Þor- geirsson var fæddur í Reykjavík 2. nóvember 1910. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 27. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir Jörgens- son, stýrimaður, f. á Hala í Ölfusi 1865, d. 1938 og Louise Símonardóttir f. 1877 á Hesti í Álfta- firði, d. 1966. Eftir- lifandi systkini Lúðvíks eru: Laufey, f. 1914, Ólöf Kristín, f. 1916, Gunnar Valur, f. 1918, og uppeldisbróð- ir, Kormákur Sigurðsson, f. 1924. Dáin eru: Albert, f. 1905, d. 1990, Anna María, f. 1907, d. 1987, Sigríður, f. 1909, d. 1965, Camilla, f. 1913, d. 1976. Eftirlifandi eiginkona Lúð- víks er Guðríður Halldórsdótt- ir, fædd í Reykjavík 4. nóvem- ber 1911. Hennar foreldrar voru hjónin Halldór Högnason, bóndi í Skálmholtshrauni, Vill- ingaholtshr., siðar verslunar- maður í Reykjavík, f. 1867 , d. 1920. Og Andrea Katrín Guð- mundsdóttir, f. 1871 á Hömrum í Gnúpverjahr. í Árnessýslu, d. 1950. Guðríður og Lúðvík eignuðust þrjá syni, en þeir eru : 1) Halldór Geir, f. 1930, kona hans yar Nanna Dísa Óskarsdóttir, f. 1929, d. 1994. Þau eignuðust þrjú börn. 2) Birgir, f. 1937, h.k. Helga Brynjólfsdóttir, f. 1936 , þau eiga fjög- ur börn. 3) Þorgeir, f. 1943, h.k. Valdís Gróa Geirarðsdótt- ir, f. 1945. Þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörnin eru orðin 24. Lúðvík var kaupmaður og rak nýlenduvöruverslunina Lúllabúð, við Hverfisgötu í Reykjavík, frá árinu 1939, þar til hann hætti störfum 1982. Á yngri árum sinnti hann mikið félagsstörfum og sat m.a. í stjórn matvörukaupmanna, Í.S.Í., Olympíunefnd íslands og var formaður Knattspyrnufé- lagsins Fram 1935-1937,og síð- ar heiðursfélagi þess. Þá var hann félagi í Frímúrararegl- unni. Útför Lúðvíks fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Afi minn og vinur hefur fengið hvíldina eftir veikindi undanfarin misseri. Athafnamanninum var það erfitt að lúta í lægra haldi fyrir ellinni en hann tók því þó af sömu ljúfmennsku og æðruleysi og ein- kenndi hann alla tíð. Við brottför hans rifjast upp ótal skemmtilegar sögur og atvik enda var hann meist- ari frásagnarlistarinnar. Þegar yngri afkomendur stóðu agndofa og hlustuðu á langafa sinn segja sömu sögurnar og hann hafði sagt okkur með öðruvísi áherslum gat maður velst um af hlátri á ný. Heimili afa og ömmu í Sigtúni 47 var óðal fjölskyldunnar. Þar var komið saman öllum stundum, jafnt virka daga sem helga. Til margra ára voru þar haldin jólaboð stórfjöl- skyldunnar þrátt fyrir langa vinnu- daga dagana fyrir jól við heimsend- ingar á vörum inn á heimili borg- arbúa. Hann var matvörukaupmað- ur og eignaðist marga vini í tengsl- um við kaupmennskuna. Flóra þjóð- arinnar lagði leið sína í Lúllabúð og inn á skrifstofuna hans settust hinir ýmsu menn til skrafs og ráða- gerða úr öllum stéttum þjóðfélags- ins. Á þessum árum var hættan af reykingum ekki eins ljós og í dag og vindlar voru því púaðir ótæpilega meðan sagðar voru sögur og hlátra- sköllin ómuðu úr „kompunni“ fram í búð. Þá var eftirsóknarvert að reyna að smygla sér inn í eitt horn- ið svo lítið bar á til að horfa og hlusta. „Guði sé lof fyrir Lúllabúð“ orðaði Ólafur Gunnarsson rithöf- undur það svo skemmtilega fyrir nokkru í litlum pistli um Skugga- hverfið. Eftir að við fluttumst með for- eldrum okkar í Glaðheima biðu lítil spennt frændsystkini á báðum hæð- um á sunnudagsmorgnum eftir að afi renndi í hlað á R-47. Síðan var brennt í bæinn. Rúnturinn var far- inn út á flugvöll, niður að tjörn og höfn og á alla fótboltavelli borgar- innar. Afi var mikill áhugamaður um íþróttir, aðallega þó fótbolta og var Framari af lífi og sál. Þegar undirritaður var á táningsaldri fór- um við afi eitt sinn tveir saman sem oftar að heimsækja starfsmenn á Melavellinum. Þar voru fyrir ýmsir forystumenn úr íþróttahreyfingunni og mikið skrafað. Þegar mér fannst heimsóknin orðin nokkuð langdreg- in sagði ég: „Heyrðu afi, eigum við ekki að drífa okkur“. Viðstaddir furðuðu sig á hvað hann væri ung- ur afi. Það hnussaði í honum og hann gaf í skyn að þetta væri bara stríðni í stráknum. I bílnum á leið- inni heim sagði hann: „Vertu ekk- ert að kalla mig afa þegar ókunnug- ir heyra til“. Það var stutt í prakk- araraskapinn hjá honum en hann passaði þó að meiða aldrei neinn. Þeir sem minna máttu sín áttu hauk í horni þar sem afi var. Hann gauk- aði oft einhveiju að þeim eða „gleymdi" að rukka vangoldna reikninga ef hann vissi að hart var á dalnum hjá viðkomandi. Flest byrjuðum við bamabörnin fyrstu búskaparárin í skjóli afa og ömmu, annað hvort í Sigtúninu eða á Hverfisgötunni. Ömmu umgekkst hann alltaf af einstakri væntum- þykju og virðingu. Að leiðarlokum vil ég þakka afa mínum fyrir allt og allt. Lúðvík Thorberg Halldórsson. Það eru blendnar tilfininningar sem bærast með okkur þegar við kveðjum elskulegan afa okkar sem gaf okkur svo mikið. Afi hefur verið okkur afar kær, enda heimili afa og ömmu verið eins og okkar annað heimili. Afi var stórbrotinn maður enda átti hann einstaklega gott með að laða bæði börn og fullorðna að sér með hlýju sinni, hressleika og gaman- semi. Það var ósjaldan sem við krakkarnir vorum hjá honum og hann lék á als oddi að ömmu varð nóg um og sussaði góðlátlega á hann. Okkur systrunum er minnis- stætt þegar hann kom og náði í okkur krakkana inní í Glaðheima á sunnudagsmorgnum til að fara með okkur í bíltúr á bílnum sínum R-47 sem ávallt var gljáfægður, þá var uppi fótur og fít því afi kom okkur alltaf á óvart með uppátækjum sín- um, og enduðum við einatt síðan hjá ömmu Gauju sem tók á móti okkur með bros á vör. Afi var mik- ill Frammari enda gerðist hann fyrsti ævifélagi félagsins og hafa allir synir hans spilað bæði knatt- spyrnu og handknattleik með Fram. Þegar við systurnar byijuðum í handbolta var sjálfgefíð að við fær- um í Fram því afi var búinn að til- kynna öllum fjölskyldumeðlimum að það varðaði brottrekstur úr fjöl- skyldunni ef ekki væri spilað í rétt- um lit. Það er ekki hægt að segja annað en afi hafi verið höfuð fjöl- skyldunnar alla tíð enda reisn hans mikil, honum var mjög umhugað að halda fjölskyldunni saman sem lýsti sér í öllum þeim boðum sem þau héldu á heimili sínu, hvort sem um var að ræða jóla- eða önnur boð FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 53 við hátíðlegar stundir. Afi var alltaf fyrstur manna til að rétta hjálpar- hönd til þeirra sem á þurftu að halda. Þegar pabbi og mamma seldu íbúð sína í Glaðheimum og pabbi fór út í byggingar fluttum við ásamt mömmu og pabba til afa og ömmu í Sigtúnið þar sem við bjuggum í 7 ár, og urðum þeim enn nánari. Afi rak verslunina Lúllabúð sem hann stofnsetti árið 1939, varð það hlut- skipti pabba okkar að vinna við hlið afa í búðinni allar götur síðan, ennfremur var mamma okkar starf- andi við verslunina allt að því þar til hún lést árið 1994 um aldur fram, en einstakt samband ríkti á milli foreldra okkar og ömmu og afa. Það varð fjölskyldunni þung raun þegar afi greindist með Alzheimer og heilsu hans hrakaði, og mikið áfall fyrir ömmu þegar ekki reynd- ist hægt að hafa hann lengur heima. Hann fékk vistun á Hjúkrunarheim- ilinu Eir þar sem hann fékk frá- bæra umönnun og á starfsfólkið okkar bestu þakkir fyrir, enda afi hvers manns hugljúfi fyrir hlýju sína og rólegheit, já, það má með sanni segja að hann afi okkar hélt virðuleika sínum og reisn fram í andlátið. Það var okkur fjölskyld- unni mikil gleðistund, og þá sér- staklega ömmu, þegar okkur gafst tækifæri að koma með afa í 85 ára afmælið hennar í nóvember s.l. en þá var hann sérstaklega hress og geislaði af gleði við hlið ömmu sem var honum svo kær. Elsku afi, okkur þótti svo undur- vænt um þig, við viljum þakka þér fyrir alla þá blíðu og það veganesti sem þú gafst okkur og fjölskyldum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við biðjum góðan guð að styrkja þig, við munum halda áfram að gæta þín fyrir afa. Guðríður og Jóhanna Halldórsdætur. Elskulegur afi minn verður til hvíldar borinn í dag. Minningamar streyma um hugann. Sunnudags- bíltúrar niður á höfn að skoða skip- in á flotta Bensanum hans afa, all- ar sögumar sem hann afi sagði mér um hundinn Lassý og allar umræðurnar um gengi Fram-liðsins sem voru æði oft hitamál í stofunni í Sigtúninu hjá afa og ömmu. í stofunni í Sigtúninu var afar falleg postulínsdúkka í pólska þjóð- búningnum sem afi hafði unnið til verðlauna fyrir að hafa verið sölu- hæsti Prinspóló-salinn eitt árið. Ég sem lítil stúlka horfði oft löngunar- fullum augum á þennan dýrgrip sem afi var búinn að lofa að gefa mér þegar ég yrði nógu stór til að fara vel með hann. I dag skipar þessi dúkka heiðurssess í stofunni minni og hefur gert síðan ég fór að búa. Afi og amma komu alltaf upp í Bakkasel til foreldra minna á að- fangadag og borðuðu með okkur jólamatinn og tóku upp gjafirnar. Þetta voru fyrstu jólin sem svo var ekki, afi var of veikur til að koma. Það var tómlegt án hans og verður svo um ókomna tíð, en í hugum okkar er hann og verður alltaf hjá okkur. Minningin um hann afa minn mun lifa. Elsku amma mín, sorg þín er mikil og sár, ég bið góðan guð að gefa þér styrk. Hvíl í friði, elsku afi minn. Kristín Anna. Hann afi er dáinn. Eftir veikindi síðustu ára þar sem þrek hans og heilsa fór dvínandi lést hann á Hjúkrunarheimilinu Eir 27.des s.l. Ég ásamt stórum hópi barnabarna og síðar barnabarnabarna var svo heppinn að fá notið nærveru hans. Amma og afi bjuggu lengst af í Sigtúni 47 og það var vettvangur okkar systkinanna í mörg ár og eru þær stundir nú ógleymalegar. Ég held ég hafi fyrst munað eftir mér fyögurra til fimm ára þar sem ég sat í kjöltu hans og hann sagði mér sögur, sögur sem ég segi nú mínum bömum. Afi var athafnamaður af lífi og sál og kaupmaður í verslun sinni Lúllabúð við Hverfisgötu sem enn er við lýði. íþróttir, félagsmál og einkum knattspyrna voru stór áhugamál hjá honum og var hann heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram. Svo mikill var knattspyrnu- áhuginn að hann tók öllu öðru fram, til að mynda, ef okkur bræðrunum varð það á að bijóta myndir eða styttur í boltaleikjum okkar í stof- unni í Sigtúninu, þá sagði hann stoltur frá því, í stað þess að skamma okkur, að strákarnir hefðu náð að skjóta niður efstu myndina í stiganum og mölbijóta þó að þeir væru ekki nema átta og tveggja ára. Já, svona var afi. Umfram allt var hann sanngjarn og heilsteyptur maður sem skilur eftir sig yndisleg- ar minningar. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku afi, blessuð sé minning þín. Elsku amma, guð gefi þér styrk á þessari erfiðu stundu. Lúðvík Þorgeirsson yngri. Ég kveð hann afa minn með söknuð í hjarta. Minningarnar um ferðir okkar niður á höfn og niður i Lúllabúð gleymast aldrei. Á þess- um ferðum okkar gat hann frætt mann um allt milli himins ogjarðar og sagt manni yndislegar sögur af hundinum Lassý og frægðarsögur af kappleikjum sem hann hafði tek- ið þátt í með Knattspyrnufélaginu Fram. Það eru kannski orð að sönnu að eitt líf kvikni af öðru, því á meðan ég kveð og syrgi eitt þá fagna ég komu annars sem honum gafst því miður ekki tækifæri á að sjá. Amma, ég vona að guð gefi þér styrk í sorginni. Bjögvin Þór Þorgeirsson. Elsku afi minn, með miklu þakk- læti og með söknuð í huga ákváðum við systur að setjast niður og rita nokkar línur á blað. Margs er að minnast og þá helst áranna sem þið amma bjugguð í Sigtúni. Þang- að var gott að koma, enda öllum tekið opnum örmum. Afi var sérlega barngóður maður. Minnumst við þess sérstaklega frá því að við átt- um heima í Búlandi að þegar amma og afi komu keyrandi inn götuna á R-47 vissu allir krakkarnir að nú var von á góðu, því afi var vanur að vera með fulla vasa af gotti, enda oftast kallaður „afí í Lúlla- búð“. Það var sérlega skemmtilegt að fara með ömmu og afa í ferðalög, enda átti hann alltaf til sögur og einhvern fróðleik. Afi hafði mikinn áhuga á íþróttum og hvatti hann okkur til dáða í þeim efnum, sama hvort um handbolta eða fótbolta var að ræða. Skipti það ekki máli, því leið allra lá í FRAM. Afi, takk fyrir allt, þú munt ætíð lifa í minningunni. Við erum þess fullvissar að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við biðjum Guð að styrkja ömmu. Sigríður og Guðríður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukcrfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.