Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 57

Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 57 PETUR SIG URÐSSON + Pétur Sigurðs- 1 son, fyrrver- andi alþingismað- ur, sjómaður og forstöðumaður Hrafnistu í Hafnar- firði, fæddist í Keflavík 1. júlí 1928. Hann lést 15. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju 30. des- ember. Stórt skarð er nú rofið í Hrafnistumenn við fráfall Péturs Sigurðssonar. Foringinn er allur og farinn til feðra sinna aðeins 68 ára að aldri. Það verður sjónarsviptir að Pétri Sig- urðssyni sjómanni en svo var hann oft kallaður og það gustaði oft um þennan heiðursmann. Þegar ég kom til starfa í Happ- drætti DAS um áramótin ’89-’90 var Pétur búinn að vera í forystu að samfylgdarmanni og fá að starfa með honum að velferð skjól- stæðinga okkar. Pétur lét sér annt um öll rétt- indi og þarfir skjól- stæðinga sinna á Hrafnistuheimilunum, jafnt heimilisfólks sem starfsfólks. Hann var maður fólksins. Pétur var ekki einungis for- stóri heldur góður fé- lagi og gott að hafa hugsjón hans að leiðar- ljósi. Við sendum eigin- konu, börnum og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur. Starfsfélagar Hrafnistu DAS Hafnarfirði. Kær vinur hefur verið kvaddur hinstu kveðju og við þau þáttaskil er ljúft að líta til liðinnar tíðar. Fysti þáttur okkar kynna varð er ég settist í 2. bekk farmanna- sjómanna í um 3 áratugi og sat auk þess á Alþingi í 24 ár. Pétur var stjórnarformaður í Happdrætti DAS frá 1962 en lét af því starfi um vorið 1993 vegna heilsubrests. Pétur Sigurðsson stóð vörð um Happdrætti DAS á meðan krafta hans naut við og hann gerði sér vel grein fyrir mikilvægi happdrættisins í áframhaldandi uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og það er ljóst að forverar Péturs auk Péturs sjálfs sáu að ef halda ætti áfram á sömu braut yrði Happdrætti DAS að fá eðlilegt svigrúm til að eflast svo leysa mætti úr brýnni þörf á gisti- rými fyrir aldraða. Eins og hann sagði sjálfur: „Happdrætti DAS er lífæð uppbyggingar á Hrafnistu og þörfin er brýn.“ Því miður hafa yfir- völd ekki haft sama skilning og á 15 ára tímabili var „skattur" settur á Happdrætti DAS til að fjánnagna Byggingarsjóð aldraða. Ekkert happdrætti hefur þurft að sæta slík- um afarkostum en yfirvöld sáu of- sjónum yfir hagnaði Happdrættis DAS og vildu fá að ráðstafa honum á sinn hátt. Þrátt fyrir að íjármagn færi á þessum tíma til uppbyggingar dvalarheimila úti um land allt jókst salan ekki, heldur dróst sífellt sam- an. Stjórn Happdrættis DAS á þess- um tíma var ekki mótfallin því að stuðla að uppbyggingu dvalarheim- ila úti á landsbyggðinni en áhyggjur Péturs og hans manna voru að stjórnvöld vildu ekki styrkja happ- drættið í að eflast svo halda mætti áfram á sömu braut. Pétur lagði til árið 1970 að yfirvöld leyfðu Happ- drætti DAS að reka spilavélar. Þá yar talið mikilvægara að Rauði kross íslands fengi slíkt leyfi. Þannig var Pétur sífellt að leita nýrra leiða til að efla Happdrætti DAS. Pétur var framsýnn og lagði hart að sér og ætlaðist til þess af sínu samstarfsfólki. Hann var fylginn sér í öllu því sem hann tók fyrir og þar ber hæst málefni aldraðra og sjómanna. Við uppbyggingu Hrafnistu í Hafnarfirði kom hann mikið við sögu varðandi íjármögnun til að gera þann draum að veru- leika. Hefur sú aðstaða sem öldruð- um er þar sköpuð borið hróður sjó- mannasamtakanna út um heim. Þeir sem kynntust Pétri sáu að þar fór einlægur maður með stórt hjarta. Þrátt fyrir þann harða skóla sem þingmannsstarfið hafði kennt Pétri glataði hann ekki barninu í sér. Hann vildi öllum hjálpa. Ég ásamt starfsfólki Happdrætt- is DAS votta ekkju Péturs og ijöl- skyldu hans allri, dýpstu samúð. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Látinn er fyrrverandi samstarfs- maður og forstjóri okkar hér á Hrafnistu í Hafnarfirði. Margs er að minnast allt frá fyrstu dögum Hrafnistu og viljum við fá að þakka fyrir að hafa átt Pétur Sigurðsson deildar við Stýrimannaskólann og vakti þá Pétur strax athygli mína vegna glettinna tilsvara og gaman- samra athugasemda við kennarana. Pétur var frábær námsmaður og er mér enn í fersku minni er ís- lenskukennarinn las fyrir okkur frá- sögn hans af sérstakri reynslu er hann varð fyrir á siglingu á togar- anum Tryggva gamla. Frásögnin var færð með fáum orðum og góð- um stíl enda átti Pétur létt með að tjá sig bæði í rituðu og töluðu máli. Málalengingar voru honum víðs- ijarri og aldrei til trafala. Það liðu mörg ár og við Pétur orðnir stýrimenn hjá Eimskip. Þá hefst annar þáttur okkar samveru- stunda um borð í Gullfossi. Frá þeim tíma er mér minnisstætt atvik frá haustdögum 1959 er Gullfoss var á siglingu norður Sundin og Pétur sem vakthafandi stýrimaður á stjórn- palli. Þá barst honum boð í skeyti um að skipa 7. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík í hönd far- andi kosningum. Ég hvatti hann ein- dregið að þekkjast boðið, hvað hann gerði og þá um haustið var hann kosinn 12. þingmaður Reykvíkinga. Sjómannastéttin hafði eignast snjall- an og ötulan málsvara á Alþingi. Þann sess sat hann í 28 ár. Fram til ársins 1962 leysti hann af sem stýrimaður á Gullfossi yfir sumar- tímann, en það ár var hann kjörinn formaður sjómannadagsráðs, sem hann gegndi farsællega í 31 ár sam- fellt og síðustu 15 ár sinnar starfævi sem forstjóri Hrafnistu í Hafnar- fírði. Ég treysti mér ekki til að tí- unda allt hans ágæta og ötula starf á vettvangi DAS-Hrafnistuheimil- anna eða að öldrunarmálum. Það verða mér færari menn að rekja svo merk sem sú saga er. Þegar ég axlaði sjópokann og hóf störf hjá Slysavarnafélagi íslands í nóvember 1964 hófst þriðji þáttur okkar samskipta sem varði um þriggja áratuga skeið, að slysavörn- um, öryggismálum _og öryggis- fræðslu sjómanna. Á þeim vett- vangi urðum við félagarnir sam- stiga og áttum farsælt samstarf. Þar er fyrst að nefna þingsálykt- unartillögu Péturs er hann flutti veturinn 1963 og leiddi til þess að stofnað var til Tilkynningaskyldu íslenskra skipa, þó ekki fyrr en í maí 1968. Mikil og merk tímamót urðu í maí 1977 er samþykkt var á Al- þingi frumvarp til laga um Tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa og enn á ný var það Pétur sem átti frum: kvæðið, og þar ákveðið að SVFÍ færi með yfirstjórn þessa merka öryggisþáttar. í annan stað er að nefna öryggis- fræðslu sjómanna. í mars 1984 skipaði þáverandi samgönguráð- herra, Matthías Bjarnason, níu manna nefnd alþingismanna, sem gekk undir nafninu öryggismála- nefnd sjómanna og var Pétur for- maður hennar. Var verksvið nefnd- arinnar samkværrit skipunarbréfi margþætt og spannaði alla þætti öryggismála sjómanna bæði hvað varðaði skip og áhafnir. Margir höfðu efasemdir um að svo ijölmenn nefnd myndi koma með mótaðar tillögur fyrr en eftir langan tíma. Reyndin varð önnur því fulltrúar þessarar nefndar náðu einstaklega vel saman, skiluðu áfangaskýrslu til ráðherra þá um haustið og gagn- merkri lokaskýrslu eftir tvö ár. Á þessum árum má fuliyrða að öryggisfræðsla sjómanna hafí tekið stökkbreytingum fram um veg. Pétur var dugnaðarforkur þegar best lét og víkingur til verka. Með óbugandi eljusemi og ósérhlífni, dugnaði og drengskap reisti hann sér óbrotgjarnan bautastein á þeim starfsvettvangi sem hér hefur sér- staklega verið getið og vil ég minna á einkunnarorð öryggismálanefnd- arinnar: „Ekkert kemur í veg fyrir slys á sjó nema árverkni, dómgreind og _kunnátta.“ Á landsþingi Slysavarnafélags íslands 1988 var Pétur sæmdur þjónustumerki félagsins úr gulli fyrir farsælt samstarf og heilla- drjúg störf að slysavörnum. Dreng- ur góður er genginn. „Lát akker falla! Ég er í höfn Eg er með Msara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla sem fyrr urðu hingað heim.“ (V. Snævar) Að leiðarlokum þakka ég vini mínum samstarfið, færi honum kveðju bekkjarbræðranna og sendi ástvinum hans hugheilar samúðar- kveðjur. Farðu í friði og njóttu landtök- unnar. „að dýrlegum ljósum löndum þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum við sumaryl og sólardýrð." Hannes Þ. Hafstein, fyrrv. forstjóri SVFÍ. Það var sumarið 1976, sem ég kynntist Pétri Sigurðssyni, er ég réðst til starfa hjá Hrafnistu Reykjavík, sem skrifstofustjóri. Pétur var stórbrotinn persónu- leiki, fæddur foringi, mikill hug- sjóna- og baráttumaður eins og uppbygging Hrafnistuheimilanna ber með sér. Pétur var gæddur mikilli kímni- gáfu og ætíð var stutt í „húmorinn“ hjá honum. Hjálpfýsi Péturs var alkunn og var hann iðulega reiðubúinn að rétta hjálparhönd, þó að kæmi fyrir að misnotuð væri góðvild hans. Það var gott að starfa með Pétri og hef ég ætíð borið mikla virðingu fyrir honum og verkum hans og þakka ég honum fyrir samstarfið og vináttu hans í gegnum tíðina. Ég votta eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð mína. Ásgeir Ingvason. Skilafrest- ur minning- argreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET MARI'A JÓHANNSDÓTTIR, Baldursgarði 12, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarfélög. Óskar Þórhallsson, Hrefna Björg Óskarsdóttir, Þórhallur Óskarsson, Karl Einar Óskarsson, Anna Pálina Árnadóttir, Kristinn Óskarsson, Steinþóra Eir Hjaltadóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURGEIRSSON, Klauf, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Munkaþverár- kirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sund- laugarsjóð Kristnesspítala. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Geir Guðmundsson, Heiðbjört Eiríksdóttir, Hólmfrfður Guðmundsdóttir, Jón Eggertsson, Hjalti Guðmundsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Haukur Geir Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓRLÁRUSSON frá Mikiabæ, Gullengi 29, lést á Landspítalanum 1. janúar 1997. Koibrún Guðmundsdóttir, Guðrún Lára Halldórsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Óskar Sigþór Ingimundarson, Guðmundur Örn Halldórsson, Regfna Jónsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Páll Kristinsson, Lárus Halldórsson, Gfgja Sveinsdóttir, Kolbrún Birna Halldórsdóttir, Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS SIGURÐSSONAR, Goðabyggð11, Akureyri. Inga Björnsdóttir, Björn Sverrisson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Ármann Sverrisson, Kristín Sigurðardóttir, Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÖNNU KRISTÍNAR HAFSTEINSDÓTTUR, Unufelli 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E, Landspítalanum, og heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins. Hreinn S. Hjartarson, Hrefna Pedersen, Vilhjálmur Thomas, Arna Hreinsdóttir, Pétur Jónsson, Snævar Hreinsson, Pat Lewis, Margrét Káradóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.