Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 49 + Jón Snorri Bjarnason fæddjst í Ögurnesi við Isafjarðardjúp 20. febrúar 1920. Hann lést á Land- spítalanum 20. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Einar Einarsson, f. 4.2. 1874, d. í apríl 1959 og Halldóra Sæ- mundsdóttir, f. 26.3.1886, d. i sept- ember 1975. Jón Snorri var sjötti af tíu systkinum: Kristjana G., f. 11.11. 1911, dáin, Lára S., f. 25.11. 1912, Bjarni E„ f, 20.8. 1914, dáinn, Sæmundur M„ f. 8.4., 1916, Gunnar H„ f. 29.10. 1917, dáinn, Ingibjörg Þ„ f. 7.5. Er ég heyri góðs manns getið mun ég minnast Jóns Snorra. Okk- ar líf var samofið i hálfa öld, hann var mágur minn, samstarfsmaður og vinur. Leiðir okkar lágu saman þegar ég kvæntist systur hans, Ingu. Þau systkinin voru hvort á sínu árinu og höfðu fylgst að alla tíð, voru saman í barnaskóla í Ögri og héraðsskólanum í Reykja- nesi, ásamt bróður þeirra, Gunnari Hirti. Dvölin í Reykjanesi var þeim systkinum eftirminnileg og lær- dómsrík og hennar var oft minnst með gleði. Fjölskyldur okkar bjuggu á ísafirði alla tíð. Heimilishaldið var á tveimur stöðum, þar sem Jón Snorri hélt heimili með foreldrum sínum og seinna móður sinni eftir lát föður síns, fjölskyldan var hins vegar ein og samhent. Samskipti Jóns Snorra við for- eldra sína einkenndust af einstakri umhyggju og ástúð. Ein mesta gleðistund hans var 1952 þegar hann gat boðið foreldrum sínum heimili í nýrri íbúð á Hlíðarvegi 5. Næstu nágrannar þeirra þar voru fjölskylda Finnborgar og Friðriks málarameistara. Börn þeirra urðu Jóni Snorra sérstaklega kæ. Þegar eldri dóttir þeirra hjóna lést af slys: förum tók það hann mjög sárt. í kistu hans er nú lítill jólapakki frá Helgu Maju sem Jón Snorri hafði varðveitt alla tíð. Manngildi má meta á ýmsan hátt. Börn og dýr vor sérstakir vin- ir Jóns Snorra. Hann sinnti öllum 1921, Baldur, f. 28.5. 1923, Jakob R„ f. 2.7. 1924, dáinn, og Sigríður J„ f. 19.3. 1926. Jón Snorri hóf sjómennsku með föður sínum frá Ög- urnesi. Hann er síð- an á bátum frá ísafirði og Hnífsdal frá 1942 þar til hann hætti um 1970 langt um aldur fram vegna heilsubrests. Eftir það starfaði hann hjá íshúsfélagi ísfirðinga í áratug. Jón Snorri var búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði sl. sex ár. Jón Snorri verður jarðsung- inn frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst útförin kl. 13.30. börnum, í hans augum áttu öll börn rétt á umhyggju og alúð. Á vetrum áttu smáfuglarnir ör- uggt skjól á Hlíðarvegi 5. Skuld mín við Jón Snorra er stór. Við fráfall hans fínnst mér sem einn meginþráður í mínu lífi hafi slitnað. Umhyggja hans fyrir fjölskyldu minni var takmarkalaus, í staðinn var einskis krafíst. Sonur okkar, Sæmundur, átti hjá honum öruggt athvarf. Sama var á hvetju gekk, alltaf stóð Jón Snorri við bakið á mér, hvort heldur var á sjó eða landi. Hann var í skiprúmi hjá mér marg- ar vertíðir, hann var öruggur, kunn- áttusamur og ósérhlífinn sjómaður. Síðustu mánuðir voru Jóni Snorra erfíðir, hann sem á langri ævi hafði aldrei kvartað, lýsti nú vanheilsu sinni. Hann óttaðist ekki dauðann, þar sem hann bjó að sterkri trú og samviska hans var hrein. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Kristján J. Jónsson. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elsku frænda minn, Jón Snorra. Hann var mér indæll og elskulegur frændi alla tíð og ég á margar ljúfar minningar tengdar Nonna frænda, bæði þegar ég var barn á ísafirði og hann bjó með ömmu, og allar heimsóknir til henn- ar enduðu í dyragættinni hjá Nonna þar sem hann töfraði fram eitthvert góðgæti handa mér úr skápnum sínum og stundum líka aur. Ein af „hátíðunum" á Ísafirði þegar ég var barn voru kosningar, hvort heldur var verið að kjósa í bæjarstjórn eða til Alþingis. Þá var Nonni frændi í essinu sínu með pabba og fleiri köllum á loftinu á Uppsölum í talningu og þess háttar merkismálum, töluglöggur maður, Jón Snorri, heyrði ég að kallarnir sögðu og var mjög hreykin af frænda. Við mamma vorum í kjall- aranum með hinum konunum og krökkum að sinna pönnukökumál- um. Sjómannadagurinn var ein af stórhátíðum þessa tíma, þá fóru pabbi og Nonni m.a. að syngja í kirkjunni, voru í kómum. Allar aðrar hátíðir, jól, páskar, afmæli, tengjast Nonna frænda, hann tilheyrði jú þrenningunni; mamma, pabbi og Nonni frændi. Mamma og hann voru samrýnd systkini, enda ekki nema árið á milli þeirra og þau hafa fylgst að alla tíð. Þá voru þeir ekki síður góðir félagar, pabbi og hann, þeir hafa fylgst að í 50 ár, bæði í at- vinnu og félagsmálum, bættu hvor annan vel upp, Nonni svona róleg- ur, varla búinn að sleppa orðinu, þegar hinn var búinn að fram- kvæma það sem til stóð í það og það skiptið. Þau hafa misst mikið foreldrar mínir við fráfall Jóns Snorra, ekki síður en við systkinin og okkar fjölskyldur. Eftir rúmlega 70 ára búsetu fyr- ir vestan tók Nonni frændi sig upp og flutti til Hafnarfjarðar, eftir að við Ingólfur höfðum komið okkur fyrir þar. Bömin mín hafa því líka orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í návígi við hann. Hann sá ekki eftir að hafa flutt í Hafnar- fjörð, honum þótti bærinn fallegur og vinalegur. Hann var einnig ánægður með aðbúnað og aðhlynn- ingu á Hrafnistu. Ég minnist þess reyndar ekki að Nonni frændi kvartaði nokkurn tímann undan neinu er sneri að honum persónulega. Þó hafði hann sínar skoðanir, ekki sist á stjórn- málum og atvinnulífinu. Því var það dæmigert fyrir hann, þegar við Ingólfur komum til hans, rétt eftir að hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús 19. desember sl. og við spurðum starfsfólk þar um heilsu hans og líðan að okkur var sagt að hann hefði verið með slæ- man verk þegar hann kom en væri nú að lagast. Reyndar sagði við mig hjúkrunarfræðingur á Hrafn- istu eftir andlát hans: „Þegar Jón Snorri hringdi bjöllunni í herberg- inu sínu í gær, hringdum við strax á sjúkrabíl, það hlaut eitthvað al- varlegt að vera að.“ Elsku frændi var búinn að vera mikið veikur í allt haust. Þegar hann kom til okkar í afmæli Ingu Karenar í nóvember og mitt nú í desember talaði hann um að hann væri orðinn þreyttur. Þegar ég kom til hans að kvöldi 19. desember kvaddi hann mig með augun sín aftur og ég sá og vissi að hann vildi bara fá að sofna, hann var orðinn svo þreyttur. Einkunnarorð Jóns Snorra í lífinu gætu hafa verið eitthvað á þessa leið: „Temdu þér stillingu, sem minnst umsvif, njóttu þess að hafna og sjáðu hið mikla í hinu smáa, fjöl- skrúð í því fábrotna." (Kínversk speki.) Nú að leiðarlokum kveð ég, fyrir mína hönd, Ingólfs og barna okkar, elskulegan frænda og þakka sam- veruna. María Kristjánsdóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elskulegur frændi minn, Jón Snorri eða Nonni eins og hann var oftast kallaður, er farinn í það ferðalag, sem okkur öllum er búið. Þó hann væri búinn að vera hjarta- sjúklingur til margra ára, hafði hann komist til þokkalegrar heilsu um tíma. Þó heldur hafi hallað á tvö síðustu árin kom andlát hans nú okkur flestum á óvart. Hann veiktist á fimmtudag og var látinn sólarhring síðar. En enginn veit sína ævina. Margar æskuminningar eru tengdar Nonna frænda, ásamt öðr- um systkinum hans sem dvöldu lengi og skemmri tíma á ísafírði. Lengst bjuggu þó á ísafirði af systkinunum þau Nonni, Inga og Lára móðir mín. Meðan amma og afi bjuggu í Tangagötunni í sama húsi og við, var Nonni frændi þar daglegur gestur. Mér er í barns- minni þegar afí, sem var blindur, var að fíkra sig fram í eldhús til að fá aflafréttir hjá sonum sínum þeim Nonna og Bjarna, sem báðir stunduðu þá sjómennsku, en afi hafði áður stundað útgerð úr Ögur- nesi og var ávallt vakinn og sofínn yfír fréttum af sjónum. Þegar Nonni frændi keypti nýja íbúð á Hlíðarv egi, tók hann foreldra sína til sín og var þar ólíkt rýmra um þau en hafði verið í litlu íbúðinni í Tanga- götu. Þau ár sem við áttum eftir að vera á ísafirði var venja að fara til þeirra á Hlíðarveginn á aðfanga- dagskvöld, ásamt Ingu og fjöl- skyldu og eru skemmtilegar minn- ingar tengdar því. Nonni frændi var mikill húmor- isti og ávallt glaður með glöðum. JON SNORRI BJARNASON HERMANN SNORRASON Austurhlíðar Jökulsárgljúfurs eiu kallaðar náttúruvætti vegna ein- stæðrar fegurðar í stórbotnu lands- laginu, en þar fæddist þú og lifðir og andaðist núna í vikunni 74 ára, Hermann Snorrason búfræðingur og þó miklu meira. Þú varst náttúru- bam sem þekktir þitt landslag af næmni og kunnáttu sem var við- brugðið þeim sem ferðuðust með þér um gljúfrið og Hólssand, þar sem útilegumaðurinn Grettir gat sig falið og flúið eins og fjallageit frá mönn- um, en lifað á silungi, sauðfé og eggjum, þar sem tófan og fálkinn böðuðu sig í úðanum af stærsta vatnsfalli Evrópu, Dettifossi. Ég sé þig, vinur, standa heldur tæpt á hundrað metra háu berginu með Hring gamla og Grána í taumi þar sem þú horfir niður á rollur sem þurfa upp ókleifan hamraveginn. Suðandi áin og kvakandi fulgar, þú ert horfínn og ég veit ekki hvert, en ég hóa mínu fé áfram niður fjörðinn, sísvangur í haustgöngum þar sem köld kótiletta og kakómjólk voru poppkorn borgarbamsins sem horfði agndofa á eins og í bíómynd með göldrum þegar þú komst upp um Gloppu, heljarmikið gat á jörðinni, með kindumar úr gljúfrinu. Þú blést varla úr nös og kveiktir í pípu og bauðst mér jarðarber og lofaðir að sýna mér staðinn á næsta ári. í tutt- ugu ár sem við þekktumst voru nýj- ar slóðir á hveiju ári og ég lærði á gljúfrið og þó aldrei nóg því það heltók mig af krafti sem ég notaði í mína fyrstu skáldsögu Gátuhjólið og þegar maður eignast þennan neista sem glampar í auganu á göml- um manni sem veit meira um nátt- úruvætti og tungumál náttúrunnar en flestir aðrir þá endumærist maður og fær nýja orku. Hermann var manngerð sem var einstök í samfélagi manna við Öxar- fjörð því hann talaði aldrei neikvætt um náungann nema það væri í sak- lausu gríni, og af þessum sökum var Hermann hvers manns hugljúfí sem allar dyr stóðu opnar því honum fylgdi andvari hversdagsleikans og þó oft sviti og tár tíðarandans í hnignandi samfélagi bænda. Her- mann bjó félagsbúi með tengdafor- eldrum mínum á Vestara Landi og þó hann hafí búið einn í gamla bæn- um rugluðust margir aðkomumenn á því hveijum bænum hann tilheyrði því svo ljúfur var hann í viðmóti og heimakær á þeirri stundu sem menn bar að garði og það ætlaði honum heimili á nágrannabæjum. Þessi virð- ing og umburðarlyndi sem hann bar í bijósti náði hvort sem er til manna og dýra og sterkasti vitnisburður um hann eru þeir fjölmörgu unglingar sem dvöldu svo árum skipti á Vest- ara Landi. Þeir bera honum orð um sín bestu ár og segja þau fáu orð mikla sögu. Hermann, ég kveð þig með sökn- uði en veit að þú ert sáttur við guð og menn og þau verk sem þú skilað- ir. Ég veit að þú ert við grænar grundir þar sem ijósið skín skærast og horfir inn í aldingarð allsnægta þar sem horfnir vinir og vandamenn taka þér opnum örmum. Ég kveð þig með þakklæti fyrir börnin mín sem þú vaktaðir með fálkans auga og þá látlausu en tryggu ást sem þú sýndir mér og Freyju. Lárus Hinriksson. Elsku frændi, Hermann, er látinn 74 ára að aldri. Fréttin um andlát frænda, eins og ég kallaði hann, kom mér mjög á óvart. Ég talaði við hann í síma deginum áður og hann var mjög hress. Söknuður fyllir huga minn og tómið tekur við. En í sorg- + Hermann Snorrason fæddist á Vestara- Landi í Öxarfirði 14. febrúar 1922. Hann lést á heimili sínu hinn 27. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karólína Karlsdóttir hús- móðir og Snorri Jónsson bóndi á Vestara-Landi. Hermann var ókvæntur og barn- laus. Hann bjó alla sína tíð á Vestara-Landi og eft- ir fráfall foreldra sinna stundaði hann félagsbúskap með bróður sínum Baldri Snorrasyni og konu hans Guðrúnu Sig- urðardóttur sem bæði eru látin. Guð- rún og Baldur eign- uðust eina dóttur, Freygerði, sem ólst eins upp undir hand- leiðslu frænda síns og foreldra sinna. Útför Hcrmanns fer fram frá Skinna- staðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Einnig var hann mikill ljóðaunnandi og kunni ógrynni af ljóðum og vís- um. Hann átti ekki langt að sækja ljóðelskuna, því bæði móðir hans Halldóra og amma María voru með afbrigðum ljóðelskar, ásamt miSTg~- um öðrum ættingjum. Fyrst eftir að við fluttum suður, fór ég oft til ísafjarðar og dvaldi þá hjá þeim á Hlíðarveginum. Ávallt var jafn vel tekið á móti manni. Mikill samgang- ur var á milli systkinanna Nonna og Ingu, enda bara ár á milli þeirra. Eftir að foreldrar þeirra féllu frá og Nonni frændi varð einn, var hann alltaf hjá þeim Ingu og Krist- jáni mági sínum allar háttðar. Eins ferðaðist hann með þeim öll sumur meðan heilsa hans leyfði. Þeim Ingu og Kristjáni sendiujjk við mæðgur okkar besta þakklæu fyrir alla umhyggjuna sem þau sýndu honum alla tíð. Sæmundur sonur Ingu og Kristjáns heimsótti frænda sinn í hverri viku eftir að hann flutti á Hrafnistu í Hafnar- fírði og fær hann bestu þakkir fyr- ir frá okkur. Ekki má gleyma Maju frænku, dóttur Ingu, en hún var í miklu uppáhaldi hjá frænda sínum. Eru henni sendar hjartans þakkir fyrir mikla ræktarsemi við frænda sinn, ásamt Ingólfi manni hennar. Þau hafa öll misst mikið. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur öllum systkinum hans, systkina- bömum, ættingjum og vinum. Gömlu nágrönnunum af Hlíð*áí veginum, þeim Didda, Bjarndísi og systkinum, er þakkað trygglyndið og elskulegheitin við Nonna frænda og ömmu í gegnum árin. Ég veit að þau mátu það bæði mikils. Lára systir hans og við Þórunn þökkum Nonna fyrir allt gott í gegnum ár- in. Guð blessi minningu góðs bróður og frænda. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvilast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum. Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur, já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur^ ■ Kolbrún Björnsdóttir. inni býr líka þakklæti fyrir ástríkan og umhyggjusaman frænda, ljúfan og góðan. Eg mun alrei gleyma þess- um ljúfa manni sem vildi öllum vel. Hann bjó í sveit ásamt bróður sínum og konu hans, ömmu minni og afa mínum. Þau eru látin og hann hefur verið hálfeinmana síðan, en það voru góðir vinir sem fylgdust oftast með honum. Á sumrin tóku þau oft krakka í sveit. Þau voru svo ham- ingjusöm að þau vildu ekki fara aft- ur, en hann leit á alla krakka sem vini sína. Ég og bróðir minn litófS. þennan mann sem besta frænda í heimi. Hann er einn af þessum mönn- um sem var alltaf kurteis, kom fram eins og jafningi við alla. Á síðustu dögum töluðum við bara saman í síma og það var alveg jafn gott því að hann sagði alltaf eitthvað sem maður gleymir ekki. Ég þakka fyrir að hafi átt besta frænda í heimi. Hann er farinn út í myrkrið svarta, það er svo svart, það blindar hann en einhverstaðar í myrkrinu, sést skært ljós, þar situr gamall maður með fallegasta ljós síns tíma. Ég kveð besta frænda f heimi. Megi ljós þitt lýsa þér áfram hinum megin. Takk fyrir allt. Þín besta frænka, Guðrún Elvaft '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.