Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 35 ÁRAMÓT túlka. En einnig erum við minnt á það, að Guði er það þóknanlegt að við berum fram fyrir hann þarfir okkar og bænin sýnir, að honum er annt um okkur á allan þann hátt, sem snertir hið venjulega líf. Hann vill ekki, að við líðum skort og bænin um brauð felur í sér allar mannlegar þarfir. Guð vill ekki heldur, að við sættum okkur við það, að aðrir líði vegna þröngra aðstæðna, hvort heldur er í næstu götu eða fjarlægri álfu. Þess vegna biðjum við, gef oss, en látum ekki hið þrönga fornafn fyrstu persónu auka sjálfselsku í eftirhermu barns, sem segir gef mér, gef mér, áður en tekist hefur að kenna því tillits- semi með nærgætni. Og ekki er samstaða eins með öðrum síður í brennidepli, þegar Jesús kennir okkur að tengja þörf fyrir fyrigefningu Guðs fúsleika okkar til þess að auðsýna öðrum hið sama. Eða hver er sá, sem get- ur með liðið ár í huga látið sem svo, að hann hafí það eitt gert, sem Guði er þóknanlegt og meðbræðrum og systrum hafi gagnast vel? Já, jafnvel þótt ekki sé ijær litið en til fjölskyldunnar. Hver er sá, faðir eða móðir, sonur eða dóttir, bróðir eða systir, sem hefur stuðlað að því einu, sem hefur aukið farsæld og glatt geð og engu spillt? Eða þekk- ist sá, sem svo er fullur sjálfbirg- ingsháttar og yfirlætis, að hann telur sig í engu þurfa á fyrirgefn- ingu Guðs að halda? En þeim, sem telur sig þess umkominn að standa í upphöfnu sjálfsáliti og finna Guð klappa á öxl sér af velþóknun yfir svo frábæru sýnishorni velheppn- aðrar sköpunar, er útilokað að setja sig í annars spor og sjá, hversu hann kann að hafa myrkvað líf með orðum sínum og gjörðum, eða með aðgjörðaleysi sínu og fátækt þeirra orða, sem byggja upp og styrkja í krafti samstöðu, kærleika og nauð- synlegrar umhyggju að hafa valdið hryggð vonbrigða. Fyrirgef oss, segir Jesús og þarf ekki einu sinni að hafa horft í átt til Júdasar til þess að leggja áherslu á orð sín. Allir þurfa á þeirri náð að halda, sem fólgin er í fyrirgefn- ingu. En alvaran felst í því, að sá einn getur vænst hennar, sem er reiðubúinn að auðsýna hið sama. Og þó vitum við það vel, að von um fyrirgefningu er aldrei útilokuð, jafnvel þótt við verðskuldum hana ekki. Svo lengi sem við gerum okk- ur grein fyrir þörfinni og iðrumst hörku okkar sjálfra, þá er Guð að rétta út hönd sína til þess að snerta okkur og með styrkum armlegg að lyfta okkur upp, svo að við getum staðið frammi fyrir hinum heilaga, en teljum ekki að úti sé um okkur vegna þess, hve smá við erum í samanburði við hann. Eða er ekki staðreynd krossins til vitnisburðar um það, að vonin sem beinist að Guði, verður aldrei til skammar? Þrátt fyrir veikleika okkar, en ekki vegna eigin ágætis okkar, er hann fús til þess að láta ljóma upprisunn- ar hrekja skugga krossins úr lífi okkar. Kærleikur Guðs er slíkur, að ekki einu sinni myrkur syndar- innar einangrar okkur frá honum eða skilur okkur eftir í myrkri. En vegna eigin veikleika, sem við þurf- um að gera okkur grein fyrir, fylg- ir bænin um það, að Guð leggi ekki á okkur þyngri byrðar en okkur er unnt að bera, svo að freistingin fjar- lægi okkur ekki frá birtu himna. Eg sagði þetta áminningu kirkj- unnar að morgni nýársdags. Kirkj- an hvetur til bænar og sé mark- visst að verki staðið en ekki tilviljun ein látin ráða. Enginn þekkir við- burði komandi árs og hveijir þeirra leiða til persónulegrar nándar við hvern og einn. Og þess vegna vitum við heldur ekki fyrir fram, hvort fleira muni valda tárum en laða fram hið tæra bros dýrlegrar gleði og hamingju. En hitt eigum við að gera okkur ljóst, að enn höfum við stigið skref nær þeim viðburði, er við eigum að þakka fyrir það, að Kristur hefur verið lofsunginn hér frá upphafi mannaferða og fyrir þúsund árum var Ieiddur til öndveg- is og skyldu allir íslendingar lúta. Margir bíða með óþreyju bókarinn- ar, sem menn góðrar yfirsýnar und- irbúa og á að benda á áhrif kristins siðar á þjóð og sögu. Hitt veit held- ur enginn, hvert verður framlag okkar meðan við enn höfum tæki- færi til þess að láta muna um okk- ur. En í meðfæddri bjartsýni, sem hefur ekki beðið skipbrot þrátt fyr- standa í ströngu á hveijum degi, við að fá endana til að ná saman. En hagur manna fer hægt batnandi og mun batna enn, ef vel og gæti- lega verður á haldið. Fátækt er óljóst hugtak. Kröfur nútímans gera afkomu, sem áður hefði talist ásættanleg, með öllu óbærilega. í upphafi þessarar aldar bjuggu aðeins örfáir menn við mannsæmandi lífskjör, ef miðað er við þær kröfur sem okkur þykir sjálfsagt að gera nú við lok henn- ar. Ég býst við að okkur sé flestum þannig farið að við leitum hamingj- unnar um of í veraldlegum hlutum, sem aðeins gefa okkur stundarfrið. í þeirri leit sést okkur einatt yfir, að því, sem gefur lífinu mest gildi og sannasta lífshamingju er ekki endilega stillt út í glæstum búðar- gluggum eða í eggjandi auglýsing- um. Það er því fagnaðarefni að vaxandi skilningur virðist á því, að á næstu árum þurfí forráðamenn fyrirtækja og fólkið sem þar starfar að leita leiða til að stytta tímann sem í brauðstritið fer, án þess að launin lækki eða afrakstur starfsins minnki. Þessi markmið eru ekki ósamrýmanleg - þvert á móti bend- ir flest til að þau eigi ágæta sam- leið. Það mun taka einhvern tíma og það þarf að sýna útsjónarsemi við að breyta um vinnulag og lensku en árangurinn, aukin lífsfylling, mun margborga alla þá fyrirhöfn. Góðir Islendingar. Nýtt ár er að hefjast, sól hækkar á lofti og skammdegið víkur smátt og smátt fyrir geislum hennar. Fáar manneskjur búa við skemmri vetr- ardag en við íslendingar. A móti koma bjartari sumarnætur en flest- ir búa við. Þær þjóðir, sem eiga bólstað nærri miðbaug jarðar, búa árið um kring við jafnræði dags og nætur. Ég býst við að fleiri hafi verið farið eins og mér að telja það einfaldan og algildan sannleik, að birtustundir væru nánast jafn margar, hvar sem borið væri niður á jarðarkringlunni. Okkar björtu sumur jöfnuðu dimman vetur, en annars staðar jafnaðist þetta upp með öðrum hætti, eins og ég nefndi áðan. Lítil grein, sem birtist í Al- manaki Hins íslenska þjóðvinafé- lags fyrir árið 1996, kom mér því á óvart. Þar kemur fram, að birtu- stundir eru mun fleiri hér á landi en víðast annars staðar og þær eru fleiri hér norðanmegin en á sam- bærilegum breiddargráðum á suð- urhveli. Þessum upplýsingum hefur ekki verið gefin nægur gaumur, svo stórmerkilegar sem þær eru. Skýr- ingarnar eru annars vegar áhrif gufuhvolfsins á ljósbrot og endur- varp ljóss og hins vegar misjafn brautarhraði jarðar um sólu. Nú ætla ég ekki að láta eins og ég skilji hinar vísindalegu skýringar til fulls. En um niðurstöðuna segir í Almanaki þjóðvinafélagsins. „Það er því ekki reyndin að birta tapist í skammdeginu til jafns við það sem unnist hefur á björtum sumarnótt- um: Vinningurinn er miklu meiri en tapið.“ Það er ekki ónýt huggun nú í svartasta skammdeginu að vita að við íslendingar fáum allt að 700 fleiri birtustundir á ári en hinir sól- bökuðu ítalir, svo dæmi sé tekið. Og fyrir óforbetranlega bjartsýnis- menn, sem bera elsku til landsins eru þetta notalegar upplýsingar og enn ein sönnun þess að landið okk- ar, ísland, hafi margt sér til ágætis umfram önnur lönd, þó víða séu landkostir góðir. Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því, að lífskjör í landinu séu borin saman við það sem best ger- ist annars staðar í heiminum. Það er heilbrigt að miða okkar kjör ein- ungis við það besta. Það ýtir undir metnað og kapp, og hvetur til dáða. ir ágjafir ýmsar bæði óvæntar sem fyrirsjáanlegar, treysti ég því, við berum gæfu til þess, íslendingar að sópa vel til og fegra allt, svo að fögnuður yfir ríki Guðs á ís- landi, sem hefur staðið í heilt árþús- und, verði sannari og betri. Og hvernig má slíkt verða? Kirkjan er samfélag þeirra, sem játa trú á hinn upprisna. Innan hennar mega allir eiga skjól og geta leitað sér hælis, ef í móti blæs ekki síður en öðlast það fulltingi í gleði, sem færir á enn hærri stig. Hún er þá einnig vettvangur samstöðu, er við kijúp- um hlið við hlið við frátekið altari hins heilaga og þiggjum styrk í guðsþjónustunni til þess að gera daga líkari því, sem við vitum að er í samræmi við vilja Guðs. í þessari viðleitni sinni má kirkjan aldrei hika, hvað svo sem sagt kann að vera og hvernig svo sem snúið kann að vera út úr verkum sem orðum eða stöðu einstaklinga. Hún er meiri en hvert okkar, en saman gerum við hana að því, sem Guð væntir, þá einn biður fyrir öðrum og í verkum sínum kallar fram sam- stöðu. Að þessu beinast bænir. Ekki aðeins við upphaf nýs árs, heldur skal svo vera. Og verði svo, þá mun ekki látið staðar numið, þótt upp- hafsstafur nýrrar aldar ryðji þess- um gamalkunna fra. Kann sumum að þykja, sem ég reifi frekar ósk eða óraunveruleika fjarstæðunnar í tölvuleikjum, en því fer þó víðs fjarri. Ég beini sjónum að honum, sem í upphafi skóp og í syni sínum gekk til móts við örlög okkar og tók þau á sig. Hið eina andsvar, sem verðugt er, felst þess vegna í hollustunni við hann og fúsleikan- um til þess að gera sköpun hans enn betri fyrir framlag okkar. Þessi er bæn við áramót. Og þetta er bæn hverrar stundar. Líti Guð til þjóðar sinnar á ís- landi og veiti henni þá blessun, að hærra sé skyggnst en fótmáli nem- ur og lengra sé horft en til næsta tækis. Lítum Guð, sjáum Guð að verki í veröldinni og göngum fram í fylkingu hans. Gleðilegt nýtt ár. Sé nú hafið náðarár Drottins og leiði til hátíðar þakklætis. En við skulum einnig vera raunsæ. Það stendur enn í fullu gildi, sem sagt var, að það sé yfirleitt dýrt að vera íslendingur. Fjarlægð og fámenni munu ætíð verða okkur til kostnaðarauka. Þar getur skakkað 5-10% og í sumum tilvikum jafnvel meiru. Okkur þykir víst fæstum að sá munur þýði að það sé of háu verði keypt að vera íslendingur. Við metum fegurð og friðsæld landsins, og viljum ekki vera án þess innra öryggis, sem við njótum. Við metum mikils að hér eru lífs- kjör jafnari en annars staðar þekk- ist. Sagan, tungan og samfélagið undirstrika þá staðreynd að hér býr náskylt fólk í notalegu landi. En þar sem það kostar okkur nokkuð að njóta þess, sem fámenn- ið og fjarlægðin veita, hljótum við að setja okkur það lokatakmark að gera 5-10% betur, en þeir sem best gera. Það má vel vera að það sé fjarlægt markmið, en það er þó eina markmiðið sem er ásættanlegt. „Við erum þjóð, sem hlaut ísland í arf og útsæ í vöggugjöf. Við horfðum lengi yfir sólbjört sund og signdum feðranna gröf. En loksins heyrðum við lífíð hrópa og lögðum á brimhvít höf. í hugum okkar er vaxandi vor, þó vetri og blási kalt. Við sáðum fræjum í íslenzka auðn og uppskárum hundraðfalt. Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa og veit, að hún sigrar allt. A síðustu árum vann hún verk, sem vitna um nýjan þrótt. Aldrei var meira af gáfum glætt né gulli í djúpin sótt. Framtíðin er eins og fagur dagur, en fortíðin draumanótt." íslendingar nær og fjær, ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Túkum flugið með hækkandi í/a/irS' (hj fei^L klist Músíkleikfitni - Hafdís, E| BakleikfimiA Karlath sabet og Agnes Harpa r - Harpa Afró - Orville Tangó - Hany og Bryndís Salsa - Carlos Leiklist 18 ára og eldri - Anna og Ánni Pétur £njHiÁÁai*nt/^ í tfuHunfiiísinw Tónmennt 3-6 ára - Elfa Lilja Leiklist 4-5 ára - ÁSta Myndlist og leiklist 7-9 ára - Bjöng og Þórey Leiklist 10-15 ára - ÞÓrey VERKSTÆÐIÐ dansstúdíó Sveinbjargar Boðið verður upp á: Jassdans/9-12 ára Jassdans/13-16 ára Jassdans frambald/16 ára og eldri Módem dans með lifandi tónlist, framhald Námskeiðin hefjast 7. janúar KennaruSveinbjörg Þórhallsdóttir, DANSARAPRÓF FRÁ AlVIN AlLEY AmERICAN D.C., New York. V7]v E RKSTÆÐIÐ \—/ 1______ DANSSTÚDÍÓ \ Innritun í síma 5515103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.