Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGFÚS HALLDÓRSSON + Sigfús Hall- dórsson fæddist í Reykjavík 7. febr- úar 1920. Hann lést á Landspítalanum 21. desember síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Hallgrímskirkju 2. janúar. Hið tæra ljóð, það óx þér •>; innst við hjarta, sem ástin hrein það barst í sál mér inn. Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta, þú syngur ennþá gleði í huga minn. Þessar ljóðlínur Vilhjálms frá Ská- holti fínnst mér lýsa tengdaföður mínum vel nú þegar hann hverfur til starfa á öðrum vettvangi. Það er margs að minnast eftir rúmlega 20 ára samveru, en það sem stendur upp úr er minningin um einn þann lífsglaðasta mann sem ég hef kynnst. Mann sem tók mér opnum örmum er við hittumst fyrst og var alltaf til staðar, boðinn og búinn að *%; hjálpa ef eitthvað bjátaði á og gleðj- ast með okkur þegar vel gekk. Umhyggja hans fyrir fjölskyldunni var einstök og var hann sjaldan ánægðari en þegar hann hafði okkur öll í kringum sig. Sigfús trúði alltaf á hið góða í manninum og vildi engum illt. Hann var maður hreinskiptinn og óhrædd- ur við að láta skoðanir sínar í ljós og gat þá heyrst hressilega í honum. Ég á eftir að sakna símtalanna sem hann hóf oft á: „Hvað segir Greta mín í dag?“ En hann vildi að ég ~ > notaði Gretu-nafnið meira og fannst mér þessi kveðja alltaf jafnnotaleg. Smitandi hlátur hans er þagnaður en minningarnar eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Það fer vel á því að kveðja hann með þeim orðum sem hann notaði alltaf þegar hann kvaddi okkur: Guð geymi þig. Þín Jóhanna Greta. Þegar við vorum Iitlir, vorum við vanir að veifa þér bless í gegnum afturrúðuna á bílnum hjá mömmu og pabba, um leið og við kvöddum þig standandi á tröppunum á Víði- hvamminum. Við veifuðum þar til við sáum hvorki þig né húsið. Jfc- Alltaf var það með söknuði í huga, en jafnframt með eftirvæntingu um að sjá þig aftur. En þeir dagar eru horfnir og það er sárt að hugsa til þess að þú sért það líka, afi. Það er skrítið að maður skuli halda að sumt sé eilíft. Og það er svo erfitt að komast að því að enginn lifir að eilífu. Eða hvað? Þegar við hugsum um alla ástina, umhyggjuna, góðu ráðin og vináttuna sem þú gafst okkur þá lifnarðu við í hugum okkar og hjörtum. Og þessar minningar hlýja og róa okkur og í hjörtum okkar beggja verður þú eilífur. Megi tónar þínir hljóma á meðan þú mál- ar súlur himnaríkis. Guð blessi þig, afi okkar. Þínir - - sonarsynir, vinir og frændur Sigfús og Yngvi Páll Gunnlaugssynir. Það er lítill afastrákur sem skilur ekkert í því að það skuli enginn afi „Fúsó“ vera niðri í Víðihvammi og leika á flygilinn fyrir hann, aldrei framar kitiar hann litla nefbroddinn þegar búið er að syngja Litlu flug- una eða þeir róa saman á selabát. En litli afastrákurinn veit núna að afi Fúsó er uppi í loftinu hjá Guði og Guð og afi passa litla Gunnlaug og ömmu Stellu. Guð geymi þig, afi minn, og hafðu þökk fyrir allt. Þinn Gunnlaugur Yngvi (yngri). Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands I gær var jarðsunginn frá Hall- _ % grímskirkju Sigfús Halldórsson tón- skáld. Með Sigfúsi Halldórssyni kveður fágætur lista- maður, sem hefur eign- ast öruggan stað í þjóðarsálinni. Sigfús byijaði ungur að semja. Allt frá því að lag eftir hann birtist fyrst á prenti, „Við eig- um samleið", en þá var Sigfús 17 ára, var ijóst að þjóðin átti samleið með honum. Hún hefur síðan átt því láni að fagna að eignast lög, sem jafnskjótt eru á vörum hennar. Sigfús virtist ekki hafa fyrir lagasmíðum sínum; léttar og sönglegar línur hans líða áfram að því er virðist áreynslu- laust. Víst er að mörg laganna hafa orðið til í hughrifum augnabliksins. Þó sönglögin muni fyrst og fremst halda minningu Sigfúsar á lofti, spreytti hann sig einnig á stærri formum. Þar á meðal er að finna kór- og hijómsveitarverk. Listfengi hans var heldur ekki einskorðað við tónlistina, því hann lagði stund á myndlist í Englandi á fimmta ára- tugnum og starfaði lengst af á því sviði, ásamt því að sinna tónsköpun. Sigfús var meðlimur í Tónskálda- félagi íslands. Fyrir hönd félagsins vil ég votta honum virðingu og þakka þau merku spor, sem hann hefur skilið eftir í tónmenningu þjóð- arinnar. Aðstandendum flyt ég sam- úðarkveðjur. F.þ. Tónskáldafélags íslands, Arni Harðarson, formaður. Hollvinur sjómannasamtakanna Sigfús Halldórsson er fallinn frá. Hann ánafnaði Sjómannadagsráði fjögur tónverk og sá um í 40 ár að rita nöfn ailra þeirra er fórust á sjó í minningabók en þeim sið hefur verið haldið frá 1938 þá fyrsti Sjó- mannadagurinn var haldinn hér á landi. Ég hitti Sigfús fyrst eftir Sjómannadaginn 1970. Hann kom inn á Hrafnistu til að hitta vin sinn Guðmund H. Oddsson og til að sækja minningabókina hvar hann skrautritaði nöfn allra þeirra er fór- ust á sjó þ.e. á milli sjómannadaga. í spjalli mínu við Sigfús bar margt á góma og persónan hreif mig. Hann sagði mér að innritun nafna drukknaðra sjómanna snertu sig djúpt. „Ég hef þann sið áður en ég byrja að skrifa nöfnin fer ég með Faðir vorið og hef stutta andakt. Ailt þetta hefur tengt mig sjó- mannastéttinni sem ég lít upp til.“ í minningabrotum um lífshlaup Sig- fúsar sem Sveinn Sæmundsson tók saman og birtist í Hrafnistubréfi í desember 1995 segir Sigfús að það næsta sem hann hafi komist sjó- mennsku sé sumar á síld. Sigfúsi segist svo frá: „Eftir að síldarvertíðin hófst var ég hálflinur til að byija með en stæltist fljótt. Þetta var held ég fyrsta sumarið sem menn voru með vélknúna nótabáta. Körlunum fannst þetta ekkert mál fyrst ekki þurfti að róa til að kasta nótinni. En það var snurpað á höndum og það fannst mér erfitt til að byija með. Síðan leið sumarið. Þegar við komum til Reykjavíkur þetta haust var ég orðinn hraustur og stæltur og leið dásamlega. Sumarsíldveiðar með Þorvaldi Árnasyni á Steinunni gömlu var iífsreynsla sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.“ Í desemberbyijun kom út geisla- diskur á vegum sjómannasamtak- anna, Við eigum samleið, með fjór- um lögum sem Sigfús Halldórsson tileinkaði Sjómannadeginum. Þakk- argjörð, Arnarím, Stjáni blái og Til sjómannsekkjunnar, auk nokkurra annarra laga eftir Sigfús sem flutt eru af félögum Sinfóníuhljómsveitar íslands og Karlakór Reykjavíkur. Þá eru nokkur lög sem Sigfús flytur sjálfur og er sú upptaka frá 1960. í fyrrnefndu viðtali Hrafnistubréfs- ins segir Sigfús um tilurð þeirra laga sem hann ánafnaði Sjómanna- deginum: „Þegar ég las kvæði Arn- ar Arnarssonar, Stjáni blái, hafði það gífurleg áhrif á mig. Ég vann að tónverki við kvæðið í þijú ár. Á þeim tíma var ég meira á róman- tísku línunni eins og lögin frá þeim tíma bera með sér. Nú er kvæðið Stjáni blái ekki í þeim anda heldur frásögn eða baliaða. Sú uppistaða sem ég samdi fyrst var þó alltaf fyrir hendi en breyttist eftir því sem lengra leið, sérstaklega eftir að ég kynntist dr. Robert Abraham, þeim mikla tónlistarmanni. Ég vann allt verkið undir hans handleiðslu. Hann gaf mér margar ábendingar og hafnaði ýmsu sem ég hafði gert - vildi að ég gerði vissa hluti betur. Þetta var erfið fæðing. Þá kom mætur tónlistarmaður að málum líka, Jón Þórarinsson sem útsetti verkið fyrir Sinfóníuhljómsveit. Löngu síðar las ég kvæði eftir séra Sigurð Einarsson í Holti, Til sjómannsekkjunnar. Við þetta kvæði gerði ég nokkuð veigamikið verk. Jón Sigurðsson aðstoðaði mig við að vinna úr því. Það var svo nokkru síðar að mikið fárviðri gekk yfir landið og í fréttum um kvöld sagði frá því að vélbáts væri sakn- að. Það var Svanur frá Súðavík. Báturinn hafði farist. Ég vissi hvað til míns friðar heyrði, að færa nöfn sjómanna inn í minningabókina. Svo eftir hálftíma kom frétt um að til allrar guðs lukku hefði öllum mönn- um af Svani verið bjargað. Fréttin - þessi gleðifrétt - snart mig eins og ég trúi 'ið hún hafi snortið alla íslendinga. Ég gekk beint að hljóð- færinu og spilaði þakkargjörð. Verkið er ekki hugsað sem söngur heldur aðeins sem tónverk. Um það bil ári síðar var ég með málverkasýningu á ísafirði mér varð gengið niður að höfn eins og oftar og fylgdist með því sem þar gerðist. Ég sá þá fallegan bát sem hét Kofri og var frá Súðavík. Þegar ég var að virða bátinn fyrir mér kom maður upp úr lúkarnum. Hann spurði hvort mér þætti ekki bátur- inn fallegur. Hvort mig langaði ekki til að koma um borð og sjá hvernig þar væri umhorfs. Þegar við fórum að spjalla saman kom í ljós að þarna var kominn einn þeirra sem björguðust af Svaninum. Hann sagði mér aðdraganda þess að Svanurinn fórst og hvernig björgun mannanna, sem var nánast krafta- verk, bar að. Ég sagði við manninn að mér væri málið dálítið skylt. Spurði hann síðan hvort hann vildi ekki ganga með mér upp í Gagn- fræðaskóla þar sem ég hefði aðset- ur á Isafirði. Mig langaði til þess að spila fyrir hann það sem að mér hafði dottið í hug kvöldið sem vél- báturinn Svanur fórst. Ég sneri mér við þegar lagið var á enda og sá að hann var votur um augun. Hvort ég vildi spila þetta aftur? Ég gerði það. Hann sagði: Ég hef ekkert vit á músík en í þessum tónum, þeir eru nákvæmlega eins og þeir voru í bænum okkar.“ Síðasta verkið sem Sigfús Halldórsson ánafnaði Sjó- mannadeginum var Arnarím. Það var samið í tilefni af 50 ára af- mæli Sjómannadagsins. Verkið er skrifað fyrir blandaðan kór. Það er samið við ýmsar vísur og kvæði eftir Örn Arnarson skáld. Eins og áður hefur komið fram var Sigfús með fjölmargar mál- verkasýningar og hann segir skemmtilega sögu af vini sínum Guðmundi H. Oddssyni hvar hann gefur honum mynd sem hann hafði málað af báti sem var að sigla leið- ina inn í Vestmannaeyjahöfn. Og Sigfúsi segist svo frá: „Einu sinni sem oftar kom ég heim til hans og sá þá hvergi myndina. Ég spurði: Hvar er myndin sem ég gaf þér? Hún er niðri í kjallara, svaraði Guð- mundur. Ég spurði hvers vegna hún væri þar. Það er ekki hægt að hafa hana uppi. Þetta er enginn sjór. Þetta opnaði augu mín fyrir því sem þarna vantaði. I heilt ár eftir þetta fór ég og horfði á brimið og einnig þótt ekki væri brim, aðeins til þess að fylgjast með öldunni, hvernig hún hnígur að landinu, upp að klett- unum eða sandi, hvernig hún braut og hvernig lægi var. Ég málaði svo mynd af þessu í dágóðu brimi hér inni í Sundum með Esjuna í bak- sýn. Ég fór svo með myndina til Guðmundar og spurði: Er þetta sjór? Já, mikið helvíti hefur þú náð þessu vel. Við skiptum svo á myndum, ég gaf honum myndina af briminu en tók hina til baka.“ Fjögur voru lögin sem Sigfús hafði tileinkað Sjómannadeginum. Stjórn samtakanna hafði ákveðið að ráðast í útgáfu þeirra og fyrir um ári fengum við Sigurð Björnsson söngvara í lið með okkur til að sjá um framkvæmd verksins og eru honum færðar bestu þakkir. Sigfús var viðstaddur upptökurnar og lét vel af. Við hittumst svo á fyrstu dögum vetrar, endanlegur frágang- ur geisladisks og umbúnaðar var á lokastigi. Hann var glaður og ánægður. Hans óskir voru uppfyllt- ar hvað áhrærði útgáfuna. Hann hafði nokkuð látið á sjá frá því myndirnar voru teknar við ankerið á Hrafnistu í Reykjavík í september síðastliðnum. Að leiðarlokum þakka ég fyrir hönd sjómannasamtakanna Sigfúsi Halldórssyni fyrir þá samleið sem hann átti með íslenskri sjómanna- stétt og votta aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannadagsráðs. Öðlingurinn Sigfús Halldórsson er fallinn frá. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Kópavogsbæ 1971 kynntist ég Sigfúsi. Árin liðu, kynn- in urðu nánari, og urðu síðar að traustri og kærri vináttu. Ég held að fáir hafi farið af fundi Sigfúsar örðuvísi en að lífsgleðin ykist og alltaf nærðari í sálinni. Sigfús kveikti vinarhug í sérhverjum sam- ferðarmanni, sem á vegi hans varð. Oft var Sigfús búinn að koma fram á vegum bæjarfélagsins við stór og smá tækifæri. Alltaf sýndi hann sömu alúðina og einlægnina. Sigfús fór t.d. í tónleikaferð ásamt Friðbirni G. Jónssyni, sem fulltrúi Kópavogsbæjar, í vinabæina Norr- köping í Svíþjóð og til Klakksvíkur í Færeyjum, og gerði hann fallegt lag í því tilefni Kvoða til Klakksvík- ur. Aldrei man ég eftir að Sigfús neitaði að leggja fram krafta sína nema heilsa hamlaði. Enginn komst ósnortinn af fundi hans. Þessi sterka útgeislun hans og lögin hans fönguðu þig, létu þig ekki í friði. Þú tókst til við að raula lögin hans Fú_sa jafnvel þó laglaus værir. í tilefni af 70 ára afmæli Sigfús- ar haustið 1990, gaf Kópavogsbær út „Sönglög Sigfúsar", alls 32 Iög, og höfðu mörg þeirra ekki birst á prenti áður. Undirbúningsstundirn- ar að söngheftinu eru mér ógleym- anlegar. Að þessu stóð fimm manna hópur auk Sigfúsar. Hann leiðbeindi okkur, var stöðugt hvetjandi og stundum gagnrýninn. En allt voru þetta ánægjustundir. Síðar varð Sigfús kjörinn heiðursborgari Kópa- vogsbæjar, einn þriggja sem þá vegsemd hafa hlotið. Á þeirri hátíð- arstundu var opnuð sýning á vatns- litamyndum Sigfúsar, sem allar höfðu það sammerkt, að Kópavogs- iækurinn var viðfangsefnið, grunn- tónninn. Leikni og hæfileikar Sigf- úsar birtust bæði í tónum og litum. Hann var ótrúlega afkastamikill með pensilinn. Myndir hans prýða mörg heimili. Kópavogsbær á marg- ar myndir eftir hann frá ýmsum tímum, m.a. allar myndirnar frá ofangreindri sýningu. Oft kom ég á heimili hans og alltaf var mynd- verk á trönunum. Sigfús var hrifnæmur, maður stundarinnar. Eitt sitt kom ég til hans á fögru septemberkvöldi. Bauð hann mér fagnandi til stofu og sagði kotroskinn: „Nú er kraftur í karli“ og rétti mér bráðfallegt olíumálverk úr Þingvallahrauni, sem skyldi verða mín eign vegna tímamóta í mínu lífi. Sigfús tengdist Rotaryklúbbnum í Kópavogi böndum, þótt ekki væri hann félagi þar. Rotaryklúbburinn hélt sérstakt Sigfúsarkvöld og á landsþingi Rotarymanna sl. vor, sem haldið var í bænum okkar, skipaði Sigfús heiðurssæti og lögin hans voru í öndvegi á skemmtidagskrá. Líkt og gróðurinn fölnaði í haust, þá fölnaði Sigfús, heilsu hans hrak- aði. Það kulaði svo, að hann var lagður inn á spítala. Hann átti ekki afturkvæmt og dó þar fjórum dögum fyrir jól. Jafnvel þá, örfáum dögum fyrir andlátið, sá ég bregða fyrir birtuvotti í veikburða brosi hans, hvar hann lá nánast rænulaus, eng- in orð, heldur augnatillit og kveðja án orða, hann laut höfði. Ég þakka kynnin góð og eftir- minnileg. Eiginkonu hans Steinunni og fjöiskyidu vottum við hjónin dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristján Guðmundsson. Gamall og góður Valsmaður, Sig- fús Halldórsson, tónskáld og list- málari, er látinn. Eins og títt er um unga drengi hneigðist hugur hans snemma að fótbolta og aðeins átta ára gamall gekk hann í Knatt- spyrnufélagið Val. Til æviloka var hann ötull og áhugasamur Vals- maður. Sigfús lék með yngri flokk- um félagsins í fótbolta í mörg ár. M.a. tók hann þátt í eftirminnileg- um vígsluleik með 3. flokki félags- ins gegn Haukum er fyrsti varan- legi æfingavöllur félagsins, Hauka- landsvöllur, var tekinn í notkun á árinu 1936. Völlur þessi var í næsta nágrenni við Hlíðarenda. Síðar fékk félagið að njóta hinna félagslegu og ekki síður listrænu hæfileika Sigfúsar. Þannig lagði Sigfús sitt af mörkum við undirbúning og gerð Valsblaðsins á árunum í kringum 1960 með því að teikna forsíður þess. Einnig málaði hann fræga mynd af Albert Guðmundssyni og gaf félaginu. Ætíð var auðsótt að fá hann til þess að skemmta á árs- hátíðum félagsins með leik og söng. Þá samdi hann m.a. baráttusöng fyrir félagið á sínum tíma. Loks má nefna að hann hefur um árabil verið mjög virkur í starfi í fulltrúa- ráði félagsins. Sigfús var sæmdur silfurmerki félagsins 1961. Hugur hans og tilfinningar í garð félagsins voru ætíð ákaflega hlýjar. Bar hann hag þess ætíð fyrir brjósi og var mjög áhugasamur um starf- ið sem fram fer innan vébanda þess. Hann kom gjarnan að Hlíðarenda til þess að fyigjast með félögunum í starfi og leik. Bæði sonur hans og sonarsynir hafa starfað og leikið fyrir Val og gladdi það mjög hug gamla mannsins þegar afastrákarn- ir hans klæddust hinni rauðu treyju félagsins. Um leið og við Valsmenn kveðj- um góðan dreng og einlægan félaga þökkum við Sigfúsi fyrir óbilandi stuðning og hlýju í garð félagsins og vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Steinunni Jónsdóttur, og börnum þeirra og öðrum aðstenend- um samúð okkar. Aðalstjórn Knattspyrnu- felagsins Vals. Hann var litríkur og honum var margt til lista lagt. Lagasmiðurinn, listmálarinn og mannvinurinn Sig- fús var Valsmaður af lífi og sál. Hann var meðlimur í fulltrúaráði Vals í fjölda ára og einn þeirra sem hvað best sóttu fundi og létu í ljós skoðanir sínar um það hvað Val væri fyrir bestu hveiju sinni. Sigfús hafði á unglingsárum leikið knatt- spyrnu með Vai og upp frá því ver- ið gallharður Valsari. Þegar Sigfús var beðinn að koma og spila á píanó- ið - það var næstum ætlast til þess að hann léki þá lögin sín - var hann alltaf tilbúinn, hvort sem um árshátíðir eða fámenna fundi í yngri flokkum var að ræða. Jákvæður og hjartahlýr, það var ánægjulegt að heyra hann segja ungu fólki frá þeim tíma þegar hann elti boltann, eða hlusta á hann þegar hann talaði um framtíðar- verkefni okkar Valsmanna. Við sendum fjöiskyldu Sigfúsar innilegustu samúðarkveðjur. Fulltrúaráð Vals. • Fleirí minningargreinar um Sigfús Halldórsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.