Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Desember-neikvæðni formanns V erzlunarmannafélags Reykj avíkur Á UNDANFÖRNUM vikum hef- ur formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Magnús L. Sveinsson, séð ástæðu til að vera með yfirlýs- ingar í garð Kaupmannasamtaka íslands og kaupmanna, sem eru fullar af hroka og lítilsvirðingu í garð þeirra. Nú á jólaföstu, eins og undanfarin ár, virðist hann þurfa að vera með hnútukast í garð kaup- manna. Hver er tilgangurinn? Þarf hann að sanna eitthvað fyrir félags- mönnum sínum? Nú vil ég taka skýrt fram að hvorki ég né aðrir kaupmenn hafa áhuga á því að vera að munnhöggvast við formann VR, en stundum er ágætt að hugsa áður en menn þeysast fram á völl- inn með yfirlýsingar sem eru oft á tíðum rangar. Tilefni þess að ég rita þessar línur er að formaður VR hefur að undanförnu gefíð yfir- lýsingar um kaupmenn og verslun- areigendur sem eru honum sem formanni stærsta stéttarfélags verslunarfólks ekki sæmandi. Magnús L. Sveinsson ritar grein í VR-b!aðið fyrir nokkrum dögum sem hann nefnir Kaupmannasam- 'tökin: íslenskt, nei takk? Þar byijar hann á því að vitna til viðtals sem átt var við framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka íslands, Sig- urð Jónsson, í fréttatíma Ríkisút- varpsins. Sigurður á að hafa gert sér ferð til fréttastofunnar og beðið um viðtal. Það er ekki Sigurði að kenna að fjölmiölar sýndu áhuga á auglýsingu, sem vitnað er í, um verslunarferðir félagsmanna VR til útlanda. Sigurður sinnti þar skyldu sinni sem framkvæmdastjóri KÍ að =' fara í umrætt viðtal, því að eftir því var leitað. Ég er reyndar sam- mála Sigurði um að það er klaufa- legt að VR skuli, á sama tíma og verslunareigendur og verslunarfólk hvetja almenning til þess að versla heima, standa að auglýsingu um sérstakar verslunar- ferðir til útlanda fyrir félagsmenn VR. Þá skiptir það ekki megin- máli til hvaða aidurs- hóps menn eru að ná í slíkum auglýsingum. Kaupmannasamtök- in lögðu á það áherslu í því átaki sem stóð yfir í haust og nefndist Islensk verslun - allra hagur!, að vera ekki að agnúast út af því að fólk færi til útlanda. Fólk á að ferðast eins og það vill og getur, og kemur hvorki Kaup- mannasamtökunum, VR né öðrum það neitt við. Hins vegar er rétt að benda á, að það er ekki ódýrara að sækja verslun til erlendra stórborga, ef tekið er tillit til þess mismunar sem íslensk verslun býr við í sköttum, tollum, vörugjöldum og öðrum álögum samanborið við verslanir í sam- keppnislöndum okkar. Þá hefur ver- ið bent á hversu mörg störf glatast í verslun á íslandi ef fólk beinir viðskiptum sínum til annarra landa. Athygli hefur verið vakin á að í gildi eru lög um það hve mikið hver ferðamaður má flytja með sér til landsins af tollfijálsum varningi. Það er ekki hlutverk kaupmanna að sjá um að þeim lögum sé fram- fylgt við komu ferðamanna til landsins. Kaupmenn þurfa eðlilega að standa skil á virðisauka, tollum og vörugjöldum af þeim varningi sem þeir flytja inn til sinna verslana. Þá sömu kröfu verður að gera til annarra. Undir þessi sjónarmið hafa margir félagsmenn VR tekið, m.a. með bréfum sem skrifstofu KÍ hef- ur einmitt borist frá félagsmönnum VR vegna þess viðtals sem formað- ur VR vitnar til í grein er hann skrifar í 10. tbl. VR-blaðsins. Það á að vera saméiginlegt hagsmunamál félags- manna VR og kaup- manna, hvort sem þeir eru félagsmenn KÍ eða ekki, að auka og efla vitund almennings um það, að við þurfum að standa vörð um „|s- lenska verslun" á ís- landi til þess, ekki síst, að fjölga störfum inn- an hennar. Meðal ann- ars af þeim ástæðum er það óskiljanlegt hvers vegna VR og einnig Landsamband íslenskra verslunarmanna hafna þátttöku í átakinu „íslensk verslun - allra hagur“. Eg er þeirrar skoðunar að það hafi verið slys hjá þessum aðil- um að vera ekki með í átakinu, sem m.a. hefur þann tilgang að fjölga störfum í verslun. Vegna ummæla formanns VR um ritstjóra Verzlunartíðinda, Jó- hönnu Birgisdóttur, vegna skrifa hennar sem blaðamanns Viðskipta- blaðsins um umrætt viðtal vii ég segja, að það er ómaklegt af honum að vera með aðdróttanir í þá veru að henni sé íjarstýrt frá Kaup- mannasamtökunum og að Sigurður Jónsson hafí eitthvað með það að gera hvað hún skrifar í Við- skipta- blaðið. Um tímaritið Verzlunartíð- indi var á sínum tíma gerður út- gáfusamningur við útgáfufélag Viðskiptablaðsins, og með honum einungis verið að tryggja framtíð tímaritsins. Kaupmannasamtök ís- lands eru eigandi blaðsins, en eiga aðeins einn af þremur ritnefndarm- önnum (hinir eru frá Bílgreinasam- bandinu og Félagi íslenskra stór- kaupmanna), og hafa á engan hátt Yfirlýsingar formanns VR um kaupmenn og verslunareigendur, seg- ir Benedikt Kristjáns- son, eru honum ekki sæmandi. meira áhrif á störf Jóhönnu sem ritstjóra en aðrir í ritnefndinni. Því er fjarri lagi að Jóhanna sé starfs- maður KÍ eða undir stjórn Sigurðar. Magnús Sveinsson fer hörðum orðum um það hvers vegna Kaup- mannasamtök ísjands hafni þátt- töku í átakinu „Islenskt, já takk.“ Ástaeðan er þessi: Kaupmannasam- tök íslands eru landssamtök smá- söluverslana sem af eðlilegum ástæðum miða starf sitt við heildar- hagsmuni og almennar leikreglur, en láta ekki samkeppnismál ein- stakra fyrirtækja til sín taka. Þess vegna koma samtökin sér ekki í þá aðstöðu að vera áberandi þar sem hagsmunir starfsgreinarinnar skar- ast, heldur fylgjast með því að leik- reglur séu eðlilegar í þágu greinar- innar allrar og lúti lögmálum mark- aðarins. Átakið „íslenskt já takk“ er aug- ljóst dæmi um mál þar sem hags- munir verslunarfyrirtækja fara ein- faldlega ekki saman. Stór hluti fé- lagsmanna KÍ selur eingöngu inn- fluttar vörur, og aðrir mismikið af íslenskum vörum. Það væri fásinna að KÍ sem heildarsamtök smásölu- verslana notaði fjármagn samtak- anna til þess að efla sölu vöru eftir framleiðslusvæðum. Ef það yrði gert getum við alveg eins átt von á að einstaka verslanir færu fram á stuðning við ameríska daga, Benedikt Kristjánsson breska daga, danska daga o.s.frv. Ég vil taka fram að fjölmargar verslanir á Islandi, bæði innan KI og utan samtakanna, hafa á undan- förnum árum tekið virkan þátt í átakinu „íslenskt já takk“. Það er formanni VR vel kunnugt um. Hagsmunir íslensks iðnaðar og verslunar fara oftast saman. Iðnað- urinn getur ekki verið án verslun- ar, þannig að hróp um að kaup- menn og verslunareigendur hunsi átakið „Islenskt já takk“ eru ósann- indi og ekki til þess fallin að auka og efla þessar starfgreinar sem eiga margt sameiginlegt. Annað mál er að KI tekur af fyrrgreindum ástæð- um ekki þátt í átakinu. Þá hefur Magnús L. Sveinsson verið með yfirlýsingar um að þræla- hald sé stundað í verslunum í des- embermánuði. Starfsfólk fái ekki eðlileg frí og eigi á hættu að missa vinnuna ef það vinni ekki allt að 20 klst. á sólarhring. Svona yfirlýs- ingar eru formanni stærsta stéttar- félags verslunarmanna ekki sæm- andi, enda getur hann ekki bent á nein verslunarfyrirtæki sem stunda þessa iðju. Það er ómaklegt að vega að verslunarfyrirtækjum og kaup- mönnum með þessum hætti, og yfirlýsingar Magnúsar lýsa ekki almennum starfsháttum innan verslunarinnar. Okkar harðduglega verslunarfólk veit og gengur að því, að í desember er meira álag en aðra mánuði ársins. En að starfsmenn fái ekki frí ef þeir óska þess er alrangt. Afgreiðslutími verslana hefur aukist, en ekki bara í desember. Neytendur hafa kallað á þetta, og við því þarf að bregð- ast t.d. með vaktavinnu í verslun- um. Það hefur formaður VR ekki verið tilbúinn að ræða. Hann ætti fremur að hugleiða þær breytingar sem hafa orðið í okkar viðskip- taumhverfi og færa verkalýðs- hreyfinguna til nútíðar, en vera ekki ávallt að henda steini í kaup- menn og þá um leið í verslun- arfólk. Hann ætti að hætta þessari árvissu desemberneikvæðni sinni. Höfundur er formaður Kaupmannasamtaka Islands. Yfirstjórn dýraverndarmála NÚ ERU fimm ár síðan um- hverfisráðuneytið var stofnað og einn af málaflokkum þeim sem -•"-falla undir starfssvið þess er dýra- verndarmál. Fyrstu viðbrögð um- hverfisráðuneytisins lofuðu góðu og þessi tilhögun vakti gleði í bijóstum dýravina, sem sáu fram á betri tíð með blóm í haga fyrir dýraverndarstarfið. Með nýjum dýraverndarlögum opnuðust nýir möguleikar á að framfylgja ýmsum gömlum baráttumálum dýravernd- armanna fyrir bættri meðferð dýr- anna. En illu heilli voru lög þessi svokölluð „rammalög“ og sem slík koma þau að takmörkuðu gagni nema fyllt sé upp í eyðurnar með reglugerðum. Én ráðuneytið er ungt og ómótað og ráðherraskipti „tíð. Sífellt fleiri störf hafa hlaðist á það og reglugerðirnar láta á sér standa. Að minnsta kosti sex reglugerðir þarf að setja eða end- urnýja samkvæmt nýju lögunum en þær hafa enn ekki séð dagsins ljós. Að vísu hefir ráðuneytið nú sent frá sér reglugerð um notkun lyfja og meðferð á sýningar- og keppnishrossum. Reglugerðin er sniðin að reglum hestamanna, sem þegar eru í notkun, og hefir þann sama annmarka, að sýni eru tekin eftir keppni en ekki fyrir hana og -,-Sihefir því takmarkað dýraverndar- legt gildi. Reglugerðin hefði t.d. ekki með öruggum hætti komið í veg fyrir slys eins og Gýmisslysið. Reglugerðir, sem setja þarf eða lagfæra samkvæmt nýju dýra- verndarlögunum, eru hins vegar þessar: Reglugerð, sem umhverfisráð- •' herra ber að setja í samráði við landbúnaðarráðherra um vistarverur og að- búnað dýra og skilyrði fyrir eða bann við inni- lokun eða tjóðrun þeirra. Þetta er í fyrsta sinn, sem mælt er fyr- ir um að nákvæmar reglur skuli settar um þessi grundvallaratriði í meðferð húsdýra, og rétt er að benda sér- staklega á, að með heimildinni um bann eða takmörkun við innilokun dýra er stig- ið stórt skref í átt til bættar meðferðar dýra í verksmiðjubúskap, hænsnabúum. Reglugerð um flutning dýra. Með fækkun sláturhúsa hefur flutningur húsdýra aukist og dæmi er um að flutningabílar flytji sauðfé á þremur hæðum, langar leiðir. Flutningur búfjár til erlendra hafna með skipum tíðkast enn, enda þótt slíkt valdi dýrunum óþarfa vanlíðan og ætti ekki að viðgangast. Reglugerð um takmarkaðnir á aðgerðum á dýrum, sem ekki eru í læknisfræðilegum tilgangi. Með aukinni notkun dýranna í fjárhags- legum tilgangi eykst hættan á því að eigendur þeirra horfi í þann kostnað að leita til dýralæknis, hvenær sem þörf krefur og fremji því sjálfir ýmsar þær aðgerðir á dýrunum, sem dýralæknar einir mega gera, svo sem geldingar og lyfjagjafir og fleira. Reglugerð um aflífun dýra við slátrun. Ein breyting hefir verið gerð á gömlu reglu- gerðinni á þann veg að heimilt er að svipta sláturdýr meðvitund fyrir slátrunina með raflosti. Reglugerð um með- ferð tilraunadýra og eftirlit með þeim. Dýratilraunir fara mjög vaxandi hér á landi, sem annars staðar, og hér ríkir sama leyndin yfir þeirri starfsemi. Allt eftirlit er illfram- kvæmanlegt, nema reglugerð um starf- semina verði sett. Síðast en ekki síst þarf að setja reglugerð um hverskonar dýrahald í atvinnuskyni annað en í landbún- aði, svo og um starfsemi dýra- garða, dýrahappdrætti og dýrasýn- ingar, sem ekki falla undir lög um búijárrækt. Hverskonar önnur starfsemi með dýr í hagnaðarskyni færist nú mjög í vöxt og veldur núverandi óvissa um framkvæmd laganna miklum erfiðleikum við að gæta velferðar þessara dýra. Eitt stærsta áhyggjuefni dýra- verndarmanna er hinn mikli fjöldi hrossa í landinu, sem talið er að fái ekki viðhlítandi fæðu og skjól og sé jafnvel á útigangi. Slík vandamál eru alltaf að skjóta upp kollinum eins og t.d. Langeyjar- hrossin, en krufning sýndi að þau voru í mjög lélegu ástandi, með lifrarskemmdir o.fl., sem talið er að stafi m.a. af miklum árstíðar- bundnum sveiflum í holdafari. Hrossarækt virðist komin úr bönd- Lausnin gæti verið sú, segir Sigríður Asgeirs- dóttir, að færa dýra- verndarmálin til dóms- málaráðuneytis. unum og hverskonar viðskipti með hross sýningar, hestaíþróttir og keppnir eru nú einn af atvinnuveg- um landsmanna. Hundaræktend- um fjölgar einnig óðfluga og munu vera orðnir á annað hundrað tals- ins, þar af sumir með mjög stór hundabú. Þau starfa öll í leyfis- leysi vegna þess að reglur um hundabú vantar og eftirlit er ekki hægt að hafa með velferð þessara hunda. Mörg átakanleg dæmi eru um slæman aðbúnað hunda á hundabúum. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, en víst er að oft hefir reynst ómögulegt að fylgja mörgum erfið- um málum eftir, þar sem dýr eru misnotuð í hagnaðarskyni. Reynt hefir verið að knýja fram reglu- gerðarsetningu við umhverfisráðu- neytið með bréfaskriftum og við- tölum en talað fyrir daufum eyrum. Því miður lætur umhverfisráðu- neytið ekki staðar numið við að- gerðarleysið eitt, heldur hefur það tekið upp óheillavænlega stefnu með áður óþekktri íhlutun í starf- semi hinna fijálsu og óháðu dýra- verndarfélaga í landinu með þeim afleiðingum, að samtök þeirra klofnuðu og eru nú óstarfhæf. Ástæðan fyrir afskiptum umhverf- isráðuneytisins er þrýstingur frá hundaræktendum og hvalveiðis- innum. Hefir ráðuneytið komið fulltrúum þessara aðila til áhrifa innan nefnda ráðuneytisins en vís- að frá fulltrúum dýraverndarfélag- anna. Það er kaldhæðnislegt að formaður hundaræktarfélagsins er nú skipaður aðalfulltrúi í ráð- gjafarnefnd um villt dýr, á sama tíma og félagið er að beijast fyrir því að fá að veiða hrossagauka, sem nú eru friðarir. Og veiðiaðferð- in er að láta veiðihunda elta uppi bráðina en hundaræktarfélagið er mjög stolt af veiðihundadeild sinni, eins og fram kom í fjölmiðlum nýlega. Enn kaldhæðnislegra er þó, að umhverfisráðuneytið hefir skipað fulltrúa sædýrasafnsmanna í Hafnarfirði í dýraverndarráð. Eins og kuinnugt er varð Sædýra- safnið gjaldþrota, þegar tekið var fyrir hvalveiðar fyrir nokkrum árum síðan. Það berst nú fyrir því að fá aftur að veiða háhyrninga og sækir oft á ári til ráðuneytisins um heimild til þess. Sú aðstaða, sem umhverfisráðuneytið er nú búið að skapa hvalveiðisinnum inn- an dýraverndarráðs, sem um- sagnaraðila um hvalveiðar, gæti haft afgerandi áhrif á ákvörðunar- töku um það, að hefja hvalveiðar á ný. Hinsvegar er það ekki sæm- andi fyrir umhverfisráðuneytið, sem ráðuneyti dýraverndar- og umhverfisverndar, að stuðla að því, að hvalveiðar verði teknar upp á ný og er það í andstöðu við stefnu dýraverndarmanna hvarvetna i heiminum, því enn hefir ekki fund- ist mannúðleg aðferð við að veiða hvali og enn ríkir óvissa um stærð stofnanna. í framhaldi af þessum aðgerðum umhverfisráðuneytisins hafa vakn- að efasemdir og spurningar um það hjá hvaða ráðuneyti dýra- verndarmálum væri best borgið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.