Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MANNAUÐUR OG MENNTUN NIÐURSTÖÐUR alþjóðlegrar rannsóknar um kunnáttu nemenda í raungreinum hljóta að vera okkur íslending- um áfall og áhyggjuefni. Þær ættu að vekja okkur til vitund- ar um breytta heimsmynd og raunverulega stöðu okkar. Þannig komst forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, að orði í nýársávarpi. Síðan sagði hann: „Við verðum að lita með hreinskilni í eigin barm. Allir sem bera ábyrgð á menntamálum á íslandi þurfa að lýsa sig reiðubúna að endurskoða eigin verk, meta kenningar og skipulag, starfs- hætti og kennslugögn með opnum huga, fúsir til breytinga og nýrrar sóknar.“ Ekki er jafn sjálfgefið og fyrr, sagði forsetinn, að ungir íslendingar vilji búa alla sína ævi hér á landi. Við eigum nú í fyrsta sinni í harðri samkeppni við heiminn allan um hug og hjörtu unga fólksins. Úrslitum geti ráðið að þeir sem fari með forræði í þjóðmálum, atvinnulífi, stofnunum og samtökum opni nýjum kynslóðum braut til áhrifa á öllum sviðum þjóðlífsins. „Það er mannauðurinn og menntunin,“ sagði forsetinn, „sem ráða mestu um samkeppnishæfni og lífskjör þjóða í framtíðinni." Undir þessi orð hins nýkjörna forseta má taka. Menntun, þekking, rannsóknir og samkeppnishæft atvinnu- líf munu reynast farsælust vopn í baráttu fyrir atvinnu- öryggi og viðunandi lífskjörum fólksins í landinu. FARSÆLT OG FRIÐ- SÆLT ÁR ARIÐ VAR bæði farsælt og friðsælt. Órói á vinnumark- aði var með minnsta móti, kaupmáttur óx og atvinnu- leysi minnkaði. Hvort tveggja hefur verið okkur öllum keppi- kefli. En þótt kaupmáttur hafi vaxið meira en við þorðum að vona - þá bera ennþá margir of lítið úr bítum, sagði Davíð Oddsson, forsætiráðherra, í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar á gamlárskvöld. Forsætisráðherra hélt áfram og sagði að tækist okkur sameiginlega að halda skynsamlega á málum og kaupmátt- ur næði áfram að vaxa jafnt og þétt, ætti að vera óhætt að spá af öryggi, „að eftir fáein ár munum við hafa náð hæsta kaupmáttarstigi, sem hér hefur þekkzt.“ Núna höfum við tækifæri til að byggja aukinn kaupmátt á traustum og heilbrigðum grunni. „Forystumenn á vinnumarkaði eiga dijúgan hlut að því, hversu vel hefur til tekizt og flestir þeirra vita að sígandi lukka mun nú, eins og endranær, gefast umbjóðendum þeirra bezt,“ sagði forsætisráðherra og ræddi síðan ríkisfjármálin. Hann sagði hinn sameiginlega sjóð landsmanna eigi verða rekinn með halla á nýja árinu og væri það að sönnu mikill viðburður, sem í raun réttri ætti að vera sjálfsögð skylda og ekkert þakkarefni. Löngu væri sá tími kominn, að ríkið byrjaði að borga niður skuldir sínar og lækka yfirþyrmandi vaxtabyrði. Hallalaus ríkisrekstur myndi leiða til lækkandi vaxta, þar sem ríkissjóður myndi draga úr ásókn sinni í sparifé landsmanna. „Lækkandi vextir munu hjálpa fólkinu í landinu við að grynnka á eigin skuldum og bæta á sama tíma hag fyrirtækjanna.“ í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar hefur þjóðin gengið í gegnum eina mestu kreppu í efnahagsmálum, sem yfir hefur dunið á þessari öld. Þær tvær ríkisstjórnir, sem hann hefur leitt á tæpum sex árum, hafa smátt og smátt en örugglega leitt þjóðina út úr þessari kreppu. Ekki fer lengur á milli mála, að bjartari tíð er framundan, ef rétt er á haldið því góðæri, sem við búum nú við. TÆKNIOG ARFLEIFÐ MÓTTAKA nýjunga má aldrei verða til þess að arfleifð glatist, sagði biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, í nýárspredikun sinni. Töivur og önnur tækniund- ur létta mönnum lífsbaráttu og víkka sjóndeildarhring þeirra, ef rétt er að málum staðið. En tæknin má aldrei slá manninn þeirri blindu, sagði biskupinn efnislega, að hann hætti að hafa gætur á sjálfum sér, hætti að rækta sinn innri mann - eða slaki á tryggð sinni við háleitar hugsjón- ir og kristin lífsviðhorf. Mannlífið yrði betra og fegurra ef mannkynið og einstaklingarnir legðu jafn ríka áherzlu á siðræn og trúarleg gildi og á tækniframfarir. Það er rétt hjá biskupi, að við megum aldrei glata tengsl- um við uppruna okkar og fyrri sögu. Við eigum þvert á móti að leggja okkur fram um að rækta þau tengsl. Islendingur einn átta alþjóðlegra dómara við mannréttiii Fjárskort- n r hamlar starfsemi dómsins Brot á ferðafrelsi, tjáningarfrelsi og eignar- rétti verða væntanlega aðalviðfangsefni dómstólsins að sögn Jakobs Þ. Möller sem starfaði í aldarfjórðung hjá Sameinuðu þjóð- unum en heldur nú fjórðu hverja viku til starfa í Sarajevo. Morgunblaðið/Kristinn „ÉG HELD að þjóðir heims hafi ekki áttað sig á því að þessi dómstóll sé starfandi. Hið gríðarlega uppbyggingarstarf sem nú er í Bosníu er mun sýnilegra en það sem fram fer í nokkrum skrifstofum í húsi gamla stjórnlagadómstólsins," segir Jakob Þ. Möller, dómari við Mannréttindadómstól Bosníu-Herzegóvínu. FRANSKUR hermaður gætir friðar í Sarajevo. FJÁRSKORTUR hefur sett mjög mark sitt á starfsemi mannréttindadómstóls Bos- níu-Herzegóvínu sem settur var á fót samkvæmt ákvæðum Day- ton-friðarsamkomulagsins sl. vor. Aðeins ein þjóð hefur lagt fram fé til starfseminnar þrátt fyrir fögur fyrir- heit annarra ríkja þar um og er það fé nú á þrotum, að sögn Jakobs Þ. Möller, sem er einn átta alþjóðlegra dómara við dómstólinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung hjá Sameinuðu þjóðunum en lét fyrir skömmu af störfum þar fyrir aldurs sakir. Kveðið er á um skipun mannrétt- indadómstóls í viðauka við Dayton- friðarsamkomulagið, sem undirritað var í desember 1995. Þar segir að stofna skuli skrifstofu umboðsmanns og mannréttindadómstól. Til umboðs- manns getur hver sá leitað sem telur stjórnvöld hafa beitt sig órétti. Um- boðsmaður kynnir sér málið og leggur fram tillögu að lausn þess. Samþykki aðilar þess, einstaklingar eða stjórn- völd ekki tilmæli umboðsmanns, er hægt að vísa málinu til mannréttinda- dómstólsins, sem má þá halda rann- sóknum umboðsmanns áfram. Þá má vísa málum beint til dómstólsins. Úr- skurðir hans eru bindandi en hann hefur hins vegar ekki vald til að fylgja þeim eftir. Fjórtán dómarar Svissnesk kona, Grethe Haller, er umboðsmaður, en fjórtán dómarar skipa dómstólinn, átta alþjóðlegir og sex heimamenn, þ.e. tveir Bosníu-Ser- bar, tveir Bosníu-Króatar og tveir múslimar. Dómararnir. átta voru kjörnir á fundi ráðherranefndar Evr- ópuráðsins. Dómstóllinn hefur aðsetur í Sarajevo, í svokallaðri forsetabygg- ingu, sem var aðsetur stjórnlagadóm- stólsins. Funda dómararnir eina viku í hveijum mánuði. Fyrsta verkefni dómaranna fjórtán var að semja starfs- og réttarfarsregl- ur en þær þurfti að vinna frá grunni þar sem engin fordæmi eru fyrir dóm- stól sem er samsettur á þennan hátt. Hófust dómararnir handa í maí sl. og er leið á sumarið byijuðu málin að koma fyrir. Þeir sem leita til dóm- stólsins eru einstaklingar sem telja sig órétti beitta en umboðsmaður getur einnig hafið rannsókn að eigin frumkvæði, t.d. vegna fólks sem hefur horfið. Til þessa hafa flest mál dóm- stólsins farið fyrst til umboðsmanns. „Við verðum að reyna að gera okk- ur grein fyrir því hvað átt hefur sér stað í Bosníu. Þetta er land og þjóð í sárum, það er varla til sú ljolskylda sem ekki hefur misst eitthvað eða ein- hvern. Hatrið milli þjóðanna sem byggja Bosníu er gífurlegt og það er ekki heppilegur jarðvegur fyrir sam- vinnu að stríði loknu. Eg get ímyndað mér að bosnísku dómararnir hafí átt erfitt með að vinna saman í upphafi, þótt þeir hafi ekki látið það uppi,“ segir Jakob. Málarekstur almenningi ekki efst í huga í desemberbyijun hafa rúmlega 30 mál borist mannréttindadómstólnum en viðbúið er að þeim geti fjölgað gríðarlega á næstu mánuðum. Nú þegar hafa nokkur hundruð mál bor- ist umboðsmanni. „Enn sem komið er vita fáir um dómstólinn. Fóik er enn að komast yfir áföll stríðsins, er að reyna að koma daglegu lífi sínu í samt lag og málarekstur er því ekki efst í huga nú,“ segir Jakob. Þegar máli er vísað til dómstólsins, aflar hann gagna í málinu og úrskurð- ar að því búnu hvort það sé tækt tii efnismeðferðar. Sé sú raunin, tekur við enn frekari gagnaöflun og vitnale- iðslur. Fyrsta málið verður dómtekið í febrúar á þessu ári. Dómstóllinn tekur til mála sem átt hafa sér stað eftir að Dayton-samkomulagið var undirritað, 14. desember 1995. Það sem gerðist fyrir þann tíma heyrir undir aðra dómstóla, t.d. stríðsglæpa- dómstól SÞ í Haag. Dæmi um mál sem talið var tækt fyrir dómi, var mál Króata, rómversks-kaþólsks prests og foreldra hans. Serbnesk lög- regla handtók fólkið í stríðinu og hafa engar staðfestar fréttir borist um afdrif þess. Menn telja þó ástæðu til að ætla að það sé enn á lífi, í haldi án dóms og laga og því hefur dóm- stóllinn tekið málið fyrir, þó fólkið hafi verið handtekið áður en Dayton- friðarsamkomulagið var undirritað. Ekki sakadómur Jakob segir rétt að minna á að mannréttindadómstóllinn sé ekki sakadómur og dæmi fólk ekki til fangavistar. „Okkar hlutverk er að aðstoða fólk við að ná fram rétti sín- um. Réttur einstaklingsins felst ekki í því að annar maður sé sóttur til saka. Við getum kveðið á um bætur til handa þeim sem hafa verið órétti beittir og getum farið fram á það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.