Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 VIÐSKIPTI Samkomulag um tillögur að breyttu lífeyrisfyrirkomulaffl starfsmanna ríkisbankanna Iðgjöld verða 17% af heildarlaunum SAMKOMULAG hefur tekist í aðalatriðum um tillögur að breyt- ingum á reglugerðum lífeyrissjóða ríkisbankanna og er stefnt að því að kynna þær starfsmönnum bank- anna um miðjan mánuðinn. Breyt- ingarnar fela í sér að í stað ríkis- ábyrgðar á skuldbindingum munu sjóðirnir standa undir skuldbind- ingum sínum með eignum sínum og þeim iðgjöldum sem til þeirra eru greidd. Það þýðir að iðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 10% af dag- vinnulaunum í 17% af heildarlaun- um og leggjast 10% í sameignar- sjóð, en 7% í séreignasjóð hvers og eins sjóðfélaga. Launþegi greiðir áfram 4% í lífeyrisiðgjöld en iðgjald atvinnurekenda hækkar úr 8% í 13%. Lífeyrissjóðirnir eru tveir Eftir- launasjóður Landsbanka og Seðla- banka, en til þess sjóðs greiða einn- ig starfsmenn Reiknistofu þank- anna, Fiskveiðasjóðs og Visa ísland 9g Eftirlaunasjóður Búnaðarbanka íslands. Friðbert Traustason, for- maður Sambands bankamanna, sagði að samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gætu þeir sem væru félag- ar í sjóðunum nú haldið óbreyttum réttindum ef þeir kjósa það, en til þess þarf greiðsla til lífeyrissjóðsins samkvæmt útreikningum trygging- arfræðings að nema 18,4% af dag- vinnulaunum. Þar með tekur sjóð- irnir á sig skuldbindingar vegna lífeyrisréttindanna alfarið, þar með kostnað vegna þess að sjóðfélagar nýti sér að fara á eftirlaun sam- kvæmt svonefndri 95 ára reglu, en samkvæmt henni er heimilt að hefja töku eftirlauna þegar saman- lagður lífaldur og starfsaldur hefur náð 95 árum. Nýir starfsmenn fara hins vegar allir inn í nýtt lífeyriskerfi og allir eldri starfsmenn geta einnig valið um að vera í nýja kerfinu. Annars vegar verður um að ræða venjuleg- an samtryggingarsjóð með stigaá- vinnslu eins og á almennum vinnu- markaði. Til þess sjóðs verður greitt 10% iðgjald af heildarlaun- um, en til viðbótar verða greidd 7% af heildarlaunum í séreignasjóð hvers og eins. Eldri starfsmenn geta valið um það að láta reikna út þau lífeyrisréttindi sem þeir hafa unnið sér inn á liðnum árum og látið leggja inn á séreignareikning þann hluta sem svarar til greiðslu 7% af iaunum. Þannig myndu rúm- lega 60% af lífeyrisgreiðslum við- komandi starfsmanns á liðnum árum leggjast inn í sameignarsjóð- inn, en tæp 40% myndu leggjast inn í séreignarsjóð til ráðstöfunar þegar tilteknum aldri er náð. Sér- eignasjóðurinn myndi ganga til erf- ingja viðkomandi starfsmanns nái hann ekki lífeyrisaldri, öfugt við lífeyriseign í sameignarsjóðum sem erfist ekki. Friðbert sagði að fólki yrði gef- inn kostur á því að láta reikna sig út þannig að það gæti séð svart á hvítu hvað það myndi eiga inn í séreignasjóðnum annars vegar og sameignarsjóðnum hins vegar. Þetta gilti um Eftirlaunasjóð Landsbanka og Seðlabanka, en ekki um Eftirlaunasjóð Búnaðar- bankans. Þar yrði eldri starfsmönn- um ekki gefinn kostur á að láta reikna sig upp og leggja hluta inn á séreignareikning. Einnig væri í reglugerð þess sjóðs gert ráð fyrir að allir sem væru með styttri starfsaldur en sex ár færu inn í nýja kerfið. Sáttur við niðurstöðuna Friðbert sagðist vera sáttur við þessar breytingar á lífeyrisréttind- um og hann telji mjög æskilegt að blanda saman sameignar- og sér- eignarfyrirkomulagi með þessum hætti. Þá sé það einnig kostur að þetta kerfi sé gegnsætt þannig að það sé alveg ljóst hvað þau lífeyris- réttindi kosti sem um sé að ræða. Það geti orðið öðrum stéttarfélög- um til framdráttar. Friðbert bætti því við að það hefði tafið málið að upp hefðu kom- ið vangaveltur um hvort samkomu- lag af þessu tagi um breytingar á lífeyrisréttindum gæti haft áhrif á réttarstöðu fólks varðandi bið- launarétt, þegar bönkunum verður breytt í hlutafélög. Það mál sé nú í athugun hjá lögfræðingum. Hagnaður Heklu hf. 110 milljónir fyrstu tíu mánuðina 1996 Stórbætt afkoma fyrir- tækisins á nýliðnu ári HAGNAÐUR Heklu hf. fyrir skatta á fyrstu tíu mánuðum sl. árs nam alls tæplega 164 milljónum króna sem er um 100 miiljónum króna betri afkoma, en allt árið 1995. Að teknu til- liti til skatta nam hagnaður tímabilsins 110 milljónum. Útlit er fyrir að hagnaður ársins verði nálægt 130 milljónum, en til samanburðar má nefna að árið 1994 varð um 98 milljóna tap af starfseminni. Þessi jákvæðu umskipti í af- komu fyrirtækisins á sl. tveim- ur árum má í senn rekja til mikillar söluaukningar og sparnaðaraðgerða sem ráðist var í á árinu 1994. Eiginíjárhlutfallið er nú komið í um 25%. Rétt vara á réttu verði Hekla seldi á nýliðnu ári um 1.716 fólksbíla eða um 40% fleiri en á ár- inu 1995. Jókst markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild úr um 18,9% í 21,3% á milli ára. Sömuleiðis hefur fyrirtækinu vegnað vel í sölu á sendi- bílum og seldi 159 slíka bíla af Volkswagen gerð á árinu 1996 sem er um 24% af heildarmarkaðnum. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segist þakka þennan árangur þeirri einföldu staðreynd að fyrirtækið hafi verið með rétta vöru á réttu verði. „Við vorum með mestu aukn- inguna í bílasölu af öllum umboðun- um í stykkjum talið. Mesta aukning- in í stykkjafölda var í sölu á Mitsub- ishi-bílum,“ sagði hann. Um aðrar deildir Heklu segir Sigfús að mikil aukning hafi orðið t.d. í sölu á báta- vélum, þungavinnuvélum og Scania- vörubílum. Sama megi segja um heimilistækjadeildina, þar sem aukningin hafi verið miklu meiri en áætlað hafi verið. Áætlað er að veltan á árinu í heild hafi verið nálægt 5.250 milljónum og hagnaður eftir skatta um 130 milljónir. Segir Sigfús að nýliðið ár verði án efa besta rekstrarár félagsins undanfarin tíu ár. „Ég þakka þennan árangur ekki síst því að við erum með mjög sam- hent og gott starfsfólk. Það er lykillinn að þessum ár- angri.“ Hann segist vera hóflega bjart- sýnn um horfurnar á árinu 1997. „Við finnum að það er mjög mikill meðbyr með fyrirtækinu. Þessi grein sem við störfum í hefur verið í mik- illi lægð í mörg ár, þannig það er mikil þörf til endurnýjunar á þeim vörum sem við seljum. Þá höfum við gert tvo samninga við Landsvirkjun um sölu á spennuvirkjum frá Gener- al Electric sem verða sett upp við Sandskeið. Einnig er verið að vinna að því að endurbyggja túrbínur við 0 HEKLA hf. Or milliuppgjöri 31. október 1996 1/1-31/10 1/1-31/12 Rekstrarœikningur Miiijónír króna 1996 1995 Rekstrartekjur 4.476,7 4.038,0 Rekstrargjöld 4.242,1 3.898,2 Rekstrarhaqnaður án fjármaqnsliða 234.6 139.8 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (49,0) (59,1) Óreglulegar tekjur og (gjöld) (22,0) (17,8) Rekstrarafkoma fyrir skatta 163.6 62,9 Skattar (53,5) (2,3) Hagnaður tímabilsins 110.1 60,3 Efnahagsreikningur 31. Okt. 4 QOfi _ 31. Des. •flQQR_ Breyting u ■ r 1 Eipnir: | Veltufjármunir 1.109,4 881,3 +26% Fastafjármunir 682,7 691,2 +6% Eignir samtals 1.792,1 1.572,5 +14% 1 Skuidir oo eioiO fé: \ Skammtímaskuldir 893,8 723,7 +24% Langtímaskuldir 441,2 502,1 -12% Skuldir samtals 1.335,3 1.225,8 +9% Eigið fé 456,8 346,7 +32% Skuldir og eigið fé samtals 1.792,1 1.572,5 +14% Sjódstreymi Veltufé frá rekstri j 126,3 89,0 Kröflu og þar var ákveðið að taka tiiboði við Mitsubishi. Við erum bjartsýnir um að ná fleiri samning- um ef ráðist verður í frekari virkj- anaframkvæmdir vegna þess að þetta eru tvö af sterkustu fyrirtækj- unum á þessu sviði í heiminum.“ Rætt hefur verið um að Hekla hf. setji hlutabréf sín á almennari hluta- bréfamarkað, en að sögn Sigfúsar hefur engin ákvörðun ennþá verið tekin um það mál. Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraba urr sðal UINUEN ö U ndirbúningsfundur Kaup- stefna í Nuuk KAUPSTEFNAN NUUREK ’97 verður haldin 18.-22. febr- úar nk. í Nuuk á Grænlandi. Útflutningsráð íslands, Eim- skipafélag íslands og Royal Arctic Line á Grænlandi standa að kaupstefnunni þar sem ís- lenskar vörur og þjónusta verða kynntar. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í kaupstefnunni þurfa að hafa samband við Út- flutningsráð íslands fyrir mið- vikudaginn 8. janúar en þann dag verður haldinn undirbún- ingsfundur vegna NUUREK ’97 að Hallveigarstíg 1 klukkan 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.