Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG VERÐ að segja það, þú ert búin að bjarga öllu bankakerfinu frá því að verða féflett af þessura voðalegu sægreifaræningjum, Siv mín . . . VR og viðsemjendur gera samning um lífeyrismál Kostur á frjálsum viðbótarspamaði FORYSTUMENN Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur annars vegar og VSÍ, Félags íslenskra stór- kaupmanna, Kaupmannasamtaka íslands, Verslunarráðs og Samtaka iðnaðarins hins vegar, hafa undir- ritað nýjan samning um lífeyrismál vegna starfsemi Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna (LV). í samningnum er m.a. kveðið á um að sjóðurinn starfí á samtrygg- ingargrundvelli og að eignir sjóðs- ins ásamt framtíðariðgjöldum og ávöxtun þeirra séu jafnan a.m.k. jafnar heildarskuldbindingum hans skv. reglugerð. Ákvæði er í samningnum þar sem segir að samningsaðilar hafi orðið sammála um að sjóðfélögum gefist kostur á að byggja upp frjálsan viðbótarlífeyrissparnað hjá sjóðnum og muni beita sér fyrir því að þeir fái skattfrestun á viðbótariðgjöld í því skyni. Sjóðfélagar hafi frjálst val um það, hvar þeir tryggja sér réttindi umfram lágmarksákvæði kjarasamninga og ákveða hvort það er skv. séreignarfyrirkomulagi eða einhveiju formi trygginga. Sérsamkomulag í framhaldi af samningi ASÍ og VSÍ Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, hafa nokkrir lífeyrissjóðir stefnt að því að geta boðið upp á séreignadeild en fjármálaráðuneytið ekki enn staðfest heimild sjóðanna til þess. Nú sé verið að ganga frá breytingu á reglugerð hjá LV sem gerir ráð fyrir að sjóðfélagar geti greitt auka- iðgjald í séreignardeild, sem verði unnt að breyta aftur í lífrentu ef þeir kjósa svo. „Lífeyrissjóður verzl- unarmanna er að taka skref fram úr öðrum sjóðum með þessari til- lögu, sem öll aðildarfélög sjóðsins hafa nú samþykkt, um að taka upp séreignardeild og skapa möguleika á að breyta séreign yfír í trygg- ingu,“ segir Þórarinn. Samningurinn er gerður í fram- haldi af rammasamningi sem ASÍ og VSÍ gerðu á seinasta ári um starfsemi lífeyrissjóða á almenna markaðinum. Verslunarmenn voru ekki alls kostar sáttir við þann samning og varð niðurstaðan sú að gerður var sérstakur samningur vegna Lífeyrissjóðs verslunar- manna, að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR. Magnús sagði að Lífeyrissjóður verzlunarmanna starfaði í talsvert öðruvísi umhverfi en lífeyrissjóðirn- ir sem stofnaðir voru 1970 og hefði samningur ASÍ og VSÍ í fyrra tek- ið mið af því. „Þess vegna vildum við gera samning sem tæki meira mið af okkar umhverfi," segir Magnús. Með samkomulaginu eru settar starfsreglur og rammi um starfsemi lífeyrissjóðsins. Er m.a. fjallað um lágmarksréttindi og skuldbindingar sjóðsins og settur er rammi utan um hlutverk stjórnar og forstjóra sjóðsins. Frumvarp um brottkast á afia Undirmál verði utan kvóta MEÐAL síðustu þingmálanna, sem lögð voru fram fyrir jólahlé Alþing- is var frumvarp til laga um breyt- ingu á fiskveiðistjórnunarlögunum, sem miðar að því að minnka brott- kast á afla fískiskipa. Fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins er Ágúst Einarsson, en flutningsmenn með honum eru fimm aðrir þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna. Meginatriði frumvarpsins eru þessi: • Undirmál verði allt utan kvóta, en það verði að vera innan við 10% af afla þeirrar tegundar í hverri veiðiferð. • Smábátum verði heimilt að koma með undirmál að landi utan kvóta eins og öðrum skipum. • Undirmáli verði haldið aðgreindu um borð í hverju veiðiskipi og selt á fiskmarkaði, sem m.a. tryggi eftirlit. • Söluandvirði fyrir undirmál komi aðeins að hluta (1/4) til skipta, en renni að öðru leyti til verðugra málefna, þ.e. slysavarna sjómanna (1/4), hafrannsókna (1/4) ogorlofs- mála sjómanna (1/4). í greinargerð með frumvarpinu er ennfremur bent á tvö önnur at- riði, sem eiga að geta unnið gegn brottkasti og stuðlað að verndun smáfisks. Það fyrsta er notkun smá- fiskaskilju. Undanfarið hefur verið unnið að því að innleiða notkun hennar með almennum hætti. Smá- fískaskilja skilur smáfisk frá öðrum físki við veiðar þannig að honum er sleppt aftur lifandi í sjóinn. Hitt atriðið er að nýjasta tækni verði virkjuð til að bæta eftirlit með brottkasti. Brautryðjandi tölvunarfræði Skyldleiki hirð- skálda og hug- búnaðarmanna OddurBenediktsson DR. ODDUR Bene- diktsson, stærð- fræðingur og pró- fessor í tölvunarfræðum við Háskóla íslands, hlaut í síð- ustu viku heiðursverðlaun verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright fyrir brautryðjendastarf í tölvun- arfræðum hér á landi. Oddur segir að Islendinga bíði mik- il tækifæri á sviði hugbúnað- argerðar en mannaflaskort- ur hái greininni nokkuð. Hann segir að enn meiri tækni á sviði tölvubúnaðar og fjarskipta bíði lands- manna á nýrri öld. Afi Odds var Einar Benediktsson skáld og segist Oddur sjá skyldleika með hugbúnaðar- gerð íslendinga og skáld- skap þeirra fyrr á öldum. - Hvenær tekur þú að þér um- sjón með kennslu í tölvunarfræðum við Háskólann? „Við hófum kennslu í tölvunar- fræðum í verkfræðinámi við HÍ strax árið 1965 þegar Háskólinn fékk sína fyrstu tölvu. Þetta var IBM 1620, upphaflega með 20 kíló- bæta minni. Fyrir um tíu árum breytist tölvunarfræðin úr því að vera hliðargrein í verkfræði og stærðfræði yfir í það að vera sjálf- stætt háskólafag. Þetta er þróun sem á sér stað um allan heim. Eins og sakir standa bjóðum við upp á þriggja ára BS nám en vinn- um nú að því að taka upp masters- nám og auka fjölbreytnina á þann hátt að hugvísindamenn geti einnig tekið tölvunarfræði sem aukagrein. Vonandi verður hægt að koma á mastersnámi í tölvunarfræðum á næsta ári. Á ári hveiju fara u.þ.b. fimm manns í mastersnám en það myndu fleiri gera það ef boðið væri upp á námið hér á landi. Við áætlum að það sé um 400 manns sem hefðu áhuga á þessu námi.“ - Hvernig standa íslendingar sig á þessu sviði í samanburði við aðrar þjóðir? „Ég tel að hugbúnaðargerð sé sú hátæknigrein sem henti okkur einna best. Hugbúnaðargerð getur verið mjög verðmætaskapandi. Á þessu ári er áætlað að útflutningur á tölvuvæddum tækjum og hug- búnaði' nemi á þriðja milljarð króna. í fyrra var nettóútflutning- ur ÍSALs að verðmæti um fjórir milljarðar króna. Vegna smæðar þjóðarinnar er mannafli hér afar takmarkaður og skiptir meginmáli að störfin séu arðbær til langs tíma og gefandi fyrir starfsfólk og sam- félagið. Umtalsverður atgervis- flótti er nú frá íslandi, þar á með- al hafa nokkrir tölvunarfræðingar sem ég þekki horfið til starfa er- lendis. íslensk stjórnvöld leggja nú sem fyrr ofurkapp á að nýta fail- vötn til orkufrekrar stóriðju. Með þeim 20 milljörðum sem nú á að vetja til stórframkvæmda mætti til lengdar bæta kjör kennara svo um munaði, lagfæra skólakerfið og kennaramenntun og gera starfsaðstöðu við Háskólann viðunandi. Stjórnvöld ættu að vinna markvisst að því að skapa atvinnuað- stæður sem eru sambærilegar við aðstæður í nærliggjandi löndum svo unga fólkið geti og vilji starfa hér.“ - Á hvað vildir þú helst leggja áherslu í atvinnumálum? „Það er mikið atriði að það sem við gerum sé verðmætaskapandi. Þjónusta er ekki verðmætaskap- andi, þ.e. samsetning á tölvubún- aði eða verksmiðjustörf. Við getum ► Oddur Benediktsson er fæddur í Reykjavík 5. júní 1937. Hann er giftur Hólmfríði R. Árnadóttur og á með henni tvö börn, auk þess á Hólmfríður tvo syni. Fyrri kona Odds var Auður Hildur Hákonardóttir en þau skildu. Þau eiga tvö börn. Oddur er stærðfræðingur frá Renssela- er Polytechnic Institute í New York fylki í Bandaríkjunum. Hann tók þaðan doktorspróf 1965. Hann vann hjá IBM á ís- landi frá 1969-1972, SKÝRR 1972-1973 og varð dósent við HÍ 1973 og prófessor frá 1982. tekið Björku sem dæmi en hún er ríkasti og mest verðmætaskapandi íslendingur sem uppi er í dag. í Bretlandi skapar hún eflaust fleiri tugi eða hundruði starfa. Aðalmál- ið fyrir okkur Islendinga er að halda í okkar fólk, einkum á sviði kvikmyndagerðar, popptónlistar og hugbúnaðargerðar. Þegar gott forrit hefur verið skrifað eða lag samið þarf aðeins að fjölfalda það og selja.“ - Hver er framtíðarsýnin í tölvuheiminum? „Ég held að áhrif upplýsinga- tækninnar sé lítið farið að gæta enn. Ég held að við eigum eftir að sjá mun meiri breytingar vegna upplýsingatækninnar en ennþá eru komnar fram. Tenging sjónvarps, alnets og heimilistölvunnar á eftir að valda miklum breytingum og enn ein bylting í tölvusímatækni er framundan. Tölvutækni er nán- ast komin inn í öll störf og sú þró- un heldur áfram. Tölvutæknin hef- ur tekið störf frá fólki. Ýmis konar handavinna í bönkum og trygg- ingafélögum, svo dæmi séu tekin, hefur horfið í kjölfar tölvutækninn- ar. Enn meiri vélmennisvæðing verður í frystihúsum og enn meiri handavinna á eftir hverfa í tölvu- vædd tæki. Einnig munu skapast ný störf við sjálfa tölvutæknina. Ég held að það henti íslendingum mjög vel. Við höfum ekki haft tækniiðnað um aldir eins og sumar þjóðir, eins og t.d. Þjóðveijar og Svíar. Við höfum ekki sama bakgrunn til framleiðslunnar. En hugbúnaðargerð er nýtt svið þar sem hið „maníska" eðli íslend- inga að skrifa, grúska, fylgjast með nýjungum og koma þeim á framfæri, fær notið sín. íslensku skáldin við hirðirnar í gamla daga eru dæmi um það að landsmenn hafa verið að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi með skáldskap. Þetta eðli skilar sér og hugbúnað- argerð hentar okkur sérstaklega ef aðstæður hér eru hliðhollar starfseminni." Mastersnám í tölvunarfræð- um í undirbúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.