Morgunblaðið - 12.01.1997, Page 16

Morgunblaðið - 12.01.1997, Page 16
16 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ •HART er nú deilt í Danmörku um staðsetningu Konunglega leikhússins. Það stendur við Kóngsins Nýjatorg og fyrir rúm- um tveimur árum var samþykkt að byggja við húsið. Deilurnar risu í fyrra er Norðmaðurinn Sverre Fehn bar sigur úr býtum í samkeppni um viðbyggingu hússins en i tillögunni var gert ráð fyrir því að reist yrði bygg- ing úr gleri og steypu utan um gamla leikhúsið og að byggt yrði yfir Tordenskjoldsgötu. Um 4.500 manns sendu inn formleg mótmæli og hefur ekki enn ver- ið tekin endanleg afstaða til þess hvort bygging Fohns muni rísa. Stjórnmálaflokkarnir eru klofnir í afstöðu sinni og því hefur verið Iagt til að reist verði nýtt leikhús og hafa ýmsar lóðir við höfnina verið nefndar. •ÞAÐ hefur vakið athygli margra leikhúsunnenda að Kon- unglega þjóðleikhúsið í Bret- landi hefur aldrei sett upp verk eftir hið umdeilda breska leik- skáld Howard Barker. Hins veg- ar keppast leikhús víðs vegar um heim við að selja upp verk hans. Hefur nokkrum leikhús- mönnum ofboðið sinnuleysið og fyrir nokkrum árum var stofnað leikhús með það að markmiði að sýna verk Barkers en þau eru alls á fjórða tug. Danir eru á meðal helstu aðdáenda hans og hafa allnokkur verk Barkers verið sýnd þar í landi. Fyrir nokkrum dögum var frumsýnt á litla sviði Konunglega leik- hússins nýjasta verk hans, „Hated Nightfall", en það fjallar um morðið á rússnesku keisara- fjölskyldunni árið 1918. Kvikmyndaleik- stjórar gagn- rýna Reykjavík AÐALFUNDUR Samtaka kvik- myndaleikstjóra, sem haldinn var á dögunum, samþykkti einróma að vekja athygli á því að „kvikmynda- listin er nánast alveg útundan þegar litið er til menningarstarfsemi Reykjavíkurborgar," svo sem það er orðað. „í borginni starfa leikhús og sýn- ingarsalir, sem Reykjavíkurborg ýmist rekur eða tekur þátt í að reka, en á sviði kvikmynda er ekkert kvik- myndahús sem leggur metnað sinn í að kynna og sýna kvikmyndir sem list, eða þjónar því hlutverki sem „cinematek" gera meðal nágranna- landanna... Og þegar kemur að kvikmyndaframleiðslunni sjálfri, hefur borgin ekki svarað kalli nýs tíma og tækni því kvikmyndagerð er hvergi nefnd á nafn þegar menn- ingarstarfsemi borgarinnar ber á góma,“ segir ennfremnur í sam- þykktinni. Vísar fundurinn í plagg sem sam- tökin sendu frá sér á liðnu hausti, þar sem lagt var til að Reykjavíkur- borg tæki þátt í kvikmyndasköpun í landinu með árlegum framlögum í sérstakan sjóð, Kvikmyndasjóð Reykjavíkur, sem hefði það hlutverk helst að styrkja nýsköpun í kvik- myndagerð og verk þeirra sem eru að ýta úr vör, auk þess sem hluti af tekjum sjóðsins yrði látinn renna til reksturs sérstaks sýningarhúss, sem hefði það hlutverk að auka á fjölbreytni þeirra kvikmynda sem í boði eru og sýna myndir íslenskra höfunda. í framhaldi af þessari tillögu gekk stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra á fund borgarstjóra, að því er segir í samþykkt aðalfundarins. Var at- hygli borgarstjóra vakin á að kvik- myndalist væri „ein listgreina al- gjörlega hornreka hvað viðkemur framlögum borgarinnar til lista“. í samþykkt aðalfundarins kemur fram að borgarstjóri hafi tekið vel í erindið en engu að síður „kennir þess engin merki að þessi fundur hafi átt sér stað, þegar nýsamþykkt fjárhagsáætlun Reykjavíkur, fyrir árið 1997, er skoðuð.“ Of djúpt í árinni tekið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir of djúpt í árinni tekið að kvikmyndalistin sé nánast alveg útundan þegar litið sé til menningar- starfsemi Reykjavíkurborgar. „Við höfum styrkt meðal annars árlega stuttmyndahátíð í borginni og lagt til verðlaunin sem þar eru veitt. Það má hins vegar segja að miðað við margar aðrar listgreinar þá ve-iji borgin minna fé til kvikmyndagerð- ar enda miðast styrkir til listastarf- semi við að verið sé að standa fyrir viðburðum beinlínis fyrir borgarbúa. Eina undantekningin frá því er Sin- fóníuhljómsveitin en það er sam- kvæmt lagaskyldu." Ingibjörg Sólrún segir að það sé meira en að segja það að koma á fót sérstökum kvikmyndasjóði. Sam- tök kvikmyndaleikstjóra hafi lagt til að stofnað yrði til Kvikmyndasjóðs Reykjavíkur í áföngum á fjórum árum með árlegri viðbót sem næmi 30 milljónum króna. í fullri stærð rynnu þannig til sjóðsins 120 milljón- ir á ári. „Það má auðvitað spyija sig hvort slík sjóðsstofnun sé hlutverk borgarinnar og sveitarfélaganna, sem einbeita sér að staðbundinni listastarfsemi, eða ríkisins, sem ein- beitir sér að listastarfsemi á lands- vísu? Það er hins vegar sjálfsagt að skoða þetta mál enda hafnar maður aldrei hugmyndum alfarið." Um fund sinn með stjóm Samtaka kvikmyndaleikstjóra segir borgar- stjóri, að það sé síður en svo sjálfgef- ið að fjárframlög komi út úr slíkum fundum. „Þeir komu til að kynna sinn málstað og ég tók þeim auðvit- að vel, eins og ég tek öllum sem til mín koma. Ég sagði þeim hins vegar að á okkur stæðu ýmis spjót í menn- ingarmálum, nefni ég þar Leikfélag Reykjavíkur og Listaháskóla, og þessa hluti yrði að skoða í sam- hengi. Reykjavíkurborg getur ekki hrist fram fé eins og ekkert sé.“ Dýrgripir fyrir alla SAFNVÖRÐUR í Fitzwilliam- safninu í Cambrigde tekur utan af verki impressjónistans Renoirs, „La Place Clichy" (Clichy-torg) í salarkynnum Christie’s uppboðs- haldaranna í London. Þeir fengu myndina og 150 önnur verk að láni á á sýningu sem nefnist „Dýr- gripir fyrir alla“ en þar getur að líta verk eftir marga helstu meist- ara málaralistarinnar. N iflungahringnr Wagners í Norræna húsinu RICHARD Wagner félagið á ís- landi mun hefja sýningar á Nifl- ungahring Richards Wagners í Norræna húsinnu sunnudaginn 12. janúar kl. 15. Við samningu Niflungahringsins leitaði Ric- hard Wagner mjög fanga í ís- lenskum fornbókmenntum svo sem Eddukvæðum,_Snorra-Eddu og Völsungasögu. Útkoman varð lengsta verk óperusögunnar, sem í raun er fjórar óperur: Rín- argullið, Valkyijan, Sigurður Fáfnisbani og Ragnarök og taka þær samanlagt um 16 tíma í flutningi. Sýnd verður ein ópera í einu með mánaðar millibili og verða sýningarnar annan sunnudag hvers mánaðar frá janúar fram í apríl og heíjast alltaf á sama tíma. A undan hverri sýningu munu þau Anna M. Magnúsdótt- ir og Reynir Axelsson halda stuttan fyrirlestur með tóndæm- um þar sem leiðsögustef óp- eranna eru kynnt. Á undan sýn- ingunni á Rínargullinu á sunnu- daginn kemur munu þau auk þess rekja í stuttu máli ferilinn við samningu verksins. Sýnt verður af geisladiski á stórum sjónvarpsskermi og verð- ur enskur skjátexti. Uppfærslan sem sýnd verður gekk í Bayre- uth á árunum 1988-1992 undir stjórn Daniels Barenboims og Harrys Kupfers. í helstu hlut- verkum í Rínargullinu eru John Tomlinson, Gúnter von Kannen, Graham Clark, Helmut Pampuch, Linda Finnie og Eva Johannsson. Háa C-ið sem bræðir ís KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari fékk lofsamlega umsögn í blaðinu Berliner Kurier fyrir söng sinn í óperunni II Trovatore eftir Giuseppi Verdi á sviði Deutsche Oper í Berlín. í blaðinu sagði að ekki væri „vottur af íslenskum kulda í rödd“ hans. Uppfærsla hins alræmda Hans Neuenfels frá árinu 1996 hefði litla hrifningu vakið, en öðru máli gegndi um sönginn: „Það var fyrst og fremst að þakka Kristjáni Jóhannssyni, sem söng aðalhlut- verk hetjunnar Manricos.“ Kristján sneri aftur til Berlínar nú um áramótin og söng í tveimur sýningum. Sagði í Berliner Kurier að „tenórnum af heimskautaslóð- um tækist með fögrum söngtónum sínum að bræða klakaböndin af uppfærsiunni: „Sjaldan hefur háa C-ið heyrst Ijóma jafn skært og í lágu köflunum hinn bræðandi máttur þessarar dýrlegu raddar jafn vel og hjá Kristjáni Jóhanns- syni.“ Sagði að Kristján hefði greini- lega haft gott af að búa í Ítalíu og læra list hins hvatvísa söngs. í lok umsagnarinnar er tekið fram að Kristján, sem á næstunni tekur við af Luciano Pavarotti i Grímudansleiknum eftir Verdi í Metropolitan-óperunni í New York, hafi einsett sér eitt: „Að syngja betur en Luciano!”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.