Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SVEINN VIGFÚSSON, Skíðabraut 13, Dalvík, sem lést 30. desember sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Þórdis Rögnvaldsdóttir, Ingvi Eiríksson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Vignir Sveinsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Soffia Sveinsdóttir, Stefán Jakobsson, Ragna Sveinsdóttir, Heiðar Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, lúðvIk thorberg ÞORGEIRSSON, Hæðargarði 35, sem lést 27. desember sl., verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. janúar kl. 10.30. Guðríður Halldórsdóttir. Halldór Geir Lúðvíksson, Birgir Lúðvíksson, Helga Brynjólfsdóttir, Þorgeir Lúðvíksson, Valdís Gróa Geirarðsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS KJARTANSSON bóndi, Austurey I, . Laugardal, sem lést á heimili sínu þann 22. desem- ber, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Jarðsett að Laugarvatni. Sætaferð frá B.S.i. kl. 12.00. Hermannía Sigurrós Hansdóttir, Kjartan Lárusson, Auður Waage, Ragnar Matthías Lárusson, Fríða Björk Hjartardóttir, Margrét Sigurrós Lárusdóttir, Karl Eiriksson, Hanna Lárusdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Kristin Jóhanna Andersdóttir, Ástgeir Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFURBECK SVEINBJARNARSON húsgagnasmiður, er lést á Landspítalanum 22. desem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn 3. janúar, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fríða Guðrún Árnadóttir, Árni Þórólfsson, Guðbjörg Elín Danfelsdóttir, Arna Björk Árnadóttir, Danfel Bjartmar Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og og systir, BJARNEY GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Bakkahlíð 3, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Norðurlandi eystra eða Krabba- meinsfélag Akureyar. Birgir Arason, Sigurjón G. Sveinsson, Arney Ingólfsdóttir, Nanna Bára Birgisdóttir, Dagný Birgisdóttir, Anna Valdimarsdóttir, Þröstur Magnússon, ívar Sigurjónsson, Stefán Slgurjónsson. AGUSTJONSSON + Ágiist Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, fæddist í Reykja- vík 2. ág-úst 1926. Hann Iést á Landspítalanum 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 2. janúar. Ágúst Jónsson skipstjóri er lát- inn eftir langvarandi veikindi og erfiða sjúkdómslegu nú í lokin. Ég kynntist Ágústi fyrir tæpum 30 árum, eftir að hafa kynnst og síðan kvænst mágkonu hans. Mikil og sterk vinátta tókst strax með okk- ur enda var Ágúst sérlega heii- steyptur maður. Ekki dró það held- ur úr að innan fjölskyldu þeirrar, sem við höfðum báðir kvænst inn í, eru fjölskyldubönd sérlega sterk og samheldni mikil. Reyndar höfðu fjölskyldur okkar þekkst áður, en móðursystir Ágústs og móðir mín voru æskuvinkonur. Börnin okkar voru tíðir gestir á heimili Ágústs og Margrétar og litu á þau nánast eins og afa og ömmu. Þar voru þau í pössun þegar þau voru lítil og þegar þau stækkuðu komu ferðir I sumarbústað, veiðiferðir og um- hyggja sem fylgdi þeim nánast hvert spor og meðan Ágúst var á sjónum var heimkomanna beðið með eftirvæntingu. Fátt var meira spennandi en að taka á móti skip- inu þegar það kom. Þegar ég kynntist Gústa var hann 1. stýrimaður og síðar skip- stjóri hjá Eimskipafélagi íslands. Hann var samviskusamur og far- sæll í því starfi, og víst er að eng- inn var svikinn af störfum hans þar, hvorki Eimskipafélagið né skipsfélagarnir. Ágúst var trúaður maður og trúrækinn og hann var trúr í öllum samskiptum sínum við samferðamenn sína. Samvisku- semin og skylduræknin voru ein- mitt ein helstu persónueinkenni Ágústs. Hann var traustur skip- stjórnandi og þótt skipstjórnendur nútímans hafi fullkomin siglingar- tæki sér til aðstoðar auk himin- tunglanna, þá er það víst að sterk trú og drengskaparlund áttu þar sinn hlut að máli. Ágúst hélt áfram störfum á skrifstofu Eimskipafé- lagsins eftir að heilsan bilaði og átti þar marga trausta vini. Ágúst var félagslyndur maður, hann var félagi í Víkingi, starfaði í Kiwanisklúbbi Ness og í Odd- fellowhreyfingunni, Landssam- bandi hjartasjúklinga auk ýmissa annarra félaga, og vissulega mætti telja Eimskipafélagið þar með, því það félag var honum meira en bara vinnuveitandi. Við störfuðum um tíma saman í sóknarnefnd Seltjarn- arneskirkju og var hann þá for- maður þeirrar nefndar er annaðist kyrrðarstundirnar, og sóttu þau hjónin þær reglulega, einnig eftir að hann lét af störfum í sóknar- nefndinni, allt til hins síðasta. Fyr- ir um 19 árum bilaði heilsan. Hann hafði veikst er hann var með skip sitt í Rúmeníu og varð fljótt ljóst að hér var engin umgangspest á ferðinni. Hann þurfti að gangast undir hjartaaðgerð, og þótt aðgerð- in tækist vel náði Ágúst aldrei fullri heilsu aftur. Einstakur dugnaður og umhyggja Margrétar eiginkonu Ágústs ásamt óbilandi trú þeirra beggja hefur þó án vafa veitt hon- um betri heilsu en annars hefði verið. Við eftirlifandi vinir hans minnumst hans fyrst og fremst sem góðs drengs, því hann hafði ekki aðeins trú, hann hafði einnig kærleika. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum votta ég einlæga samúð. Guðmundur Einarsson. Kveðja frá bekkjar- systkinum úr MR Það var glaðvær og samstilltur hópur ungmenna sem lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON frá Bergi, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Sigurður Kristjánsson, Þorgerður Halldórsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólafia Kristjánsdóttir, Helgi Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR INGIMUNDARSON fyrrverandi alþingismaður, bæjarfógeti og sýsiumaður, Miðleiti 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Valdfs Einarsdóttir, Ingimundur Einarsson, Guðrún H. Ragnarsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Ársæll Friðriksson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA STELLA SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 22, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristinn Georgsson. Inga Sjöfn Kristinsdóttir, Oddur Magnússon, Fríða Birna Kristinsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Georg Páll Kristinsson, Lfney Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Reykjavík í júní 1947. Áfanga var náð að loknu ströngu námi sem jafnframt hafði verið blandað góðri skemmtan og leik með vinum. Hugur Ágústs stóð til náms í læknisfræði og innritaðist hann í læknadeild Háskóla íslands haust- ið 1947. En örlög hans áttu eftir að verða önnur en að verða læknir eins og faðir hans hafði verið. Veturinn 1947-8 kom mikil og óvænt síldarganga inn á Faxaflóa og fyllti öll sund fyrir utan Reykja- vik svo og Hvalfjörð af vaðandi síld, sem veidd var grimmt. Síldina þurfti að flytja norður til Siglu- fjarðar til bræðslu og voru fengin öll tiltæk flutningaskip til þeirra hluta. Þar á meðal var gamli Sel- foss Eimskipafélagsins. I jólafríinu 1947 fékk Ágúst pláss á Selfossi sem háseti til að vinna sér inn nokkurt skotsilfur. Þar með voru örlög hans ráðin því segja má að hann hafi varla farið í land aftur nema til að ljúka prófi frá Stýri- mannaskólanum 1952. Vann hann hjá Eimskipafélagi íslands alla sína starfsævi, fyrst sem háseti en seinna sem stýrimaður og farsæll skipstjóri. Árið 1978 hætti hann störfum á sjónum vegna heilsu- brests en starfaði áfram á skrif- stofu Eimskipafélagsins við léttari störf. Ágústs verður ávallt minnst af bekkjarsystkinunum sem hins glaðværa og hressa félaga er lét sig aldrei vanta á samkomur ár- gangsins væri hann á annað borð á landinu. Lagði hann ávallt sitt af mörkum til að gera stemmning- una góða og glaðværa. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi eiginkonu hans og börnum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Stúdentar frá MR1947. Ágúst Jónsson bjó í tæpa þrjá ára- tugi á Seltjarnarnesi. Hann var einn af þeim glaðlyndu, góðu mönnum sem settu svip á samfé- lagið á nesinu. Ágúst fylgdist vel með þjóðmálum. Alloft hitti ég hann þar sem hann var að sækja hana Margréti sína á bæjarskrif- stofuna. Þá spjölluðum við iðulega um hvað bæri hæst á vettvangi þjóðlífsins. Ágúst var mjög félags- lyndur maður. Hann starfaði á skrifstofu framsóknarmanna á Sel- tjarnarnesi, bæði í tengslum við sveitarstjórnarkosningar sem og alþingiskosningar. Þar vann hann við hlið Guðmundar Einarssonar, mágs síns, sem hefur verið einn af forystumönnum framsóknar- rnanna á Seltjarnarnesi í áraraðir. Ágúst var jákvæður og uppbyggi- legur í öllu sínu starfi. Það fylgdi honum góður andi og því var gott að vinna með honum. Ágúst átti því láni að fagna að vera hluti af samheldinni stórfjölskyldu. Mar- grét Sigurðardóttir, kona hans, systur hennar ásamt mökum og börnum voru samheldinn hópur sem ég he_f fylgst með og þekkt um árabil. Ég votta Margréti, börn- um Ágústs, barnabörnum og öðr- um aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Ágústs Jónssonar. Siv Friðleifsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Ágúst Jónsson, eða „skipstjór- inn“ eins og vitnað var til Ágústs í daglegri umræðu meðal fjölda Víkinga, æfði íþróttir og keppti undir merki Víkings á sínum yngri árum og var alla .tíð dyggur stuðn- ingsmaður Víkings bæði í orði og verki. Sem dæmi má nefna að um árabil var Ágúst ómetanlegur við sölu getraunaseðla fyrir félagið. Víkingar minnast Ágústs sem hins glaða og prúða og einlæga Víkings og drengskaparmanns. Víkingur kveður Ágúst Jónsson með þakklæti og virðingu og vottar eiginkonu hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ágústs Jóns- sonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.