Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Samningur um Hebron getur dregist
Deilt um brott-
för herliðsins
ísraelskur hermaður lét skothríð
dynja á fólki á markaðstorgi í Hebron
Jerúsalem, Charlotte Amalie. Reuter.
DEILA um áframhaldandi brott-
flutning ísraelsks herliðs frá Vest-
urbakkanum kom í veg fyrir að
samningar um Hebron yrðu undirrit-
aðir í gær. Viðræðum ísraela og
Palestínumanna er haldið áfram
þrátt fyrir að ísraelskur hermaður
hafi gengið berserksgang á nýárs-
dag og sært sjö araba skotsárum.
Hefur Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, fordæmt árásina og hreyfing-
arnar Jihad og Hamas hafa hótað
að hefna hennar.
Fyrirhuguð undirritun og fundur
þeirra Benjamins Netanyahus, for-
sætisráðherra israels, og Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna,
verður „einhvern tíma á næstu dög-
um“ að sögn sumra samningamann-
anna en Jamil al-Tarifi, einn samn-
ingamanna Palestínumanna, sagði,
að nú stæði styrinn um þá kröfu
þeirra, að ísraelar dagsettu frekari
brottflutning frá Vesturbakkanum.
Er þá átt við brottflutning, sem
búið var að semja um í Óslóarsam-
komulaginu.
Brottflutningur í næstu viku?
Dennis Ross, sáttasemjari Banda-
ríkjastjórnar, ætlaði að eiga fund
með Arafat í gær og David Bar-Ill-
an, ráðgjafi Netanyahus, spáði því,
að þeir Netanyahu og Arafat myndu
hittast síðar um daginn og hugsan-
lega ganga frá samningum. Sagði
hann, að færi svo, gæti ísraelska
ríkisstjómin samþykkt samninginn
í dag og brottflutningurinn frá Hebr-
on hafist eftir helgi.
ísraelskur hermaður, Noam Fri-
edman, 22 ára gamall, gekk ber-
serksgang á markaðstorgi í Hebron
á nýársdag og særði sjö manns
skotsárum. Lýsti hann yfir, að með
árásinni vildi hann koma í veg fyrir,
að Hebron yrði afhent Palestínu-
mönnum og minnti á, að fyrir 4.000
árum hefði Abraham keypt Makp-
elahelli í Hebron af Hetítum fyrir
400 silfursikla og hann mætti ekki
láta af hendi.
Hefur þessi atburður vakið upp
umræður í ísrael og margir spyija
hvernig á því standi, að maður, sem
er sagður hafa átt við geðræn vanda-
mál að stríða árum saman, skuli
hafa verið tekinn í herinn og látinn
fá vopn í hendur.
Vottaði Arafat samúð
Clinton Bandaríkjaforseti for-
dæmdi árásina á miðvikudag og
vottaði Arafat samúð sína í fimm
minútna símtali. Tvær hreyfingar
öfgafullra múslima, Hamas og Ji-
had, hafa hótað að hefna árásarinn-
ar og þær telja auk þess, að væntan-
legur samningur um Hebron sé svik
við Palestínumenn. Sýrlenska dag-
blaðið al-Thawra sagði um árásina,
að hún sýndi, að ógerlegt væri að
semja um frið við ísraela svo lengi
sem þeir hefðu her á arabísku landi.
Leiðtogar gyðinganna 400, sem
búa í Hebron, segjast óttast, að
Palestínumenn muni hefna árásar-
innar á þeim og hafa skorað á Net-
anyahu að hætta við brottflutning
herliðsins frá borginni.
Reuter
NOAM Friedman dreginn burt eftir að hafa skotið á fólk á
markaðstorgi í Hebron og sært sjö. ísraelskur almenningur furð-
ar sig á því, að maður, sem hefur átt við geðræn vandamál að
stríða, skuli hafa verið tekinn í herinn og látinn fá vopn í hendur.
Almanak
Þjóðvinafélagsins
er ekki bara almanak
í því er Áfbók
(slands með
fróðleik um árferði,
atvinnuvegi. íþróttir,
stjórnmál, mannalát
og margt fleira.
Fæst í bókabúðum
um land allt
Fáanlegir eru
eidrí árgangar.
alltírá 1946.
Sögufélag,
Fischersundi 3,
sími 551 4620.
SÖGUFÉLAG
1902
Kjarvalsstaðir
Einföld lausn á
flóknum málum
gl KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Reuter
MICHAEL Minnig, samningamaður Rauða krossins, fylgir hér gislunum, sem skæruliðar Byltingar-
samtaka Tupac Amaru létu lausa á nýársdag, brott frá bústað japanska sendiherrans í Lima í
Perú. Skæruliðarnir hafa enn 74 manns i haldi.
Skæruliðar segja
sfjórn Perú eiga
næsta leik
74 gíslar enn
Lima. Reuter.
SKÆRULIÐAR Byltingarsamtaka
Tupac Amaru (MRTA) héldu enn
74 gíslum í bústað japanska sendi-
herrans í Lima í Perú í gær og virt-
ist lausn þeirra ekki í sjónmáli. í
yfirlýsingu frá MRTA var reynt að
höfða til þjóða heims og þrýsta á
perúsk stjórnvöld um að höggva á
hnútinn.
„Við skorum á framsýna menn
og konur í heiminum að halda áfram
að krefjast þess að stjórn Perú finni
pólitíska lausn, sem mun færa póli-
tískum föngum [úr MRTA] og stríðs-
föngum í haldi hjá sérsveit okkar
frelsi," sagði í yfirlýsingu Tupac
Amaru. „Það er komið að stjóm
Perú að tala.“
Yfirlýsing úr frumskógunum
Yfirlýsingin barst „einhvers stað-
ar úr frumskógum" Perú og fengu
fjölmiðlar hana í hendur eftir að sjö
gíslum hafði verið sleppt á miðviku-
dag. Hún virtist hins vegar hafa
verið skrifuð fyrir áramót.
Alberto Fujimori, forseti Perú,
vék í gær úr starfi embættismönn-
um úr öryggislögreglunni og einum
virtasta dómara landsins, en þeir
eru í haldi hjá skæruliðunum. Sagði
Hector Caro, fyrrverandi yfirmaður
andhryðjuverkasveita, að það væri
venja að stokka upp í öryggissveit-
um og dómskerfi landsins á áramót-
um. Hins vegar mátti heyra vanga-
veltur um að ástæðan fyrir brott-
rekstri mannanna væri sú að þeir
hefðu látið skæruliða Tupac Amaru
koma sér að óvörum þegar þeir réð-
ust inn í afmælisveislu Japanskeis-
ara, sem japanski sendiherrann í
Perú, Morihisa Aoki, hélt 17. des-
ember.
Skæruliðarnir héldu óforvarandis
blaðamannafund á gamlársdag og
tókst með því að reita perúsk stjórn-
völd til reiði. Engin viðbrögð hafa
borist frá stjórninni, en haft var eft-
ir embættismanni að Alberto Fuji-
mori forseti hefði reiðst: „Þeir tóku
frumkvæðið og höfðu hann að háði
og spotti," sagði embættismaðurinn.
Til þess var tekið að stjórnin sendi
ekki Domingo Palermo, sérlegan
samningamann hennar, til að taka
á móti gíslunum sjö þegar þeir voru
látnir lausir á nýársdag. Þar var um
að ræða fjóra japanska kaupsýslu-
menn og þijá Perúmenn. Tveimur
gíslum var sleppt á gamlársdag,
í haldi liðsmanna Tupac Amaru
sendiherra Honduras og ræðismanni
Argentínu.
Áróðursstríð milli stjórnvalda
og skæruliða
Áróðursstríð hefur staðið milli
skæruliðanna og perúskra stjórn-
valda frá 17. desember. Stjórn Perú
hefur lokað fyrir síma og rafmagn
í sendiherrabústaðnum. Frétta-
mönnum hefur verið haldið álengdar
frá lóðinni, þar sem sendiherra-
bústaðurinn stendur. MRTA hefur
beitt ýmsum aðferðum til að koma
kröfum sínum á framfæri. Kröfu-
spjöld hafa verið borin að gluggum
bústaðarins, alþjóðlegur blaðafull-
trúi hefur komið sér fyrir í Þýska-
landi, blaðamönnum er sendur töivu-
póstur og á alnetinu er að finna tíma-
rit þeirra, Rebel Voice, þar sem nýju
efni er daglega bætt við.
Fujimori forseti er allajafna sólg-
inn í athygli fjöimiðla, en hann hefur
varla sést frá þvi að skæruliðarnir
réðust inn í sendiherrabústaðinn. í
þau fáu skipti, sem honum hefur
brugðið fyrir, hefur hann verið
brúnaþungur og þreytulegur. Hann
hefur aðeins talað einu sinni opinber-
lega. Flutti hann þá tveggja mínútna
yfirlýsingu og kvaðst staðráðinn í
því að láta ekki undan kröfum
hryðjuverkamanna.
Óvæntur blaðamannafundur
Stjórn Perú hafði augljóslega ekki
samþykkt að skæruliðarnir héldu
blaðamannafund. Hins vegar virðist
sem samkomulag hafi tekist milli
stjórnarinnar og MRTA um að
fréttamenn fengju að fara gegnum
öryggisvörð lögreglu og taka mynd-
ir fyrir utan sendiherrabústaðinn.
Þegar þeir voru komnir inn á lóð-
ina tók einn þeirra, Koji Harada, ljós-
myndari japönsku fréttastofunnar
Kyodo, á sprett inn í bústaðinn.
Fylgdu aðrir fréttamenn á eftir og
var boðið inn. Þetta var fyrsta sinni
sem fjölmiðlum var hleypt inn í
bygginguna og á svipstundu hafði
fréttamyndum af leiðtogum skæru-
liðanna með andlit hulin rauðum og
hvítum klútum með merki samtaka
þeirra og hríðskotabyssur í höndum
verið sjónvarpað um allan heim.
Uppátæki Haradas hefur verið
umdeilt. Japanskir og perúskir emb-
ættismenn fordæmdu hann og sögðu
að hann hefði stefnt sjálfum sér og
öðrum í hættu. Starfssystkin Harad-
as sögðu hins vegar að hann hefði
sýnt áræði.
Skæruliðarnir notuðu tækifærið
til að halda blaðamannafund. Nestor
Cerpa Cartolini, leiðtogi skærulið-
anna sagði að stjórn Fujimoris væri
„einræðisstjórn klædd í búning lýð-
ræðis“ og stundaði „ríkisrekin
hryðjuverk". Hann hrópaði að skær- i
uliðarnir væru reiðubúnir til að |
„færa hina hinstu fórn“ og velferð
gíslanna væri á ábyrgð Fujimoris
ef hann ákvæði að gera áhlaup.
Hann sagði að ekki lægi á að
binda enda á gíslatökuna, en „dyrn-
ar [væru] opnar" og Fidel Castro,
forseta Kúbu, eða Borís Jeltsín, for-
seta Rússlands, væri velkomið að
miðla málum.
Skæruliðarnir létu Francisco Tud- *
ela, utanríkisráðherra Perú, sem er ^
meðal gíslanna, koma fram á blaða- .
mannafundinum. Hann virtist í jafn- '
vægi og hvatti til þess að málið yrði
leyst án blóðsúthellinga.
Aoki, sendiherra Japans og gest-
gjafi samkvæmisins, sem skærulið-
arnir réðust inn í, birtist einnig fyr-
ir framan myndavélarnar og baðst
afsökunar fyrir hönd japönsku
stjórnarinnar á spænsku. Hann
kvaðst vonast til að málið leystist !
sem fyrst og bætti við að þeir gísl- »
ar, sem enn væru í haldi, væru við .
góða heilsu og „andi samstöðu" hefði '
haldist meðal þeirra.
„Langt en ógleymanlegt
samkvæmi“
Aoki hafði einu sinni talað opin-
berlega áður eftir að skæruliðarnir
réðust inn í veislu hans. Það var í
útvarpi. Sló hann þá á létta strengi
og baðst afsökunar á „óvæntri
lengd“ samkvæmisins. Að sögn
gísla, sem látnir hafa verið lausir,
hefur Aoki reynt að efla kjark gísl-
anna með gamansemi. „Þetta hefur
verið langt en ógleymanlegt sam-
kvæmi,“ væri eftirlætissetning hans.
Akihito Japanskeisari kvaðst hafa
miklar áhyggjur af gíslunum. „Eg
fínn til í þjarta mínu þegar mér verð-
ur hugsað til þeirra, sem ekki geta
fagnað nýju ári með fjölskyldum sín-
um,“ var haft eftir Akihito. Veislan
örlagaríka var haldin til heiðurs hon-
um.
Skæruliðarnir tóku um 500 gísla.
Um 420 hafa verið látnir lausir.
I
I
i