Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 t Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. janúar 1997. Lovfsa Margrét Marinósdóttir, Sigrún Ólöf Marinósdóttir, Jón Örn Marinósson. t Frændi okkar, PÁLL K. SÆMUNDSSON, Öldugötu 52, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 1. janúar 1997. Systkinadætur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA H. S. SVEINSDÓTTIR, áðurtil heimilis, Njálsgötu 50, lést á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 31. desember. Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson, Vilborg Elísdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Helgi Jónasson, Haukur Sigurjónsson, Anne Mari Asmunsen, Sóley Sigurjónsdóttir, Óskar G. Sigurðsson, Victor Sigurjónsson, Margrét Lukasiewcz, Gunnar Sigurjónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur H. Sigurðsson, Guðjón Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUNNAR JÓNSSON bóndi, Laxamýri, Suður-Þingeyjarsýslu, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 1. janúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjóna Þórðardóttir, Jón Helgi Björnsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Sveinbjörg Björnsdóttir, Helgi Hróðmarsson Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Kjartan Helgason og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓREY ÁSMUNDSDÓTTIR, Háteigsvegi 9, Reykjavik, lést aðfaranótt 31. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Sólveig Steingrímsdóttir, Birgir Jensson, Svava Asdís Steingrímsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson, Guðrún Steingrímsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Alda Steingri'msdóttir, Oddur Eiríksson, Kolbrún Lind Steingri'msdóttir, Jóhannes Eiríksson, Rósa Steingrímsdóttir, Guðmundur B. Jósepsson og barnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÍSAFOLD TEITSDÓTTIR hjúkrunarkona, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. des- ember. Útförin verður auglýst síðar. Óttarr Arnar Halldórsson, Ingrid Elsa Halldórsson, fris Kristína Óttarsdóttir, Esther Angelica Óttarsdóttir, Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, Jóhanna Mari'a Teitsdóttir. + Þórólfur Beck Sveinbjarn- arson fæddist á Búðareyri við Reyð- arfjörð 5. apríl 1915. Hann lést á Landspítalanum 22. desember. Foreldar hans voru hjónin Guðný Jóhanna Beck, f. 19. júní 1877, kennari og húsmóðir, og Svein- björn Pétur Guð- mundsson, f. 23. aprfl 1880, kennari og fræðimaður. Börn þeirra hjóna, sem öll eru látin: Guðríður, f. 1912, Hrafn, f. 1913, Þórólfur, f. 1915, og Birgir, f. 1921. Fósturforeldrar Þórólfs frá átta ára aldri voru Þórólfur Beck skipstjóri og Þóra Beck, húsmóðir á Fram- nesi við Reyðarfjörð. Hálfsystk- ini hans (samfeðra) eru: Ás- björn, f. 1924, Tryggvi, f. 1925, d. 1992, Styrkár, f. 1927, d. 1989, Eysteinn, f. 1929, Guð- mundur, f. 1930, d. 1936, og Steinunn, f. 1938. Hinn 16. október 1943 kvænt- ist Þórólfur eftirlifandi eigin- konu sinni, Fríðu Guðrúnu Þórólfur Beck Sveinbjörnsson er látinn eftir sjúkdómslegu á Land- spítalanum um tveggja vikna skeið. Við slíka andlátsfregn leita ósjálfrátt á hugann hin fjölmörgu minningabrot um réttsýnan og ráðagóðan heiðursmann. Þórólfur, eða Doji eins og hann var jafnan kallaður af fjölskyldu sinni, flutti ungur til Reykjavíkur frá Reyðarfirði. Hóf hann þá þegar nám í húsgagnasmíði. Að námi loknu hóf hann störf við þessa iðn sína, sem hann starfaði við alla starfsævina. Árnadóttur, f. 26. desember 1919, húsmóður. Þau eignuðust einn son, Arna, f. 12. septem- ber 1944, arkitekt. Eiginkona hans er Guðbjörg Elín Daní- elsdóttir, f. 7. des- ember 1945. Dóttir þeirra __ er Arna Björk Árnadóttir, f. 19. júní 1978. Þórólfur lauk prófi í húsgagna- smíði frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1934. Fyrstu tvö árin eftir nám- ið starfaði Þórólfur hjá meist- ara en að því loknu gekk hann inn í Trésmiðjuna Rún og starf- aði þar til 1944. Þá hóf Þórólfur störf hjá Kristjáni Siggeirssyni en þar starfaði hann til 1988 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var verk- stjóri hjá fyrirtækinu 1958 og gegndi þvi starfi þar til hann hætti. Hann var formaður Sveinafélags húsgagnasmiða um sjö ára skeið. Útför Þórólfs fer fiam frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Bróðurpart starfstímans vann hann hjá fyrirtækinu Kristjáni Sig- geirssyni hf. sem verkstjóri. Þetta starf var honum mjög að skapi og hafði hann mikla ánægju af því. Það var virkilega heillandi að heyra Doja tala um þennan vinnuveitanda sinn og þá menn sem héldu þar um stjómtaumana. Um þá talaði hann ávallt með vinsemd og virðingu. Árið 1943 gekk Þórólfur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Fríðu G. Árnadóttur. Þau hjónin voru alla tíð mjög samrýmd og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Lengst af bjuggu þau í Stóragerði 32. Þar áttu þau fallegt og hlýlegt heimili sem var tíðum vettvangur fyrir fjölskylduboð. Fjölskylduboð þessi eru ógleymanleg fyrir þá sök hve vegleg þau voru og sökum þess hve húsráðendur lögðu mikið á sig til að gleðja viðstadda sem mest þeir máttu. Frá þessum Stóragerðisárum kemur önnur minning upp í hug- ann, en hún er um ferðalög þeirra hjóna til Danmerkur þar sem einka- sonur þeirra hjóna bjó ásamt fjöl- skyldu sinni. Þessar ferðir voru hápunktur ársins og gáfu þeim virkilega mikið. Ekki minnkaði eft- irvæntingin þegar sonardóttir þeirra fæddist, en hún veitti nýrri og ómældri gleði inn í líf þeirra hjóna. Síðustu æviár sín dvaldi Doji á Hrafnistu í Hafnarfirði. Líkamlegri heilsu hafði hrakað mikið en and- legri hlutinn var ekki farinn að láta á sjá. Þannig var minnið ennþá ótrúlega gott. Þrátt fyrir likamlegt heilsuleysi sitt leið Doja vel á Hrafnistu, þar sem hann gat verið í daglegum samskiptum við Fríðu sína, sem lá þar á sjúkrastofu. Hvað þennan síðasta kafla í lífi Doja varðar, er honum best lýst í jólabréfi hans til vina sinna og frændfólks, en þar segir m.a.: „Heilsa mín er svipuð og áður og ekki ástæða til að kvarta. Það er í sjálfu sér mjög fróðlegt og mikil reynsla að búa á elliheimili með fólki sem er á síðasta áfanganum. Það fer leiðar sinnar glatt og æðru- laust, talar aldrei um vandræði sín, né annarra, eða það sem okkar allra bíður.“ Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Doja fyrir samfylgdina. í huga okkar munu ávallt sitja eftir ljúfar minningar um góðan vin. Árni Á. Árnason. Það ríkir mikill söknuður við frá- fall Þórólfs Beck húsgagnasmiðs. Manns, sem ég hef verið samferða í meira en fimmtíu ár, lengst af sem náins starfsfélaga og vinar. ÞÓRÓLFUR BECK SVEINBJARNARSON + Hjörtrós Alda Reimarsdóttir húsmóðir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 8. september 1929. Hún lést á heimili sinu hinn 25. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Reimar Hjartar- son, f. 10.1. 1891 á Álftahóli í Austur- Landeyjum, pípu- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, d. 7.6. 1955, og Anna Magnea Einarsdóttir, f. 5.2. 1887 í Miðholti í Reyýa- vík, húsmóðir í Vestmannaeyj- um, d. 8.2. 1964. Systkini og hálfsystkini Hjörtrósar eru Guðmundur Kristinsson, f. 15.10. 1905, d. 19.2. 1973; Ragnar Einarsson, f. 11.11. 1908, látinn, maki Gunnhildur Pálsdóttir, f. 22.6. 1910; Ólafía Þ. Reimarsdóttir, f. 18.1. 1910; Þórunn G. Reimarsdóttir, f. 24.7. 1912, d. 2.1. 1977, maki Marteinn Olsen, látinn; Guð- mundur Lúðvík Rósinkrans Kæra móðir, þessum línum er ætlað að flytja þér kveðjuorð og þakklæti fyrir allt sem þú lagðir á vogarskálarnar til að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Hugurinn reikar aftur og það er sama hvar mann ber niður. Það ber allr að sama brunni, það er hversu líf þitt einkenndist af því að láta öðrum líða vel, jafnvel þótt Reimarsson, f. 31.8. 1920, búsettur í Reykjavík, maki Kristín Sveinsdótt- ir, f. 10.1.1911; Sig- urður Reimarsson, f. 2.6. 1928, búsett- ur í Vestmannaeyj- um og var um lengri tíma brennu- kóngur á þjóðhátið Vestmannaeyja. Hjörtrós giftist 31. desember 1958 Bergi Sigurpáls- syni múrara, f. 1.7. 1922 á Ósi í Breið- dal. Þeirra börn eru 1) Bjarni Reynir, f. 28.6. 1956, búsettur í Reykjavík. 2) Sigurpáll, f. 19.2. 1958, húsasmiður, búsett- ur í Garðabæ, kvæntur Hjör- dísi Harðardóttur, þeirra börn eru Ásgeir Örn og María Björk. 3) Bergur, f. 19.9. 1961, tækni- fræðingur, búsettur í Reykja- vík, sambýliskona er Sigrún Ólafsdóttir, þeirra barn er Þór- ey- Útför Hjörtrósar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. það kostaði að þú þyrftir að láta þitt eftir. Hjörtrós eða Rósa fluttist til Reykjavíkur 16 ára gömul. I Reykjavík vann hún við hin ýmsu þjónustustörf m.a. á Röðli. Níu árum seinna kynntist hún eiginmanni sínum Bergi sem þá var nýlega fluttur til Reykjavíkur með foreldrum sínum og þau gengu í hjónaband fjórum árum seinna eða 31. desember 1958. Rósa var öll sín hjúskaparár húsmóðir og var alla tíð mikið í mun að skila því verki vei. Fyrst í stað bjuggu þau með foreldrum Bergs og tveimur uppeldisbörnum þeirra hjóna þeim Guðlaugi og Sigrúnu Sigtryggsbörnum. Tengdaforeldrar hennar bjuggu á heimilinu og annaðist hún þau til dauðadags. Þetta var stórt heimili sem bjó við þröngan húsakost en fyrst bjuggu þau á Bergstöðum við Kaplaskjólsveg en þar áttu þau Rósa og Bergur sitt fyrsta barn, Bjarna Reyni. Bjarni er fatlaður einstaklingur og á þeim tíma var ekki mikið um aðstoð utanfrá en hann var kominn vel á legg eða um sex ára þegar hann fór í dag- vistun á Lyngás við Safamýri. Árið 1958 keyptu Bergur og Rósa hæð við Nesveg 63 og fluttist fjöl- skyldan þangað, það sama ár eign- uðust þau sitt annað barn. Rósa talaði alla tíð hlýtt um tengdafor- eldra sína og var tengdamóðir hennar henni vafalaust mikil hjálp þar sem Bjarni var oft mjög veikur í æsku. Rósa var sú kona sem hugsaði fyrst um aðra, að allir væru saddir og sælir og síðan um sjálfa sig. Hún kunni vel við sig í faðmi fjölskyldunnar og var mikil amma. Hún var sáttasemjari og kunni því illa ef upp kom ósætti og vildi fyrir alla muni að fólk sættist enda átti hún auðvelt með að fyrirgefa öðrum. Synir hennar tveir yngri fóru síðan að heiman en Bjarni var enn á heimilinu þar til fyrir tæpu ári að hann flutti á sambýlið við Blesugróf 29 í Reykjavík. Hún tók það mjög nærri sér að sá tími kæmi að Bjarni þyrfti að fara að heiman. En þegar Bjarna bauðst þetta heimili var hún mjög sátt enda skynjaði hún fljótt að þetta HJORTROS ALDA REIMARSDÓTTIR « € € 1 L í I : í c < < c i < < < < < < < < < 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.