Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 24

Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þýzkir jafnaðar- menn deila umEMU Bonn. Reuter. ESB-RIKI SKIPTAST A UM FORSÆTIÐ Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á um að gegna forsæti í ráðherraráði sambandsins, hálft ár í senn. írland skilaði af sér forsætinu um áramótin í hendur Hollands. Hollendinga bíður það verkefni að stýra lokaspretti ríkjaráðstefnu ESB og halda áfram undirbúningi fyrir gildistöku Efnahags- og myntbandalagsins (EMU). Belgía júlí-des. 2001 Svíþjóö jan.-júní 2001 Austurríki júlí-des. 1998 Þýskaland jan.-júní 1999 REUTERS OSKAR Lafontaine, formaður þýzka Jafnaðarmannaflokksins (SPD), gaf fyrr í vikunni út skýr- ustu stuðningsyfirlýsingu við áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), sem komið hefur frá forystu flokksins. La- fontaine setur með þessu ofan í við Gerhard Schröder, for- sætisráðherra Neðra-Saxlands og einn skæð- asta keppinaut Lafontaines um útnefningu sem kanzlaraefni flokksins í kosn- ingum á næsta ári, en hann hefur látið í ljós miklar efasemdir um EMU-áformin. „Við erum fylgjandi Efnahags- og myntbandalagi vegna þess að það mun auka hagvöxt, atvinnu og stöðugleika í öllum aðildarríkj- unum,“ segir Lafontaine í grein, sem hann ritaði í viðskiptablaðið Handelsblatt. Ummæli hans eru talin til merkis um að undir forystu Lafontaines muni SPD ekki gera ágreining við stjórn Helm- uts Kohl kanzl- ara, sem leggur ofuráherzlu á að EMU taki gildi í ársbyijun 1999, og ekki heldur gera EMU að kosningamáli í þingkosningun- um á næsta ári. Lafontaine segir að ekki megi víkja frá núverandi áætlun um gildistöku EMU; slíkt myndi að- eins hægja á efnahagslegum sam- runa innan Evrópusambandsins. Hann bætir við: „Það myndi hafa víðtækar pólitískar afleiðingar að kasta fyrir róða áætluninni, sem [Maastrichtjsáttmálinn kveður á um. Það myndi valda kreppu í gervöllu Evrópusambandinu." Stjórnmálaskýrendur segja að með greininni hafi Lafontaine sett ofan í við Schröder og staðfest að hin opinbera stefna SPD hvað EMU varðar sé í meginatriðum sú sama og ríkisstjórnar Kohls. Efasemdir um EMU gætu skilað SPD fleiri atkvæðum Schröder sagði í viðtali við tíma- ritið Focus fyrr í vikunni að SPD ætti ekki að samþykkja EMU fyrr en tilhögun myntbandalagsins lægi endanlega fyrir. Ef sú tilhög- un væri Þýzkalandi ekki í hag, ætti að hafna henni. Schröder sagði að þýzka markið væri „fyrir Vestur-Þjóðveija tákn endurfæðingar þeirra úr rústum fasismans og fyrir Austur-Þjóð- veija tákn um einhvers konar von um góð lífskjör og frelsi." Hann bætti við að hann myndi gera EMU að kosningamáli á næsta ári ef hann fengi brautargengi sem kanzlaraefni SPD. Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur enn ekki valið kanzlaraefni. Telja má líklegt til árangurs á atkvæðaveiðum að velja leiðtoga, sem hefur efasemdir um EMU, því að meira en hálf þýzka þjóðin segist í skoðanakönnunum andvíg EMU og hrædd um að hið nýja evró verði ekki jafnstöðugt og þýzka markið. Þrátt fyrir þetta nýtur Schröder ekki almenns stuðnings í flokknum. EMU svar við alþjóðavæðingu og erlendri samkeppni Lafontaine reyndi í grein sinni að höfða til verkalýðshreyfingar- innar með því að segja að EMU væri hluti af nauðsynlegum við- brögðum við alþjóðavæðingu efna- hagsmála og erlendri samkeppni, sem ógnaði atvinnu Þjóðveija. „Þeir, sem halda að Þýzkaland geti unnið gengisfellingarkeppni um það hvaða land geti borgað lægstu raunlaunin, haft lægstu fyrirtækjaskattana og slökustu velferðar- og umhverfískröfurnar, hafa misskilið heimsmarkaðinn," skrifar Lafontaine. „Svarið við al- þjóðavæðingu efnahagslífs er ekki stefnumótun á vettvangi þjóðríkis- ins, heldur aukið alþjóðlegt sam- starf. Fyrir okkur Þjóðveija þýðir þetta fyrst og fremst: Við þurfum á EMU að halda sem samræmdri stefnu aðildarríkjanna með það að markmiði að tryggja lífskjör, hæfí- legan og stöðugan hagvöxt, hátt atvinnustig, viðskiptajöfnuð og stöðugan gja!dmiðii.“ Langur laugavegur og nágrenni Gleðilegt nfll ár UTSALA - UTSALA Lokað í dag - útsalan hefst á morgun, langan laugardag Allt á að seljast. Verslunin hættir afsláttur af öllum kngan langar dag vorum Versuin Laucavegi 83 Revkjavík Opið laugardag kl. 10—18 og sunnudag kl. 13—18 b enellon Laugavegi 97, sími 552 2555 1 m ■ . DJÁSN OG ^ GRÆNIR SKÓGAR . SKÓLAVÖRÐUSTÍGI 21. ■w SfMI 552 5100 551-4301 r Oskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.