Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 29 Kroppinbakur í klukkuturni Sýningar í Sýnirými SÝNINGAR í galleríkeðjunni Sýni- rými í janúar eru eftirfarandi; Gallerí Sýnibox: Haraldur Jónsson lýkur boðhlaupssýningu sinni sem er sú fyrsta í sögu Galleríkeðjunnar, en hann hóf hlaup sitt í Gallerí Barmi í nóvember, stökk síðan yfir í Gall- erí Hlust í desember og verður nú í Gallerí Sýniboxi út janúar. Gallerí Hlust 551 4348: G. R. Lúðvíksson. Þetta er önnur einka- sýning Guðmundar á vegum gallerís- ins_. í Gallerí Barmi sýnir Róbert Ró- bertsson og Ragnheiður Ágústsdótt- ir ber sýninguna en hún heldur þann 10. janúar til Luxemborgar, Stras- borgar og fer svo þaðan á flakk um Spán. Gallerí Tré (New Ýork): Vegna jólaanna hafa viðgerðir á gervi- hnetti enn ekki átt sér stað og tafið opnun nýjasta útibús gallerí keðj- unnar. Nánari upplýsingar munu liggja fyrir eins fljótt og auðið er á heimasíðu sýnirýmis netf: http://www.mmedia.is/show. Sýningartími útibúa gallerís Sýni- rýmis er allur sólarhringurinn. Sýn- ingar standa í mánuð í senn og eru opnanir sérhvern „langan laugar- dag“. ------♦ ♦ ♦---- Kraftaverka- myndir í Gallerí Horninu BANDARÍSKA listakonan Lulu Yee opnar sýningu á kraftaverkamynd- um í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 4. janúar kl. 14. Myndirnar eru unnar á 22ja kar- ata gulllauf og eru innblásnar af mesxíkóskri frásagnarhefð_ í mynd- list er tengist fyrirbænum. Á sýning- unni eru einnig myndir gerðar með handsaumuðum perlum. Listakonan býr í San Francisco og hefur haldið nokkrar sýningar vestan hafs á verk- um sínum. Sýningin verður opin alla daga til 22. janúar. Á milli íd. 14 og 18 er sérinngangur gallerísins opinn, en á öðrum tímum er innangengt frá veit- ingastaðnum Horninu. ♦ ♦ ♦----- Nýárstónleikar Selkórsins SELKÓRINN Seltjarnarnesi efnir til nýárstónleika í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 4. janúar kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Haydn og Schubert og jólasöngvar úr ýmsum áttum. Einsöngvari er Þuríður G. Sigurð- ardóttir og orgelleik annast Friðrik Vignir Stefánsson. Stjórnandi kórs- ins er Jón Karl Einarsson. Verð aðgöngumiða á tónleikana er 800 kr. og verða þeir seldir við innganginn. ------♦ ♦ ♦---- Framtíðarrann- sóknir og djass NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur veitt um 8 milljónir danskra króna til 66 menningarverkefna. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi nefndarinnar nýlega. Meðal þeirra sem njóta styrks eru tveir Islendingar, Vilhjálmur Lúð- víksson vegna ráðstefnu um framtíð- arrannsóknir og Björn Thoroddsen vegna djasstónleikahalds í Reykja- vík, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. -----♦ ♦ ♦---- Síðustu sýning- ar á Svaninum SÍÐUSTU sýningar leikritinu Svan- inum eftir Elizabeth Egloff í Borgar- leikhúsinu verða núna á laugardag kl. 20 og 22.30. Síðasta sýning verð- ur síðan á sunnudag kl. 20. KVTKMYNDIR K r i n g I u bí ó, Bí 6 h ö11 i n HRINGJARINN í NOTRE DAME („THE HUNCHBACK OF NOTRE DAME“) ★ ★ ★ Leikstjóri Gary Trousdale, Kirk Wise. Handritshöfundur Irene Mecc- hi, Tab Murphy. Tónlist Alan Menken og Stephen Schwarz. íslenskar radd- ir (undir stjórn Steinunnar Ólínu Þorsteindóttur) Felix Bergsson. Edda Heiðrún Backman, Helgi Skúlason, Hihnir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Róbert Arafinnsson, Hallur Helgason, Bríet Héðinsdóttir o.fl. 90 mín. Walt Disney 1996. NÝJASTA teiknimynd Disney- fyrirtækisins er gerð eftir upp- skrift sem kemur lítið á óvart. Barátta á milli illra afla og góðra, skemmtilegar aukafígúrur til að hressa uppá hlutina og tónlistin lífleg. Stærsti þátturinn er vita- skuld í höndum hinna bráðsnjöllu teiknara - og nú hefur þeim tekist ljómandi vel upp. Hringjarinn boðar betra ástand í búðum Disney en nokkrar gang- truflanir hafa hrjáð síðustu afurðir verksmiðjunnar. Ævintýri Victors Hugo um kroppinbakinn Quasimoto (Felix Bergsson) í Notre Dame kirkjunni er tekið til meðferðar og reynist hinn ágætasti kostur. Quasi- moto er haldið ófijálsum í turninum og á þar illa ævi undir „verndar- hendi“ harðstjórans Kára (Helgi Skúlason). Þá koma til sögunnar sígaunastúlkan Esmeralda (Edda Heiðrún) og hermaðurinn Phoebus (Hilmir Snær), þau þrjú snúa bök- um saman gegn ómenninu Kára. Að flestu leyti afbragðsvel gert ævintýri, teikningarnar með ólík- indum fallegar og litríkar, persónu- sköpun afdráttarlaus, flest einsog best getur orðið - nema tónlistin. Að þessu sinni hefur Alan Menken ekki tekist neitt sérlega vel upp, aldrei þessu vant fylgdi enginn smellur í kjölfar sýninga myndar- innar vestra. Spurning hvort litlítil tónlistin sé ekki fullfyrirferðarmik- il í framvindunni. Raddsetning ís- lenskujeikarana undir stjórn Stein- unar Ólínu er óaðfinnanleg enda okkar menn orðnir sjóaðir í starf- inu. Ástæðulaust er að taka eina röddina fram yfir aðra en hér gef- ur að heyra í síðasta sinn hljóm- miklar raddir Helga Skúlasonar og Bríetar Héðinsdóttur. Sæbjörn Valdimarsson TOPPITIL TÁAR Námskeið sem hefur veitt ótalmörgimi konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir forðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Xeðv\egt nýtt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.