Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 61 BRÉF TIL BLAÐSINS Áhugaverð bók um sjávarlífverur Frá Ólafi S. Ástþórssyni og Guðmundi Guðmundssyni: NÝLEGA kom út hjá Máli og menningu fróðleg bók þeirra Jör- undar Svavarssonar og Pálma Dungal sem ber heitið Undraveröld hafdjúpanna við ísland. Það er lofsvert framtak þegar gefin er út alþýðleg bók á íslensku um líf- fræði sjávar. Þegar bókin er einnig ríkulega skreytt litmyndum af líf- verunum neðansjávar í sínu nátt- úrulega umhverfi er vonandi að hún veki áhuga á þessari grein raunvísinda. Undraveröld hafdjúpanna við ísland skiptist í 12 kafla og hver þeirra síðan í fjölmarga undirkafla. Fyrsti kaflinn er stutt yfirlit um vistfræði sjávar. Þar er m.a. greint frá skilyrðum og fjölbreytni lífríkis í hafinu, árstíðasveiflum, fæðuvef sjávar, þekkingu á lífríki sjávar við Island. I öðrum kafla er ijallað um búsvæði sjávar. Frá og með þriðja kafla er síðan kerfisbundið fjallað um fylkingar lífvera sjávarins við ísland. Fjallað er m.a. um bygg- ingu þeirra, lífsferla, fæðunám og æxlun. Byrjað er á svömpum, en síðan í fjórða kafla holdýr, þ.e. hveldýr, marglyttur og kóraldýr. I fimmta kafla er fjallað um kamb- hveljur og lindýr í þeim sjötta, en til þeirra teljast sniglar, samlokur og smokkfiskar. Sjöundi kaflinn fjallar um liðorma og sá áttundi um liðfætlur, en þeim tilheyra m.a. marflær, krabbar og rækjur. Um mosadýr, skrápdýr og möttuldýr er fjallað í köflum 9-11. í lo- kakafla er síðan fjallað um nokkr- ar fisktegundir m.a. þorsk, karfa og hrognkelsi. Aftast í bókinni er tegundaskrá þar sem tilgreind eru bæði íslensk og latnesk heiti þeirra tegunda sem um er fjallað. í mörg- um tilfellum er þar um að ræða ný heiti sem höfundar hafa búið til og virðist það í flestum tilfellum hafa tekist vel. í inngangi segja höfundar að til- gangur bókarinnar sé „að gefa al- menningi kost á að kynnast nokkr- um af leyndardómum sjávarins við ísland“. Þetta er í raun vandasamt verk, ekki síst þar sem oft er verið að fjalla um lífverur sem almenn- ingur hefur aldrei séð og eru honum að miklu leyti óþekktar. Það er hins- vegar okkar skoðun að höfundar leysi verkefni sitt með sóma. Þar skiptir mestu máli að textinn er yfirleitt þægilegur aflestrar og skrifaður í nánum tengslum við þær um það bil 100 myndir sem bókina prýða. Margar ljósmyndir bókarinn- ar eru athyglisverðar og hlýtur það að hafa kostað mikla natni að ná þeim. Textinn er einnig kryddaður fróðleik um gamla íslenska hjátrú og hindurvitni um lífverur sjávar sem gaman er að lesa. Höfundum tekst að forðast þann leiða sið fræðimanna að bera á borð bragðlitla upptalningu á stað- reyndum þegar þeir skrifa bækur fyrir almenning. Á nokkrum stöð- um í bókinni gætir þó tilhneigingar til að lýsa með orðum líkamsbygg- ingu lífveranna mun ítarlegar en hægt er að ráða af þeim myndum sem fylgja. Þetta býður heim hættu á misskilningi ef lesandinn hefur takmarkaða innsýn í efnið eða sem verra er, að hann missi áhugann. Til dæmis er undirkafli á bls. 64 sem nefnist sæköngulær en alls engar myndir eru af þessum sér- kennilegu dýrum. Frágangur bókarinnar er með ágætum en þó flnnst okkur sem letur hennar hefði mátt vera stærra. Kaflar bókarinnar eru að- greindir með heilsíðu eða opnu- myndum og kaflaheitið er ritað með fremur smáu Ietri neðst á blá- litaða spássíu. Lesmál nýs kafla hefst hinsvegar oftast án fyrir- sagnar á næstu síðu og er þannig slitið frá kaflaheitinu. Þetta gerir kaflaskipti oft það ógreinileg að hætta er á að það trufli lesturinn. Á spássíum bókarinnar eru ljós- myndir sem eru aðeins 4x3 cm. Þær eru flestar það smáar að erf- itt er að greina það sem þær eiga að sýna og er það leitt. Við hvetjum þó alla þá sem áhuga hafa á lífríki sjávar til þess að lesa þessa bók. Þá gæti hún einnig nýst sem kennslubók í efri bekkjum grunnskóla og jafnvel sem ítarefni í menntaskóla. Von- andi verður Undraheimur hafdjúp- anna við ísland til þess að auka skilning almennings og uppvax- andi æsku á því hversu fjölbreyti- legt og margslungið vistkerfi sjáv- arins er. Mikilvægur en vanmetinn þáttur í því að móta góðar um- gengnisvenjur þjóðarinnar um auð- lindir hafsins er að almenningur hafi vitneskju um lífríkið og til þess mun bókin gagnast. Að lokum óskum við höfundum og Máli og Menningu til hamingju með áhuga- verða og fróðlega bók. ÓLAFUR S. ÁSTÞÓRSSON, sj ávarlíffræðingur, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, sjávarlíffræðingur. „Á harðakani“ Frá Hallbergi Hallmundssyni: MÉR var nýverið send úrklippa úr Morgunblaðinu, því miður ódagsett, sem hafði að geyma umsögn Sigrúnar Klöru Hannes- dóttur um barnabók Vigdísar Grímsdóttur, Gauta vin minn, und- ir yfirskriftinni „Af Njálsgötunni í töfraheiina". Ég hef að sjálfsögðu ekkert við umsögnina að athuga, hef hvorki lesið bókina né býst við að svo verði. En ég hnaut um eftir- farandi ummæli: „... hún notar jafnvel orð eins og að hlaupa á „harðakani“ sem ég hef ekki heyrt annars staðar en á Austfjörðum og finnst tæpast í orðabókum.“ Sigrúnu Klöru til upplýsingar, sem og þeim málsagnfræðingum sem eins kynni að vera ástatt um, vil ég vinsamlegast benda á, að á uppvaxtarárum mínum í Reykja- vík á fimmta áratugnum, ég átti heima á horni Barnónsstígs og Egilsgötu, naumast nema stein- snar frá Njálsgötunni, var orðið algengt, að minnsta kosti meðal barna, og notað í sömu andrá og „harðaspan“, sem þýddi það sama. Hvaðan „kanið“ er upprunnið veit ég að vísu ekki, en sögnin að „kana“ er í orðabók Menningar- sjóðs (1963) í merkingunni „æða, þjóta, fara hratt“. Orðið er því tæpast jafnsjaldgæft og Sigrún Klara virðist halda. HALLBERG HALLMUNDSSON, 30 Fifth Avenue, NewYork.NY 19911. Endurskoðum opinbera afstöðu til íslensks vændis Frá Halldóri Jónssyni: ÉG LAS ágætlega stílaða grein frú Ólafar I. Davíðsdóttur á sunnudag, 1. desember. Að vísu finnast mér samlíkingar frúarinnar um höfuð, sem látin eru fjúka af bolunum, og dillibossasýningum nokkuð glannafengnar. Enda töluvert langt á milli blóðbaðs og þess sem hún ræðir um. Mér fannst hins vegar leitt að umræddar nektarsýningar við Austurvöll misbjóði siðferðiskennd frúarinnar. Sér í lagi þar sem ég og frúin munum væntanlega eiga það sameiginlegt, að hafa ekki séð umræddar uppákomur. Aðdráttarafl hins veika kyns á hitt er nokkuð vel þekkt stað- reynd. I sinni bestu mynd leiðir þessi þrá til ómældrar hamingju í farsælu hjónabandi og barnaláns. Margir fara hins vegar á mis við þessa hamingju. Því miður segi ég og veit að frú Ólöf tekur undir það. Framan af ævi er áhuginn á eiginleikum kvenna mjög brenn- andi hjá karlmönnum. Og löngunin til náinna kynna við hið fagra kyn er oft yfirþyrmandi. Og mörg dæmi eru um það hvernig skortur á góð- um tengslum við hið fagra kyn getur leitt vaska menn út í ógæfu. Ég bjó þó nokkur ár í Þýzka- landi í mínu ungdæmi. Þar er vændi lögleg atvinnugrein og hefur sinn bás í samfélaginu, án teljandi trufl- ana. í Stuttgart var þrílita húsið, næsta hús við ráðhúsið og líka í eigu borgarinnar. Ég sá fyrir nokki-um árum að umferð prúðbú- inna manna að og frá húsinu hefur ekkert minnkað í áranna rás og hvergi sá ég mótmælaspjöld á lofti, þá eða fyrr. Ég veit sannast sagna ekki hvort þetta þvælist mjög fyrir siðferðiskennd hinnar dæmigerðu þýzku frúar. Líklega finnst mér þó, að hún telji þessa starfsemi nauð- synlegan öryggisventil í þjóðfélag- inu, sem geti mögulega afstýrt öðru verra. Hefur frú Ólöf ekki hugleitt hvaða þjáningu þeir kunni að líða, sem ekki ná „eðlilegu“ sambandi við hitt kynið af einhveijum ástæð- um?“ Hvað getur hann Stebbi gert að þvi þó hann sé sætur?“ var sungið í mínu ungdæmi. En hvað um hann Stebba ljóta? Eiga honum engar dyr að standa opnar í ásta- málunum? Hvað segja fræði þau, sem Ólöf vitnar til, um kærleikann og umburðarlyndið? Verðum við frú Ólöf ekki fremur að lifa og láta lifa? Við þurfum til dæmis ekki lesa sumar auglýsing- arnar í DV svo að þær stuði okkur ekki. Ekki þurfum við heldur að renna augunum að sumum hillun- um í bókabúðunum, hvað þá að fikta í alnetinu? Ef til vill er frem- ur ástæða til þess að endurskoða hina opinberu afstöðu íslenzka þjóðfélagsins til vændis og skyldr- ar starfsemi en að reka það burt með illu? Hin óopinbera afstaða íslendinga er ef til vill líka allt önnur. Er ekki bara vænlegra að hafa íslenzkt vændi uppi á borðinu heldur en undir því? Gætum við Olöf ekki bara lifað með því, - án þess að hafa áhyggjur af fjölskyld- um okkar sem eru auðvitað full- komnar? HALLDÓR JÓNSSON verkfræðingur. Lítið bréf til landans Frá Vigdísi Ágústsdóttur: NÚ ÆTLA ég að hneyksla land- ann, þ.e. þessa „víðsýnu" og „um- burðarlyndu", sem ábyggilega stimpla mig kynþáttahatara! Eg sé að sífellt fjölgar hér fólki af gjörólíkum kynstofnum, bæði brúnu og svörtu, og ég segi bara alveg eins og er, að mér er hætt að standa á sama. Ég hef spurt margan landann, hvernig honum lítist á og allir eru lítið hrifnir eins og ég. Sumir segja að þetta hafi m.a. byrjað með því að pipar- karlar sem engin íslensk kona hafi litið við, hafi keypt sér konur frá útlöndum svo kemur öll fjöl- skyldan á eftir. Ég frétti af einum sem fékk svona fjölskyldu inn á sig og hann er víst orðinn ansi þreyttur, karlgreyið, enda er fólk- ið ekkert á förum úr íbúðinni hans. Það er víst ýmsu vant, sumt hefur verið á götunni. Þetta fólk hefur flykkst til Norðurlandanna og nú er vinum okkar þar hætt að standa á sama. Þar fer það á atvinnu- leysisbætur, eins og sjálfsagt hér líka og hefur það mun betra en á götunni áður. En íslendingar eru einhver fámennasta þjóð veraldar svo að áhrifanna gætir miklu fyrr hér en annars staðar. Þess vegna á að hafa hemil á því að hingað flykkist í stórum stíl fólk frá fjar- skyldum milljónaþjóðfélögum. Það yrði fljótlega fleira en við, sem erum eins og ein gata í stórborg. Svo er það menningin okkar, sem við erum alltaf að dást að. Hve lengi yrði áhrifa að gæta þar? Hvernig væri að vera raunsær og halda betur utan um hlutina áður en í óefni er komið? Ég ætla að- eins að minnast á offjölgun mann- kyns. Kannske það muni valda þriðju heimsstyrjöldinni. Þegar allt landrými er á þrotum og al- gjört öngþveiti verður af því hjá þessum fjölmennustu þjóðfélögum og þeir frétta af nógu plássi hér á eyjunni okkar, þá spyija þeir engan. Þeir koma hingað svo hundruðum þúsunda skiptir og , sölsa undir sig landið. Ef við lyft- um litla fingri verður okkur bara hent í sjóinn. Hvernig stendur á ; að enginn segir neitt, þó að fólk hugsi sitt, svona rétt eins og ég? , Vilja kannske fleiri láta í sér heyra? Ég held að farsælast sé að fólk haldi sig innan síns kyn- þáttar og veit að fleiri hafa þá skoðun. VIGDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR, 1 Lækjarhvammi, Laugardal. t t ÚTSALAN hefst í dag 30-70% afsláttur l rt. 1 ( { I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.