Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þýzkir jafnaðar- menn deila umEMU Bonn. Reuter. ESB-RIKI SKIPTAST A UM FORSÆTIÐ Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á um að gegna forsæti í ráðherraráði sambandsins, hálft ár í senn. írland skilaði af sér forsætinu um áramótin í hendur Hollands. Hollendinga bíður það verkefni að stýra lokaspretti ríkjaráðstefnu ESB og halda áfram undirbúningi fyrir gildistöku Efnahags- og myntbandalagsins (EMU). Belgía júlí-des. 2001 Svíþjóö jan.-júní 2001 Austurríki júlí-des. 1998 Þýskaland jan.-júní 1999 REUTERS OSKAR Lafontaine, formaður þýzka Jafnaðarmannaflokksins (SPD), gaf fyrr í vikunni út skýr- ustu stuðningsyfirlýsingu við áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), sem komið hefur frá forystu flokksins. La- fontaine setur með þessu ofan í við Gerhard Schröder, for- sætisráðherra Neðra-Saxlands og einn skæð- asta keppinaut Lafontaines um útnefningu sem kanzlaraefni flokksins í kosn- ingum á næsta ári, en hann hefur látið í ljós miklar efasemdir um EMU-áformin. „Við erum fylgjandi Efnahags- og myntbandalagi vegna þess að það mun auka hagvöxt, atvinnu og stöðugleika í öllum aðildarríkj- unum,“ segir Lafontaine í grein, sem hann ritaði í viðskiptablaðið Handelsblatt. Ummæli hans eru talin til merkis um að undir forystu Lafontaines muni SPD ekki gera ágreining við stjórn Helm- uts Kohl kanzl- ara, sem leggur ofuráherzlu á að EMU taki gildi í ársbyijun 1999, og ekki heldur gera EMU að kosningamáli í þingkosningun- um á næsta ári. Lafontaine segir að ekki megi víkja frá núverandi áætlun um gildistöku EMU; slíkt myndi að- eins hægja á efnahagslegum sam- runa innan Evrópusambandsins. Hann bætir við: „Það myndi hafa víðtækar pólitískar afleiðingar að kasta fyrir róða áætluninni, sem [Maastrichtjsáttmálinn kveður á um. Það myndi valda kreppu í gervöllu Evrópusambandinu." Stjórnmálaskýrendur segja að með greininni hafi Lafontaine sett ofan í við Schröder og staðfest að hin opinbera stefna SPD hvað EMU varðar sé í meginatriðum sú sama og ríkisstjórnar Kohls. Efasemdir um EMU gætu skilað SPD fleiri atkvæðum Schröder sagði í viðtali við tíma- ritið Focus fyrr í vikunni að SPD ætti ekki að samþykkja EMU fyrr en tilhögun myntbandalagsins lægi endanlega fyrir. Ef sú tilhög- un væri Þýzkalandi ekki í hag, ætti að hafna henni. Schröder sagði að þýzka markið væri „fyrir Vestur-Þjóðveija tákn endurfæðingar þeirra úr rústum fasismans og fyrir Austur-Þjóð- veija tákn um einhvers konar von um góð lífskjör og frelsi." Hann bætti við að hann myndi gera EMU að kosningamáli á næsta ári ef hann fengi brautargengi sem kanzlaraefni SPD. Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur enn ekki valið kanzlaraefni. Telja má líklegt til árangurs á atkvæðaveiðum að velja leiðtoga, sem hefur efasemdir um EMU, því að meira en hálf þýzka þjóðin segist í skoðanakönnunum andvíg EMU og hrædd um að hið nýja evró verði ekki jafnstöðugt og þýzka markið. Þrátt fyrir þetta nýtur Schröder ekki almenns stuðnings í flokknum. EMU svar við alþjóðavæðingu og erlendri samkeppni Lafontaine reyndi í grein sinni að höfða til verkalýðshreyfingar- innar með því að segja að EMU væri hluti af nauðsynlegum við- brögðum við alþjóðavæðingu efna- hagsmála og erlendri samkeppni, sem ógnaði atvinnu Þjóðveija. „Þeir, sem halda að Þýzkaland geti unnið gengisfellingarkeppni um það hvaða land geti borgað lægstu raunlaunin, haft lægstu fyrirtækjaskattana og slökustu velferðar- og umhverfískröfurnar, hafa misskilið heimsmarkaðinn," skrifar Lafontaine. „Svarið við al- þjóðavæðingu efnahagslífs er ekki stefnumótun á vettvangi þjóðríkis- ins, heldur aukið alþjóðlegt sam- starf. Fyrir okkur Þjóðveija þýðir þetta fyrst og fremst: Við þurfum á EMU að halda sem samræmdri stefnu aðildarríkjanna með það að markmiði að tryggja lífskjör, hæfí- legan og stöðugan hagvöxt, hátt atvinnustig, viðskiptajöfnuð og stöðugan gja!dmiðii.“ Langur laugavegur og nágrenni Gleðilegt nfll ár UTSALA - UTSALA Lokað í dag - útsalan hefst á morgun, langan laugardag Allt á að seljast. Verslunin hættir afsláttur af öllum kngan langar dag vorum Versuin Laucavegi 83 Revkjavík Opið laugardag kl. 10—18 og sunnudag kl. 13—18 b enellon Laugavegi 97, sími 552 2555 1 m ■ . DJÁSN OG ^ GRÆNIR SKÓGAR . SKÓLAVÖRÐUSTÍGI 21. ■w SfMI 552 5100 551-4301 r Oskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.