Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðný Jóns- dóttir fæddist í Hólmum í Vopna- firði 16. desember 1915. Hún lést á Landspítalanum að kveldi aðfangadags síðastliðins. For- eldrar hennar voru Jón Sigurjónsson, f. 17.júlí 1888, d. 23. mai 1936 af Bark- arætt, aðfluttur til Vopnafjarðar úr Eyjafjarðarsveit, og Elísabet Kristj- ánsdóttir, f. 23. des- ember 1892, d. 21. nóvember 1979 ættuð frá Vopnafirði. Guðný var yngst fjögurra systkina: Óskar, f. 1910, d. 1962, Siguijón, f. 16. apríl 1912, Þegar ég lít til baka fínnst mér ég vita svo lítið um ömmu mína, Guðnýju Jónsdóttur. Hún var af- skaplega hlý og góð en sagði ekki margt af sjálfri sér, var allra síst að „íþyngja" öðrum með áhyggjum sinum. Hún var yngst fjögurra systkina. Maður getur vel ímyndað sér hvernig það hefur verið að eiga þijá eldri bræður sem bæði pössuðu upp á hana og stríddu. Hún var líka eina dóttir langömmu, sem hafði gaman af að punta stúlkuna sína. Er amma var níu ára fluttist hún með Óskari elsta bróður sínum og foreldrum til Norðfjarðar. Miðbræð- urnir Siguijón og Guðni voru tekn- ir í fóstur af ættingjum á Vopna- firði. Á Norðfirði bjó fjölskyldan í húsinu Brennu. Þarna ólst amma upp og sagði hún mér seinna frá leikjum og fjallgöngum sem þau krakkarnir fóru í. Fyrir nokkrum árum fórum við mamma með henni austur á æskuslóðirnar og þá óaði henni við að hafa verið _að príla í þessum bröttu fjöllum. Árið 1931 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar lærði amma svo kjólasaum hjá og Guðni Þórarinn, f. 1914, d. 1982. Guðný átti eina dóttur, Eddu Sig- urðardóttur, f. 12. júní 1942. Faðir hennar var Sigurð- ur Norðdahl, f. 1914, d. 1972. Dótt- ir Eddu er Guðný Einarsdóttir, f. 26. apríl 1969. Faðir hennar er Einar Hákonarson, f. 14. janúar 1945. Guðný giftist 1960 Kristj- áni Elíassyni frá Elliða í Staðarsveit, f. 6. ágúst 1911, d. 12. desember 1988. Útför Guðnýjar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. konu sem hún kallaði alltaf Öllu. Hún átti eftir að vinna við þessa iðn allt sitt líf eða þar til hún veikt- ist nú í haust. Reyndar saumaði hún sinn fyrsta kjól fimmtán ára með hjálp pabba síns. Langamma hafði skroppið til Reykjavíkur, en ein- hverra hluta vegna fannst ömmu að hún þyrfti nýjan kjól. Pabbi hennar, sem var flinkur smiður, dró upp tommustokk og saman mældu þau út og sniðu kjól sem hún saum- aði. í Reykjavík gekk hún í fimleika- flokk Ármanns sem var undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Hópurinn fór í sýningarferðir bæði innanlands og til Noregs og Svíþjóðar. Þar kynnt- ist amma Þórnýju og Díönu sem voru hennar bestu vinkonur alla ævi. Hún kynntist líka Sigurði Norðdahl, fánabera flokksins, seinna áttu þau saman eina barn ömmu, móður mína Eddu Sigurðar- dóttur. Rétt fyrir stríð fór amma til Kaupmannahafnar til að fulln- uma sig í kjólasaum. Hún var þar þegar Þjóðvetjar hernámu Dan- mörku. Hálfu ári seinna var hún í hópi íslendinga sem fóru ævintýra- lega ferð heim upp í gegnum Sví- þjóð og Finnland til Petsamo þar sem Esjan beið þeirra. Aldrei heyrði ég ömmu tala um veru sína í hersetinni Danmörku en hún lýsti örlæti stríðshijáðra Finna sem endilega vildu gefa ís- lendingum að borða þrátt fyrir matvælaskort. Þegar Esjan kom til Reykjavíkur var ömmu haldið eftir þar sem róttækar skoðanir hennar fóru eitthvað fyrir bijóstið á Bret- um. Þegar ég fæddist bjuggu amma og afi (Kristján Elíasson) á Klepps- vegi 6 í Reykjavík. Þau áttu stórt og mikið bókasafn og höfðu ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um. Eftir að afí fór á eftirlaun tóku þau sig til og lásu Sturlungu saman og ræddu hana síðan yfir morgun- kaffinu. Við fórum oft vestur á Snæfells- nes í sumarbústaðinn sem þau byggðu þar á æskustöðvum afa. Þar fór amma með mér í langar gönguferðir upp í brattar hlíðarnar fyrir ofan húsið. Hún var alltaf svo létt og lipur, enda aldrei hætt leik- fimiæfingum. Þegar ég lít til baka hefur hún verið um sjötugt að hlaupa með mér upp í fjall og ég tók það sem sjálfsagðan hlut. Hún var reyndar alltaf ung og hress, enda vorum við mæðgurnar allar þijár góðar vinkonur og vorum mikið saman. Ég er þakklát fyrir að hafa átt slíka ömmu. Megi hún hvíla í friði. Guðný Einarsdóttir. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (M. Joch.) Mig langar til að minnast Guðnýjar Jónsdóttur frá Vopnafirði en hún var gift móðurbróður mínum Kristjáni Elíassyni, frá Elliða í Stað- arsveit. Fyrstu æviár Guðnýjar bjó fjöl- skyldan á Vopnafirði. Þegar Guðný var átta ára gömul fluttist hún GUÐNY JÓNSDÓTTIR + Jóna G. Bjart- marsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1929. Hún lést á Landspítalan- um 16. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sæunn Sigríður Guðjónsdóttir, ætt- uð úr Borgarfirði, og Bjartmar Pálma- son, sjómaður frá Norðfirði. Systkini Jónu eru Ólöf, Est- her, Baldur og Bolli. Jóna giftist Herði Einarssyni flugvirkja og eignuð- ust þau tvo syni, Baldur Þóri vélfræðing, kvæntan Estívu Birnu Björnsdóttur, og Eirík Þeim fækkar nú óðum starfs- mönnunum sem enn starfa á Hótel Sögu og muna bernskuár hótelsins. Ekki hvarflaði að okkur að svo stutt yrði á milli þeirra Sigurðar Guðjóns- sonar, skrifstofustjóra hótelsins, sem lést fyrir rúmu ári, og Jónu Bjartmarsdóttur sem nú er látin aðeins 67 ára að aldri. Jóna og Sig- urður voru þeir starfsmenn sem áttu hvað lengstan starfsaldur á hótelinu og höfðu starfað saman á skrífstofunni í um þijátíu ár. Jóna Bjartmarsdóttir átti lengst- an starfsaldur á hótelinu og sú eina sem eftir var af þeim er hófu störf í upphafi og starfaði hún þar til dánardags. Ég man vel eftir 23. maí 1963, þegar ég kom til starfa á Hótel Sögu að Jóna var meðal þeirra fyrstu sem ég heilsaði upp á. Stúlkan bauð af sér góðan þokka, Bjartmar flug- virkja. Barnabörnin eru fimm. Jóna og Hörður slitu sam- vistir. Jóna lauk prófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1947. Tveimur árum síðar fór hún til frekara náms í Sorö Husholdningsskole í Danmörku og lauk þaðan prófi. Jóna starfaði við verslun- ar- og skrifstofu- störf þar til hún hóf störf á Hótel Sögu 1962 þar sem hún starfaði til dauðadags. Útför Jónu var gerð frá Nes- kirkju 27. desember. björt yfirlitum og afar traustvekj- andi. Ekki grunaði mig þá að við ættum eftir að starfa saman mestan hluta starfsævi okkar því ég ætlaði mér að stoppa stutt við á þessum vinnustað. Én reyndin varð nú önn- ur. Jóna vann fyrstu tvö árin öll venjuleg skrifstofustörf, en þá tók hún við starfi aðalgjaldkera og vann við það þar til fyrir nokkrum árum er hún óskaði eftir að minnka við sig störf. Vinnutími hennar búinn að vera langur alla tíð enda lagði hún ríka áherslu á að regla væri á öllum hlutum. Ekki tókst það þó alveg eins og hún ætlaði sér hvað varðaði styttingu vinnutímans, samviskusemi hennar leyfði það ekki. Oft var leitað til hennar með ýmis mál, m.a. þurfti hún stundum að grípa inn í sín fyrri störf. Þvi fór svo að unnið var af fullum krafti meðan heilsa hennar leyfði. Jóna kom þó oft við hjá okkur á meðan hún gat og sinnti þá ýmsum störf- um. Osjaldan þurftum við að „fletta upp“ í Jónu þegar verið var að rekja gamla tíð og atburði í rekstri og sögu hótelsins. Það brást sjaldan að rétt svör kæmu enda var hún mjög vel greind og minnug. Jóna var sérstaklega traustur, ábyggilegur og ósérhlífínn starfs- maður. Þessir kostir hennar voru ómetanlegir fyrir fyrirtækið enda bar hún hag þess ávallt fyrir bijósti. Störf aðalgjaldkera eru mjög kreij- andi, meðal annars vegna mikilla samskipta við viðskiptavini. Þau góðu tengsl sem henni tókst að skapa við viðskiptavinina komu vel í ljós síðustu mánuðina þegar þeir sem höfðu átt samskipti við okkur um langan tíma voru að spyijast fyrir um heilsufar hennar. Jóna var mjög trygglynd og gerði sér far um að fylgjast með fyrrver- andi starfsfélögum sínum. Hún reyndist mér sannur og góður vinur alla tíð og var henni mjög annt um og fylgdist með gengi barna minna og barnabarna. Ég fylgdist vel með hversu náið samband var á milli Jónu og sonanna Baldurs og Eiríks. Það kom líka berlega í ljós nú í veikindum hennar hvers vel þeir stuttu hana og önnuðust síðustu stundirnar. Ekki má gleyma um- hyggju og alúð Birnu, konu Baldurs en hún var Eiríki stoð og stytta á meðan Baldur var til sjós. Þau vöktu yfir henni nætur og daga þar til yfir lauk. Að leiðarlokum þakka ég Jónu trygga vinnáttu og samstarf í þijá- tíu og þijú ár. Við Edda og fjöl- skylda okkar vottum sonum henn- ar, tengdadóttur, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Konráð Guðmundsson. JONA GUÐBJORG BJARTMARSDÓTTIR ásamt foreldrum sínum og Óskari, elsta bróður sínum, til Norðfjarðar. Ástæðan fyrir flutningunum var fyrst og fremst sú að lífskjör voru erfið á þessum tíma á Vopnafirði og meiri von var um atvinnu á Norðfirði. Siguijón og Guðni urðu eftir á Vopnafirði þar sem Siguijón ólst upp hjá afa sínum og ömmu en Guðni ólst upp hjá móðurbróður sínum. Upp úr 1930, þegar Guðný var 16 ára flutti hún ásamt foreldrum sínum og Óskari til Reykjavíkur, þar sem móðir hennar starfaði lengst af við afgreiðslustörf á veit- ingahúsum. Faðir hennar, sem hafði aðallega unnið við sjómennsku fyrir áustan, vann við ýmis störf er hann flutti suður. Fyrst um sinn bjó fjöl- skyldan á Laugaveginum. Síðar fluttu þau í hús á horni Laugavegar og Barónsstígs, en Guðný bjó á sömu slóðum síðustu tvö árin sem hún lifði. Guðný var alla tíð mjög áhuga- söm um íþróttir. Stuttu eftir að hún flutti til Reykjavíkur gekk hún í fimleikadeild Ármanns og æfði þar fimleika undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, en hann var um árabil einn þekktasti fimleikaþjálfari landsins. Fór Guðný í mörg sýning- arferðalög með fimleikadeildinni bæði innanlands og utan. Árið 1938 fór hópurinn t.d. í sýningarferð til Noregs og árið eftir til Stokkhólms. í Ármanni eignaðist Guðný margar góðar vinkonur sem hún hélt traustu sambandi við alla sína ævi. Guðný var ætíð mjög myndarleg í höndum. Öll handavinna lék í höndunum á henni. Hún lærði snemma saumaskap hjá ágætri saumakonu hér í borg og var farin að sauma sjálfstætt mjög ung. í lok sýningarferðarinnar sem hún fór með fimleikadeild Ármanns til Stokkhólms 1939 hélt hún til Dan- merkur til frekara náms. Hún dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1939- 1940, þar sem hún lagði stund á nám í saumaskap. En stríðið olli því að dvölin í Danmörku varð ekki lengri. Eftir að ísland hafði verið hertekið af Bretum var íslendingum sem dvöldu á Norðurlöndunum smalað saman í Petsamó í Norður- Finnlandi og þeir fluttir heim með Esjunni. Guðný fór þangað og komst hún heim til Islands með þessari síðustu ferð skipsins. Guðný minntist þess síðar hvað það hefði verið sérkennilegt, að koma heim með þessari ferð, þar sem breskir hermenn tóku á móti fólkinu á höfn- inni en ekki íslenskir hafnarstarfs- menn. Eftir að Guðný kom heim frá Danmörku starfaði hún sjálfstætt við saumaskap. Um tíma rak hún eigin saumastofu og hafði konur í vinnu hjá sér. Árið 1942 eignaðist Guðný einkadóttur sína, Eddu Sigurbjörgu Sigurðardóttur, en hún hefur starf- að um árabil sem meinatæknir á Landspítalanum. Samband þeirra Guðnýjar og Eddu var alla tíð mjög náið og sérstakt. Þær voru mjög miklar og góðar vinkonur. Þær gerðu ýmislegt saman, fóru oft saman í bíó eða í leikhús og þær ferðuðust oft saman bæði innan- lands og erlendis. Árið 1945 hóf Guðný búskap með manni sínum Kristjáni Elíassyni frá Elliða, en hann lést í desember 1988. Kristján starfaði um árabil sem skreiðarmatsstjóri. Á þeim tíma þurfti hann að ferðast mikið um landið og fór Guðný oft með honum. Þau fóru margar hringleið- ir um landið löngu áður en hring- vegurinn varð að veruleika. Var þá farið með strandferðarskipum þar sem ekki voru vegir. Guðný og Kristján hófu sinn búskap á Sel- tjamamesinu í húsi sem þau nefndu Élliða. Skýringin á nafngiftinni er sú að Kristján ólst upp á Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi og var þeim nafnið mjög kært. Þau festu síðan kaup á þeirri jörð árið 1958 og reistu þar sumarbústað, sem varð nokkurs konar menningarmið- stöð fyrir stórQölskylduna. Átti Guðný stóran þátt í að gera sumar- bústaðinn að þeirri vin sem hann varð. Fjölskyldan og aðrir vinir eiga ómetanlegar minningar um dvöl sína á Elliða. Það gerðust stórkost- leg og ógleymanleg ævintýr í bú- staðnum undir Elliðahamrinum. Minningar hrannast upp, - minn- ingar tengdar snarki i arineldi, harmoníkuleik, rífandi roki eða brakandi sólskini, stíflugerð í lækj- um, útreiðartúrum, gönguferðum niður í Flóa, upp á Elliðatinda, út að Elliða, eða upp á Gígjastein og vitneskju um alla álfabyggðina í Elliðalandi. Þarna var mikið sungið, spilað á hljóðfæri, sagnaþulir sögðu áhrifamiklar sögur og farið var með ljóð af mikilli innlifun. Guðný sá til þess að alltaf var tekið á móti gest- um með margvíslegum kræsingum. Sama ár og Guðný og Kristján festu kaup á jörðinni Elliða fluttu þau heimili sitt að Kleppsvegi 6 og voru þau ein af frumbyggjunum í því húsi. Þau bjuggu á Kleppsvegin- um uns Kristján lést í desember 1988 . Þar eignuðust þau mjög fal- legt heimili, þar sem handbragð Guðnýjar fékk að njóta sín. Nokkr- um árum eftir að Kristján lést eða árið 1992 festi Guðný kaup á íbúð ODDUR DANÍELSSON + Oddur Daníelsson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1927. Hann lést á heimili sínu föstu- daginn 13. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 19. desember. Mikill og góður maður er horfinn sjónum. í gær fór útför Odds Daní- elssonar fram. Þegar ég lít til baka, þennan stutta tíma sem ég þekkti Odd, auðkenndist sá tími af því hversu góður hann var og hvað hann kenndi mér mikið. Oddur tókst á við veikindi sín af miklu æðurleysi og kvartaði aldrei. Hann var mjög barngóður maður og hef ég heyrt margar sögur um hvað börn löðuð- ust að honum alla tíð á Kársnes- brautinni. Hann var rólegur, hljóður en fylgdist jafnframt mjög vel með öllu í kringum sig, var virkur þátt- takandi í öllu. Kímnigáfu hafði hann fengið ríkulega af í vöggugjöf og gat verið ansi stríðinn. Síðustu árin dundaði hann sér við smíðar og skilur eftir sig fallegt handbragð, jafnt inni sem úti. Oddur elskaði að ferðast um landið okkar og var þá Þórsmörkin í miklu uppáhaldi, en þangað komst hann í síðasta sinn síðastliðinn september. í veik- indum Odds sá ég hvað þessi mikli og góði maður skildi eftir sig mikið og gott, það er að segja fjölskyld- una sína sem átti svo mikið að gefa af ást og umhyggju, og vék varla frá honum síðustu vikurnar. Elsku Bára, Unnsteinn, Dísa, Jón, Linda, Sigmar og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Þórdís Hannesdóttir. Ég mynd þina alltaf á mér ber, þá einu sem ég tók af þér, er ungur varst þú. Þú virðist feiminn hljóður og hýr og hlýjan sem í augum býr, mér yljar nú. Þín mynd við mér brosir þó burtu sért þú. 0, björt er þín minning. Hún lýsir mér nú. (Iðunn Steinsdóttir) Þeirra ótal stunda sem við áttum saman, mun ég ætíð minnast með bros í hjarta. Eg bið góðan Guð að geyma þig þegar þú kemur á leiðar- enda, elsku pabbi minn. Þín Sigdís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.