Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 41 Kasparov treystir stöðuna skák Skákstigalisti FIDG 1. janúar 1997: KASPAROV EFSTUR, JÓ- HANN MEÐAL 100 EFSTU Gary Kasparov hefur aukið forskot sitt á keppinauta sína. Hann er nú 30 stigiun hærri en Indveijinn Anand sem er í öðru sæti. ÞEIR eiga síðan báðir inni enn meiri hækkun eftir stórmótið í Las Palmas. Þar með er sýnt að Ka- sparov er aftur kominn yfir 2.800 stiga markið. Efasemdir um að hann sé sterkasti skákmaður heims virð- ast nú ekki lengur eiga mikinn rétt á sér. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með því hvort Anand nær að festa sig frekar í sessi í öðru sætinu. Karpov, FIDE heimsmeistari, er fallinn í þriðja sætið og lækkar enn frekar eftir Las Palmas mótið. At- hygli vekja miklar hækkanir ungra hollenskra skákmanna, þeirra Van Wely og Pikets. Hollendingar eru allra þjóða iðnastir við að halda skákmót og það hefur skilað sér. Ulf Andersson er langstigahæstur norrænna skákmanna, Curt Hansen er í öðru sæti og Jóhann Hjartarson í þriðja. Jóhann er eini íslendingur- inn í hópi 100 stigahæstu skák- manna heims. Til að komast í þann hóp þarf nú 2.580 stig. Alþjóðlegi listinn: I. 1.97 Kasparov, Rússl. 2. Anand, Indlandi 3. Karpov, Rússl. 4. Kramnik, Rússl. 5. fvantsjúk, Úkraínu 6. Topalov, Búlgaríu 7. Kamsky, Bandar. 8. Gelfand, Hv—Rússl. 9. Shirov, Spáni 10. Short, Englandi II. Beljavskí, Slóveníu 12. Barejev, Rússl. 13. Júsupov, Þýskal. 14. Salov, Rússl. 15. Adams, Englandi 16. Akopjan, Armeníu 17. Andersson, Svíþjóð 18. Nikolic, Bosníu 19. Rosentalis, Litháen 20. Khalifman, Rússl. 21. Drejev, Rússlandi 22. Azmaiparasvili, Ge. 23. Júdit Polgar, Ungvl. 24. Van Wely, Hollandi 25. Sadler, Englandi 26. Rúblevskí, Rússl. 27. Kir. Georgiev, Búl. 28. Piket, Hollandi 29. Svidler, Rússlandi 30. Kortsnoj, Sviss 31. Ehlvest, Eistlandi 32. Illescas, Spáni 33. Chernin, Ungvl. 1.7.96 1. 2.795 2.785 2.765 2.735 2.760 2.775 2.740 2.765 2.740 2.730 2.725 2.750 2.720 2.745 2.700 2.665 2.690 2.685 2.690 2.695 2.665 2.620 2.665 2.655 2.665 2.655 2.665 2.675 2.660 2.685 2.655 2.630 2.655 2.640 2.655 2.670 2.650 2.610 2.650 2.640 2.650 2.645 2.650 2.670 2.645 2.665 2.645 2.605 2.645 2.615 2.645 2.645 2.645 2.620 2.640 2.580 2.640 2.650 2.635 2.635 2.635 2.660 2.635 2.640 2.635 2.620 íslenski listinn íslendingar á lista FIDE eru eft- irtaldir. Fjöldi reiknaðra skáka frá 1. des. 1995 — 31. maí 1996 eru í sviga fyrir aftan nýju stigin. 1.1.97 1.7.96 1. Jóhann Hjartarson 2.585(41)2.565 2. Margeir Pétursson 2.565(30) 2.570 3. Hannes H. Stefánss. 2.555(29) 2.560 4. Jón L. Árnason 2.535(0) 2.535 5. Þröstur Þórhallsson 2.500(23) 2.480 6. Helgi Ólafsson 2.500(16) 2.500 7. Karl Þorsteins 2.495(0) 2.495 8. Helgi Áss Grétarss. 2.470(31) 2.465 9. Friðrik Ólafsson 2.460(0) 2.460 10. Héðinn Steingríms. 2.390(10) 2.405 11. Björgvin Jónsson 2.380(0) 2.380 12. Ingvar Ásmundsson 2.365(7) 2.365 13. Jón G. Viðarsson 2.360(0) 2.360 14. Ágúst S. Karlsson 2.335(0) 2.335 Aðrir íslendinga á iistanum eru: Gylfi Þórhallsson 2.330, Andri Áss Grétarsson 2.315, Halldór G. Einars- son 2.315, Magnús Örn Úlfarsson 2.305, Bragi Kristjánsson 2.305, Þor- steinn Þorsteinsson 2.300, Haukur Angantýsson 2.295, Þröstur Árnason 2.295, Sævar Bjamason 2.285, Bene- dikt Jónasson 2.285, Guðmundur Gíslason 2.285, Amar Þorsteinsson 2.275, Guðmundur Halldórsson 2.275, Rúnar Sigurpálsson 2.275, Davíð Ólafsson 2.275, Snorri Bergs- son 2.275, Bragi Halldórsson 2.270, Jón Viktor Gunnarsson 2.270, Hrafn Loftsson 2.250, Áskeli Örn Kárason 2.245, Ólafur Kristjánsson 2.245, Tómas Björnsson 2.240, Arinbjörn Gunnarsson 2.240, Dan Hansson 2.230, Amar E. Gunnarsson 2.230, Einar Hjalti Jensson 2.225, Júlíus Friðjónsson 2.225, Björn Freyr Björnsson 2.220, Sigurður Daði Sig- fússon 2.210, Ólafur B. Þórsson 2.205, Kristján Eðvarðsson 2.200, Magnús Pálmi Ömólfsson 2.200, Sig- urbjörn Björnsson 2.195, Heimir Ás- geirsson 2.185, Stefán Briem 2.185, Bergsteinn Einarsson 2.185, Torfi Leósson 2.170, Davíð Kjartansson 2.165, Bragi Þorfinnsson 2.160, Jón Árni Halidórsson 2.160, Erlingur Þorsteinsson 2.160, Stefán Þór Sig- uijónsson 2.130, Bjöm Þorfínnsson 2.105, Jóhann Ragnarsson 2.100, Páll Agnar Þórarinsson 2.100, Matt- hías Kjeld 2.100, Einar Kristinn Ein- arsson 2.100. Að þessu sinni hafa þeir Róbert Harðarson, Arnþór S. Einarsson, Ægir Páll Friðbertsson, Ámi Á. Árnason og Magnús Sólmundarsson failið út af listanum þar eð þeir hafa ekki teflt reiknaðar skákir lengi. Það er sláandi hversu fáar skákir íslenskra skákmanna annarra en landsliðsins, em reiknaðar. Það stendur þó til bóta þar sem listinn nær aðeins til móta sem lauk fyrir 1. desember sl. Guðmundar Arasonar mótið er haldið eftir þann tíma og þar tefldu 20 íslenskir skákmenn. Taflfélagið Hellir hefur lengi haft alþjóðlegt mót á pijónunum, sem vonandi sér dagsins ljós innan skamms. Þá hefur Taflfélagi Reykja- víkur aftur láðst að senda haustmót sitt til útreiknings og kemur það illa við Þröst Þórhallsson og nokkra unga og efnilega skákmenn. Almennt séð virðast íslenskir skák- menn fremur lágt metnir. Frammi- staðan á síðasta Ólympíumóti var t.d. miklu betri en stig gáfu til kynna og sig- ur vannst á mun stigahærri ísraels- mönnum í land- skeppni í vor. Ástæða þess að íslenskir skákmenn hafa ekki náð að taka þátt í „stigabólgunni“ eru margþættar. Alltof fá alþjóðleg mót hér heima eru ein skýring þess. Rétt er að vekja athygli á því að á bráðabirgðalista sem birtist hér í skák- þættinum fyrir jól, féll niður nafn Karls Þorsteins, al- þjóðlegs meistara, sem er í sjöunda Rilton mótið Helgi Áss Grétarsson er í 2.—10. sæti eftir fímm umferðir á Rilton mótinu í Stokkhólmi sem er fjórða mótið af fímm í norrænu bikar- keppninni. Einar Gausel, Noregi er efstur með fjóran og hálfan vinning, en Helgi Áss, Curt Hansen og Lars Schandorff, Danmörku, Joel Benjamin, Bandaríkjunum, Rússamir Ulibin, Gleizerov og Agrest og Svíamir Degerman og Hellsten hafa fjóra vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson hefur þijá og hálfan vinning og Jóhann Hjartarson þijá vinninga. Jóhann lék klaufalega af sér í tímahraki í vinn- ingsstöðu gegn Rússanum Agrest í fimmtu umferð. Jólahraðskákmót TR Undanrásirnar fóru fram 27. desember og úrslitin þann 30. Jón Viktor Gunnarsson, 16 ára, sigraði mjög örugglega og þarf það ekki að koma á óvart, því hann er ein- mitt hraðskákmeistari íslands. Þátttakendur voru 34 talsins. Skák- stjóri var Ólafur H. Ólafsson. A úrslit: 1. Jón Viktor Gunnarsson 13 v. af 15 2. Sigurbjörn Bjömsson 11'/» v. 3. Björn Þorfinnsson 10 'A v. 4. Páll Agnar Þórarinsson 10 'A v. 5. Einar Hjalti Jensson 10 v. 6. Magnús Örn Úlfarsson 9'A v. 7. Heimir Ásgeirsson 9 v. 8. Guðmundur Sverrir Jónsson 7'A v. o.s.frv. B úrslit: 1. Sverrir Sigurðsson 10'A v. af 12 2. Ólafur í. Hannesson 9 v. 3. Ari Konráðsson 9 v. 4. Eiríkur Kristjánsson 8'/z v. o.s.frv. Margeir Pétursson Ný biðstöð SVR við Lækjartorg SVR hefur tekið í notkun nýja bið- stöð við Lækjartorg, Hafnarstræti 20. Með henni batnar aðstaða við- skiptavina SVR við Lækjartorg til mikilla muna en biðstaða farþega var áður staðsett í sameign hússins. í frétt frá SVR segir að nýja bið- stöðin sé alls 124 fermetrar með björtum og rúmgóðum sal og góðri yfírsýn yfir vagnsvæði. Þar eru veitt- ar allar almennar upplýsingar um þjónustu SVR ásamt farmiða- og veitingasölu. Biðstöðin verður opin alla daga NÝ biðstöð SVR við Lækjartorg. nema sunnudaga og helgidaga frá í tilefni af opnun biðstöðvarinnar kl. 7-23.30. Á sunnudögum og verður viðskiptavinum boðið upp á helgidögum verður opið frá kl. kaffi og heitt súkkulaði 1 dag, föstu- 10-23.30. dag. AÐSEIMPAR GREIIMAR Missagnir um módemisma NÝLEGA birtist bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Kona verður til, um fullorðinssögur Ragn- heiðar Jónsdóttur. Mér fannst bókin fróðleg og skemmtileg aflestrar, en hér skal annars ekki um hana dæmt - einungis svarað því sem að mér snýr. Vitnað er til bókar minnar um inódemisma í íslensk- um bókmenntum, Kór- alforspil hafsins (1992), en einungis um ljóð. Mig furðar að Dagný skyldi ekki fremur tengja þetta rit sitt um skáldsögur við þann helming bókar minnar sem fjallar um íslenska sagnagerð á 20. öld - eða við önnur rit um það efni. Saman- tekt á athugasemdum hennar um sögusnið Ragnheiðar (hlutverk sögumanns, persónu- sköpun, efnisröðun o.fl.), og samanburður á þessu við sögusnið helstu samtímahöfunda hefði vænt- anlega varpað ljósi á þann síminnk- andi áhuga ritdómara á sögum Ragnheiðar, sem Dagný undrast. Slíkur samanburður hefði líklega stutt kenninguna um að þessar skáldsögur hafi þótt gamaldags - eða mælt gegn henni. En þær skáld- sögur hafa ekki fallið fyrir módern- Ruglingurinn, segir Qrn Olafsson, stafar ein- göngu af óvandaðri til- vitnun Dagnýjar. isma að mínu mati, því hann setti ekki verulegan svip á íslenska sag- nagerð fyrr en í lok ritferils Ragn- heiðar (Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg 1964, skáldsögur Thors frá 1968). Satt að segja virðist Dagný ekki hafa gert upp hug sinn um í hverju módernismi felist. Hún talar iðulega eins og þar sé um að ræða fijálst form í ljóðum (bls. 360 o.v.), en segir þó (bls. 47): „Ég er sammála Ástráði Eysteinssyni um að sam- skiptahæfni tungumálsins sé sá ás sem raunsæis- og módernismadeilan hlýtur að hverfast um.“ Dagný segir réttilega (bls. 365) að ég hafni því að skilgreina mód- ernisma eftir hugmyndum sem komi fram í verkunum, en leggi áherslu á sundraða framsetningu, einkum í myndmáli. Hún kallar þá skilgrein- ingu þrönga, en leiðir engin rök að því að hún ætti að vera víðari. Eyði ég þó miklu rúmi í bókinni í að rökstyðja hversvegna það leiði til tóms hugtakaruglings að hafa hana öðruvísi, t.d. að módern verk ein- kennist af hugmyndum um einsemd og tilgangslaust líf. Slíkar hug- myndir hafa einkennt skáldverk frá ýmsum tímum og stöðum, og nær engri átt að telja það einkenna stefnu í bókmenntum og listum sem hófst á lokafjórðungi 19. aldar. Ekki er síður fráleitt að telja ljóð módemt vegna þess að það sé í óbundnu máli eða fríljóð, en hvort- tveggja hefur verið algengt á Vest- urlöndum öldum saman, á íslensku í rúma öld, frá því að nýrómantíkin hófst. Vitaskuld er þessi afmörkun módernisma ekki uppfinning mín, heldur rek ég rök fyrir henni ítar- lega eftir alþjóðlega viðurkenndum fræðimönnum, bæði á frummáli og í þýðingu minni (einkum á bls. 21-7), en það varð þó einum ritdóm- ara (Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Pressunni 28.1. 1993) tilefni til að segja þessa skilgreiningu mína „heimasmíðaða". í framhaldi spyr Dagný hvernig þá standi á þeim harkalegu árásum á fríljóð og prósaljóð atómskáld- anna, sem komu fram uppúr seinni heimsstyijöld. Ætla mætti að það sýndi, að mín skilgreining væri allt of þröng. En ég hefi reyndar sett fram skýringu þessa í lok fyrrnefnds rits, en þó miklu ítarlegar í doktors- riti mínu Rauðu pennarnir 1990 (m.a. bls. 137): Á árunum milli stríða var töluvert ort af fríljóðum og prósa- ljóðum, einnig módern- um ljóðum, með annar- legu myndmáli, og án röklegs samhengis. Nýjungamenn, m.a. róttæklingar, fögnuðu slíkum nýjungum, sem virðast hvergi hafa átt verulegri andstöðu að mæta þá. En þeirra gætir lítt eftir 1930, nema hvað þá ber nokkuð á fijálsu Ijóð- formi með einföldum, röklegum textum, til að orka á lesendur með boðskap. „En eftir miðjan 4. áratug verð- ur æ útbreiddara í röðum róttækl--r inga að hafna jafnvel slíkum bók- menntanýjungum, og boða skáldum að halda sig við hefðina - til þess að ná til alþýðunnar og orka á hana til baráttu. Hér sé ég undirrótina að þeirri miklu andstöðu sem atóm- skáldin mættu um miðja 20. öld, forverar þeirra höfðu snúið við blað- inu. En einnig kemur til aukin þjóð- emisstefna - m.a. kommúnista - í seinni heimsstyijöld og við lýðveldis- stofnun og áframhaldandi hersetu, hefðbundin ljóð voru helsti vett- vangur þjóðernisstefnu, og því þótti mörgum tilræði við þjóðemið að ■ hverfa frá þeirri hefð í yrkisefnum, myndmáli eða formi." Að lokum þetta: Neðanmáls (á bls. 365) talar Dagný um ósamræmi í skilgreiningu minni, því ég miði módernisma venjulega við sundrað myndmál, „en á blaðsíðu 31 er ljóð- ið „Fútúrískar kveldstemningar" eftir Þórberg Þórðarson ekki flokk- að sem módernískt vegna þess að „ekki verður séð að þessi sundur- leitu atriði orki saman að einhveiju marki“. En hér er ekki um neina mótsögn að ræða, ruglingurinn stafar ein- ungis af óvandaðri tilvitnun Dagnýj- ar. Ég sagði í framhaldi af þessun - „heldur er markmið kvæðisins miklu takmarkaðra, einungis að skjóta niður vinsæl ljóð samtímans með skopstælingum, svo sem höfundur rekur sjálfur (bls. 89). En þá yfirgef- ur kvæðið ekki þá bókmenntateg- und.“ Þetta ítreka ég í umfjöllun um kvæði Halldórs Laxness „Erfiljóð eftir stórskáld", og segi m.a. (bls. 64-5) að kvæðið sé að öllu saman- lögðu samhengislaust og óskiljan- legt. Enda þótt finna megi undiröldu hugrenningatengsla milli einstakra atriða þess, verði ekki séð að hinir ýmsu liðir kvæðisins falli saman í eina samþætta heild - fyrir utan sameiginlega aðferð, í þessu tilfelli það að setja mótsagnir fram í ljóð- myndum. „En hversvegna skyldi þá þetta ljóð Halldórs fremur teljast módernismi en t.d. „Fútúrískar kveldstemningar" Þórbergs, þar sem sundurlaus atriði voru heldur ekki samþætt í heild? Vegna þess að það er skopstæling, en þetta ljóð er sjálfstætt, þó svo að það hafi ekki neina endanlega merkingu, heldur megi fremur kallast net til að veiða lesendur. Því mér virðist, að það sé meginatriði þessara [mód- ernu] kvæða Halldórs, að virkja les- endur í að fínna þeim merkingu. Einmitt í því skyni er hefðbundið form þess virkt.“ Er þetta ekki nógu skýrt? Höfundur er bókmenntafræðing- ur og kennir íslenzku við Oslóarháskóla. Örn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.