Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 31.TBL. 85.ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Umsáturs- ástand við fæðingar- deildina Ósló. Morgunblaðiö. YFIRVÖLD í Fredrikstad í Nor- egi hafa gripið til þess ráðs að setja vörð við fæðingardeildina í bænum vegna spádóms um að frelsari myndi fæðast þar í dag, föstudag. Umsátursástand ríkir fyrir utan fæðingardeildina en fjöldi fréttamanna hefur fylgst grannt með gangi mála. Franskur stjörnufræðingur tilkynnti fyrir skemmstu að frelsari myndi fæðast í bænum í dag og tiltók hann tímann rétt fyrir kl. 8 að morgni. Á milli 3 til 20 fæðingar eru í Fredrikstad á degi hveijum og hafa verðandi mæður í bænum miklar áhyggj- ur vegna þeirrar athygli sem spádómurinn hefur vakið. Hugmynd um leiðtogafund um NATO í París fellur víða í grýttan jarðveg Jacques Chirac Frakklandsforseti reifaði hugmyndina um fund Rússa og fjögurra NATO-ríkja, Frakklands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Bret- lands, á fundi með Borís Jéltsín Rúss- landsforseta um síðustu helgi. Lagði Chirac til að þjóðimar hittust í París í apríi. Hugmyndin hefur verið rædd óformlega innan NATO en viðbrögð- in hafa verið svo neikvæð að óvíst er nú talið að af fundinum verði. Segja fundinn gagnslausan Ítalir brugðust illa við hugmynd- inni, sögðu leiðtogafund „gagnslaus- an“. Öryggismál vörðuðu öll NATO- ríkin og ekki væri hægt að skipta þeirri umræðu á milli ríkja. Andstaða margra NATO-landanna ræðst af því að þau hafa ekki enn fyrirgefið að fimmveldin skyldu eiga frumkvæðið að því að fínna lausn á stríðinu í Bosníu og útiloka smærri ríki. Þá sagði Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, að hann teldi „ekki áríðandi" að halda slíkan leið- togafund. Rússar kætast Vestrænn stjórnarerindreki sagði að tillaga Frakka hefði komið illa við margar þjóðir en ljóst væri að Rússar væru ánægðir. „Þeir núa eflaust saman höndum í kæti sinni vegna þessa vandræðagangs. Þetta kemur þeim til góða í samningavið- ræðum." Haft var eftir stjórnmála- skýrendum að þeir óttuðust að Rúss- ar teldu sig geta hagnast á óeiningu NATO-ríkjanna um stækkun. Talsmaður pólska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að hugmyndir um leiðtogafund með Rússum vera „óheppilegar". Þá lýstu sendiherrar nokkurra Austur-Evrópuríkja í Brussel áhyggjum sínum vegna málsins, ekki síst vegna þess að leið- togafundurinn kynni að draga úr trúverðugleika Solana, sem hefði fengið fullt umboð NATO-ríkjanna til að eiga viðræður við Rússa. Bandaríkjamenn mótfallnir og smærri þjóðum finnst fram hjá sér gengið London, Moskvu, París, Brussel. Reuter. ÁGREININGUR er innan Atlantshafsbandalagsins og víðar um þá hugmynd Frakka að boðað verði til leiðtogafundar fimmveldanna svokölluðu til að liðka fyrir stækkun bandalagsins og eru ýmis aðildar- ríki þess lítt hrifin. Bandaríkjamenn hafa tekið tillögunni fálega, smærri aðildarríki NATO eru ósátt við að vera ekki höfð með í ráðum og Austur-Evrópuþjóðirnar eru uggandi vegna þessara frétta, telja hugmyndina óheppilega og hafa líkt fyrirhuguðum fundi við Yalta- fundinn árið 1945 þar sem bandamenn skiptu Evrópu í lok heimsstyij- aldarinnar síðari. Rússar hafa hins vegar tekið vel í hugmynd Chiracs og segja stjórnmálaskýrendur þá sjá sér leik á borði að reka fleyg á milli NATO-þjóðanna, en þeir eru algerlega mótfallnir stækkun NATO. Reuter Ólíklegt talið að af fundimim verði Mesta atvinnuleysi í Þýskalandi frá 1933 Bonn. Reuter. Uppþot í Jóhannes- arborg LÖGREGLA í Suður-Afríku réðst í gær gegn mótmælendum úr hverfum fólks af blönduðum litar- hætti í Jóhannesarborg, vopnuð handsprengjum og táragasi. Að minnsta kosti þrjátíu manns slös- uðust í átökunum og óstaðfestar fregnir bárust af því að sjö ára gamall drengur hefði orðið fyrir skoti og látist. Að sögn lögreglu lokuðu hundruð manna vegum að hverfinu til að mótmæla áformum borgaryfirvalda um að draga úr þjónustu við íbúa hverfisins þar sem þeir stóðu ekki í skilum á greiðslum til yfirvalda. Er lög- regla kom á vettvang brenndi fólkið hjólbarða og ruslatunnur og kastaði gijóti að bifreiðum. RÚMLEGA 4,6 milljónir Þjóðveija voru án atvinnu í janúarmánuði og er það mesta atvinnuleysi í Þýska- landi frá því í kreppunni á millistríðs- árunum. Fjölgaði atvinnulausum um hálfa milljón á einum mánuði og mælist atvinnuleysið nú 12,2%. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagðist í gær vera þess fullviss að draga myndi úr atvinnuleysinu á þessu ári, þegar breytingar á skatta- og lífeyriskerfinu þýska næðu fram að ganga. Fátt bendir hins vegar til að langtímamarkmið stjórnvalda um að atvinnulausum hafi fækkað um helming árið 2000 náist. Talsmaður þýsku vinnumála- stofnunarinnar sagði að skýringin á auknu atvinnuleysi væri að hluta til slæmt veðurfar, fjöldi bygging- arverkamanna væri án vinnu vegna þess. Tilkynning stofnunarinnar um að atvinnulausum hefði fjölgað úr 10,2% í 12,2% á einum mánuði og að fara þyrfti aftur til ársins 1933 til að finna jafnháar tölur kom mjög á óvart og vakti hörð viðbrögð í gær. Leiðtogi jafnaðarmanna, sem eru í stjórnarandstöðu, Oscar Lafonta- ine, sagði að hinar háu atvinnuleys- istölur sýndu að efnahags- og fjár- málastefna Kohls hefði mistekist. Aðrir í stjórnarandstöðunni tóku undir orð Lafontaines og hvöttu Kohl til að grípa þegar til aðgerða eða segja af sér ella. Theo Waigel, fjármálaráðherra, kenndi stjórnar- andstöðunni hins vegar um, sagði hana standa í vegi fyrir umbótum í skatta- og félagslegum málefn- um. Fjármálasérfræðingar sögðu í gær að hin mikla atvinnuleysisaukn- ing kynni að koma í veg fyrir að Þjóðveijar uppfylltu skilyrði fyrir aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu. * Ar uxans RAUÐAR regnhlífar prýddu Dit- an-garðinn í Peking i gær en rauður litur er talinn til heilla og því jafnan áberandi við há- tíðahöld. Kínveijar fagna nú nýju ári, ári uxans, sem gekk i garð í dag. Var óvenjumargt um manninn í Ditan-garðinum þar sem íbúar Peking slökuðu á, síð- asta dag ársins. ♦ ♦ ♦------ Búlgarskir sósíalistar hunsa þingið Sofiu. Reuter. SÓSÍALISTAR lögðu í gær niður þingstörf í mótmælaskyni við sam- komulag um að ganga til kosninga í apríl. Segja þeir að verið sé að koma þeim frá völdum á ólýðræðis- legan hátt. Hafði stjómarandstaðan þá nýverið látið af mótmælum sínum í þinginu en mótmæli hennar og almennings í Búlgaríu hafa staðið í þijátíu daga. Búist er við að borgarstjórinn í Sofiu, Stefan Sof- ianski, sem fylgir stjórnarandstöð- unni að málum, stýri utanflokka- stjóm fram yfir kosningar. Hindra þingstörf Sósíalistar féllust á miðvikudag á að gengið yrði til kosninga í apríl, tuttugu mánuðum fyrir áætlaðan kjördag. Petar Stoyanov, forseta Búlgaríu, tókst að fá sósíalista til að fallast á þetta en þeir em nú æfír og segjast munu hindra þing- störf nema þegar verði teknar fyrir breytingar á kosningalögum. Sósíal- istar em með meirirhluta á þingi og mæti þeir ekki á þingfundi skort- ir nægilegan fjölda þingmanna til að atkvæðagreiðslur á þingi séu gildar. Fastlega er búist við að stjórnar- andstöðuflokkarnir vinni sigur í þingkosningum, þótt þeir séu marg- klofnir í afstöðu sinni til efnahags- umbóta. Sama vandamál blasir við sósíalistum, marxistar eru ósáttir við leiðtoga flokksins og ennfremur er búist við að hópur Evrópusinna muni kljúfa sig út úr flokknum fyr- ir kosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.