Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ íslenskum skipum bannaðar rækjuveiðar á Flæmingj agrunni án leyfis Leyfi bundin þeim sem hafa stundað veiðar síðustu 4 ár NY REGLUGERÐ um úthlutun veiðiheimilda til íslenskra fiskiskipa á Flæmingjagrunni tók gildi 1. jan- úar sl. Samkvæmt reglugerðinni er ís- lenskum skipum óheimilt að stunda rækjuveiðar á Flæmingjagrunni frá 1. janúar, án sérstaks leyfis Fiski- stofu íslands. Fiskistofu er aðeins heimilt að veita leyfi til veiðanna til þeirra skipa sem hafa stundað slíkar veiðar á árunum 1993, 1994, 1995 og 1996 og útgerðir þeirra skilað skýrslum um veiðarnar til Fiskistofu. Heildarkvóti íslenskra skipa á VALDIMAR H. Jóhannesson hefur óskað eftir áliti umboðsmanns Al- þingis á synjun sjávarútvegsráðu- neytisins á umsókn hans um veiði- leyfi á yfirstandandi fískveiðiári. Valdimar telur að með synjuninni hafi ráðuneytið brotið gegn grund- vallarreglum stjómskipunar ís- lands um jafnrétti og atvinnufrelsi. Valdimar skrifaði sjávarútvegs- ráðuneytinu bréf í síðasta mánuði og fór fram á að fá veiðileyfi til að stunda fiskveiðar við ísland. Hann sótti jafnframt um að fá að veiða 500 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu, 150 tonn af ufsa, 50 tonn af steinbít, 20 tonn af grálúðu, 20 tonn af skarkola, 50 tonn af rækju, 10 tonn af humri, 1.200 tonn af síld og 5.000 tonn af loðnu. Þetta gerði hann með vísan til 4. gr. laga um stjórn fiskveiða. Veiðileyfi bundin við skip Sjávarútvegsráðuneytið hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að veiði- leyfi til fískveiða í atvinnuskyni séu alfarið bundin við fiskiskip. Jafn- Flæmingjagrunni er 6.800 lestir af rækju og verður hveiju skipi sem fær leyfi til veiðanna reiknuð afla- hlutdeild samkvæmt veiðireynslu. en 5% heildarkvótans, um 340 tonnum, verður úthlutað til þeirra skipa einna sem stunduðu veiðamar á árunum 1993 og 1994 og er miðað við afla beggja áranna. 4% frádráttur af rækjukvóta Úthlutunin er bundin því skilyrði að útgerð skips afsali sér 4% þeirrar rækjuhlutdeildar sem henni var út- hlutað innan íslenskrar lögsögu fyrir framt hafnaði það beiðni um úthlut- un aflaheimilda. Valdimar segir í bréfi sínu til umboðsmanns að með löggjöf um stjóm fiskveiða sem sett var 1983 og 1984 hafi almennt frelsi íslenskra ríkisborgara til að veiða í landhelg- inni verið afnumið. Hann segist geta fallist á, að þegar nauðsynlegt reynd- ist í byijun að takmarka veiðar i fisk- veiðilögsögunni, hafi það ekki verið óeðlilegt þótt veiðileyfi yrðu til bráða- birgða bundin við skip sem haldið hafði verið til veiða næsta undan- fama ár. Þannig hafi gefist ráðrúm til að hanna fiskveiðistýringu sem forðaði fiskistofnum frá ofveiði, en tryggði landsmönnum jafnan rétt til þess að nýta takmarkaða auðlind. Þetta hafi ekki verið gert heldur hafi löggjafinn valið þá leið að festa í sessi bráðabirgðafyrirkomulag með hróplegri mismunum þegnana. „Ég tel því að 5. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða hygli á ómálefnanlegan og stórfelldan hátt tilteknum þegnum landsins á kostn- að annarra," segir í bréfi Valdimars. árið 1997. Þessi frádráttur er reikn- aður á grundvelli verðmætastuðuls fyrir fiskveiðiárið 1996/1997 og kemur til framkvæmda 1. september á þessu ári. Þau skip sem ekki hafa veiðiheimildir innan íslensku lögsög- unnar sæta einnig 4% skerðingu í úthlutun aflahlutdeildar í rækju á Flæmingjagrunni. Þeim skipum sem verða við rækju- veiðar á Flæmingjagrunni í janúar á þessu ári verður úthlutað bráða- birgðaleyfi frá Fiskistofu og afli í janúar reiknaður til aflamarks skips fyrir árið 1997. Skip sem hafa veiði- ÁTTA börn fæddust á nýársdag á fæðingardeild Landspítalans en fyrsta barn ársins, stúlka, fæddist fimm mínútum eftir mið- nætti. Foreldrar hennar eru Erla Geirsdóttir og Gunnar Gunnars- son. Þeirri litlu lá á að komast í heiminn en hún fæddist viku fyr- reynslu á svæðinu fá tilkynningu um bráðabirgðaúthlutunina en útgerðir sem hyggja á veiðar á Flæmingja- grunni á árinu eiga fyrir 25. janúar nk. að tilkynna Fiskistofu hvort rétt- ur þeirra til úthlutnar verður nýttur og í hvaða tegundum aflahlutdeild- um verður skilað. Endanlegum veiði- leyfum verður síðan skilað fyrir 1. febrúar. Samkvæmt reglugerðinni er heimilt að framselja aflahlutdeild og aflamark á milli fiskiskipa eins og almennar reglur um stjórn fiskveiða kveða á um. ir timann og tók fæðingin aðeins um fjórar klukkustundir. Að sögn föðurins gekk fæðingin mjög vel. Stúlkan er tólf merkur að þyngd og 51 sentimetri á lengd. Hún er þriðja barn foreldranna en fyrir eiga þau hjónin tvo drengi, þriggja og þrettán ára. Sprenging við fjölbýl- ishús TVEIR keflvískir piltar, 16 og 17 ára, hafa játað að hafa orðið valdir að sprengingu í anddyri fjölbýlishúss að Sléttuhrauni í Hafnarfirði um klukkan 2 á nýársnótt. Sprengingin var mjög öflug og olli miklu tjóni. Annar piltanna stakk sprengjunni í póstkassa í and- dyri hússins, áður en hann hljóp út. Að sögn Gissurs Guð- mundssonar rannsóknarlög- reglumanns í Hafnarfirði og splundruðust fjórar rúður, hurðalæsingar eyðilögðust og skemmdir urðu á sjálfu húsinu. „Þetta var gríðarlegt tjón og mikið lán að ekki urðu al- varleg slys á fólki,“ sagði hann. Við yfirheyrslur báru söku- dólgarnir að tilgangurinn með sprengjunni hafi verið að „stríða" manni, sem þó er ekki búsettur í umræddu húsi. Þeir voru ekki vissir á húsinu og völdu það af handahófi. Þeir kváðust hafa keypt sprengj- una í flugeldamarkaði í Kefla- vík, og er verið að kanna upp- runa hennar. Hélt eldi í skefjum ELDUR kom upp í húsi við þjónustuíbúðir aldraðra við Hjallasel skömmu fyrir mið- nætti á gamlárskvöld. Eldur- inn kom upp í eldhúsi og var það athugull vegfarandi sem kom auga á að kviknað hafði í. Hann náði sér í hand- slökkvitæki og tókst að halda eldinum í skefjum þangað til slökkviliðið í Reykjavík kom á vettvang. Glöggskyggnir vegfarendur komu einnig í veg fyrir að eld- ur næði að breiðast út við Langholtsveg um klukkan 21 á gamlárskvöld og Laugalæk nokkrum mínútum eftir að nýtt ár gekk í garð. Áverkar eftir nauðgunartil- raun REYNT var að nauðga stúlku í Tryggvagötu seint á nýárs- nótt. Er tilraunin mistókst sparkaði gerandinn í stúlkuna svo flytja varð hana á slysa- deild. Þá var stúlka slegin í höfuð- ið á veitingastað í Austur- stræti en meiðsl hennar voru talin minniháttar. Þriðja stúlk- an var flutt á slysadeild eftir að hafa fundist vönkuð í Aust- urstræti undir morgun. Þangað var einnig fluttur maður sem dottið hafði í Aust- urstræti og skorist á hendi. Þrír menn voru síðan færðir í fangageymslu á nýársnótt eftir að hafa veist að dyra- verði skemmtistaðar í Austur- borginni. Kinnbeins- brotnaði í áflognm MAÐUR kinnbeinsbrotnaði í áflogum í miðbæ Keflavíkur að morgni nýársdags. Slagsmál brutust út í mið- bænum um kl. 6 um morgun- inn og var maðurinn skallaður og sleginn í andlit. Lögreglan handtók árásarmanninn. Reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um lyfjakostnað Aukín hlutdeild neytenda HEILBRIGÐIS- og tryggingamála ráðneytið hef- ur gefíð út reglugerð þar sem þátttaka almenn- ings í greiðslu lyfjakostnaðar er aukin frá því sem verið hefur. Ráðuneytið stefnir að um 200 m.kr. lækkun útgjalda vegna lyfjakostnaðar á árinu 1997 með þessum breytingum en í fréttatilkynn- ingu segir að vegna aukinnar samkeppni í lyfja- sölu megi ætla að litlar breytingar verði á kostnað- arhlut sjúklinga. Ingi Guðjónsson, apótekari í Lyfju, segir að með þessari breytingu sé á óbeinan hátt verið að hefta samkeppni apótekanna. Hún hafi byggst á því að veita afslátt frá hluta sjúklinga í lyfja- verði. „Það má segja að þetta sé svar ráðuneytis- ins við þessari samkeppni. Þessir afslættir hafa verið tii neytenda og nú er minnkað það svigrúm sem apótekin hafa til að veita þá.“ Lyfjum er skipt í ýmsa flokka. Sum greiðir Tryggingastofnun að fullu hér eftir sem hingað til. Onnur lyf greiða neytendur að fullu. Þar á meðal eru sýklalyf og getnaðarvarnarpillur. Ingi sagði að sér virtist að með nýrri gjaldskrá væri hámarksverð þessara lyfja hækkað um ca. 10%. Það hámarksverð hefði hins vegar ekki gilt hjá fyrirtækinu en með reglugerðinni væri apótekum veitt aukið svigrúm til að hækka verð lyfja sem neytendur greiða að fullu. Þá er lyfjum með reglugerð um þátttöku Trygg- ingastofnunar í lyfjakostnaði skipt í tvo flokka þar sem Tryggingastofnun greiðir að hluta en neytendur að hluta. Hámarksverð lyfja til sjúkl- inga sem nota þau lyf sem Tryggingastofnun rík- isins tekur þátt í að greiða breytist ekki með nýrri reglugerð en neytendur greiða hærra hins vegar upphafsverð og hærra hlutfall af verði umfram lágmarksverð en áður. Svonefnd B-merkt lyf, t.d. asmalyf og geðlyf, kosta eftir sem áður að hámarki 1.500 krónur til neytenda. Neytendur greiða hins vegar nú fyrstu 800 krónur af smásöluverði lyfs í stað fyrstu 600 króna og greiða 24% af verði umfram 800 krónur í stað 16% af verði umfram 600 krón- ur. Fyrir B-merkt lyf greiða lífeyrisþegar að há- marki 400 kr. eins og áður en þeir greiða fyrstu 250 kr. í stað fyrstu 200 kr. og 12% af verði umfram 250 krónur en ekki 8% af verði umfram 200 krónur. Svonefnd E-merkt lyf, sem eru m.a. algeng verkjalyf, kosta sjúklinga að hámarki 3.000 krón- ur. Neytendinn greiðir nú fyrstu 800 krónur af smásöluverði í stað fyrstu 600 króna áður og síð- an 40% af verði umfram 800 krónur, en eins og fyrr sagði þó aldrei meira en 3.000 krónur. Áður greiddi neytandi 30% af verði umfram 600 krón- ur en aldrei meira en 3.000 krónur. Lífeyrisþegar greiða fyrstu 250 krónur af E- merktum lyfjum í stað fyrstu 200 króna áður og síðan 20% af verði umfram 250 krónur uns 800 króna hámarksþátttöku er náð. Áður greiddu þeir 12,5% af verði umfram 200 krónur og þar til 800 kr. hámarki var náð. Aukin samkeppni í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu segir að aukin samkeppni hafi á undanförnum mánuðum í mörgum tilfellum lækkað verulega hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn- aði. Til þess að þessi lækkun skili sér einnig til almannatrygginga hefur verið ákveðið að gera þessar breytingar á hámarkshlutdeild sjúklinga í lyfjaverði en greiðsluþakið verði óbreytt. „Vegna mjög aukinnar samkeppni í iyfjasölu má ætla að litlar breytingar verði á fjárhæðum greiðsluhluta sjúklinga. Á undanförnum mánuðum hefur af- sláttur apóteka numið svipuðum eða hærri upp- hæðum og nú koma til hækkunar," segir í frétta- tilkynningu ráðuneytisins. Þá kemur fram í fréttatilkynningu að lyfja- verðsnefnd hafí ákveðið breytingar á reglugerð um ýmis gjöld sem umboðsmenn skráðra lyfja greiða og segir að það sé í samræmi við aukinn kostnað við skráningarvinnu. Alls stefnir ráðu- neytið að 250-300 m.kr. sparnaði á útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með þessum reglugerðar- breytingum að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Einstaklingur óskar álits umboðs- manns á lögum um stjórn fiskveiða Vill fá veiðileyfi og aflaheimildir * v. ■ s. iJ v »í • * .* .* «•« » Vv I T Morgunblaðið/ ERLA Geirsdóttir með dóttur sína, fyrsta barn ársins. Átta böm á nýársdag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.